Morgunblaðið - 18.11.1966, Page 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. nóv. 1966
í Deildartungu 80 ára
aftur gamla slóð“
Sigurbjörg
„Göngum
FYRIR rúmlega hálfri öld, eða
nánar til tekið fimmtíu og þrem-
ur árum, bar gest að garði á stór-
býlinu Deildartungu í Reyk-
holtsdal. Það var skagfirzk
heimasaeta, sem hér var á ferð.
Þetta var að vorlagi, tíma
grósku og gróanda í náttúru
íands vors. Borgarfjarðarhérað,
sem er fagurt og kostaríkt, fagn
aði komu hinnar ungu konu, tók
henni opnum örmum og bauð
hana velkomna í hinn vir'ðulega
húsfreyjusess í Deildártungu.
Það barst með vorblæniim frá
manni til manns, að hér hefði
góðan gest að garði borið, og það
hugboð festi rætur, að héraðið
mundi um langan aldur búa að
dugnaði, mannkostum og gjörfu-
leik þessarar gáfuðu manndóms
konu. Þessi kona er Sigurbjörg
Björnsdóttir, ekkja Jóns Hannes-
sonar í Deildartungu, en hún
fyllir í dag áttatíu ára líféskeið
sitt.
Sigurbjörg fór ung til náms
á Hvítárbakkaskólann, alþýðu
menntasetrið, sem hinn kunni
fræðsiufrömuður Sigurður Þór-
ólfsson hafði komið þar á fót.
Sigurður gaf út um þessar
mundir tímaritið „Plógur.“ Birti
hann meðal annars í riti þessu
ritgerðir nemenda í skóla sínum,
þekra er honum þótti skara
fram úr um gáfur og námshæfni.
Sigurbjörg fyRti þennan flokk.
Samtímis því sem Sigurbjörg
var í Hvítárbakkaskólanum, var
Jótn Hannesson, sem þá stóð fyr-
ir búi móður sinnar, Vigdísar
Jónsdóttur í Deildartungu, nem-
andi á Bændaskólanum á Hvann
eyri. Gott samstarf var ríkjandi
milli skólastjóra þessara mennta
setra hóraðsins, sem meðai ann-
ars kom fram í því, að í skólun-
um var á víxl efnt til sfcemmti-
funda fyrir nemendurna. Á þess-
um fundum hófust kynni þeirra
Jóns og Sigurbjargar. Þau kynni
leiddu saman hugi þeirra, og var
þar með rá'ðin sú rún, að svo
skyldi háttað um framtíðarbú-
setu og lífsstarf Sigurbjargar,
sem að framan getur.
Hið fyrrgreinda vor hófu þau
Jón og Sigurbjörg búskap í
Deildartungu. Sæti Vigdísar,
móður Jóns, var vandfyllt. Hafði
þessi mikla rausnarkona gegnit
þar húsmóðurstörfum um ára-
tuga skeið með miklum mynd-
ar- og höfðingsbnag. En sú varð
raunin á, að merki Vigdísar í
bústjórn og heimilisgæzlu var
vol á lofti ha'ldið í hendi Sig-
urbjargar. Hlutverkinu, sem
henni féll þarna í skaut, gerði
hún góð skii.
Búskapur hinna ungu hjóna
í Deildartunngu stefndi ört til
vaxtar og þroska. Gestrisni og
greiðasemi hélzt í hendur vi'ð
þessa þróun. Jón gerðiat brátt
mikilvirkur og stórhuga athafna
maður og kjörinn til forystu um
framfana- og menningarmál í
héraði. Slaknaði aldrei á þeim
þræði meðan heika hans og
krafitar leyfðu.
Allir vissu, að í þessum störf-
um var Jón ekki einn að verki.
Við hlið 'hans stóð kona, sem í
hvívetna kynti glóð manndóms
og menningar og var síkvikur
aflgjafi í þeim manndómsafrek-
um, sem ma’ður hennar hafði
ungur markað á skjöld sinn og
vann óslitið að alla sína lífstíð.
Deildartunguheimilið var menn-
ingarmiðstöð í héraði og tákn
þeirrar þróunar í þjóðlífi voru,
sem þá var gengin í garð.
Við suðurhílið íbúðarhússins í
Deildartungu hafði verið gróð-
ursett lítíð reyniviðartré. Það
vildi ekki láta sitt eftir liggja
í því að sýn\ þann mátt grósku
og vaxtar, sem þama hafði hasl-
að sér völl. Það óx og dafnaði,
breiddi lim sitt meðfram allri
húshliðinni og teygði vaxtar-
sprota sína hátt til lofts langt
upp fyrir þak og ris þessarar
gömJu og myndariegu bygging-
ar.
Þrátt fyrir miklar búsannir á
þessu stóra heimili, sem aldrei
var slegið slöku við, mikla gesta-
komu og uppeldi átta barna
þeirra hjóna vannst Sigurbjörgu
tími til að sinna margháttuðum
félagsmálastörfium í sveit sinni
og héraði. í hugarheimi henn-
ar var hátt tid lofits og vítt
til veggja og verkefnin til fé-
lagslegra umbóta blöstu hvar-
vetna við. Ríkur áhugi fyrir því
að göfugar hugsjónir á þessu
sviði gætu orði'ð að veruleika,
knúði fast á og jók það skrið-
inn til samstarfs og átaka um
þessi hugðarmál hennar. Hafði
Sigurbjörg um það forystu, að
jafnan skyldi í starfisaðferðum
gætt naunsæis, því greind henn-
ar og lífsreynsla hafði fært
henni heim sanninn um það, að
þessi aðferð tryggði öðru betur
heppileg og farsæl málalok. Á
starfssviði Sigurbjargar í for-
ystusæti í Kvenfélagi Reykholts-
dalshrepps og féiagssamtökum
borgfirzíkra kvenna hefir æði
margt áiunnizt, sem leitt hefir til
framfara og sannra umbóta.
Hér hafa margir og traustir
starfskrafitar komið fram á sjón-
arsviðið, sem hvorki spara tíma
né fyrirhöfn þegar á þanf að
halda. Starfsemi borgfirzkra
kvenna er skýr vottur þess,
hverju má til vegar koma, þar
sem góður félagsandi ríkir. Þar
er fórnfýsin ávallt á reiðum
höndum.
Sigurbjörg átti ríkan þátt i
stofnun Húsmæðraskólans á
Varmalandi og hefir ávallt verið
í stjórn hans. Það varð Ihlut-
skipti Vigdísar, dóttur hennar,
að móta starfsemi þessarar
menningarstofnunar. Fórst henni
þetta úr hendi méð afbrigðum
vei. Hefir Vigdís án alls efa átt
í því starfi hauk í horni þar
sem móðir hennar er. Vigdís
stjórnaði skólanum áratugsskeið
með mikilli röggsemi. Hún lét
þar af störfum, þegar hún tók
við fonstöðu Húsmæðrakennara-
skóians í Reykjavík af Helgu
Sigurðardóttur.
Mér, sem þessar línur rita, er
alveg sérstaklega ljúft að minn-
Peking, 10. nóv. NTB.
• 1 dag var haldið hátíðlegt í
Peking eins árs afmæli hinnar
„miklu menningarbyltingar alþýð
unnar“. Fóru eitthvað á aðra
milljón Rauðra varðliða akandi
um torgið Tienan-men, én þar
stóðu á palli þeir Mao Tse-tung
leiðtogi kínverskra kommúnista,
Lin Piao, landvarnaráðherra og
fleiri ráðamenn kínverskir.
Enda þótt undirbúningur menn
ingarbyltingarinnar hafi hafizt
þegar haustið 1064 og ýmsar
ráðstafanir verið gerðar í sam-
bandi við hana veturinn 1064
—’65, er svo litið á í Pelsing,
sem hún hafi raunverulega hafizt
10. nóv. 1065 með árásargrein
í dagblöðum í Shanghai á leikrit
eftir varaborgarstjóra Peking,
Wu Han að nafni. Leikritið fjall
aði um sögulegt efni, kínverskt
— en kommúnistaflokksleiðtog-
arnir litu svo á, að þar væri
dulbúin árás á Mao Tse-tung og
flokkinn.
Erlendum fréttamönnum var
ekki boðið að vera við hátíða-
höldin í Peking í dag, en talið
er, að þetta hafi verið síðasta
skrúðfylking Rauðu varðliðanna
í bráð. Borgaryfirvöldin hafa
sagt, að óhugsandi sé að sjá
Rauðu varðliðunum utan af landi
fyrir mat og húsnæði í vetur.
ast áttatíu ára afimælis þessarar
gagnmerku konu. Við Jón í
Deildartungu, vinur minn og
frændi, áttuin að bafci langt sam-
starf er hann lézt. Við þau
störf dvaldi ég stundum lang
tímum saman á heimili þeirra
hjóna og festi þar rætur eins og
gestkomandi maður bezt getur
gert. Það var ánægjulegt að
dvelja í Deildartungu. Dugnað-
urinn og abhafnasemin hélzt í
hendur við gla'ðværð og létt-
leika í lund, en þetta mótaði
þann ánægjulega heimilisbrag,
sem þarna ríkti. Það gat ekki
farið fram hjá neinum, sem í
Deildartungu dvaldi, hve ríkur
var þáttur húsfreyjunnar í þeim
anda, sem sveif þar yf.ir vötn-
unum.
Ennþá stendur gamla íveru-
húsið í Deildartungu óhaggað,
þótt eigi hafi verið búið í þvi uiu
skeið. Synir þeirra hjóna tveir,
sem nú búa í Deildartungu, og
feta dyggilega í fótspor foreldra
sinna um búsfcaparháttu, hafa
báðir reist sér íbúðarthús í nú-
tímastíl. En áldrei kem ég svo
að Deildartungu, að ég ekki líti
inn í gamla húsið. Það innlit
vekur ævinlega hjá mér ljúfar
endurminningar um þær stundir
sem ég dvaldi þar.
Það verða áreíðanlega margir,
sem minnast Sigurbjargar i
Deildartungu í dag og er ég einn
þeirra, sem árna henni allra
heilla og blessunar á þessum
tímamótum í ævi hermar.
Pétur Ottesen.
Það hefur þegar reynzt mjög
erfitt; þeir hafa búið um sig
í öllum skólum borgarinnar, —■
skólatorgum og í gömlum höll-
um.
Skrúðfykingin í dag var farin
akandi — í vörubílum, sem óku
í beinni línu, hver með 50 varð-
liða á palli. Höfðu þeir uppi slag-
orðaspjöld, þar sem sums staðar
mátti lesa ,að varðliðarnir hefðu
neitað að fara úr borginni fyrr
en þeir hefðu fengið að hylla
Mao Tse-tung einu sinni enn. Á
sjálfa vörubílana var letrað: „Við
munum verja Mao, jafnvel þótt
það kosti okkur lífið“. Þúsundir
varðliðanna voru frá héruðunum
Sinkiang, sem liggur að Sovét-
ríkjunum, og Innri Mongólíu,
sem liggur að lýðveldinu Ytri-
Mongólíu, þar sem áhrifa Sovét-
manna eru sterkari en Kínverja.
„Dagblað alþýðunnar" í Pek-
ing hefur beint þeim tilmælum
til verkamanna og bænda, að
láta ekki menningarbyltinguna
hafa áhrif á starf sitt. „Þa<5 er
allt í lagi að loka skólum til
þess að nemendurnir geti unnið
að menningarbyltingimni, ea
námur, iðnaðarfyrirtæki og land-
búnaðarfyrirtækin verða að
halda starfsemi sinni og fram-
leiðslu áfram óskertri", segir í
blaðinu.
Konan mín
GUÐLAUG ÞORKELSDÓTTIR
Ásgarði,
andaðist í Landsspítalanum miðvikudaginn 16. þ.m.
Kveðjuathöfn verður gerð frá Fossvogskirkju, laugar-
daginn 19. þ.m. kl. 10,30, og verður útvarpað.
Auðunn Auðunsson.
Móðir okkar
ÞURÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR
áður til heimilis Njálsgötu 55, lézt að Hrafnistu þann
16. þessa mánaðar.
Bræðumir.
Bróðir minn
SVEINN SVEINSSON
frá Felli,
andaðist 17. þ.m. í sjúkrahúsi ísafjarðar. — Jarðarförin
ákveðin síðar.
Fyrir hönd vandamanna.
Valgerður Sveinsdóttir.
Eiginkona mín og móðir okkar
GUÐRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR
Skerseyrarvegi 3, Ólafsfirði,
andaðist 17. þ. m. í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði.
Ólafur Guðmundsson og dætur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir
JÓN GUÐMUNDSSON
húsgagnasmíðameistari,
Sóltúni 4, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 19.
þ.m. kl. 1,30 e.h. — Þeim sem vildu minnast þess látna
er bent á líknarstofnanir.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,
Guðný Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Brynjar Jónsson, Pálmi Jónsson,
Sesselja Jónsdóttir, Guðmundur Einarsson,
Vilborg Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir.
Þökkum sýndan vinarhug við andlát og jarðarför
HELGU ÞORBERGSDÓTTUR
frá Krossi.
Vandamenn.
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér
hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns
HARÐAR SNÆVARS SÆMUNDSSONAR
fyrrum hárskerameistara.
Sérstaklega þakka ég séra Birni Jónssyni, Brynleifi
Jóhannessyni og frú Sunnubraut 40 Keflavík fyrir þá
vinsemd og virðingu er þau sýndu minningu hins látna.
Bið ég ykkur öllum Guðs blessunar.
Fyrir mína hönd, sona, foreldra, tengdaforeldra og
systkina.
Guðrún Jóhannesdóttir.
Beztu þakkir til allra vina og vandamanna fyrir stór-
gjafir, skeyti og heimsóknir vegna 50 ára afmælis míns
14. þ. m. — Guð blessi ykkur öll.
Valgarður L. Jónsson,
Eystra-Miðfelli.
Innilegar þakkir flyjum við ykkur öllum, sem glödduð
okkur með svo margvíslegum hætti á 50 ára hjúskap-
arafmæli okkar hinn 11. nóvember.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Kristjánsdóttir,
Gísli Guðbjartsson
Sunnuvegi 15.
1 árs afmæfi menn-
ingarbyltingarinnar