Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 1
32 sítVur og Lesbok 63. árgangur 278. tbl. — Laugardagur 3. desmeber 1966 Prentsmiðja Morguriblaðsin* Bætt sambúð við Frakka, endurskipulagning fjármála Tvö helztu stefnumál samsteypustjórnar, undir forystu Kiesingers, sem nú hefur tekið völd Bonn, 2. des. — NTB. V-þýzka sambandsráðið beindi í dag þeirn tilmælum til Kurt Georgs Kiesingers, að samsteypustjóm hans tæki fjárlög ríkisins til endurskoð unar. Það var deila um fjár lögin, sem leiddi til þess að Erhard kanzlari og stjóm hans fóru frá. Sambandsráðið samþykkti viðbótartillögu þá við f járlaga frumvarpið, sem Erhard, fyrr um kanzlari lagði fram í síð asta mánuði. Hins vegar kom fram í ráðinu, að tiillagan fæli ekki í sér neina lausn á þeim efnahagsvandamálum sem nú er við að stríða í V- Þýzkalandi Hér er um að ræða það inn anríkismál sem mestu máli skiftir nú, enda lýsti Kiesing- er því yfir í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að tvö fyrstu meginverkefni stjórnar sinn- ar yrðu annars vegar fjár- mál ríkisins, en hins vegar bætt sambúð við Frakkland. Sambandsráðið er sagt óska þess mjög eindregið, að gerðar verði víðtsekar, nýjar ráðstaf- anir til þess að koma framvegis JÓLASVEINAR geta verið breyzkir. Það sannaðist nýlega vestan hafs, eða fyrir þremur dögum. Jólasveinninn hér á myndinni — daglega heitir hann Sam Steppe — hafði daglangt verið að safna fé til góðgerðarstofnunar. Að loknu starfi héu hann inn á strætis- vagnastöð, þar sem hann hugð ist hlýja sér. Þar rakst hann á lögregluþjón, sem fannst einkennilegt, hve valtur jóla- sveinninn var á fótunum. Fyr ir rétti lofaði jólasveinninn „að gera það aldrei aftur“. „Tiger“ á siglingu á Miðjarðarhafinu Kosygin: Fasismi og stríðsæs- ingar í V-Þýzkalandi Heimsókn hans vekur mikla athygli í Frakklandi París, 2. des. — NTB. ALEKSEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í Par- ís í dag, að varast yrði fasisma og stríðsæsingaöfl, sem enn á ný væri farið að bóla á í Vestur- Þýzkalandi. Sagði Kosygin, að landamærakröfur V-Þjóðverja, og óskir um, að v-þýzki herinn fái kjarnorkuvopn undir hend- nr, væru friðinum hættulegur. Kosygin kom fram með þessi umraæli í ræðu, sem hann hélt á ráðhúsi Parísarborgar í dag. Minnti hann þar á, að þjóðirnar í Evrópu hefðu misst stjórn á öllum meginmálum, á áruníum fyrir heimsstyrjöldina síðari. JÞetta má ekki koma fyrir aft- ur“, sagði forsætisráðherrann. „Nú koma fasisminn og stríðs- æsingaöflin æ betur í ljós“. Kosn ingarnar í V-Þýzkalandi (Bæjara landi og Hessen) væru ný að- vörun, sem ætti að vekja alla til umhugsunar. Hins vegar gerðist Kosygin ekki talsmaður fyrir öryggisráð- stefnu Evrópulanda, sem hann hefuT talið, að myndi geta orðið til þess að tryggja ástandið í álf- unni. Sú áætlun, sem komið hef- ur fram um slíka ráðstefnu, ger- ir ráð fyrir því, að ekki megi breyta núverandi landamærum Evrópuríkja, og V-iÞjóðverjar fái ekki kjarnorkuvopn í hendur. Áætlunin er sovézk. í morgun átti Kosygin við- ræður við De Gaulle, Frakk- landsforseta, en talið er, að þá hafi leiðtogarnir einkum fjallað Framhald á bls. 25 London, Gibraltar. 2. desember — NTB - AP. BREZKA beitiskipið „Tiger" lagði úr höfn á Gibraltar í morg- un með þá Harold Wilson, for- sætisráðherra Bretlands, og Ian Smith, forsætisráðherra Rhódes- íu, um borð. 1 opinebrri tilkynningu frá skrifstofu Wilsons í morgun sagði, að forsætisráðherrarnir hefðu hafið viðræður sinar klukkan tíu í morgun. Fyrsta klukkutímann voru viðstaddir viðræðurnar þeir Herbert Bowd- en, samveldismálaráðherra Bret- lands, og John Howman, upplýs- ingamálaráðherra Rhódesíu. Síð- an bættust aðrir samfylgdar- menn ráðherranna í hópinn. Þegar síðast fréttist af skip- inu var það á siglingu um Mið- jarðarhafið í rigningu og þoku. Var ekkert vitað, hve lengi við- ræðurnar mundiu standa, en talið víst, að ráðherrarnir verði um borð í skipinu í nótt a. m.k. Fylgzt er með viðræðum þess- um af áhuga, en mangir hafa lát- ið í Ijós afasemdir um, að þær leiði til nokkurs árangurs. Meðal stjórnarmanna í Rhódesíu og inn an flokks Smiths er sögð mikil óánægja yfir því, að Smith skyldi fara til fundar við Wilson og eru menn sagðir uggandi um, að Smith gangi of langt til móts við kröfur Wilsons. Wilson hafði sjálfur sagt í neðri málstofu brezka þingsins í gær, að menn skyldu ekki vera of bjartsýnir um mélalokin. Lét- hann að því liggja, að enn væru möng ljón á vegi samkomulags, Framhald á bls. 25 Flóðahætta gerir enn vart við sig á Ítalíu Hfarkúsartorgið var undir vatni í gærmorgun Feneyjar, Flórens, 2 desember — AP — NTB — FLÓÐALDA gekk í dag yf- ir Markúsartorgið í Feneyj um, og reyndi fólk þar að koma bifreiðum sínum og öðrum eignum í örugga höfn. í Flórens greip um sig ótti í dag, vegna vatna- vaxta í ánni Arno. Þessar tvær borgir, sem urðu ákaflega illa úti í flóð unum, sem urðu eftir rign- ingarnar fyrst í nóvember, eru nú á ný taldar í hættu. Mikil rigning er nú um meginhluta Ítalíu, allt frá Ölpum suður til Sik- ileyjar. Talsmenn opinberra aðila segja þó, að þótt ástandið sé alvarlegt, þá sé ekki gert ráð fyrir flóðum í líkingu við þau, sem nýlega urðu á Italíu. Voru þau þau mestu, sem orð- ið hafa í Feneyjum í margar aldir ,og ollu meiri skemmd- um í Flórens en þar urðu í heimsstyrjöldinni síðari. f morgun var hvöss suðaust an átt við Feneyjar, og gætti þess mjög á flóði ,en þá rann sjór inn á Markúsartorgið. 1 flóðunum í fyrra mánuði brotn uðu varnargarðar, og hefur fullnaðarviðgerð; þeirra enn ekki farið fram. I Flórens stóðu þúsundir manna á bökkum árinnar Arno, og fylgdust með því, er í ánni óx. Þar er talið, að um alvarlega hættu sé ekki að ræða enn. Hins vegar er úr- koma enn mikil á þessum slóðum. 1 sjáifum Alpahéruðunum á Ítalíu var í dag mikil snjó- koma . í veg fyrir halla á fjárlögum. Franz Josef Strauss, sem nú hef ur tekið við embætti fjármála- ráðherra, segir að fyrirsjáanleg- ur sé um 1970 halli, sem nemur 20 milljörðum v-þýzkra marka (um 200 milljarðar ísl. kr.) verði ekki nú þegar gerðar róttækar ráðstafanir. Strauss tók að sér embættið eftir að hann hefði fengið fyrir því tryggingu að hann fengi Framhald á bls. 31. Endalok IHIG-19 29. NÓVEMBER kom til loftorustu við landamæri Egyptalands og ísraels, er tvær sovézk byggðar þotur, af gerðinni MIG-19, rufu loft helgi fsraels. Reyndu þær að granda einhreyfla ísraelskri flugvél, sem var á flugi við landamærin. Israelskar Mirage-þotur, sem eru smiðaðar í Frakk- landi, voru þegar sendar á vettvang, og í 15.000 feta hæð sló í bardaga. Hann stóð í tvær mínútur, en þá höfðu báðar MIG-þoturnar verið skotnar niður. Önnur sprakk í lofti, er Matra-eldflaug frá Mirage- þotu hæfði hana. Hin hrapaði, eftir að hafa orðið fyrir vél- byssuskothríð. Myndin hér að ofan sýnir, er Matra-flaugin hæfir aðra MIG-þotuna. — AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.