Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. des. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 700 ára minning Finnbogi G. Lárusson RÉTTT h,undrað ár em nú liðin frá fæðingu Finnboga G. Lárus- sonar kaupmanns, sem jafnan var kenndur við Búðir á Snæ- fellsnesi. Finnbogi var fæddur 2. des. 1-866 á Mánaskál í Vind- hælishreppi í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Lárus Finn ibogason og Guðrún Danívals- dóttir. Ekki naut Finnbogi upp- eldis foreldra sinna í æsku, en var tekinn í fóstur af Guðmundi Erlendssyni og Hólmfríði Stef- énsdóttur, er þá bjuggu að Litla Vatnsskarði í Húnavatnssýslu. IMeð fósturforeldrum sínum fluttist Finnbogi suður á Akra- *ies og dvaldist þar til 28 ára aldurs. Strax í uppvexti kom fljótlega í ljós framsækni og dugnaður Finnboga. Hann aflaði sér þekkingar imeð lestri góðra bóka, því að á þessum tíma var ekki um neina almenna skólamenntun að ræða. íyrsti* drættirnir til stafagerð- ar voru oft dregnir á hrímað evell, með smalapriki. Fór þó bvo í lokin, að Finnbogi skrifaði fagra og fastmótaða rithönd og náði þeirri sjálfsmenntun, sem dugði, og aldrei brást í viðburða ríku ævistarfi. Á Aikranesi stundaði Finnboigi sjómennsku. Eignaðist bát og gerðist sjálfur formaður og sjó- garpur mikill, þótt ungur væri, enda græddist honum nokkurt fé á þessum árum. Fósturforeldrum sínum veitti Finnbogi aðstoð, er aldur færð- ist yfir þau, og greiddi þar með, af trúmennsku og drenglyndi, fósturlaunin. Til Eeykjavíkur fluttist Finn- bogi 1-894 og gerðist starfsmað- ur hjá Edinborg, sern þá var ein þekktasta verzlun í Reykja- vík. Þetta sama ár giftist hann Björgu dóttur Bjarna Björnsson ar á Bakka í Reýkjavík og Guð bjargar Bjarnadóttur konu hans. En ekki varð dvölin við búðar- störfin í Reykjavík löng. At- hafnaþrá hins unga manns fór að segja til sín. Með hina ungu konu sína flutti Finnbogi frá Reykjavík 1898 til Gerða í Garði, og hóf þar eigin atvinnurekstur, bæði búskap og útgerð. Fékk verzl- unarleyfi og stofnaði þar verzl- un fyrstur manna, og þar með voru Gerðar orðnir löggiltur verzlunarstaður. Með atvinnurekstri Finnboga, og kornu þeirra hjóna til Gerða, gjörbreyttist afkoma fólksins í hreppnum. Mikil atvinna varð við útgerð Finnboga, og verzl- unin óx til mikils hagnaðar fyr- ir fólkið, sem áður hafði haft mjög nauman skerf. Má hiklaust telja, að koma Finnboga til Gerða, starf hans þar og dugnaður við marghátt- aðan atvinnurekstur, hafi orðið þessu afskipla byggð'arlagi til mikils gagns í frumvexti þess. Árið 1906 hætti Finnbogi at- vinnurekstri sínum í Gerðum og fluttist með fjölskyldu sína vest ur á Snæfellsnes. Keypti hann stórbýlið Búðir á sunnanverðu Snæfellsnesi, og hóf þar búskap, útgerð og verzlun. Þar bjó hann til ársins 1914, er hann fluttist aftur til Gerða, en hélt þó áfram búskap og atvinnurekstri að Búðum. Ekki er mér kunnugt, hvað olli þeirri ráðabreytni Finnboga að flytja til Gerða frá Búðum. En þessi för að Gerðum færði Finnboga mikla lífsreynslu og mótlæti, og varð því dvölin þar skemmri, en ætlað var í fyrstu. í Gerðum deyr Björg kona hans, eftir 20 ára sambúð þeirra hjóna. Á samvistarárum sínum höfðu þau eignast 11 börn, þar af eru nú 5 á lífi. Björn, f. 1903, odd- viti og kaupm. í Gerðum, Auð- ur f. 1904, frú, Reykjavík, Jón f. 1907, tryggingarmaður Rvík, Guðmundur f. 1910, pípulagn- ingam-eistari, Rvík, Ingólfur, f. 1911, húsasmíðameistari, Rvík. Hafð,i heimili þeirra hjóna, bæði á Búðum og í Gerðum ver ið rómað fyrir myndarskap, rausn og góðleik gagnvart öll- um, sem til þeirra leituðu, en nú sky-ggði skuld fyrir sjón hins einmana og harmilosta manns. Eftir lát konu sinnar festi Finnbogi ekki yndi í Gerðum. Hann fluttist aftur til Búða 1916, en þangað hafði hann flutt lík konu sinnar til greftrunar. Á Búðum bjó Finbogi með mikl um myndarbrag til ársins 1926. Riak hann þar stórbú, enda jörð- in með mestu kostajörðum á Snæfellsnesi. Jók hann heyfeng jarðarinnar m-eð mikilli áveitu á óræktarflóa, sem breyttist skjótt í víðáttumikið og grasgefið á- veitusvæði, þar sem heyfengur varð árviss og fljóttekinn. Tun jarðarinnar var sléttað og stækk að. Auk endurbyggingar á öll- um útihúsum, byggði Finnbogi stórt íbúðarhús á Búðum, sem stendur þar enn og vitnar um höfðingsskap og stórhug athafna mannsins', I þessu húsi er nú starfrækt eitt vinsælasta og þekktasta sumargistihús lands- ins. Á Búðum rak Finnbogi út- gerð á litlum vélbátum. Verkaði hann fiskinn sjálfur og veitti þar með fjölda fólks í nágrenni Búða atvinnu. Hann var mikill umbótamaður hvað snerti alla útgerð, og fékk viðurkenningu fyrir góða verkun, á útflutnings vörum, þrátt fyrir ýrnis erfið skilyrði, sem þá var við að etja, en enginn kannast nú við né þekkir, vegn-a breyttra tíma. Til hagsbóta fyrir bændur í nærliggjandi sveitum keypti Finnbogi afurðir þeirra og starf rækti sláturhús á Búðum. Var kjöt og gærur saltað til útflutn- ings. Jók þetta að sjálfsögðu verzlun Finnboga, sem jafnan gætti þess að hafa góðar vör-ur og stilla verði þeirra í hóf.— Á Búðum giftist Finnbogi síð- ari konu sinni, Laufeyju, dóttur Einars Þorkelssonar, síðar skrif- stofustjóra Alþingis, og konu hans Katrínar Jónsdóttur ætt- aðri af Snæfellsnesi. Er Laufey enn á lífi, búsett í Reykjavík. Með síðari konu sinni Eignaðist Finnbogi 5 börn og eru 4 þeirra nú á lífi: Björg, f. 1921, frú Ólafsvík, Þorbjörn, f. 1926, skip stjóri, Eyrarbakka, Hrafnkell f. 1924, skrifstofum. Rvík, Danival, f. 1930, bifvélavirki, Hafnarfirði. Árið 1926 selur Finnbogi Búð- ir og hættir þar öllum atvinnu- rekstrL Sama ár flytzt hann til Ólafsvíkur og kaupir eignir Proppé-bræðra, sem þá urðu að hætta starfsemi sinni þar, vegna fjárhagsörðugleika. Með kaup- um á þessum eignum, verzlunar húsi og fiskverkunarstöð tryggði Finnbogi sér aðstöðu til verzl- unar og fiskverkunar á nýjum stað og umhverfi. Hann kom vel fjáður til Ólafsvíkur og hugði gott til veru sinnar þar. En breyttir tímar fóru í hönd. Verð fall afurða og kreppan, sem eng- inn vissi hvaðan kom, skall yfir landið, og fengu íbúar Ólafs- víkur þar vel sinn hluta útilát- inn. Á þessum erfiðu árum rata Finnbogi verzlun sina af miki- um hyggindum, og kom þá löng lífsreynsla frá fyrri árum, þar að góðu haldi. Varðist hann fjár hagslegum áföllum af karl- mennsku og þrótti, að hætti sæ- garpsins. Eins og svo oft áður veitti hann mörgum atvinnu, sem þurfandi var, og eigi brást það heldur, að í búð hans var varan með lægra verði en ann- ars staðar. Jók þetta vinsældir sem fyrr, og var vel þegið, eiota um af þeim, sem margt skorti, á þrengingar- og tekjurýrura tímum, en marga höfðu að fæða og klæða. Verzlun sína og fiskverkunar- stöð í Ólafsvík starfrækti Finn- bogi til ársins 1943. Seldi hann þá eignir sínar samvinnufélagi, sem þá var nýstofnað í Ólafs- vík. Var þá heilsa hans tekin að bila, og starfskraftar að þrot- um komnir, eftir langt og mikið ævistarf. Finbogi andaðist í Ólafsvík f júlí 1945, og var lagður til hinztu hvílu að Búðum, við hlið fyrri konu sinnar. í minningar- grein, sem þá var skrifuð um Finnboga, var meðal annars þannig að orði komist: „Með Finnboga G. Lárussyni er fallinn í valinn merkur at- orku- og dugnaðarmaður, s-em Framhald á bls. 20. 4 LESBÓK BARNANNA Hrolnkelssago Freysgoða Agúst Sigurðsson teiknaði „Sé ek,“ segir Þor- geirr, „hversu þér er gef *t, at þú vilt veita þess- um mönnum. Nú mun ek eelja þér í hendr goðorð mitt ok mannaforráð. ok haf þú þat, sem ek hefi haft áðr, en þaðan af höf um vit jöfnuð af báðir, ok veittu þá þeim, er þú villt.“ sem ferr, ef þú villt.“ Þorkell mælti: „Þess eins bið ek, at mér þykkir betr, at veitt sé.“ „Til hvers þykkjast þessir menn færir,“ segir Þorgeirr, „svá at fram- kvæmð verði at þeirra máli.“ „Svá er, sem ek sagði í dag, at styrk þurfum raun. Gangið nú heim ota verið kátir, af því at þess munuð þit við þurfa ef þit skuluð deila við Hrafnkel, at þit berið ykkr vel upp um hrið, en segið þit engv:m manni, at vit höfum lið- veizlu ykkr heitit ykkr.“ Þá gengu þeir heim til búðar sinnar, váru þá ei teitir. Menn undruðust þetta allir, hví þeir hefði svá skjótt skapskipti teta it. þar sem þeir váru ó- glaðir, er þeir fóru heira II. Sámr gerði Hrafn- kel sekan. Nú sitja þeir, þar til dómar fara út. Þá kveðr Sámr upp menn sína ota gengr til Lögbergs. Var þar þá dómr settr. Sámr „Svá sýnist mér,“ seg- ir Þorkell, „sem þá mun goðorð várt bezt komit, er þú hafir sem lengst. Ann ek engum svá vel sem þér at hafa, því at þú hefir marga hluti til menntar um fram alla oss bræðr, en ek óráö- inn, hvat er ek vil af mér gera at bragði. En þú veizt, frændi, at ek liefi til fás hlutazt, síðan «k kom til íslands. Má ek nú sjá, hvat mín ráð eru. Nú hefi ek flutt sem ek mun at sinni. Kann vera, at Þorkell leppr komi þar, at hans orð verði meir metin.“ Þorgeirr segir: ,Sé ek nú, hversu horfir, frændi, at þér mislíkar, en ek má þat eigi vita, ok munum vit fylgja þessum mönnum, hversu vit af höfðingjum, en málaflutning á ek undir mér.“ Þorgeirr kvað honum þá gott at duga, — „ok er nú þat til at búa mál til sem réttligast. En mér þykkir sem Þorekll vili, at þit vitið hans, áðr dómar fara út. Munuð þit hafa annathvárt tyr- ir ykkr þrá nökkura hug an eða læing enn mOJr en áðr ok hrelling oleskap- gékk þá djarfliga at dóm inum. Hann hefr þegar upp váttnefnu ok sótti mál sitt at réttum lands- lögum á hendr Hrafn- keli goða, miskviðalaust með sköruligum flutn- ingi. Þessu næst koma þeir Þjóstarsynir með mikla sveit manna. AUir menn vestan af landi veittu þeim lið. ok sýnd- ist þat, at Þjóstarssynir váru menn vinsælir. 10. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson. 3. des. -1966 Blaðurskjóðan EINU sinni fyrir langa löngu bjó maður nokkur með konu sinni, Taitínu. Hún var hræðileg blað- ursskjóða, sem ekki gat þagað yfir nokkrum sköpuðum hlut. Væri henni trúað fyrir nokkru, leið ekki á löngu þar til allt þorpið vissi það. Dag nokkurn fór mað- urinn út í skóg að grafa upp greni, sem úlfar höfðust við L og fann hann þá fólginn fjársjóð. ‘Hann hugsaði þá með sjálfum sér: „Hvað á ég nú að gera? Strax og kona mín veit um þetta verður ekki um annað talað í allri sveitinni. Fréttin mun berast til eyrna landeigandans og ég mun verða neyddur til að afhenda honum all an fjársjóðinn." Hann hugsaði lengi um, hvað til bragðs skyldi taka og að lokum datt honum ráð í hug. Hann gróf fjársjóðinn niður á afviknum stað, sem hann setti vel á sig og hélt síðan heim. Þeg- ar hann kom að ánni vitj aði hann um netið, sem hann hafði lagt þar dag- inn áður og fann í því vænan urriða. Hann tók fiskinn úr netinu og hélt áfram. Næst kom hann að dýragildru, sem hann hafði lagt í skóginum, og í henni var héri. Hann tók hérann úr gildrunni, en setti urriðann í hana í staðinn. Síðan sneri hann við til árinnar, þar sem hann setti hérann í netið. Þessu næst fór hann rakleiðis heim og sagði við konu sína: „Tatína, kveiktu upp í eldavélinni og bakaðu eins margar pönnukökur og þú getur.“ „Ertu genginn af göfi- unum?“ sagði kona hans. „Hver hefur nokkr* sinni heyrt talað um, að kveikja upp í eldavél- inni, þegar komið er fram á nótt? Og hvern heldur þú að langi I pönnukökur svona seint?“ „Gerðu eins og ég hefl sagt og það orðalaust?* hrópaði maðurinn. ..É* fann fjársjóð í skóginura og við verðum að ná hon um heim í skjóli nátt- myrkursins.“ Við þessar góðu fréttir tók Tatina til við að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.