Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ J_,augarrdagur 3. des. 1966 Vön skrifstofustulka óskar eftir atvinnu strax við erlendar bréfaskriftir. Meðmæli fyrir hendi. — Ýmislegt fleira kemur til greina. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Ný- komin heim — 8267“. Skrifstofa okkar er flutt a8 Smiðjustíg 4. Andvari hf. Umboðs- og heildverzlun. Sími 20433. Stór fyrirtæki hér í borg vil'l ráða mann til að stjórna verzlunarhúð með 14 manna starfsliði. Æakilegur aldur 30—40 ára. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Verzlunarstjóri 058“ fyrir 6. des. n.k. — Minning Framhald af bls. 19. tók virkan þátt í störfum á því tímabili, sem orðið hafa mestar breytingar á efnalegum og and- legum högum fólksins í landinu. — Sem 8 ára drengur mundi Finnbogi eftir þjóðhátíðarárinu 1874. Með þverrandi líkams- kröftum, en óbilaða sál, fylgd- ist hann með hátíðahöldum 17. júní 1946. Milli þessara ára liggur hin langa og athafnaríka ævi hans, þrungin afköstum hins sístarf- andi manns. Á farsælan hátt, sótti Finnbogi, um margra ára skeið, út á fengsæl og áhættu- söm fiskimið, meðan segl og ár- ar og siggaðar hendur sjómanns- ins voru hreyfifal bátsins. Þótti stjórn hans örugg og góð svo orð var á gert. Og er árar og segl vikiu um set fyrir vélaaflinu, þá stjórnaði Finnbogi hinu nýja afli með auknum þrótti og karl- mennsku, enda gjörðust þá störf in, hvorttveggja í senn, afla- stærri og áhættuminni Það duldist engum, sem kynnt ist Finnboga, að þar fór góður drengur í fyllstu merkingu þess orðs. Hann var vel gefinn, en Kaupið jólaskóna hjá skósmið Jólaskór á alla fjölskylduna Skóverzlun og skóvinnusfofa Sigurhjöms Þorgeirssonar Miðbæ við Háaleitisbraut. — Góð bílastæði. na/ut lítillar fræðslu I æsku. En sjálfsmenntun hans var ágæt. Mitt í önnum dagsins gat hann hugsað sem heimspekingur og rætt um hin fjarlægustu og torskildustu viðfangsefni. Þótti þeim þá stundum biðin löng fyr ir framan búðarborðið, sem ask- lokið áttu að himni. Ég held, að Finnbogi hafi ekki getað aumt séð, án þess að rétta því hjálparhönd, enda eru til margar sögur af brjóstgæðum hans og nærgætni við þá, sem bágt áttu. Mörgum opinberum störfum gegndi Finbogi. Hann var hrepp stjóri og oddviti Staðarsveitar lengst af meðan hann dvaldi þar. í Ólafsvík gegndi hann hreppstjórastörfum um 12 ára skeið. Formaður skólanefndar var hann og lengi. Öll þessi störf rækti Finnbogi aif kostgæfni og stakri trú- mennsku. Finnbogi G. Lárusson var á ýmsan faátt mikill gæfumaður. Honum voru gefnar tvær ágætar eiginkonur, sem á tvennan hátt urðu honum ómetanlegir föru- nautar í lífinu. Hin fyrri meðan ólgandi fjör æsku- og athafna- mannsins svall í brjósti — þeg- ar vonir og yndisleiki lífsins blasti við í þróttmiklu og atorku sömu starfi. — Hin síðari, er græða þurfti hjartasár hins hel- særða tilfiningamanns, sem skalf og nötraði mitt í styrkleika sínum og þrótti. Það varð henn ar hlutskipti, að veita líkn og hjálp hinu örþreytta gamal- menni þegar það hafði lokið miklu lífsstarfi og þarfnaðist hvíldar og hjúkrunar. Slíkar gjafir eru þeim einum gefnar, sem hafa hlotið náð fyrir aug- liti guðanna. Á Búðum lét Finnbogi reisa sólbyrgi við suðurhlið íbúðar- hússins, í því skyni, að létta þjáningar ungrar dóttur sinnar, og frelsa hana, ef unnt væri, úr greipum hvíta dauðans. Ekk ert var þar til sparað og hörð var sú barátta, sem þar var háð. En hér var við ofureflið að tefla og hin unga stúlka hné í blóma æsku sinnar fyrir sigð dauðans. Hér er það, sem við sjáum skýr- asta mynd af Finnboga sem föð- ur, þar sem viljakrafturinn er spenntur til hins ýtrasta, barni sínu tii hjálpar. Nú er athafnasömu ævistarfi þessa manns lokið. Langur vinnu dagur að kveldi kominn. Hið mjúka hvílurúm er sveipað sól- geislum miðsumars. Við báru- vota ströndina hvíslar lognsær- inn angurvær minningarljóð, sem veita hinum framliðna frið og ró. En við samferðamennirnir, bæði vinir og vandamenn, stönd um hljóðir við flóðborð hins mikia sævar, og geymum í hjört um okkar mininguna um trygg- an vin og förunaut, sem nú hefir siglt fleyi sínu yfir að hinni ókunnu strönd.“ Jónas Þorvaldsson. IJppboð verður haldið að Sjónarhóli, Vatnsleysuströnd, laugardaginn 10. des. 1966, kl. 2 e.h. Seldur verð- ur hestur ca 10 vetra. Hreppstjóri. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 kveikja upp og balca pönnukökurnar. „Borðaðu þær meðan þær eru heitar", sagði hún við manninn. Fyrir hverja eina pönnuköku, lem hann borðaði, laum- aði tveimur eða þremur í malpoka sinn. Þetta lék hann aftur og aftur án þess að kona hans tæki eftir því. „Þú virðist hafa verið ákaflega svangur", sagði hún. „Ég hefi varla und- an að baka ofan í þig“. „Ég á langa leið fyrir höndum og fjársjóðurino er þungur, svo að ég verð að eta fylli mína.“ Þegar hann hafði fyllt pokann af pönnukökum eagði hann: „Nú er ég orðinn saddur. Fáðu þér nú nokkrar sjálf, en vertu fljót, því að við þurfum að hraða okkur." Hún borðaði síðan af pönnukokunum eins og hún hafði lyst á og síð- an lögðu þau af stað. Nóttin var niðdimm. Maðurinn gekk dálítið á undan konunni og hengdi pönnukökurnar, sem hann hafði laumað í pok ann sinn, á greinar trjánna. Konan sá pönnukök- urnar á trjánum. „Sjáðu, sjáðu", kallaði hún, „það hanga pönnu- kökur á trjánum.“ „Já, hvers vegna ætti það ekki að vera? Ég sé ekkert undarlegt við það. Tókstu ekki eftir pönnu- kökúskýinu, sem fór hérna yfir áðan?“ „Nei, það sá ég ekki. Ég átti nóg með að horfa niður fyrir fæturna á mér og þræða stíginn." „Haltu áfram", kallaði maðurinn. „Ég á héra- gildru hérna og við skul um líta í hana.“ Þau komu nú að gildr unni og maðurinn tók urriðann úr snörunni. * „Ó, gæzkan, hvernig getur fiskur veiðst í dýra gildru?" spurði konan. „Vissir þú ekki, að sumir urriðar geta geng- ið,“ svaraði maðurinn. „Það hafði ég ekki hug mynd um,“ hrópaði Tatina. „Hefði ég ekki séð það með mínum eig- in augum, þá mundi ég ekki hafa trúað því.“ Þegar þau komu að ánni, sagði Tatina: „Net ið þitt er einmitt hérna. Mér þætti gaman að vita hvort nokkuð er í því?“ „Við skulum vitja um það,“ sagði maðurinn. Þau drógu nú netið á land og fundu hérann í þvL Tatína fórnaði upp höndunum. „Þvílíkt og annað eins“, hrópaði hún, „hvers konar undur og býsn eru þetta!“ Héri í fiskineti!“ „Vesalings fáráðlingur inn þinn, hvað ætti svo sem að vera skrítið við það? Hefur þú aldrei áð- ur séð vatnahéra?" „Það er nú einmitt það sem er,“ sagði kon- an, „ég hefi aldrei á ævi minni heyrt talað um vatnahéra fyrr en nú.“ Þau voru nú komin á staðinn, þar sem maður- inn hafði fólgið fjársjoð- inn. Hann gróf gullið upp og fyllti poka sinn og konu sinnar af þvL Síðan sneru þau heim- leiðis. Leið þeirra lá skammt frá húsi landeig andans. Þegar þau gengu þar fram hjá, heyrðist kind jarma. „Guð sé oss næstur," hvíslaði Tatina, sem nú var orðin hrædd við sinn eigin skugga, „hvað var þetta?“ Bóndi hennar svaraði: „Hlauptu, hlauptu eíns og þú eigir lífið að leysa. Þetta eru árar úr Víti að kvelja landeigandann. Láttu þá ekki sjá okk- ur.“ Þau hlupu heim, más- andi og blásandi. Maður- inn faldi gullið og þau lögðust til svefns. „Mundu það nú, Tat- ina, að minnast ekki á það einu orði að við höf um fundið fjársjóð. Ann- ars mun fara illa fyrir okkur.“ „Auðvitað, gæzkan mín,“ svaraði hún, „þú getur verið viss um, að ég segi engum frá þessu.“ Þau fóru seint á fæt- ur morguninn eftir. Kon an kveikti upp eldinn og þegar blár reykurinn fór að liðast upp í gegnum reykháfinn, tók hún föt- urnar og fór að sækja vatn. Hinar konurnar voru þá líka komnar niður að brunninum. „Af hversju kveikir þú •vona seint upp eldinn í dag, Tatína,“ spurðu þær. „Ó, elskurnar mínar,“ sagði hún, „ég hefi verið á ferðinni alla nóttina, þess vegna fór ég svona seint á fætur.“ „Hvað í ósköpunum hefir þú verið að gera í nótt?“ „Bóndi minn fann fjár sjóð og við fórum að sækja hann eftir að dimmt var orðið.“ Ekki var um annað tal að í þorpinu þann dag- Tatína og maður henn- inn en fjársjóðinn, sem ar höfðu fundið og bor- ið heim í tveimur sekkj- um fullum af gulli. Síðdegis barst orðróm- urinn landeigandanum til eyrna. Hann skipaði Tatínu og bónda hennar að koma á sinn fund. „Hvernig dirfist þið að draga ykkur fjársjóð, sem þið hafið fundið á minni landareign?" spurði hann. „Ég veit ekki um hvaða fjársjóð þú ert að tala“, svaraði maðurinn. „Reyndu ekki að skrökva að mér,“ æpti landeigandinn. „Ég veit allt um þetta. Kona þín hefir sjálf sagt frá öllu saman.“ „En hæstvirti herra, hún er ekki alveg með sjálfri sér,“ svaraði mað urinn. „Hún spinnur upp heilu sögurnar og trúir svo sjálf, að þær séu sannar.“ „Við skulum nú fljót- lega ganga úr skugga um það.“ Og landeigandinn tók að yfirheyra Tatínu og spyrja hana um öll máls atvik. „Fann maðurinn yðar fjársjóð?“ „Já, herra, vissulega fann hann fjársjóð." „Og fóruð þið bæði í nótt og sóttuð gullið?" „Já, herra, það gerðum við.“ „Segðu mér nákvæm- lega allt sem skeði." „Fyrst gengum við gegn um skóginn þar sem pönnukökurnar héngu á trjánum-------“ „Pönnukökur á trján- um?“ „Já, þær féllu niður úr pönnukökuskýinu! Þar næst komum við að héra gildrunni og fundum urr iðann í henni. Við tók- um urriðann og fórum niður að ánni að vitja um netið, og þótt undar- legt megi virðast, þá hafði fiskast héri í það. Við slepptum honum. Skammt frá ánni var svo fjársjóðurinn. Þar fyllt- um við pokana okkar at gulli og snerum svo heim. En einmitt þegar við vorum á heimleið- inni og gengum fram hjá húsi yðar hávelborin- heita, heyrðum við 1 drýsildjöflunum, sem voru að pína yðar há- tign." Þegar hér var komið sögunni, gat landeigand- inn ekki lengur á sér set ið. Hann stappaði fótun um í gólfið, og kreppti hnefana: „Snáfaðu I burtu, heimska kona, og láttu mig aldrei sjá þig fram- ar.“ „Þarna sjáið þér, herra," sagði maður Tatínu, „það er ekki einu orði að trúa af því, sem hún segir.“ „Já, það er augljóst. Þú mátt fara.“ Tatína og maður henn ar fóru siðan heim ti sín og enginn lagði trún að á söguna um gullfund inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.