Morgunblaðið - 03.12.1966, Side 16

Morgunblaðið - 03.12.1966, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. des. 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjórnason frá Vigur. Matthías Joirannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. FJÁRHA GSÁÆTL UN REYKJA VÍKUR- BORGAR F'járfiagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 1967 var lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag til fyrstu umræðu. Það sem einkum vekur athygli við þessa fjárhagsáætlun er, að 'hækkanir tekju- og gjalda- liða eru minni en verið hef- ur miili ára nú um skeið. Þannig er áætlað, að útsvars- upphæðin hækki um 17,7%, en á fjárhagsáætlun yfirstand andi árs hækkaði hún um 23,8% frá árinu áður. Áætlað er, að rekstrargjöld hækki um 18.6% en hækkun rekstr- argjalda 1966 frá fyrra ári nam hins vegar um 25%. — Gjöld á eignabreytingarreikn ingi eru áætluð 9,3% hærri en á yfirstandandi ári, en á fjárhagsáætlun þessa árs hækkuðu þau gjöld um 18% frá fyrra ári Þessi þróun er eðlileg afleiðing ríkjandi við- horfs í efnahagsmálum þjóð- arinnar og hefur borgarstjórn Reykjavíkur ekki talið fært að áætla tekju- og útgjalda- aukningu jafnháa og undan- farin ár af þeim sökum. Borgarstjóri, Geir HaH- grímsson, flutti ræðu við fyrstu umræðu um fjárhags- áætlun borgarinnar og gerði hann í þeirri ræðu þrjá fyr- irvara, sem ástæða er til að undirstrika sérstaklega. í fyrsta lagi gerði borgarstjóri þann almenna fyrirvara, að ef hin áætlaða upphæð út- svara og aðstöðugjalda næð- ist ekki að óbreyttum álagn- ingarreglum útsvara og ó- breyttri gjáldskrá aðstöðu- gjalda, væri ekki annað fyrir hendi en að taka fjárhagsá- ætlunina upp til endurskoð- unar á miðju ári og draga úr fjárframlögum til gatna- og Iholræsagerðar og framlögum á eignabreytingarreinkingi, er næmi mismuninum. í öðru iagi vakti borgarstjóri at- hygli á sívaxandi vandamál- um Bæjarútgerðar Reykja- vfkur, og sagði að ef frekari skuldbindingar Bæjarútgerð- arinnar féllu á borgarsjóð á næsta ári, væri ekki önnur leið fær til þess að standa við þær skuldbindingar ,en að draga úr fjárframlögum ftil verklegra framkvæmda, sem því næmi. í þriðja lagi. sagði borgarstjóri, að ekki væri unnt að hafa hraða framkvæmda meiri en svo, að það væri í samræmi við greiðslufjárstöðu borgarinn- ar, og benti í því sambandi á þá staðreynd, að hinn 1. des. sl. höfðu innheimzt 62,1 % af álögðum útsvörum og aðstöðugjöldum, og mætti segja, að hélmingur af tekj- um borgarinnar kæmi inn frá 1 .okt. til ársloka. Borgarstjóri tók skýrt fram að með þessu móti vildi Reykjavíkurborg fyrir sitt leyti stuðla að jákvæðum árangri verðstöðvunarstefnu ríkisstjórnarinnar, en ofan greindir fyrirvarar væru því skilyrði bundnir að kaupgjald og verðlag breyttist ekki frá því sem nú er. í heild má því segja, að mikil varúð vegna núverandi viðhorfa í efnahagsmálum þjóðarinnar einkenni f járhags áætlun borgarstjórnarmeiri- hlutans að þessu sinni, og er vissulega ástæða til að fagna þvL Verðstöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar liggur fyrir Alþingi og það liggur ljóst fyrir, að takist samningar við verkalýðsfélögin um festingu kaupgjalds um skeið, er ekki hægt að búast við eins mik- ildi tekjuaukningu milli ára og verið hefur undanfarið. Það er þess vegna hyggileg stefna hjá borgarstjórnar- meirihlutanum að fara var- lega í sakirnar að þessu sinni og jafnframt eðlilegir þeir fyrirvarar, sem borgarstjóri gerði í sambandi við fjár- hagsáætlunina. Framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa verið mjög miklar á undanförnum árum, og umsvif hennar á ýmsum sviðum aukast stöðugt. Starf- semi borgarinnar hlýtur þó að miðast mjög við gjaldgetu borgarinnar, og meirihluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn hefur jafnan litið svo á að halda yrði skattheimtu á borgarana innan hóflegra takmarka. HÆSTU GJALDALIÐIR Athyglisvert er að kanna í hverju hækkun á rekstr- arútgjöldum Reykjavíkur- borgar á fjárhagsárinu 1967 liggur fyrst og fremst. Rekstr arútgjöld hækka um rúmlega 123 millj. eða 18.6% en mest- ur hluti þeirrar hækkunar eða 85,5% er vegna hækkun- ar á fjórum gjaldabálkum. Þessir gjaldabálkar eru, fé- lagsmál, sem hækka um 33.8 James Bond banda- rísku leyniþjónustunnar Kafteinn James Harold Bond, fyrir framan auglýsingamynd BOND var að fara að hátta. Hann hafði eytt deginum í að skjóta dúfur með Walther skammbyssunni sinni, og nú þegar breytan var að loka augum hans skreið hann and- varpandi undir sængina og teygði úr sér. —• Brrrring. Hávær og frekjuleg símhringing vakti hann. — Halló, kafteinn James Bond talar, umlaði hann. — ó, halló elskan, sagði hunangssæt kvenmannsrödd, — mig langar svo óskaplega til þess að sjá þig einhvern tíma fljótlega. Bond var undrandi. — Væri yður sama þótt þér segð uð til nafns. — Þetta er Pussy Galor, ég mælist 42—26—38. Heimilis- fangið er 4122 Goethe Drive. Hvenær fæ ég að sjá þig? Ðond pressaði símtólið upp að eyranu. Hann heyrði hlát- ursskríkjur, og skildi þá óð- ara hvað var á seyði. — Það er fallegt af yður að hringja, en nú skulum við hætta þessari vitleysu, svo að ég geti sofið í friði. Þetta var etkki í fyrsta skipti sem James H. Bond, kafteinn í upplýsingaiþjón- ustu hersins í Baltimore, varð fyrir slíku ónæði. Og heldur ekki síðasta. Satt að segja var þetta bara einn af mörgum furðu- legum atburðum sem kaft- einninn hafði upplifað síðan hinn ómótstæðilegi njósnari James (007) Bond, skaut upp kollinum. Kaft. Bond, sem býr með konu sinni Lorette og fjórum börnum í Essex fær að meðaltali tvær upp- hringingar á viku, frá fólki sem kynnir sig sem Dr. No, Goldfinger, Kissy Suziki eða Pussy Galore. Það líður varla sú vikan að ekki rekist einhver „fynd inn“ náungi á nafmð hans í símaskránni og hóti hon- um sviplegum dauða eða ægi legum pyntmgum. Og ekki er það mikið betra í vinn* unni. Félagar hans virðast vera óþreytandi í því að finna upp allskonar brand- ara í sambandi við nafnið, og ein vélritunarstúlkan sem sýnilega er mikill Bond aðdá- andi andvarpar alltaf „Ooooh Ooooh Seven,‘ þegar hann gengur framhjá. Og í /erzl- unarferðum og bönkum er líf ið líka eins og martröð. Ef hann skrifar ávísun starir fólkið á hann stórum augum og segir: —■ Ertu að grínast? —• Það er svo komið að ég er farinn að skrifa mig James Harold Bond, bara til þess að af 007 komast hjá þessu, ssgir hinn stuttklippti hermaður mæðu- lega. Kaft. James Bond er fljótt á litið ekki ósvipaður hinni milljón dollara persónu lan Flemings. Báðir hcifa mikinn áhuga fyrir skotvopnum. Auk Walther skammbyssu sinnau: á kafteinninn 22 cal.. riffil og tvíhleypta haglabyssu. Mun- urinn hinsvegar er sá að kaft einninn veiðir dúfur, endur og kanínur, meðan veiðileyfi brezka leyniþjónustumanns- ins gildir fyrir fólk. Báðir stunda atvinnu sem er svo leynileg að þeir mega ekki einu sinni trúa sínum nán- ustu fyrir neinu. í kafteins- ins tilfelli er það konan hans, en hjá 007 er það ástkvenna- sægurinn. Báðir hafa með hernaðar- leyndarmál að gera. Hinn ameríski kennir „styrjatdar- njósnir" og að ráða framúr ljósmyndum, en hinn brezki stelur því sama. Báðir eru oft á tíðum staðsettir þar sem hættan er mest, og báðir líða fyrir það. Kaft Bond var til dæmis á hóteli í Saigon, þegar Viet Cong skæruliðax sprengdu 200 pund af diyna- mýti undir því. Sprengingin drap tvo menn. Og hvað segir svo James Harold Bond um 007: — Hann virðist vera karl- menni að öðru leyti en því að hann drekkur of mikið og skortir sjálfsstjórn. í minni fjölskyldu drekkum við ekki, dönsum ekki og erum ekki seint á ferli. Við krefjumst hlýðni af börnum oikkar og þau sýna okkur hlýðni. Kaft- einninn dáist að tryggð 007, við yfirboðara sína, en segir hinsvegar ævintýri hans vera nokkuð ýkt. Og nafnið getur stundum komið sér vel. T.d. ef hann er með hóp af nýliðum þá þarf ekki nema einn brandara um það, og ís- inn er brotinn. Á hinn bóg- inn eru svo þessar síma- hrmgingar á nóttunnL millj., en fé'lagsmálaliðurinn er nú hæsti gjaldliður á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg ar, nemur um 244 mil'lj., en iþar af er framlag til almanna trygginga 117,3 millj. Gatna- og holræsagerð hækkar um 30,2 millj. en hei'ldarframlag til gatna- og holræsagerðar er 190,9 millj. Hreinlætis- og heilbrigðismál hækka um 23,9 millj. en heildarframlög til þess liðs er 104,6 mi'llj. — Loks hækka svo fræðslumál um 17,5 mi-llj. Mikill hluti þeirra hækk- ana ,sem verða á rekstrarút- gjöldum borgarinnar á hverju ári eru vegna lög- bundinna hækkana, sem ekki verður komist hjá, og aukinn- ar og bættrar þjónustu á þess um sviðum af hálfu borgar- innar. í STUTTU MÁLI Moskva 2. des. — AP. Georgi K. Zhukov, marskálkur er sjötugur í dag. Hann er einn kunnasti hermaður Sovétríkj- anna í heimstyrjöldinni síðari. f dag var honum veitt Leninorð an. Krúsjeff setti Zhukov úr embætti varnarmálaráðherra 1957, og töldu þá flestir, að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Nýju valdhafarnir í Kreml hafa nú veitt honum uppreisn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.