Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 31
Laugardagur 3. des. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Ela&aHBiðar fá aukið frelsi Prag, 2 .desemiber — AP — KÍNVERSKIB „Rauöliðar“ hafa nú fcngið heimild æðstu ráðamanna i Aliþýðulýðveldinu Kína til þess að ráðast gegn borgar- og sveitarstjómarmönn- um um allt Kína, að því er frétta Btofan CTK í Tékkóslóvakíu seg- ir . Segir fréttastofan, að Hnversk lur lei'ðtogi, sem hefur ekki verið mafngreindur, Ihafi nýlega kom- ið heim til Peking, eftir fund- arhöld viíðsvegar með „RauðJið- um.“ Lýsti leiðtoginn því yfir, að ungmennin hefðu nú fullt leyfi til þess pð ráðast gegn (þeim, sem grunur léki á ,að lifðu horg- aralegu iifL Hins vegar er leiðtoginn sagð- «r hafa lýst því yfir ,að yrðu „Rauðliðum" á mistök ,þ.e. hefðu imenn fyrir rangri sök, bseri þeirn að bæta fyrir brot sín. Annars væri starfsemi „Rauðliða" þýð- ingarmikill þáttur í að uppræta horgaraleg öfl. Afleitar samgöngur Vopnafirði, 2. des. HÉR hefir verið vonzkuveður að undanförnu og raunar alltaf af og til frá því í haust. Fserð er ekki mjög slæm hér innansveit- ar, en ekki mun vera fært til Þórshafnar fyrir póstinn. Hér má segja að engar sam- göngur séu við umheiminn. Skip koma sárasjaldan, n-ema þá til að taka vörur til útflutnings og liggur hér nú eitt skip í þeim erindum. Það mun nú hartnær hálfur mánuður frá því við feng um blöð og þá með flugi og fengum þá 12 blöð í einu. Það er því svipað ástandið í flugmál- unum. Annars er ekkert stórtíð- inda héðan. — Ragnar. Þessi fallega stúlka og myndarlegi krabbi eru bæði frá Alaska. Mikið ekið á kyrr- stæða bíla MJÖG mikið hefur verið um það að ekið sé á kyrrstæðar bifreiðar, og virðist það stöð- ugt ágerast. Berast rannsóknar- lögreglunni nær daglega og stund um oft á dag tilkynningar um það, að ekið hafi verið á bif- reiðar, þar sem þær stóðu mann lausar, en ökumaður bifreiðar- innar, sem árekstrinum olli hafi farið af staðnum án þess að til- kynna um hann. Fæstir þessara árekstra hafa upplýstzt og sjaldnast gefa sig fram nokkur Myndír oi verknm Beckmnnns á bvikmynd hjd Germonín A MORGUN, laugardag, verða sýndar frétta- og fræðslumynd- ir á vegum félagsins Germaníu, og eru fréttamyndirnar frá helztu atburðum í Vestur-Þýzka landi í október og nóvember og eru þannig alveg nýjar af nál- inni. Fræðslumyndirnar eru tvær. Önnur þeirra sýnir helztu verk þýz'ka málarans Max Beck- manns, eT andaðist 1960. Hann var einn helzti expressionisti Þýzkalands og gætir áhrifa hans langt út fyrir landamæri heima — Hafrann- sóknarskip verða I skipinu sérstakir geym- ar til þess að draga úr veltu þess, þannig að vísindastörf verða auðveldari um borð. Vél- búnaður skipsins verður af nýrri gerð, þrjár dísilvélar, sem fram- leiða rafmagn, sem notað verður til allrar orkuþarfar skipsins, þar á meðal til þess að knýja skipið áfram. Verður hér um riðstraum að ræða, og er Islenzka hafrann- sóknaskipið annað skipið, sem smíðað er með slíkiu rafstraums- kerfi. Ráðherrann gat þess að endingu að þegar hafi verið fest kaup á vindum til skipsins, vél- um og dýptanmælum, en á næst- unni yrði gengið frá samningi um kaup á öllum rafbúnaði og asdik-tækjum, og yrði þá skammt að bíða að smiði skips- ins gæti hafiat. litum, oft smáhlutur hvens verks svo að glöggt má sjá tækni hans. Er fengur að því að geta kynnzt þessum mikla listamanni á þenna hátt, og fæst gott yfirlit yfir starf hans allt. Landslag í Norður-Þýzkalandi er um margt sérkennilegt, én í kvikmyndinni, sem sýnd verður þaðan, er kvikmyndatakan með óvenjulegum hætti, svo að þeg- ar þess vegna er kvikmyndin at- hyglisverð þótt hitt kæmi ekki einnig til. Sýningin verður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fulkxrðnum. Skipað í Kjararáð Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur nýlega skip að Kjararáð til næstu tveggja ára. Þessir voru kjörnir ein- róma: Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., Baldvin Jóhannesson, símvirki, Guðjón B. Baldvins- son, deildarstjóri, Kristján Hall- dórsson, barnakennari og Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. Varamenn eru: Jón Kárason, aðalbókari, Ólafur S. Ólafsson, gagnfræðaskólakenn ari, Páll Hafstað, fulltrúi, Ragn heiður Stephensen, hjúkrunar- kona og Valdimar Óiafsson, varð stjóri flugumferðarstjórnar. vitni, enda þótt rannsóknarlög- reglan hafi haft spurnir að því, að menn hafi séð áreksturinn. Rannsóknarlögreglan hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitn- um að tveimur slíkum árekstr um, sem urðu nú fyrir skömmu. í þeim fyrri var ékið á Initer- national-sendibif reiðina R-7170, sem er ljósblá að lit og gerðist það sl. miðvikudag. Stóð bif- reiðin við eystri gangstétt Vita- stígs rétt ofan við Skúlagötu, og varð áreksturinn einhvern tíma á tímabilinu milli kL 8—11.30 Ökumaður sendibifreiðarinnar fann glerbrot á staðnum, sem hann telur vera úr afturlukt Mercedes Benz-bifreiðar . í gær um kl. 13.45 var svo ek- ið á bifreiðina 17815, þar sem hún stóð við Langholtsveg 150. Telur eigandinn að þar hafi ver- ið Opelbifreið að verki, ljós- grá að lit, en hún ók í burtu án þess að tilkynna um áreksturinn. Vísindatœki hverfur í USA Hvarf þess geius* teft áhrit á gang AppoEEo-iI!:raunannð San Francisco, 2 des. — AP. HORFIÐ hefur í San Francis- co tæki eitt, sem miklu máli skipt ir fytir Apollo-geimferðaáætlun Bandaríkjanna. Tækið, sem getur verið stórhættulegt í meðförum, er virt á 15.000 dali (tæpar 650 þús. ísl. kr.), hefur að geyma argongas, undir miklum þrýst- ingi, og gæti það sprungið, ef óvarlega er með það farið. Hitt hefur vakið meiri athygli, að tæki þetta er svo þýðingar- mikið, að takist ekki að hétfa upp á því, gæti það haft óheppilegar afleiðingar á Apollo-tilraunirnar. Hér er um að ræða geislavirkni mæli, sem ætlunin var að skjóta á loft frá Wamdenberg- flugstöðinni næsta sumar. Talið er, að mælinum hafi ver ið stolið sl. miðvikudag, skömmu eftir að rafmagnsverkfræðingur einn, Richard Paoli, skildi -það eftir í bílgeymslu á flugvellinum við San Francisco. Paoli, og fé- lagi hans, Roland Scholz, höfðu nokkru áður sótt sækið, sem ver- ið hafði í vörzlu vísindamanna í annarri rannsóknarstöð. Átti að koma þvi fyrir í rannsóknarstöð í Berkeley. Rifnar umbúðir fundust í bíla geymslunni, og þykir víst, að um stuld sé að ræða. Ekki vildi Paoli segja, á hvern hátt hvarf þess gæti gert geimvísindamönn- um erfitt fyrir, sagði aðeins, að „hvarfið gæti haft áhrif á gang Apollo-tilraunanna". Kirkjukór Gaulverja- bæjarkirkju 20 ára Næstkomandi sunnudag minnist kirkjukór Gaulverj abæj arkirkju 20 ára afmælis síns með sam- söng í kirkjunni. Hefst hátíðin kl. 14. Kirkjukór Stokkseyrar- kirkju mun einnig syngja með kórnum nokkur lög svo og syngja þær söngkonurnar Mar- grét Eggertsdóttir og Sigurveig Hjaltested. Söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar mun flytja ávarp og stjórna almennum söng. Kirkju- kór Gaulverjabæjarkirkju var stofnaður 20. október, 1946, en tveimur árum áður hafði Ung- mennafélag sveitarinnar ráðið Kjartan Jóhannesson söngistjóra til þess að kenna söng á vegum félagsins. Var þátttakan í nám- skeiðinu góð frá upphafi og kenndi Kjartan söng á vegum félagsins í næstu fjögur haust, hálfan mánuð í hvert sinn. Var það því fyrsti vísirinn að stofn- un kirkjukórsins, en formlega var hann ekki stofnaður fyrr en árið 1946, eins og áður segir. Fyrsti formaður hans var Jón Guðlaugsson á Eystri Hellium, en núverandi stjórn skipa Stefán Jasonarson, Vorsabæ, fonmaður, og meðstjórnendur Jón Ólafsson, Syðra-Velli, Jóhannes Guðmund* son, Arnarhóli. — Gunnar. Bæjarstjórastarfíð ó Akorcyri loust til umsóknar Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær, að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa frá 1. febrúar 1967. Umsóknarfrestur er til ára móta. A sama fundi var Björn Björns son skipstjóri kosinn hafnarvörð Miklar símabil- anir í rokinu Kópaskeri, 2. des. HÉR hefir verið símasambands- laust í eina þrjá daga og er sím- inn vart kominn í fullt lag enn. Ofsalegt hvassvirðri olli þessum símatruflunum, þannig að síma- linurnar sveifluðust til og vöfð- ust saman. Hinsvegar brotnuðu staurar ekki og ekki var tiltakn- lega mikið um slit á línunum. Veðurfarið hefir hinsvegar vald- i því að erfitt var að gera við samslættina. Heita má að bil- animar hafi verið alla leið frá Raufarhöfn til Húsavíkur. Hér ríkir nú óánægja með skipaferðir og þykir léleg þjón- usta ríkisskipanna. Menn vona hinsvegar að þetta sé aðeins millibilsástand. Héðan fer flutningabíll viku- lega til Reykjavíbur og hefir færð verið slarkandi til þessa, en fer að þyngjast, því sífellt snjó- ar. Eins og búast mátti við fækk- aði flugferðum hingað með til- komu flugvallarins á Raufar- höfn, og er nú flogið hingað einu sinni í viku. Við fáum hinsveg- ar póst gegnum Raufarhöfn. Flugáætlun hingað hefir nokk- uð staðizt þó ekki hafi alltaf verið flogið á réttum áætlunar- dögum. í veðrunum hafa engir skaðar orðið á fé, enda mun það yfirleitt vera komið á hús, eða vera við hús. — FréttaritarL Áfök ú Ionda- mærum Sýrl. og Jórdoníu Amiman, 1. des. NTB. JÓRDANÍA ásakaði í kvöld sýr- lenzk yfirvöld um að senda hermdarverkamenn inn í Jórdan íu í því skyni að sprengja í ioft upp opinberar byggingar og brýr og rjúfa símalínur hersins. — Skýrði talsmaður jórdanska hers ins frá því, að fjórir hermdar- verkamenn hefðu verið hand- teknir, eftir að komið hefði til vopnaviðskipta við herflokk. ur í stað Þorsteins Stefánssonar sem nú lætur af starfi fyrir aldursakir, og staðfest var ráðn ing Tómasar Búa Böðvarssonar, tæknifræðings í stöðu vara- slökkviliðsstjóra. — Sverrir. Kiesinger frjálsar hendur til að ráða fram úr fjárhagsvandamálunum. Sambandsráðið lagði í dag fram lista yfir ráðstafanir, sem dregið geta úr útgjöldum ríkis ins. Ræða sú sem Kiesinger flutti í sjónvarp í gærkvöld, er almennt talin boða stefnu stjórnarinnar nýju í helztu málum. Þá sagði Kiesinger m.a. eftirfarandi: „Meginverkefni á sviði innanríkismála verður að ráða bót á fjárhagsvanda málum ríkisins. Á sviði utan ríkismála munum við fyrst og fremst stefna að betri samskiftum við Frakkland“. Þá sagði kanzlarinn einnig að þess yrði gætt að bætt sambúð við Frakka, eða tilraunir til að bæta hana bitnuðu ekki á sam- skiftum V-Þjóðverja og Banda- ríkjanna. Við óskum eftir góð- um samskiftum við allar þjóðir — einnig A-Evrópu þjóðirnar", sagði kanzlarinn. Ekki var á Kiesinger að heyra, að hann hefði af því neinar áhyggjur, þótt rúmlega 100 atkvæði hefðu í gær falið gegn honum í kosn jórdanskan ingunni til kanzlara á Sambands 1 þ. iginu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.