Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 25
Laugardagur 3. des. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 25 — Ræða sjávarút- vegsmátaráðherra Framhald af bls. 17 eingöngu erlend togveiðiskip. Ber að sjálfsögðu að gæta þess að leyfa ekki botnvörpuveiðar i landhelgi á þeim svæðum, þar sem mikilvægar uppeldisstöðvar eru. Sú röksemd, er einna drýgst hef ur reynst gegn kröfunni um aukn ar togveiðar í landhelgi, er sú, að aðstaða okkar út á við veikist og að útfærsla landhelginnar yrði torsóttari eftir slíkar aðgerðir. Standa í þeim efnum, fullyrðing gegn fullyrðingu. Öllum er kunnugt um, að í dag er íslenzkum skipum á viss- um svæðum heimilt að veiða með dragnót og botnvörpu í íslenzkri landhelgi. Aðeins yrði því um að ræða rýmkun þeirra heimilda, er fyrir hendi eru. Langt er lið- ið síðan greint var á milli er- lendra og íslenzkra skipa íþess- um efnum og íslenzkum skipum veittur þar meiri réttur. Fyrir stækkun landhelginnar 1952 stunduðu mörg hundruð- erlendra botnvörpuskipa auk annarra erlendra fiskiskipa, fisk veiðar allt að 3 sjómilna land- helgislínunni einnig inn á flóum og fjörðum. Hvílíkur reginn mun ur er ekki á þessu ástandi og því að nokkrum tugum ís- Jenzkra togveiðiskipa væri leyfð ar togveiðar í landhelgi að 4 sjó- mílna mörkum utan flóa og fjarða og þar fylgst vel með veið unum. Ein aðalröksemd okkar fyrir útfærslu landhelginnar á sínum tima var sú, að' okkur bæri fram ar öðrum afrakstur af fiskistofn- unutu hér við land. Tilvera okk- ar krefðist þess Þ.að er einnig skylda okkar gagnvart öðrum þjóðum að hagnýta þessi auðæfi á skynsamlegan hátt. Eins og áður hefir verið greint, væri hægt að binda veiði til tog- veiða í landhelgi ýmsum skil- yrðum, m.a. um fullkomnar upp lýsingar um veiðarnar. Með því væri hægt að sanna erlendum þjóðum, að veiðarnar væru undir vísindalegu eftirliti, háðar ströng um reglum og sérstökum leyfum. Er það ekki of langt gengið að halda því fram, að þær þjóðir, er hér eiga hlut að máli, taki ekki rökum í þessum málum“. Siðar í ræðu sinni sagði Egg- ert G. Þorsteinsson: Ég vil ítreka að menn sýni élbyrgðartilfinningu í þessu máli. iMenn mega ekki láta þá tíma, er huncLru'ð togara veiddu með emáriðnum botnvörpum upp í landsteina, hafa áhrif og villa sér nú sýn .Jafnrétti og frjáls- ræði í notkun veiðarfæra, á að igefa okkur mesta og bezta fisk- inn með minnstum tilkostnaði og (það er þjóðinni allri mikil nauð- eyn. — Fari hins vegar svo að uneiriMuti ai|þingismanna, sem að sjálifsögðu er hinn æðsti dómur, verði andvígur frekari rýmkun beimilda til botnvörpu og dirag- nótaveiða innan núverandi fisk- veiðilögsögu, verða menn að vera við því búnir að taka af- leiðingunum, — þær ætla ég að okkur greini ekki á um hverjar verði . Ég hefi hér reynt að dæaga fram sem Ijósasta og skýrasta mynd jþessa vanda, sem við okk- ur blasir, vonandi þó aðeins tíma bundið. — Við getum að sjálf- Bögðu deilt um flest þau atriði, »em hér hefur verið minnzt á, en í þeim deilum skulum við reyna að hafa þjóðarhagsmuni Ofar þröngum einka eða staðar- hagsmunum. Þar má ekki hver horfa út um sinn misjafinlega þrönga glugga ,— þjóðarglugginn «r það sem skiptir máli. — Þess vegna tel ég fleira mæli með lýmfcun togveiðisvæðanna nú en það sem mælir gegn þv. Fjöldi stúdenta í Nor- egi ört vaxandi Norskur lœknastúdent hér í koði íslenzkra stúdenta Á HVERJU ári fara fram stúd- entaskipti milli Háskóla íslands og Studenttinget, stúdentaráðs háskólans í Osló. Skiptin fara þannig fram, að í kringum 17. maí er íslenzkum stúdent boðið — „Tiger" Framhald af bls. 1. en hann eygði þó möguleika á lausn þessa viðkvæma og erfiða deilumáls. Það varð einnig tn að auka ugg Rhódesíumanna, að Sir Humphrey Gibbs skyldi fara með Ian Smith. Stjórn Rihódesíu hefur til þessa neitað að viður- kenna Sir Humphrey sem lands- stjóra og gert ýmsar ráðstaf- anir til að torvelda starf hans og auðmýkja hann. Leiðtogar blökkumanna í Rhód esíu hafa einnig látið í ljós ótta við úrslit fundarins um borð í „Tiger“, en af öðrum ástæðum, þeir óttast, að Wilson slaki um of á kröfum sínum og svíki þannig blökkumenn Rhódesíu, sem telja fjórar milljónir. í Zambíu ná- grannaríki Rhódesíu er talað um viðræður þeirra Wilsons sem „hræsni“. Stærsti ásteitingarsteinninn í Rhódesíumálinu er sem kunnugt er sá, að Bretar neita að viður- kenna sjálfstæði Rhódesíu nema því aðeins, að réttindi allra lands búa séu tryggð, en Smith-stjórn- in vinnur að því að tryggja 250.000 hvítra íbúa yfir fjórum milljónum blökkumanna. Leysist ekki málið með frið- samlegum hætti, innan viku, er yfirvofandi hætta á, að það verði að alþjóðlegri viðskiptadeilu. Bretar hafa skuldbundið sig til þess að fara þess á leit við Sam- einuðu þjóðirnar, að þær beiti sér fyrir efnahagslegum refsiað- gerðum gegn Rhódesíu. En þetta er ekki einfalt mál í augum Breta. Þeir eiga sjálfir við efnahagsörðugleika að stríða og því er Wilson lítt spenntur fyrir því að fara að heyja við- skiptastríð, þar sem Bretar verði e.t.v. sjálfir verst úti. Suður- Afríka, þriðji stærsti viðskipta- vinur Breta hefur þegar lýst augum Breta. Þeir eiga sjálfir aðgerðir og stjórn landsins kveðst ekki munu taka þátt í slíkum ráðstöfunum til lausnar þessu máli. — Fasismi Framhald af bls. 1. um öryggismál Evrópu. Nýjar viðræður þeirra fara fram í dag, laugardag. Heimsókn sovézka forsætisráð herrans hefur mikið verið rædd í frönskum blöðum, sem varið hafa miklu rúmi til frásagna af henni. Hákon Buvig út til Osl. á alþjóðlega stúdenta viku þar og í kringum 1 desem- ber bjóða íslenzkir stúdentar norskum stúdent til vikudvalar hér á landi. Gestur þeirra að þessu sinni er Hákon Buvig stud. med. fulltrúi læknanema í Studenttinget. Tíðindamaður blaðsins hitti Hákon að máli í gær og spurði hann frétta af stúdentalífi í Noregi. H&kon Buvig skýrði frá því, að nú væru um 14.000 stúdentar við nám í Oslóarháskóla þcir af væru þær deildir háskólans, sem leggðu stund á náttúruvísimli annars vegar og tungumál og hugvísindi hins vegar fjölmenn- astar með um 3000 stúdenta hvor. í hans grein, læknisfræð- inni, væru um 750 stúdentar þar við nám og tæki læknisfræði- námið 6-6% ár. Fjöldi stúdenta við óslóar- háskóla og í Noregi öllum hefði farið mjög ört vaxandi að undan förnu. Þannig hefði stúdentum fjölgað við Oslóarháskóla úr um 11.500 upp í um 14.000 á sl. tveim ur árum, og væri það nær 15% aukning á ári. í Noregi væru auk háskólans í Osló, háskóli í Bergen og auk þess tækniháskóli í Þrándheimi og búnaðarháskóli rétt utan við Osló. Þá væru komnar fram til- lögur um, að við háskólann í Þrándheimi verði komið á fót öllum þeim deildum, sem tíðk- ast við háskóla almennt og enn fremur, að stofnaður verði há- skóli í Tromsö, en slíkt væri mjög mikilvægt fyrir íbúa nyrztu byggðarlaga Noregs. í hófi stúdenta á Hótel Sögu hinn 1. desember flutti Hákon Buvig íslenzkum stúdentum kveðju frá norskum stúdentum. Þar lagði hann áherzlu á, að norskum stúdentum væri það kappsmál að efla samskipti við íslenzka stúdenta. Enn væri fjar lægðin á milli landanna hins vegar þar stærsta hindrunin. Hákon kvaðst hafa orðið hrif- inn af því, hve hófið að Hótel Sögu hefði farið vel fram. Yfir því hve hvílt glæsileiki og glað- værð. Hann væri mjög þakklát- ur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að koma til íslands og fyrir þær einlægu og vingjarn- legu móttökur, sem hann hetði hlotið. — Alþingi Framhald af bls. 12 Fulltrúi fyrsta minnihluta gat um 59 sparnaðarheitin. Ég samdi sjálfur margt af þeim heitum, og þetta voru mest ábendingar. Sumt hefur verið gert en sumt ekki. Því hefur og verið haldið fram að hér séu á ferðinni verð bólgufjárlög. Ég fæ ekki séð það. Og ég vil benda á að 1959 var útgjaldaliður fjárlaga 1180 millj- ónir og útflutningssjóðurinn 1135, svo að heildarupphæðin var 2300 millj. og nam það sem svaraði 32% af þjóðar- tekjunum. Fjárlög fyrir árið 1967 verða um 4700 milljónir og nem- ur það 18% af þjóðartekjunum. Og ég vil nefna eitt dæmi enn. Frá 1960 hefur kaup almenns verkamanns hækkað meir pró- sentvís en hækkun ríkisútgjalda. Ég er ekki tilkominn með að segja að þetta sé heppilegt, en þetta eru staðreyndir. Og vilji menn skoða málið í réttu ljósi, þá kemur í ljós, af hverju þau hækka. Allir skattar eru settir eftir á ,og söluskatturinn var lagður á til að mæta útgjöld- um, sem ríkissjóður hafði þegar orðið fyrir. Það ihafa orðið mikl- ar hækkanir ,en af hverju er það? Aðalgjaldliðirnir eru launa greiðslur, tryggingaibætur, og niðurgreiðslur ,sem í raun er aðeins endurborgun á sköttum til að jafna tekjur manna. Og ég skil ekki þá afetöðu. að skam-mst alla daga yfir því, að laun opin- berra starfsmanna séu of Mtil, en býsnast svo yfir íjárveitingunni þegar hún stendur á fjárlög- um. Þa'ð er mikill tekjuaukningur, og það byggist á batnandi hag í landinu .Ef veltuaukningin ‘þá hefði enginn tekjuauki orð- ið. Og þetta frv. er ekki miðað við aukna þenslu, heldur árið í ár, og það er ekki gert ráð fyrir áfrarhhaldandi verðbólgu- Iþróun. Niðurgreiðslur verð-a ruú um 900 milljónir en þær eru í raun endurgreiðsla. Frummælandi fyrsta minni- hluta sagði, að ég hefði lýst því yfir að ég vissi_ ekkert um rík- isreikningana. Ég Ihiélt nú, a'ð allir hefðu skilið við hvað var átt í þeirri tilvitnun ,sem hann tók. Uppbygginp stjórnskýrslu okkar hefur sýnt að það eru margir van-kantar á ríkiskerfinu, og það er viss tilheneiging til að auka ráki&útgjöldin. Og það er mjög hættulegt að stefna í þá átt. Við verðum að gera okkur grein fyrir hverri krónu, sem við eyðum. Hér á íslandi hafa opinberar framkvæmdir verið allt of handa hófskendar. Og við höfum oft hér á Alþingi samþykkt að reisa einhverja byggingu án þess að gera okkur grein fyrir því, hvað um sé að ræða. Bygging skólahúsnæðis er vissu lega mikið vandamál. Það er nauðsynlegt að hafa og reisa skóla en það kemur heldur ekki í veg fyrir þá staðreynd að skóla hús eru óhóflega dýr. Nú er unnið að því að finna leiðir til þess að draga úr þeim kostnaði, Og vil ég benda á að þegar far- ið að hafa meira eftirlit með skólarekstri kom í ljós, að ríkis hafði greitt margar milljónir, sem því bar alls ekki að greiða. Halldór ræddi mikið um út- færslu ríkiskerfisins, en hann gat ekkert um það, hvort þetta hefði verið nauðsynlegt. Og mér þyk- ir það næsta furðulegt að segja að gjaldheimtan hafi verið til þess að auka ríkisbáknið, því að hún hefur þegar sparað margar milljónir. Og eins er það ein- kennilegt að halda því fram að núverandi stjórnarstefna hafi verið lamandi hönd á allt efna- hagslíf í landinu. Það liggur fyr- ir, að fjármunamyndunin hefur aldrei verið meir en nú. Það er svo mikil gróska í atvinnulífi, að við erum í vandræðum vegna þenslunnar. Þótt góðæri séu til mikilla heilla, þá er það staðreynd, að þau hafa oft í för með sér vanda valda þenslu og þetta hefur verið mikið vandamál. Halldór minntist á Alþingi götunnar, og hélt því fram, að við hefðum sagt að það ætti engu að ráða. Og það er rétt, að að við höfum haft samráð við stéttar- félög, en hins vegar hlýtur ríkis stjórnin að móta stefnuna, og það er Alþingi og ríkisstjórn sem eiga að ráða, en ekki aðilar után þings. Vinstri stjórnin féll vegna þess að Alþýðusambandið sagði nei, og það er ótækt. Það er kaldhæðnislegt að þeir menn, sem vissu engin ráð gegn vandanum 1958 skuli nú vita allt og geta allt. Helgi Bergs (F) ræddi um vatnsveitumál Vestmannaeyja og nauðsyn þess að ríkið leggði fram fé til vatnslagnarinnar. Svaraði fjármálaráðherra stutt- lega og sagði að Vestmanneying- ar hefðu unnið mjög skynsamlega að þessum málum og nú væri það til athugunar hjá ríkisstjórninni að aðstoða þá, enda væri fullur áhugi fyrir því. Umræðu var ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun. Verzlunarfólk Suðurnesjum Athugið að samkvæmt 7. gr. kjarasamnings frá 9. marz 1966 segir að helgidagavinna hefst kl. 12 á hádegi á laugardögum í desember sem og aðra mánuði ársins. Verzlunarmannafélag Suðurnesja. Jæja, við skulum vona að þið tvö verðið Þarna átt þú góðan félaga Jarnes. Siöan hófst o<ckar Xiííany’s. mjög vinsamleg hvort við annað ,er þið Já Feiix er ágætur. Vi» vorum á flótta undan kliku Spang’a, komið í 20.00 feta hæð .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.