Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.12.1966, Qupperneq 30
30 MOHGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. des. 1966 .Viljuin sjá Karl aftur' — sem dómara í Danmörku Karl Jóhannsson dómari . 1 handknattleik, fékk mjög góða dóma fyrir þátt sinn í landsleik Dana og Norðmanna í handknatt leik sem fram fór í Fjeldstrup s.l. sunnudag. Var þetta síðari landsleikur Dana og Norðmanna. Þeim fyrri lauk með jafntefli, en þann síðari unnu Norðmenn 16;15 og var það fyrsti sigur sem Norðmenn vinna yfir Dön- um í handknattleik. Politiken viðhafði þessi orð um Karl sem dómara: „Hinn ísl. dómari Karl Jóhanns son var alls ekki slæmur. Hann var betri og hafði betri stjórn á leiknum í samræmi við dönsk sjónarmið en sænski dómarinn í Vissenbjerg (daginn áður inn- skot Mbl.). Og séu ísl. dómarar í sama gæðaflokki og hann sýndi í þesum leik, vildum við gjarnan sjá Karl eða landa hans hér aftur“. | Þetta eru skemmtileg orð fyr- ir Karl og reyndar ísl. dómara, en sá hópur er þunnur skipaður sem stendur honum jafnfætis í | dómstörfum á handknattleiks- velli. Holnaði millj. kr. órslaunum Willie Cunningham, fram- kvæmdarstjóri skozka liðsins Dunfermline hefur upplýst að hann hafi hafnað boði um 9 þúsund punda árslaun (1 millj og 80 þús ísl. kr.) sem hann fékk frá San Francisco. Cunningham sagði: Þetta er svífandi upphæð en ég hef ekki áhuga. 1 Evrópu er mið depill knattspyrnunnar og hjá Dunfermline hef ég það gott og framtíðin er björt. Körfubolti á sunnudag Á SUNNUDAG fara fram tveir leikir í m.fl. karla í körfuknatt- leiksmóti Reykjavííkur. Verður leikið í íþróttahöllmni í Laugar dal og hefst keppnin kl. 8 síðd. Þá keppa ÍS og KÍFR og síðar ÍR og Ármann. Staðan í m.fl. karla er nú þannig: L U T KR 3 3 0 295-167 6 ÍR 2 2 0 138-64 4 Ármann 2 1 1 106-136 2 KFR 2 0 2 94-172 0 ÍS 3 0 3 114-209 0 Körfuknatfleikslandsliðið lék 8 landsleik / s.l. ár Rothögg gripur . Bogi Þorsteinsson endurkjörinn form. KKÍ Sundmót skólanna á mánudag HBÐ fyrra sundimót skólanna I Reykjavík og nágrenni fer fram I Sundhöll Reykjavíkur nk. mánudag 5. des. og fimmtudag 3. des. og hefst keppni bæði kvöldin kl. 20. ,Fyrri daginn er keppni yngri nemenda. SJÖTTA ársþing KKÍ var hald- ið laugardaginn 19. nóv. s.l. í félagsheimili Vals. Formaður KKÍ, Bogi Þorsteinsson, setti þingið. I upphafi minntist hann tveggja látinna íþróttafrömuða, Erlings Pálssonar, formanns Sundsambands tslands og Bene- dikts G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ, en hann var ævifélagi KKÍ og aðalhvatamaður að stofnun sambandsins. Vottuðu þingfull- trúar hinum látnu. virðingu sína með þvi að risa úr sætum. Porseti þingsins var kjörinn Gunnar Torfason, formaður KKRR. Fbrseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, sat þingið, og flutti hann körfu- kíTattleiksmönnum kveðju ÍSI og árnaðaróskir. Þakkaði hann stjórn KKÍ fyrir mikil og giftu- rík störf. Bogi Þorsteinsson flutti ítar- lega skýrslu um störf Körfu- knattleikssambandsins, sem hann kvað aldrei hafa verið meiri en á liðnu starfsári. Hefðu m.a. ver- ið leiknir 8 landisleikir, og auk þess hefðu 3 bandarísk skólalið keppt hér heima við úrvalslið KKÍ. Mörg mál komu fram á þing- inu, og meðal tillagna sem sam- þykktar voru etfirfarandi: „Ársþing KKÍ telur að rétt sé að leikir í íslandsmóti 1967 fari fram í íþróttalhöllinni í Laugar- dal, þ.e. leikir 1. deildar og 2. deildar. — Leikir 2. fl. karla, svo og úrslitaleikir annarra fl.“ „Ársþing KKÍ telur æskilegt að úrslitaleikir Bikarkeppni KKI 1967 fari fram á Akureyri, ef ástæður leyfa.“ Þá var samþykkt tillaga þess efnis að liðum skuli fjölgað í 1. deild úr 5 í 6. Einnig var sam „ Timburmenn Heimsmeistara- keppninnar" teknlr að líða frá WEST HAM gengur heldur illa að ná sér eftir „timbur- menn“ Heimsmeistarakeppn- innar, þó ágætir sigrar hafi unnizt inn á milli. En liðið virðist vera að „finna sjálft sig“ og mega þá ýmis félög fara að gæta sín. Þegar England vann heims meistaratitil í knattspyrnu á Wembley í júlí, þá voru að- dáendur West Ham ekki sein ir á sér. Þeir fögnuðu sigrin- um vel, sem aðrir, en þeir fóru ekki leynt með þá skoðun sína að liðsmenn West Ham hefðu unnið leikinn næstum án að- stoðar. Þrír leikmenn West Ham voru í heimsmeistaraliðinu. Bobby Moore var fyrirliði liðs ins. Geoff Hurst og Martin Peterz skoruðu öll mörkin fjögur í leiknum við V-Þjóð- verja sem England vann 4-2. Með þrjá slíka jöfra í lið- inu, mætti ætla að West Ham ætti auðvelt með að vinna ensku deildarkeppninar. En þrátt fyrir allt áttu þeir afar erfiða byrjun er keppnin hófst í haust. Heimsmeistarakeppnin — með allri sinni æsingu og spenning, var talin orsökin. Stjörnur heimsmeistaraliðsins höfðu ekki ennþá náð sér að fullu og sameinast fyrri fé- lögum. Samskonar erfiðleikar gerðu vart við sig hjá öðrum félögum sem áttu menn úr heimsmeistaraliðinu. Af þeim ástæðum kölluðu gárungamir þetta „timburmenn heims- meistarakeppninnar". En í byrjun nóvember var eins og stjörnur West Ham tækju við sér. Á þremur dög- um sigruðu þeir Fulham með 6-1 í deildakeppninni og á eftir fylgdi 7-0 sigur yfir Leeds í bikarkeppni ensku deildarliðanna. í þessum tveim leikjum skoraði' Hurst 7 mörk og Peters 3. Hurst er nú talinn einn hættulegasti sóknarleikmaður heims — og sjálfur er hann fyrstur til að viðurkenna að HM-keppnin varð til þess að' hann náði tindinum. „Allt frá þeim degi er við lékum úrslitaleikinn, finnst mér ég vera 3 m 'að hæð“ sagði Hurst. „Velgengin þá hefur gefið mér nýjan neista og vilja til að leika“. Hurst byrjaði hjá West Ham sem framvörður. í nokk ur keppnistímabil komst hann lítt áfram. Honum tókst jafn- vel ekki að komast í A-lið félagsins. Framkvæmdastjórinn, Ron Greenwood stakk upp á því eitt sinn að hann tæki stöðu innherja. Og þá byrjaði Hurst að skora mörk — og ferill hans var skyndilega ráð inn. En það var þó ekki fyrr en við HM-keppnina að hann komst raunverulega á hátind frægðarinnar. Nú er hann á- samt Peters sú tvenna sem all ir markverðir óttast mest. Annar landsliðsmaður, Johnny Byrne, er að baki þeim á vellinum og „matar“ þá með góðum sendingum. Byrne hefur leikið 11 lands- leiki síðan 1961. En hann komst ekki í 11 manná lið Ramseys á HM. Byrne leikur í stöðu mið- herja hjá West Ham, en hann skipar stöðu miðjuleikmanns ásamt Bobby Moore í 4-2-4 kerfinu sem West Ham beitir. : J. Devlin, dómari, > til heimsmeistarans í léttvigt, ; I Carlos Ortiz, eftir að Ortiz : ■ sló andstæðing sinn, Flash ; Elorde, rothögg í 14. lotu í ‘ : keppni, sem fram fór í New ■ York, 29. nóv. — en ráðgerð ; : var 15 lotur. þykkt að það lið, sem féll niður úr 1. deild á íslandsmóti 1966 og liðið, sem varð annað í röð- inni í 2. deild á sama móti, skuli leika saman til úrslita um sæti í 1. deild á íslandsmóti 1967. Stjórnarkjör fór sem hér segirí Bogi Þoreteinsson var einróma enduTkjörinn formaður sambanda ins en hann hefur verið formaður KKÍ frá stofnun þess. — Með honum í stjórn voru kosnir: Magnús Björnsson Gunnar Pedersen Helgi Sigurðsson Þráinn Scheving Agnar Friðriksson Hallgrímur Gunnarsoon í varastjórn: Sigurður E. Gíslason Þorsteinn ólafsson Ásgeir Guðmundsson Jótuðu á sig glæpi í USSR Moskva, 2. desember — AP, SOVÉZKA fréttastofan TASS skýrði frá því í dag, að tveir, bandarískir borgarar hefðu játað á sig sakir, sem bornar hefðu verið á þá í Leningrad. Fréttatilkynning, sem birt var í Leningrad, segir, að báðir hafi mennirnir játað á sig allar sakir, Margt þykir þó óljóst um orða- lag fréttarinnar. Bandaríska sendiráðið 1 Moskvu segir, að annar, mann- anna sé Craddock C. Gilmour, sem talinn er hafa brotið gjald- eyrislöggjöf Sovétríkjanna. Hann var í dag látinn laus, gegn trygg- ingu. Hinum manninum, Ray Buel Wortham, er gefið að sök að hafa stolið gamalli styttu af birni, en auk þess er hann sakaður um sama brot og Gilmoux. Worthham situr enn í fangelsL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.