Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 11
SunnudagTJt*18. des. 1966 MOkGUNBLAÐIÐ 11 Tillögur FÍB í vega- og öryggismálum Vlifa stérauka framBag H3 vega- má3a - Breytt verði reglum um ökuleyfi^sviptingu 1 SL. mánuði var haldin á Akureyri ráðstefna stjórnar og umhoðsmanna Félags ísl. bif- reiðaeigenda, og var hún hald- ín í Skíðahótelinu. Á ráðstefn- unni voru aðallega tvö mál til umræðu, þ.e. vegamál og örygg- fsmál. Hér í blaðinu hefur áður verið greint frá gangi ráðstefn- unnar, en í gaer skýrðu forráða menn FÍB frá ýmsum tillögum sem fram komu á fundinum um þessi mái, og skal birtur úr- dráttur úr beim hér. Ráðstefnan taldi brýna nauð- eyn á því, að á næsta ári verði gerð áætlun um framkvæmdir í vegamálum, sem feli í sér end- urbyggingu með varardegu slit- lagi eða föstu yfirborði á öllum fjölförnustu þjóðvegum lands- ins. Telur ráðstefnan að reynsl- an hafi sýnt að vegalógin, sem samþykkt voru í desember 1963, hafi ekki komið að neinu al- mennu gagni. Ennfremur segir, að það sé álit ráðstefnunnar, að á næsta ári verði að tryggja nægilegt fjármagn til hinnar nauðsynlegustu vegafram- kvæmda, og verði fjölförnustu vegirnir lagðir varanlegu slit- lagi. Þá telur ráðstefnan nauð- synlegt að auka þurfi fjárfram- lög til vegamála um 350-400 milljónir á ári næstu fimm árin, miðað við núverandi verðlag, þar sem framkvæmdir hafi dregizt mjög aftur úr. Síðan segir orðrétt: „Ráðstefnan vill benda á, að hægt er að afla nægilegs fjár til aukins framlags til vega, án þess að leggja á neina nýja skatta og jafnvel má samtímis lagfæra margt í skattlagningu bifreiða og rekstrarvörum til þeirra. í þessu sambandi nægir að benda á, að á sl. ári mim ríkið hafa lagt fram í beinan og óbeinan styrk til landbúnað- arins 900 miljónir króna. Þessi fjárframlög auka ekki verulega ' framleiðni þessa atvinnuvegar , eða búa nægilega í haginn fyr- ' ir komandi kynslóðir. Rétt ; skipulagðar vegaframkvæmdir eru hins vegar veigamikill þátt- , ur til þess að bæta kjör þeirra, sem við landbúnað starfa. Það er því miklu raunhæfari stuðn- ! ingur við þennan grundvallar- ; atvinnuveg og framtíð þjóðar- ; innar í heild, að verja 300-400 milljónum króna af núverandi landbúnaðarstyrkjum til vega- ' mála. Fundurinn telur mikilvægt; að almenningur taki ákveðnari af- j stöðu til þessa þýðingarmikla I þjóðheillamáls, sem- vegamálin eru, í nútíð og framtíð. Fund- urinn átelur mjög, að enginn stjórnmálaflokkur hefur enn tek ið ábyrga afstöðu til vegamála og tekið þau með skipulögðum hætti inn á stefnuskrá sína. I Fundurinn telur það fullkomið ábyrgðarleysi af nokkrum stjórn málaflokki að ganga til kosninga i á næsta ári, öðru vísi en að j hafa markað skýra stefnu í þessu máli. Þá telur ráðstefnan mikil- vægt að brýna fyrir öllum kjós- endum landsins að fylgjast vel með þessum málum, þannig að enginn stjórnmálaflokkur geti skorizt úr leik og staðið óábyrg- ur fyrir utan afgreiðslu þeirra. Fundurinn telur, að með því að allir flokkar séu knúðir til þess að taka ábyrga afstöðu í vega- framkvæmdum verði unnt að j afstýra skaðlegri stjómmálalegri togstreitu á þessum vettvangi.“ Loks er það álit fundarins, að | nauðsynlegt sé að á næsta vori og sumri verði gerðar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að f hindra vegaskemmdir af völdum of þungum flutningatækjum. Fundurinn telur það misrétti, sem Vestmannaeyingar búa við, að þurfa greiða álögur sem aðr- ir landsmenn og gjöld til vega, enda þótt þeir búi við gjör- ólikar aðstæður. Fundurinn fagnar byggingu hins vandaða vegar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, en telur það mis- ræmi að íbúum þess landshluta sé gert að skyldu að greiða sérstakan vegaskatt fyrir að aka þennan veg. Að síðustu er skor- j að á • vegamálastjóra að auka ’ stórlega frá því sem nú er völ I á hæfum ofaníburði á þjóðvegi landsins. Að því er Arinbjörn Kolbeins- son læknir formaður FÍB tjáði fréttamönnum var þessi tillaga í vegamálum send öllum for- mönnum stjórnmálaflokka í land inu, og lögð fram sú fyrirspurn hvaða afstöðu flokkar þeirra myndu taka til þessara mála fyr ir næstu kosningar. Sagði Arin- björn þetta ekkert nýmæli, að slíkt væri gert, t.d. hefði bif- reiðaeigendasambandið danska gert slíka fyrirspurn við síð- ustu kosningar þar. Varðandi nýmæli í tillögum í örýggismálum, var það helzt, að fundurinn taldi mikilvægt að hér yrði tekið upp reglur um ,punktakerfi“ í sambandi við ökuleyfissviptingar með svipuð- um hætti og nú tíðkast í Banda- ríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Arinbjarnar er þetta „punktakerfi“ með þeim hætti, að ökumenn fá gefin ákveðinn punktafjölda eftir hve alvarlegt umferðarbrot þeirra er, og er það hefur náð ákveðnari há- markstölu (í Bandaríkjunum er hún 12) er ökuleyfið tekið af þeim. Geta þeir þó fengið próf- ið aftur með því að ganga á ný í gegnum mjög strangt ökupróf. Þá taldi fundurinn það eðli- legt að tekin verði upp í um- ferðalög heimild lögregluyfir- valda og dómsstóla til þess að taka af skrá farartæki, sem títt lenda í umferðarbrotum, t.d. vegna ólöglegs hlassþunga bif- reiða á vegum, Afskráning þessi sé miðuð við 1-6 mánuði. Sagði Arinbjörn til skýringar þessu atriði, að það væri ekki alltaf rétt að stéfna ökumönnum fyrir slík brot, í mörgum tilfellum ynnu þeir aðeins hjá fyrirtækj- um, sem ættu þessar bifreiðir, og réðu þau aðeins nýjan bif- reiðastjóra á bifreiðina, þegar mælir hins bifreiðastjórans væri fullur, án þess að gera nokkrar úrbætur á bifreiðimú sjálfri. Þá skoraði fundurinn á stjórn FÍB að hlutast til um það við stjórnvöld landsins, að komið verði á nú þegar umferðadóm- stól, sem skeri úr um sök manna vegna umferðaóhappa bifreiða. Verði stefnt að því að slíkur úrskurður geti gengið á mjög. skömmum tíma frá því að óhapp hefiir átt sér stað. Ýmsar fleiri tillögur og álykt- anir varðandi örygismád voru samþykktar á fundinum, en verður hér eftir aðeins stiklað á stóru. M.a. taldi fundurinn Framhald á bls. 30 aJfátJ jóíahjöflw ohbar ulóa ijt ar uióa yóur ue^inn til ha^kuœmra jo tií baabi ílainnb aup a Heimilistæki frá heimsþekktum verksmiðjum BEURER: CLEOPATRA: DANMAX: HAKA fullmatík: HUSQVARIMA: PHILIPS: PROGRESS: ROWEi^TA: SOLIS: LJÓSATÆKI: JÓLAGJAFIR: JOLASKRAUT: 35 ára fagþekking tryggir yður úrvals vorur hitapúðar, 2 tegundir. hinir vinsælu hárþurrkuhjálmar. kæliskápar, frystikistur, frystiskápar. Hagkvæmt verð. viðurkenndar danskar þvottavélar. vöfflujárn, straujárn. hrærivélar, straujárn, háfjallasólir, kaffikvarnir, brýni, giftarlampar, brauðristar. ryksugur, 3 tegundir, handhrærivélar, gluggaviftur, safapressur. straujárn, brauðristar. hárþurrkur í tösku og handhárþurrkur. loftljós, vegglampar, borðlampar. danskir skermar og fl. og fl. Fallegir borðlampar á snyrtiborð frúarinnar með tilheyrandi snyrtiglösum. Ölsett, vínsett og ávaxtaskálasett, ásamt fleiru úr fallegu postulíni og kristal. Relax rafmagnsnuddtækin, Philips rafmagnsrakvélar, ódýr vasaljós fyrir drengi, gjafakassar með búsáhöldum fyrir litlar stúlkur. Jólatrésseríur úti og inni, jólastjörnur, 4 tegundir, englaspil, kirkjur sem spila, misátar perur (ekta litur), varaperur í jólatrésseríur 12 og 16 ljósa. Venjulegar perur, allar stærðir. Vinsamlegast lítið í gluggana um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.