Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 21
SunnuíJagur 18. des. 196« MORCUNBLADID 21 JT _ _ Jóhann Hjólmarsson skrifar um i T 1 R Ástarsaga frá liðinni öld Gottfried Keller: RÓMEÓ OG JÚLÍA < SVEITAÞORPINU. Njörður P. Njarðvík þýddL > Bókaútgáfa Menningarsjóðs, r/ Reykjavik 1966. KMÁBÆKUR Menningarsjóðs eru með geðþekkari bókum, sem prentaðar eru hérlendis. Hvort f tveggja fylgist að: vandaðar tfcókmenntir og góður frágangur. ‘ Hannes Pétursson hefur með rit atjórn þessa bókaflokks unnið ' þarft verk, stuðlað að útkomu ■tuttra skáldverka, íslenzkra og ■rlendra, bóka sem önnur for- lög hefðu liklega veigrað sér við •ð koma á markað. Óþarfi er að benda lesendum, sem áhuga hafa A bókmenntum á þennan bóka- fflokk, en þess skal getið að sú bók, sem hér verður raett um er 22. smábók Menningarsjóðs. *. Rómeó og Júlía í sveitaiþorp- lnu, eftir svissneska rithöfund- inn Grottfried Keller, er þýdd af •íirði P. Njarðvík, og ekki er •nnað að sjá en hann hafi unn- ið sitt verk af alúð og virðingu tyrir þessu magnaða skáldverki. Njörður skrifar eftirmála um Gottfried Keller, rekur helstu teviatriði rithöfundarins, og ]ýs- ir aðferðum hans. Njörður P. •fjarðvík segir m.a.: „Gottfried Keller skrifar ákaflega breiðan «>g litríkan stíl að hætti nítjándu •idar höfunda, þeirra er rita á þýzka tungu. Þessa tegund stíis •r erfitt að þýða svo að öll blæ- brigði haldist og þýðanda þess- •rar sögu er ljóst að ekki hafa •llir fíngerðustu drættirnir í •ndliti sögunnar komið fram í «>egli íslenzkrar túngu i með- förum hans“; Þessi saga Kellers er að mörgu leyti auðugt skáldverk. Kftir lestur hennar er mér innan- brjósts eins og ég hafi lesið langa og viðamikla bók, stóra ættarsögu- Keller tekst á 90 blaðsíðum að skapa furðulega samofna veröld, gæða fábreyti- legt umihverfi myndvísi og klið- andi máli. Ást, sem fær skjót endalok og er í upphafi dæmd Chen eru börn fátækra bænda, til að tortímast, er afniviður þessarar bókar. Saili og Vren- ohen eru börn fátækra bænda óvina og keppinauta um jörð- ina og gæði hennar. Pilturinn Sali verður í ógáti þess valdandi að fella skugga á hina hreinu ást, einmitt þegar hann er að verja Vrenohen gegn hefnigirni föður hennar, sem ekki þolir að sjá dóttur sína með syni óvinar síns. Jafnframt því að skugginn byrgir hamingjuna, og allt sýn- ist vonlaust, eflist ástin, skilur köllun sína, og verður að þeim skæra loga, sem ekkert getur slökkt nema dauðinn sjálfur; ef honum er það unnt. Dauði ungu elskendanna í bókarlok sveipar ástina ljósi um leið og hann af- máir (hana. Elskendur, sem velja í vanmætti sínum þá leið að flýja lífið og skyldur þess, ásak- anir og skammsýni mannanna, eru að vísu ekki sannfærandi í augum nútímalesenda, sem van- ist hafa öðrum ráðningum. En þvi má ekki gleyma að Keller samdi þessa bók árið 1054—55, og ekki hefur afstaða hans þótt kynieg þá. Lesandinn gtur ekki komist hjá því að finna að skáldverkið, Gottfried Keller sem hann heldur á er gamalt, en hann lítur ekki á það sem galla. Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu, er ein af þessum sígildu bókum, sem vegna mannvits og djúp- sæis bæði minna á liðna tíð, og varða nútímamanninn og vanda- mái hans; þegar þær eru komn- ar inn 1 líf lesandans verður þeim ekki auðveldlega þokað burt. Hljómur þeirra lifir, harm- rænn undirtónninn vekur hug- ann til starfa, kallar á endur- skoðun, býr hijóðlega an mark- visst um sig. „Þessi saga mundi hljóma eins og léleg eftirlíking annarrar el hún byggðist ekki á raunveru- legum atburðum“, segir Keller. Þessi setning staðfestir að Gott- fried Keller sé raunsæishöfund- ur þótt ekki megi ganga fram hjá lífsafli sögu hans: dulúðinni, sem vakir yfir hverjum hlut; ljó* stundum hrollkennt, geig- vænlegt, miðlar þeim birtu. Höldum áfram lestrinum: „f nánd við hið fagra fljót er renn- ur framhjá Seldwyl í tveggja til þriggja kilómetra fjarlægð hefst upp víðáttumikil hæð, vel ræktuð, og sameinast siðan aft- ur frjósamri sléttunni. Alllangt frá rótum hennar stendur þyrp- ing stórra bóndabæja og yfir ávala hæðarinnar lágu fyrir mörg um árum þrír fagrir, langir akr- ar hlið við hlið eins og þar væru strengdir þrír risavaxnir borð- ar“. Fyrst erum við leidd inn á svið sögunnar af nákvæmum, ýkjulausum sögumanni, síðan birtast akrarnir þrír í likingu risavaxinna borða, og þá gruriar okkur að nú hefjist flutningur örlagasögu, okkur vitrast fyrstu tíðindi atburða, ef til vill vá- legra. Andblær sögunnar hefur náð okkur. Eða upphaf annars- kafla: „Hvel uppskeran tók við af annarri og alltaf urðu börn- hi stærri og myndarlegri og akurinn ,sem enginn átti, mjórri milli hinna sem breikkuðu sí- fellt". Akrarnir vaxa og þá eímdK ósamlyndi bændanna, börnw taka út þroska sinn, búa sig grunlaus undir að gjalda þrjósku feðranna, láta einlaeg- ustu tilfinningu sína dæma sig til dauða. Það sem vex ber feigðina í sér; þegar það er al- skapað er timi kominn tii að falla, verða bráð undarlegra afla, tilgangs þeirrar kvalar, sem á sér ekkert vænlegra fórn arlamb en það, sem þykist hafa greint skin hamingju. Sagan um Rómeó og Júlíu i sveitaiþorpinu: þau Saii og Vren- chen, sem að dómi blaðanna báru vitni „hinu síaukna sið- leysi og tryllingi ástríðnanna“, er fögur í einfaldleik sírnun, stór brotin samþjöppun sárrar reynslu, sem einnig býður hugg- un; sönnun lifandi, óbugandi kennda. Gottfried Keller er mik- iU í þessu skáldverki. íslenzkir lesendur ættu að njóta vel bók- arinnar, eins og þær þjóðir, setn búið hafa henni veglegan sesa. Johann Hjálmarsson. Meðeigandi óskast í gott innflutningsfyrirtæki sem hietfur einkaunv- boð fyrir vinnuvélumn, verkfærum og ýrnsu fleiru, Æskilegt væri að væntanlegur umsækj- andi gæti imnið að fyrirtækinu. Umsóknir sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir 23. þ.m. merkt „8109“. Frá sundstöðunum í Reykjavík Sundstaðirnir eru nú opnir alnienningi allan daginn frá kl. 7.30 til 19.30 og verður svo þang- að til skólar hefjast að nýju eftir áramótin. Á aðfangadag og gamlársdag er opið til hádegis. Lokað á jóladag, annan dag jóla og nýársdag. MCRKIR ISLCNDINGAR / bókinni „Merkir íslendingar" eru 12 ævisögu þjóðkunnra íslenJinga Ari Þorgilsson, fróðL Guðmundur Bergþórsson, skáld. Magnús Grímsson, þjóðsagnaritari. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld. Magnús Helgason, skólastjórL Halldór Hermannsson, bókavörðuK. Gísli Magnússon (Vísi-Gísli). Gísli Konráðsson, sagnaritari. Jón Jónsson, ritari. Björn Sigfússon, alþm. Guðmundur Finnbogason, landsbókav. Pálmi Hannesson, sektos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.