Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 18. des. 1966 Emll Als læknlr: Landsspítalinn HUGVIT og vinnufúsir hendur íslendinga munu, áður langt ilíður, skapa eitt af öndvegis(þjóð- tfél'ögum veraldar. En framsaekin (þjóð hefur í mörg horn að líta og verða því ekki ailir þættir Ihins margslungna samfélags sam íerða fram á lefð. Þjóðfélags- smíði er flókið mál og marg- þætt, sum veigimHcil atriði drag- ast afturúr ef aðgát er ekki Tröfð. Sj úkrah/úsmál íslendinga Ihafa um skeið verið verið á þann veg, að ugg vekur um framtíð læknamenntunar og heilibrigðis- þjónustu í hinu íslenzka þjóð- félagi. Milljónum er varið til Ibyggingar ófullkominna smá- sjúkrahúsa á víð og dreif með- an varhugaverð stöðnun ríkir var'ðandi vöxt og viðgang þeirr- ar einu stofnunar í landinu, sem mögulegt er að geti náð þeim þroska, að verða fuilkomin þjón- ustu-, kennslu- og vísindastofn- un í þágu heillbrigðismálanna. Nútiímalæknisþjónusta byggir, þegar hún rís hæst, á nánu sam- starfi færustu sérfræðinga er Ibúa við þau starfsskilyrði, sem aðeins eru fyrir hendi á veiibúnu stórsjúkrahúsi. Það mun verða Iþjóðinni drýkeypt ef framámenn hennar hika við að horfast í augu við þessa staðreynd og leiða hjá sér að leysa vandann. Háskólaspítalar mannfleiri þjó'ða sinna kennslu- og vísinda- störfum öðru fremur og eiga þess yfirleitt kost að láta þessa .starfsemi ráða því hve mikium fjölda sjiúklinga þeir taka við til rannsóknar og meðferðar. Háskólaspítala íslendinga er fþeim mun þyngri vandi á hönd- um, að hann verður, auk áður- talinna kennslu- og visinda- starfa, jafnframt að vera aðal- þjónustusipítali landsins alls og hverja stund við því búinn að vera fengið til úrlausnar hin erfiðustu verkefni, bæði varð- andi greiningu (diagnostik) og meðferð (terapi) alvarlegra sjúk dóma. Ekki er meiri von til þess, að hið íslenzka þjóðfélag megni é næstu áratugum að koma til þroska eða standa undir rekstri nema einnar slíkrar miðstöðvar læknavísinda. Þjóðin þarf að eiga slíka stofnun, hefur ráð á einni en engan veginn ráð á því að vera án hennar. Gæði þeirrar þjónustu, sem Land- spítalinn veitir er mælistikan þar sem lesa má reisn heilibrigð- isþjónustunnar á hverjum táma. Þau vandamál varðandi grein- ingu og meðfefð sjúkdóma sem vísað er til spítalans úr öllum hyggðum íslands og ekki verða Heyist af sérfræðingum hans verð ur að vísa úr landi á miskunn nærliggjandi þjóða. Metnaður landsmanna mun varla sætta sig við minna en það, að æðsta s-tofnun þeirra til líknar sjúkum geti krufið til mergjar svo til hvern vanda um greiningu og meðferð sjúkdóma samkvæmt nýjustu þekkingu. Af þeirri kröfu. má hvergi slá. Ekki að- eins vegna þeirra, sem á hverj- um tíma þurfa við hinnar beztu llæknisihjálpar sem unnt er að veita, en einnig vegna hins, a‘ð ef ekki verður hart við brugðið og efld kennslustofnun íslenzkr- ar læknisfræði, mun menntun lækna vorra í framtíðinni ekki verða samtoærileg við þá, sem veitt er með þeim þjóðum, er ferðinni ráða í þessu efni. "Þegar litast er um í heimi is- lenzkra sjúkrahúsmála blasir við glundroði og fálm. Þjóðin á yfir að ráða, auk minniháttar stofn- ana, fjórum hálf- eða ófullgerð- um sjúkrahúsum, þrem í Reykja vík og einu á Akureyri. f land- inu er ekkert sjúkrahús, sem tal- ist geti fyrsta flokks í þeim skilningi, a’ð það megni að ráða hinar þyngri gátur sjúkdóm- anna eða veita öllum sjúklingum meðferð sem í boði ætti að vera. Hvað þá, að nokkurt þeirra geti. lagt af mörkum ríftegan aXcArrf til vísinda pAíi sintnt laplrns- kennslu eins og vera ætti. Þró- unin hefur fallið í of marga far- vegi. Við værum betur sett með eitt fullkomið stórsjúkrahús en fjögur hálfgerð. Slík þróun hefði ekki aðeins verið rétt frá sjónarmiði lækn- isfræ’ðinnar, heldur einnig mikl- um mun ódýrari fyrir skattgreið- endur. Núverandi ástand krefet þess að tímaibil miðsóknar (centraliseringar) upphefjist í spítalamálum þjóðarinnar. Ekki fyrr en því er lokið er tíma- toært að hneppa þau í fjötra iþeirrar formúlu sem nefnd er „jafnvægi í toyggð landsins”. Það er sárgrætilegt til þess að vita, að vort fámenna þjóðfélag, sem þarf að viðhafa ýtrustu ráð- deild í fjármálum skuli hér, sem oftar, þafa hrakizt dýrustu leið- ina vegna þess að markið var ekki Ijóst og leiðin ekki vöi'ð- uð ráðum þeirra er vit áttu að hafa fyrir fjármála- og fram- kvæmdavaldinu. Tilkoma Borg- arspítalans I Reykjavík breytir hér litlu um. Að vísu fjölgar sjúkrarúmum til muna en sú veila í spítalakerfinu, sem grein þessi fjallar um jafn. áberandi sem fyrr. Þjóðfélag vort þarf eft- ir sem áður að leggja á það kapp að eignast til umráða a.m. k. eina stofnun sem framvegis verði því hlutverki vaxin að mennta verðandi lækna landsins. Það stoðar ekki að fjölga frekar sjúkrarúmum í landinu meðan ekki er séð fyrir þvf, að heil- 'brigðisBiiálin eigi sinn fullskip- aða hæstarétt. Þróunin á undan- förnum árum, að tvistra ófull- komnum smásjúkrahúsum um land allt mun leiða til þess að einangraðir læknar telja sig knúða að ráðast gegn erfiðum vandamálum án þess öryggis, sem aðstaðan á stóru, velfbúnu sjúkrahúsi veitir sjúklingunum. Starf aUra lækna í landinu verð- ur auðveldara og þjónustan við hina sjúku betri ef læknastétt landsins hefur að minnsta kosti eitt fullkomið sjúkrahús að bak- hjalli. Me’ð þessari fullyrðingu er engri rýrð varpað á starísemi hinna almennu lækna. Þeir bera eftir sem áður hitann og þurugann af heilbrigðisstarfinu, en fjöldi vandamála er þess eðlis, að þau verða ekki leyst svo viðhliítandi sé nema fyrir samvinnu reyndra sérfræðinga. Hinu má ekki gleyma, að ef læknismennt ekki á að hraka í landinu .verður að stóihæta þá miðstöð þar sem auga er haft á því sem til framfara má horfa fyrir læknisfræðina almennt, þar sem vegin eru og metin þau straumhvörf sem sifellt eiga sér stað í læknavísindum heimsins og sífellt endurnýjað matið á því efni sem kenna skal læknum framtfðarinnar. Slik stofnun verður að veita starfskiöftum sínum hin fullkomnustu skil- yrði til starfa, því á þessum vett vangi sem mörgum öðrum í landi voru verður hver einstaklingur að vinna starf tveggja. Lands- spítalinn nýtur starfskrafta imargra framúrskarandi lækna en hvorki þeir né þjóðin, sem þeir þjóna, geta sætt sig við að stofnun þeirra sé aðeins hláfnað verk, en hljóta að fylkja sér um þá kröfu að Landsspítalinn fái óskoraðan forgangsrétt að þeim fjárveitingum, sem fuStrúar þjóðarinnar ætla til sjúkrahús- mála, þar til stofnunin er kom- in í viðunandi hor. Vinda þarf bráðan bug að því a'ð koma á fót við Landssprtal- ann eftirtöldum deildum: Augn- sjúkdómd., háls-, nef- og eyrnad., taugasjúkdómadeild og síðar deild fyrir heilaskurðlækningar. Bæklunansjúkdómadeild. Deild fyrir næma sjúkdóma og aftur- toatadeild (rehaibilitering). Efla þarf rannsóknarstofur að tækjum og starfsliði. Koma þarf á fót umfangsmiklu bókasafni fyrir allar deildir sameiginlega eða við hverja deild fyrir sig. Upptalning þessi er ekki full- komin og ýmsar fleiri sérdeildir munu komast á legg er tímar Mða og landsbúum fjölgar. Verði vel að læknua spítalans búið með tiliiti til starfsskilyrða þarf ekki að óttast skort á sérfræð- ingum. Þeir ménn spretta af inn- lendum meiði og með timanum eiga deildir Landsspítalans að geta tekizt á hendur a.m.k. drjúg an bluta þeirrar kennslu, sem verðandi sérfræðingum er ætl- úð. Hér bíður mikið hlutverk, sem kallar á samstillt átak stjórnarvalda og samtaka áhuga- manna. Hinn almenni framfara- áhugi ásamt batnandi fjárhag þjóðarinnar þarf m.a. að bein- ast að lausn þessa verkefnis. — Beina þarf að einu marki þeim dreifðu aðgerðum, sem annað veifið er gripið til i því skyni að bæta úr augljósri vöntun á einstökum atriðum innan spítala- kerfisins. Samkvæmt því ætti stöð sú til heyrnarprófunar, sem stofnsett hefur verið að flytjast í námunda við væntanlega háls-* nef- og eyrnadeild Landsspítal- ans. Á sama hátt á glákuleitar- stöð sú, sem áformuð er, hvergi heima nema við þá augndeild, sem brátt ver'ður að stofna viS kennsluspítalann. Þannig þarf að stefna sem flestum öflum, ep að einstökum þáttum vilja vinna, að sama marki, því að þjóðin megi sem fyrst eignast myndarlega kennslu- og visinda- stofnun í heilbrigðismálum og þannig forða því, að við verðum eftirlbátar í þessu fremur eni öðru, sem hátt þarf að rósa i menntuðu og sjálfstæðu þjóðfé- lagi. Verði nú einhverjum á aS spyrja: Eif skoðanir greinarhöf- undar eru réttar, hví er þá ekki snúið vfð af hinni röngu braut og lagt inn á þá sem heillavæn- legust er fyrir alþjóð? Þeirrl spurningu tel ég mér ekki færst að svara til fullnustu, en vill benda á, að ekki hefur opimber- lega verið birt nein sú áætlun er beri vott um yfirsýn eða framsýni í þessu efni. Sennilega er engin slík áætlun til. Von- andi ber þjóðin gæfu tiil að koma málefnum Landsspítalans í sllikt horf að sóma hennar verði borg- ið hvað þennan þátt þjóðMfcim* snertir. Lundi í nóvemlber lð©6 Emil Als læknir. j y miáK LVdU. U SNYRTIVÖRUR GOTT ÚBVAL MÝKOMIÐ LYFJA- BÚÐIN IÐUNN LAUGAVEGI 40. ■^%K^%FULLMATIC 12 fullkomin þvottakerfi, sem velja má um 1 Suðu 2. Heitþvottur 3. Bleyjur 4. Mislitt 5. Viðkvæmur þvottur 6. Viðkvæmur þvottur 7. Stífþvottur/þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Viðbótarbyrjun 10. Non-iron 11. Nylon/non iron 12. Gluggatjöld 100” 90* 100" 60* 60* 60’ 90* 90" 40* Leikandi létt! Aðeins snúa einum snerli og þér eruð örugg um rétta þvotta-að- ferð. Yður getur ekki mistekizt. «, Oomatocg - fUmf »az* Rafha Haka Fullmatic sjálfvirka þvottavélin fer sigurför \un landið. Hagkvæmir greiðsluskilmáiar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.