Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. des. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
Deilt um lögheimili
vegna útsvarsskyldu
1». 11. nóvember sl. var kveð-
tnn upp í Hæstarétti dómur í
máli, er bæjarsjóður Sauðár-
króks höfðaði gegn Jóni Bald-
urssyni, nú til heimilis í Reykja
vík, þar sem deilt var um út-
Bvarsskyldu stefnanda.
Málavextir eru þeir, að við
útsvarsálagningu árið 1961, en
þá var lagt á vegna teikna árið
1960, var lagt útsvar á Jón Bald-
ursson á Sauðrárkróki að fjár-
hæð kr. 5.900.00. Taldi bæjar-
sjóður Sauárkróks, að útsvars-
ekylda stefnda væri ótvíræð.
Samkvæmt upplýsingum frá
manntali hefði stefndi verið bú-
eettur á Sauðárkrókí um ára-
mótin 196O-’03. Hann hafði að
vísu ekki sent inn skattframtal,
en tekjur hans árið 1960 hefðu
verið áætlaðar, enda hefði hann
aflað mestan hluta þeirra á Sauð
árkróki.
Jón Baldursson krafðist sýknu
í máli þessu og taldi, að er um-
rædd útsvarsálagning hefði far-
ið fram, hefði hann átt lögheim-
ili í Reykjavík. Hann hefði
flutzt frá Sauðárkróki til Reykja
víkur 17. ágúst 1960 og hefði
hann ti]k.ynn.t hlutaðeigandi yf-
irvöldum um þann flutning
sinn. Umrædd útsvarsálagning
hefði því verið ólögmæt sam-
kvæmt ákvæðum þágildandi út-
svarsálaga nr. 66. 1946, 8. gx.
Héraðsdómurinn segir um
kröfur aðila sem hér greinir:
„1 vottorði Hagstofu íslands,
dags. 13. ágúst 1964, segir, að
samkvæmt gögntun þjóðskrár-
innar hafi stefndi flutzt til Sauð
árkróks 21. desember 1959 og
verið þar til 17. ágúst 1960, að
hann flytur þaðan til Reykja-
víkur. Þá liggur og fyrir mál-
inu að stefnandi starfaði hjá
K. Kristjánsson hf. í Rvík á
tímabilinu 24. júlí til 31. des-
ember 1960.
Að þessu athuguðu þykir í
ljós leitt, að stefndi hafi ekki
átt heimilisfang á Sauðárkróki
á þeim tíma, er hér skiptir máli,
sbr. 8. gr. laga nr. 66/1945. Ber
því að sýkna hann af kröfum
stefnanda í málinu, en rétt þyk-
ir að málskostnaður falli nið-
ur.“
Eftir uppsögu héraðsdómsins
var Hagstofan, að tilhlutan,
bæjarsjóðs Sauðárkróks, beðin
að gera nánari grein fyrir um-
ræddu vottorði, þar sem bráða-
birgðaíbúaskráin, sem Hagstofan
samdi í desember 1960, taldi
stefnanda til heimilis á Sauðár-
króki. í bréfi Hagstofunnar kom
fram, að aðseturstilkynning um
flutning Jóns Baldurssonar frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur
hefði verið gefin út og dagsett
15./2. 1961. Jafnframt kom fram
að tilkynningin um lögheimilis-
flutning hefði þurft að berast
Hagstofunni fyrir 11. desember
1960 til þess að hún yrði tek-
in til greina við gerð íbúa-
skrár 1/12 1960.
Hæstiréttur taldi í Ijós leitt,
að tilkynning stefnanda um lög-
heimilisflutning hefði borizt
Manntalsskrifstofu Reykjavíkur
borgar og Þjóðskránni áður en
útsvarsálagning fór fram fyrir
skattaárið 1960.
Hæstiréttur staðfesti héraðs-
dóminn og dæmdi Sauðárkróks-
kaupstað til að greiða kr. 5.000.00
í málskostnað.
Afgreiðslustúlku
vantar í biðskýlið Björk í Hafnarfirði.
M • - X
Upplýsingar í síma 50828.
Blómaverzlun Michelsen
Jólastemningin byrjar með jólaskreytingum frá
Blómaverzlun Mich. Jólastjömur, Alparósir,
Hýjasentur og fjölbreytt úrval af gjafavörum.
Blómaverzlun Michelsen
Suðurlandsbraut 70. — Sími 3-10-99.
SKREFI Á UNDAN . . .
Reykurinn er hreinsaður
en rétti ameríski
tóbakskeimurinn