Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1966
Óvenjuleg skákkeppni
Tvær tölvur, Örmur i Kaliforniu hin
i Moskvu heyja skákeinvígi
Skyldu þeir keppa í næsta ÓlympiuskákmótiT Halldór Pét-
ursson teiknaði.
TVÆR tölvur, önnur i Kali-
forniu hin í Moskvu, tefla
nú sin á milli í fyrstu milli-
rikjaskákkeppni, sem háð er
af algjörlega sjálfstýrðum
tölvum.
Tölvurnar tefla á fjórum
borðum í einu og eru leik-
irnir sendir með símskeyti. í
fyrstu var gert ráð fyrir, að
einvígið myndi taka ár, en
raunin hefur orðið sú, að
keppendur hafa teflt það
hratt — um tvo leiki á viku
— að vera kann, að úrslitin
um, hver sigurvegari verður
1 þessari skákkeppni, verði
kunn fyrir næsta sumar.
Tölvan i Kalifomíu er af
gerðinni IBM 7090, sem þar
að auki sinnir umiangsmikl-
uin verkefnum við háskólann
i Stanford. Hugmyndin um
þessa skákkeppni er komin
írá dr. John McCarthy, sem
er prófessor við Stanford há-
skóla í tölvuvísindum en hann
fór til Moskvu »1. sumar og
hóit þar fyrirlestur um áætl-
un, sem hann hafði á prjón-
unum, hvernig hann hefði
hugsað sér að láta tölvu sína
í Stanford tefla skák.
Rétt nýbyrjað.
A meðal áheyrenda hans
var kennari við vísinda- og
tilraunastofnun Moskvuborg-
ar, en hann hafði einnig unn-
ið að gerð tölvu, sem gat
teflt og var af gerð, sem
nefndisit M20. Einvigið nú er
rétt nýbyrjað, vegna þess að
tölvan í Stanford-háiskóla var
að tefla við tölvu í Camegie-
tæknifræðistofnuninni I Pitt*
burg. Sú skák stóð yfir í heilt
ár og lauk með því að Stan-
fordtölvan vann.
Fyrir keppnina við Pitts-
burg hafði Stanfordtölvan
eins og Moskvutölvan aðeins
teflt við fólk.
Prófessor McCarty segir:
„Miðað við mælikvarða
manna teflir vélin ennþá
veikt enda þótt við höfum
unnið að henni frá því 1960.
Raunveruiega sterkur skák-
maður getur venjulega sigr-
að hana auðveldlega.“
Hann ,Jcenndi“ tölvunni að
tefla með því að næra hana
á efnisskrá sem hafði að
geyma mannganginn og
hvernig ætti að fara að því
að byggja upp stöður. Vélin
prentar mynd af skákborð-
inu og þegar hún leikur leik,
prentar hún í einstökum at-
riðum þá leiki, sem hún hef-
ur haft í huga.
„Við viljum fá að vita,
hvað hún er að hugsa“, sieg-
ir McCarthy. Mismunurinn á
hugsanagangi tölvu og reynds
skákmanns er sú, að „mann-
legur“ skákmaður íhugar
hluta af skábborðinu sér og
hvernig þeir hafa áhrif hver
á annan. Tölvan hugsar að-
eins um borðið í heild. f
Stanford eru vísindamennirn
ir að reyna að yfirstíga þenn
'an örðugleika.
Skákirnar til þesssa.
Hvað skákirnar fjórar
snertir, þá teflir hvor aðili
þannig, að hann hefur hvítt
í tveimur skákum en svart
í hinum tveimur.
Fyrir skömmu höfðu verið
leiknir þessir leikir:
Fyrsta skák: Moskva hvítt,
Stanford svart,
1. e2-e> e7-eð
2. Rbl e3, Rb8-c6
3. Rgl-f3, Bf8-c5
Önnur skák: Stanford hvítt
Moskva svart.
1. e2-e4, Rg8-f6
2. e4-e5, Rf6-di5
3. Rgl-f3, e7-e6 '
4. Bfl-b5
Þriðja skák; Moskva hvítt,
Stanford svart.
1. e2-e4,
1. e2-e4, e7-e5
2. Rgl-f3, Rb8-c6
3. Rbl-c3, Bf8-c5
Fjórða skák: Sanford hvítt,
Moskva svart.
1. e2-e4, Rg8-f6
2. e4-e5, Rf6-d5
3. Rgl-f3, Rd5-b4
4. Bfl-b5
Hinn kunni skákmaður H.
Golombek hefur látið frá sér
fara eftirfarandi athugasemd
ir um skákirnar:
iÞrátt fyrir það að svo fáir
leikir hafa verið leiknir til
þessa, er það þegar ljóst, að
skákstyrkleikinn er ltíill og
er þá væglega að orði kom-
izt.
Skák nr. 1 og nr. 3 eru
traustar og réttar, en ef til
vill fremur ófrumlegar. En
strax og maður snýr sér að
skák nr. 2 og 4, sést hin
raunverulega geta vélanna
sem taflenda og hugsenda.
Af hvaða ástæðu, sem það
kann að vera, hefur Moskvu
tölvan komizt að þeirri nið-
urstöðu, að Alékínsvörn sé
bezta leiðin til þess að svara
því, er hvítur leikur fyrst
e2-e4. Að sjálfsögðu er ekk-
«rt rangt við það. Það er það,
sem á eftir kemur, er kemur
manni á óvart.
Þriðji letkur Stanfords.
enda þótt hann sé daufur og
dálítið óvenjulegur, er ekki
beinlinis slæmur. En svarleik
ur Moskvutölvunnar í 2. skák
inni er veikur, d7-d6 væri
betra og leikur Stanfords 4.
Bfl-b5 er bjánalegur.
Hið átakanlega getuleysi
beggja tölvanna kemur hins
vegar berlega 1 ljós í fjórðu
skákinni. Þriðji leikur
Moskvutölvunnar er algjört
brot á grundvallarreglum
skákbyrjanna, sem Stanford-
tölvan alsæl hirðir ekki um
með sömu þrákelkni og
flónsku og 1 annarri sk£k-
inni. Eins og er, þá er ei\
ljóst, hvor tölvanna er lélegri
en það er þegar ljóst, að þær
eru báðar vangefnar.
*
Þet.ta er fremur óvæginn
dómur, sem þessi reyndi
skákmaður kveður upp. Hins
ber þó að geta, að ekki er
að vita nma að tölvunum
fari fram eða að aðrar verði
fundnar upp, sem reynizt
betri skákmenn jafnvel
„undrabörn". (Reshevsky var
undrabarn). Því er ekki að
vita, nema að á skákmótum
framtíðarinnar verði svo og
margar tölvur á meðal kepp-
enda. Þá kann frétt frá Ol-
ympíuskákmóti að hljóta ein
hvem veginn þannig: íslend-
ingar keppa í dag við Banda-
ríkjamenn. A fyrsita borði
tefla Friðrik Ölafsson og tölv
an IBM 12350 o. *. frv. Ja,
hvað segja „skákmenn“ nú.
Ágæt unglingabók
Henry Thomas: Georg Was
hington Carver. Með mynd
um. 132 bls. Þýðandi: Gunn
ar Kristjánsson. Útgefwndi:
Prentsm. Leiftur, 1966.
ARIÐ 1940 var blökkumaðurinn
George Washington Carver kjör-
inn „Maður ársins" aif hópi
fremstu vísindamanna. Það kom
vfet ekki mjög á óvart þeim, sem
til þektotu. Dr. Carver er sem
sagt í hópi fremstu visinda-
manna tuttugustu aldarinnar.
Saga hans er ævintýri títoust.
Hann var fæddiur í ánauð, missti
foreldra sína á unga aldri, ólst
-upp hjá „eiganda11 sínum. Naut
þar að vísu góðs atiætis en
brauíft áfram till mennta af eigin
rammleik.
Hann var vel gerður ungling-
ur og ko(m sér yfirleitt allsstað-
ar vel. Honum var margt til
lista lagt, t.d. var hann ágætur
málari og góður píanóleikari og
námsgáfur hafði hann svo af
bar.
Hugur hans beindist snemma
að jurtum og gróðri og á því
sviði reyndist frami hans mest-
ur. Jurfarannsóknir hans vöktu
athygli víða um heim. Hann
fann ráð við ýmsum skaðlegum
jurtasjúkdómum, en þó voru til-
raunir hans með ýmsar jurtir
eins og jarðhnetur og kartöflur
athyglisverðastar. IJr þeim vann
hann hin ótrúlegustu efni svo að
ævintýri er líkast. Þau störf
skipa honum í flokk fremstu
uppfinningamanna aldarinnar.
Dr. Carver voru margar leið-
ir opnar til frægðar og frama.
T.d. sótti Eklison eftir honum
sem aðstoðarmanni sínum og
bauð honum of fjár í laun. En
dr. Carver valdi sér að lífsstarfi
að vinna við mennfastofnun þá
sem blökkumannaileiðtoginn
Booker T. WaShington hafði
stofnað fyrir negra í Tuskegee
í Alabama. Þar lét hann sér
nægja 1500 dollara ársaun og
þáði aldrei neinar kauphækkan-
ir. Eitt af einkennum hans var
það, að hann tók aldrei neinar
greiðslur fyrir uppfinningar sín
ar eða aukastörf. Hann sagði að
Guð sjáifur tæki aldrei neinar
greiðslur fyrir að láta jurtirnar
spretta á jörðinni og þvi gæti
hann ekki tekið greiðslur fyrir
það, sem hann fyndi í þeim.
Dr. Carver var mikilil og ein-
lægur trúmaður. Hann lagði
mikla áherzlu á að milli trúar og
vísinda væri engin mótsögn.
Hann fór ekkert leynt með það,
að bænin væri lykillinn að ár-
angri hans og uppfinningum.
Hann vann að rannsóknum sín-
um með bæn og þá lauk Guð
upp leyndardómum sínum fyrir
mér, sagði hann. Hann hafði oft
biblíulestra með stúdentunum og
vitnaði einarðlega um trú sína.
Dr. Carver varð á ýmsan hátt
að gjalda þess, að hann var
blökkumaður. En hann ávann
aðdáun og virðingu allra þeirra,
sem kynntust honum.
Það er geðiefni, að íslenzkir
unglingar fá nú tækifæri til að
kynnast þessu hugljúfa mikil-
menni og frábæra vísindamannL
Þessi litla saga um hann er létt
og lipurlega skrifuð og skemmti
leg aflestrar. Dr. Carver verð-
sikuldaði að vísu, að um hann
væri rituð miklu ítarlegri bók, en
því ber að fagna að þessi snotra
bók er út komin. Frágangur bók
arinnar er snotur. A umslagi er
mynd af dr. Carver og nokkrar
teikningar eru í bókinni. Bókin
er hin eigulegasta og tilvalin
jólagjöf handa unglingum.
Ástráður Sigursteindórsson.
Rómaborg, 15. des. NTB.
ÍTALSKER. blaðamenn gerðu
verkfall í dag, sólarhringsverk-
fall til áréttingar kröfum sínum
um fimm daga vinnuviku. Er
það í annað sinn, sem þeir grípa
til slíks verkfalls en þó kom um
helmingur dagblaða 1 Róm út í
dag.. Út um Iandið náði verkfall-
ið að stöðva útgáfu 60 dagblaða.
Trésmiðjan Víðir hf auglýsir
Borðstofuhúsgögn úr tekki og palesander. íslenzk
og norsk. — Við bjóðum yður fjölbreytt úrval af
góðum húsgögnum á hóflegu veiði og með einkar
hagstæðum kjörum svo sem svefnherbergissett með
áföstum náttborðum, verð kr. 13.900,00. — Svefn-
sófar og svefnsófasett, 3ja—4ra sæta sófasett, verð-
ið einkar hagstætt, 4ra sæta sett kosta aðeins kr.
19.800,00. — Áklæði í miklu úrvali. — Svefnbekk-
ir með púðum og án púða. — Skattholin vinsælu.
Speglakommóður, verð kr. 4.350,00: — 4ra—6
skúffu kommóðurnar komnar aftur. — Verzlið þar
sem úrvalið er mest og kjörin bezt.
Tresmiðjan Víðir hf
Laugavegi 166. — Símar 22222 og 22229.