Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 3

Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1967. 3 STAKSTEI^AR Fimmmenningarnir að koma kindunum sjö fyrir á vélsleöaaum siðastliúinn laugardag. — Leituðu kinda á vélsleða Fundu sjö kindur illa haldnar TÆKNIN haslar sér óðum völl á flestum sviðum atvinnu vegranna í landinu, og má í því sambandi geta þess að um sl. helgi fóru fimm ungir menn á mótorsleða í leit að kindum á Mosfellsheiði. Gekk ferðin miög vel þeir fengu mjög gott .færi, og höfðu sjö kindur upp úr krafsinu. Er þetta senni- lega í fyrsta skipti, sem farið er í leitir á mótorsleða. Piltarnir fimm voru þeir Einar, Finnur og Jóhannes Ellertssynir frá Meðalfelli í Kjós, Bjarni Bjarnason frá Hraðastöðum í Mosfellssveit og Sveinbjörn Jóhannesson frá Heiðarbæ við Þingvallavatn. Mbl. náði tali af einum þeirra félaga, Jóhannesi Ellertssyni, og bað hann að lýsa förinni. — Við lögðum fyrst af stað sl. miðvikudag þrír saman, og leituðum í Borgarhólum, en leituðum að því búnu beint austur heiðina og niður í Fol- aldadali. Þar fundum við sjö kindur en treystum okkur ekki að taka þær þá. Fórum við því strax daginn eftir og ætluðum að sækja þær, en þá urðum við að snúa við vegna þoku. — En laugardag sl. fórum við fimm saman á vélaleðan- um með aftanísleða. Gekk ferð in þá mjög vel, fengum skot- færi og fórum hratt yfir, enda þótt við værum fimm á sleð- anum. Fórum við austur Mos- fellsheiði og þaðan beint suð ur í Folaldadali. Kindurnar voru þá enn þar, og settum við þær á aftanísleðarin. Fóru tveir okkar síðan með þær niður að Þingvallavegi þar sem jeppi beið, og settum þær í vagn, en hinir urðu eftir og leituðu kinda fyrir norðan Hengil, en urðu ekki varir. — Þessi ferð tók okkur 314 klst. við vorum komnir upp kl. 9, en aftur niður í byggð kl. 2:30. — Kindurnar voru frá fjór- um bæjum. Þær voru allar illa haldnar og voru í svelti, en eru nú allar komnar til skila. Jú, þetta er í fyrsta skipti, sem við leitum kinda með mót orsleðanum, enda þótt við höf um átt hann í fjögur ár. Við höfum ráðgert að fara aftur og leita írekar, sagði Jóhann- es að lokum. — Ársskýrsla Framhald af bls. 1 Hér fer á eftir fréttatilkynn ing viðskiptamálaráðuneytis- ins um skýrslu O.E.C.D. Efnaihagis- og framfarastofnun- dn í Panís birti í dag ársskýrslu sína um efnahagsmál á íelandi. Fjallar skýrslan um ástand og þróun islenzkra efnaha-gsméla. Er miðað við viðhorfin í þessum málum í nóvemíber sl. Hér fára é eftir niðurstöður skýrslunnar lí íslen zkri þýðingu: Hiagvöxtur hefur verið ör á ís- landi undanfarin ór og grei'ðslu- jöfnuður við útlönd hefur verið hagstæður. Gætir hér ekki sízt á'hrifa mikillar aukningar sildar- afla og hærra verðs útflutnings- afurða. En á ár'inu 1966 hefur orðið veruleg breyting á efna- hagsástandinu. Framleiðsluaukn- ing varð minni, greiðslujöfnuður varð óhagstæðiur, ’og gjalldeyris- varaisjóðurinn minnkaði nokkuð. Síidaraflinn hefur haldið áfram að aukast. en ekki eins ört og ó'ður, og verð útfluttra afurða QÍefiur lækkað. Þessi breyting, á- samt mikilli hækkun á innlend- um framleiðslukostnaði og verð- lagi, hefur í för með sér alvar- lega hættu á þvií, að mikill hluti atvinnuveganna geti ekki starfað áfram á arðbærum grundvelli. Þýðingarmesta markmið í efna- hagsmálum er því að stöðva verðbólguþróunina. Með tilliti tiil iþess, að dregið hefur úr aukningu útflutnings- tekna ættu skilyrðin fyrir því, að takast megi á ný að koma á stöðuglei'ka í efnahagsmálum að vera betri nú en um nokkurt skeið. En hinn mikli vöxtur út- 'flutningsins var sterkur þáttur i verðbólgiuþróuninni 1964 og 1965, þar sem hann jók eftiirspurn innanlands og ýtti undir við- leitni til hækkunar kaupgjalds og tekna. Stjórnarvöldin stefna að þvd að vísitala framfærslu- kostnaðar haldist ólbreytt frá því sem hún var í ágúst sl., a.m.k. í eitt ár, og hefur auknum niður- greiðslum m.a. verið beitt til að niá því marki. Leitast stjórnar- völdin við að fá skilning verka- lýðshreyfingarinnar á þivi, að kaupgjald ætti einnig að haldast stöðugt á sama tímabili. Enn- fremur er það ætlun stjórnar- valdanna að veita nægilegt að- hald í peningamálum og fjármál- um til þess áð boma í veg fyrir óhóflega aukningu eftirspurnar. Árangur þessarar viðleitni byggist auðsjiáanilega fyrst og fremst á samvinnu við verka- lýðshreyfingunia, bæði til þess að kaupgjaldshækkanir haldi ekki áfram nú, og til þess að tryggja það, að nýir kjarasamn- ingar á árinu 1967 leiði e'kki til verðhækkana. Auk þess er nauð- synlegt að hafa örugga stjórn á eftirspurninni. Nokkuð virðist hafa dregið úr eftirspurn eftir innlendum framleiðsflulþáttum á síðusftu mánuðum, og er ríkjandi áðhald að útlánum til þess fallið að takmarka aukningu eítir- spurnarinnar. En auknar niður- greiðslur munu stuðia að auk- inni eftirspurn, verði áhrif þeirra ekki vegin upp með öðrum hætti, og Búrfeilsvirkjunin og aðrar framkvæmdir í sambandi við hana munu hafa í för með sér mikla eftirspurn eftir vinnuafli. Ekki er því sýnt, hvort nægileg- ar ráðstafanir hafa verið gerðar til að draga úr eftinspurn. sér- staklega á vinnumarkaðnum. Áríðandi er, að skapað sér svig- rúm fyrir byggingu raforkuvers- ins og álbræ'ðslunnar og að þess sé gætt að veikja fjárhagsaflkomu rí'kisins sem allra minnst. Haflla- laus ríkistoúskapur verður að teljast lágmarksskilyrði þess, að efnahagsjafnvægi geti náðst. Bf litið er lengra fram á við, er það mikilvægt verkefni í efna hagsmálum að draga úr einlhæfni atvinnuilíflsins. Þorkstofninn á fiskimiðum fslands hefur fengið saman, og líklegt er, að síldar- stofninn muwi komast í hámark á næstunni. Það er því mjög áríð andi að byggja upp nýjar arð- vænlegar iðngreinar. Hin mikla vatnsorka og gufuorka í landinu ætti að skapa grundvöM fyrir þróun fðnaðar. Nýja álibræðslan er fyrsta mikilvæga skrefið i þá átt að auka fjölforeytni fram- leiðslu og útflutnings. Þróun sáðustu ána sýnir einnig nauðsyn þess, að tekin verði upp virkari stefna til að hafa áhritf á það, hvert framleiðsda og fram- kvæmdir beinast, svo að fram- leiðslluþættirnir nýtist sem bezt. Frávik frá framkvæmdaáætlun- inni eiga að miklu leyti rætur sínar að rekja til ófyrirsjáan- legra óstæðna og toreyttrar stefnu stjórnarvalda. En að visisu leyti hefur þróunin orðið andstæð áformum stjórnvailda vegna þess, áð ekki hafa verið gerðar fulilnægjandi ráðstaifanir varðandi fjárfesting'una. Hin mikla aukning landtoúnaðairfram leiðslu, einkum mjólkurafurða, þar sem um mikla umtframfram- leiðslu er að ræða, er auðsjáan- lega óæskilleg þróun, sem breyta þarf bæði með ráðstöfunum til að taikmarka vöxtinn í þessari grein og til að hafa áhrif á, 'hvaða afurðir eru framleiddar. Betri samræming fjárfestingar ríkis og sveitanfélaga virðist einnig æskileg. Yfirleitt mó telja, að ver’ðtoólgan eigi miikla sök á þvd misræmi og öhag- kvæmni, sem er að finna í fjár- tfes.tingunni. Jafnvægi í efnahags- imáilum gæti því stuðfláð verulega að betri nýtingu framleiðsluþátt- anna. Sýningunni í Lindarbæ ágæt- lega tekið ÞJÓÐLEIKSHÚSIÐ frumsýndi sl. sunnudagskvöld á litla svið- inu í Lindarbæ tvo einþáttunga eftir Matthías Johannessen, „Eins og þér sáið . . . “ og ,',Jón gamla“. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leikendur Valur Gíslason, Lár us Pálsson og Gísli Alfreðsson. Salurinn var þéttsetinn og voru undirtektir áhorfenda hinar beztu. Leikendur, leikstjóri og höfundur voru margkallaðir fram að sýningu lokinni. KAUPMANNAHÖFN — NTB — í skýrslu loftferðayfirvaldanna kernur fram, að Kastrupflugvöll- ur við Kaupmannahöfn sé nú 5 stærsta flughöfn í V-Evrópu. Jókst umferð um flugvöllinn úr 106.742 lendingum og flugtökum árið 1966 í 121.067 árið 1966. Hinn rauði her Þjóðviljinn birti á sunnudag- inn eina athyglisverðustu játh- ingu, sem fram hefur komið frá kommúnistum hér á landi um valdatöku kommúnismans í Austur-Evrópulöndunum. Blaðið segir m.a.: „Sósíalistísku hag- kerfi var ekki komið á í Rú- meníu með innanlandsbyltingu heldur var það ein af afleiðing- um heimsstyrjaldárinnar; það afl sem úrslitum réði, var ekkl verkalýðsstétt Rúmeníu og flokk ar hennar heldur hinn rauði her Sovétríkjanna.“ Það hefur jafn- an verið öllum heilskyggnum mönnura ljóst, að valdataka kommúnista í Austur Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina fór fram í krafti rauða hersins en ekki fyrir tilstilli fólksins sjálfs í þessum löndum. Þessa staðreynd hafa kommúnistar neitað að viðurkenna allt fram til þessa og því er sú játning sem Þjóðviljinn birti um þetta efni sJL sunnudag sérstaklega at- hyglisverð. Kómintem En Þjóðviljinn játar ekki ein- ungis á sunnudaginn, að rauði herinn hafi hernumið löndin í Austur Evrópu og komið upp leppstjórnum í þeim ríkjum, heldur kemur einnig fram við- urkenning á því, að kommún- istaflokkar þessara landa og síð- ar ríkisstjórnir hafi verið fjar- stýrðar. Um þetta segir blaðið m.a.: „Kommúnistaflokkur Rú- meníu var undirdeild í Kómin- tern, alþjóðasambandi kommún- ista sem hafði mjög náin af- skipti af störfum flokksins og stefnu .... Ráðamenn Kómin- tern gerðu sér í þessu sambandi næsta kynlegar hugmyndir um Rúmeníu sérstaklega þeir töldu að hún væri gerfiríki, þar sem fólki af ýmsum þjóðernum hafði verið skipað á óeðlilegan hátt; þeir voru þeirrar skoðunar, að skynsamlegast kynni að vera að skipta því upp milli grannlanda sinna. í samræmi við það lögðu þeir jafnvel fyrir kommúnista- flokk Rúmeníu að stuðla að slíkri sundrungu landsins". Komekon Blaðið segir einnig: „Árið 1962 varð umheiminum ljóst, að valdamenn í Rúmeníu voru orðn- ir mjög sjálfstæðir aðilar í heims málum. Þá var unnið að því að efla mjög efnahagsbandalag sósíalístísku ríkjanna, Komekon, meðal annars í þvi skyni að koma á aukinni verkaskiptingu milli ríkjanna. Þrátt fyrir öra iðnvæðingu eftir stríðið var staða Rúmeníu engu að síður sú, að lanúið var næsta vanþróað í samanburð við sum nágranna- lönd sin og ráðamenn landsins töldu að áform Komekon um verkaskiptingu kynnu að tefja iðnþróunina í Rúmeníu tU muna. Því var til að mynda haldið fram í heildaráformunum, að Rúmenar þyrftu ekki að koma upp hjá sér ýmsum greinum iðn- aðar sem þegar væru komnar vel á laggirnar í öðrum sósíalís- tískum löndum. Þar gætu Rúmen ar látið sér nægja verzlun og grcitt í landbúnaðarafurðum." I þessum ummælum kemur glögglegalega fram, að sú sama hugsun, sem ríkti í Komintern fyrr á árum ríkir í Komenkon nú á tímum og að kommúnískir ráðamenn liafa gert tUraun til þess að halda iðnvæðingu þessa lands niðri. Frekari vitna þarf ekki við um stjórnarhætti i kommúnistaríkjunum og munu þessar þrjár játningar ritstjóra Þjóðviljans vekja óskipta athygb Flutningaskipið JARLINN er til sölu Skipið er 650 D.W.T. með 625 ha. NOHAP vél Ganghraði ca. 10,5 sjómílur. Skipið er nýstandsett. Allar nánari upplýsingar gefur HAFSTEINN BALDVINSSN, HRL., Austurstræti 18 — Sími 21735.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.