Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 17

Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1«. JANÚAR 1967. 1T Algert öngþveiti í kínverskum stjórnmálum MR fregiiir, sem borizt hafa frá kínverska alþýðulýðveldinu nú um helgina, sýna svo ekki verður um villzt, að í stjóm- málalífi landsins ríkir nú algert öngþveiti og þjóðin rambar á barmi borgarasty rjaldar. Eftir það, sem undan er gengiS, yrði víst enginn nndrandi, þótt það fréttist einhvern daginn, að Iandið logaði í blóðugum bar- dögum. Þó er rétt að taka það með í reikninginn, að flestar fregnir, lem frá Kína hafa borizt, hafa að meira eða minna leyti byggzt á spjöldum Rauðu varð- liðanna — eða annarra — sem hengd hafa verið upp í Peking og öðrum borgum, og er ekki útilokað, að Rauðu varðliðarnir ©g þeir, sem að baki þeim standa, hengi upp alls konar spjöld með alls konar óhugnan- legum fréttum í þvi skyni að valda algeru öngþveiti og ólgu, sem gefi þeim átyllu tU að beita Ihervaldi gegn pólitískum and- stæðingum sínum og kveða þá niður í eitt skipti fyrir öll. Stjórnmálafréttaritarar vest- rænir eru margir þeirrar skoð- unar, að rétt sé að taka með varúð ýmsum fréttaspjöldum Rauðu varðliðanna, enda bend- ir ýmislegt til, að þau séu í mörgum tilvikum ýkt og jafn- vel stundum hreinn uppspuni, til þess ætlaður að gefa þeim sjálfum tilefni til árása á hina ýn%su leiðtoga flokksins. I>ess ber einnig að gæta, að eflaust eru það fleiri en Rauðu varðliðarnir sjálfir, sem hengja upp frétta- og áróðursspjöld, jafnvel í þeirra nafni. Dæmi þess eru spjöldin, sem sett voru upp eift kvöldið í síðustu viku með árásunum á Chou En-lai, forsætisráðherra landsins, en Voru horfin að morgni og önn- ur komin í staðinn, þar sem þeir voru harðlega fordæmdir, •em hengt hefðu upp fyrri •pjöldin. Athyglísvert er, að frétt, er blaðaimaður Reuters sendi um •lagorðaspjöldin með árásunum i Ohou En-lai var stöðvuð — fyrst frétta erlendra fréttarit- ara af menningarbyltingunni. Bamkvæmt frásögn „The Sun- day Times“ hafði fréttamaður Reuters, VirgU Berger, farið ineð fréttina á símstöðina í Pek- Ing, þar sem tekið var á móti henni athugasemdalaust, en tólf klukkustundum síðar var hon- um tjáð, að það væri „einróma álit“ byltingarverkamannanna, er ynnu á símstöðinni, að ekki væri hægt að senda umJheimin- um slíka fregn, þar sem annað •ins og þetta væri sagt um for- •ætisráðherrann sjálfan. í fregninni vom tilgreind •lagorð, bæðd með og móti Chou. „Brennum Cou En-lai og mvlð viljum hausana aí þeim, tem eru andvígir Chou En- bú“ o. a. frv. ★ En hvað sem um sannleiks- gíldi einstakra flréttaspjalda má •egja, er enginn vafí. á því, að ástandið í Kína er nú orðið með eindæmium, að andstaðan Kegn menningarhyltingunni svo kölluð hefur reynzt miiklu öfl- ugri og rótgrónari en merni höfðu gert ráð fyrir í upphafi, ©g að vald Mao Tse tungis eða nafns hans er ekfci eins óskor- áð og menn höfðu taliið. Atferti Rauðiu varðliðanna hefur oflboðið iflleirum en hin- um „úrkynj.uðu borga ra&tétt- um Vesturveldanna" og „heims vetdasmnum" og öðrum stíik- Uim „úrlhrökum mannkynsins“. •ins og ennhvem táma var kom- iet að orði á slagorðaspjöldum varðliðanna. Þeir virðast eftir öl'l'U að dæma halfa gengið fram ®f flestum tiltölulega hógvær- um og ábyrgum stjórnmála- mönnum heima fyrir, sem hafa íeynt að sporna við gerræðinu. Rauðu varðliðarnir hafa lýst þvi yfir siðustu daga, að nú sé komið að þáttaskilum í menn- iniBartoyltinaunni — og Mosfcvu blaðið „Pravda" hafði nýlega eftir Chou En4ai florsætisiráð- herra að það, sem til þessa hefði gengið á í Kína, væri að- eins æfing undir annað og 'meira. Má af því marka, að eitthvað muni ganga á áður ea lýikur. Sennilega á margt ó- Skemmtilegt og ófagurt eftir áð fréttast austan úr Kína, áður en til úrasilita dregur í valda- baráttunni þar. Og sá mögu- leiki er heldur ógnvekjandi fyr ir mannkynið, að 700 mfflljnóa þjóð, sem þegar befur ytfir að ráða kjarnarkuvopnum, þótt ekki sé í miktum mæld, verði leiksoppur þeirra manna, sem staðið hafla fyrir menningaibyib ingunni austur þar. ★ Þeir florysitumenn kommún- Ista í Kína, sem menningarbylt ingin hefur hvað harðast beinzt að undanfarið, eru Liu Shao- chi, forseti, Teng Hsiao peng, aðalritari flobksdeildarinnar í Peking, og Tao Ohu, yfirmaður áróðursdeildar fllokksins, þ. e. a. a. þeir menn, sem skipa þrjáx af u. þ. b. sex valdamestu stöð- uim kínverska ríkisins og 'flokks ins. Allt eru þetta menn, sem sagt er að eigi tiltöiulega miklu flyllgi að fa,gna, og því ekki vi‘ð að búast, að (þeir veiffi hvitu baráttulaust. ( Liu Shao-chi, forseti, hiefur að sagt er, mikið fylgi meðal verkalýðsamtakanna, einkum meðal verkamanna, sem starfa í (þungaiðnaðinum og er líklegt, að sá stuðningur geti orðið þungur á metunum. Pyrir skiömimu bárust þær fregnir. að verkallýðsa>mtök landsins hefðu veri'ð leyst upp og í gær hermdu fregnir, að nýtt sam- band hefði verið töfnað undir beinni stjórn Mao Tse tungs. Virðist af þessu sem ekki hafi nægt minna til þess að kveða stuðningsimenn Lius í kútinn en leysa upp samtökin með valdi. ★ Nú er orðið nokkur langt um liðið, frá því Rauðu varðliðarn ir tóku að beina árásum sínum fyrst og fremst gegn þeim Liu Shao ohi og Teng Hisao ping, Virðast þeir hafa staðið af sér harða stormá- en fregnir um helgina herma, að Rauðu varð- liðarnir hafi veitt forsetanum þungt högg, með því að ná toonu hans í sínar hendur. Áð- ur höfðu þeir tilkynnt að börn hans, dóttir og sonur hefðu snúizt gegn honum og gagnrýnt hann opinberlega. Af meðferð varðliðanna á konu Lius, sem frá er sagt á öðrum 3tað í blaðinu, má sjá, að beitt er bæði ómerkilegum brögðum og pyntingum. Enda segir tékkneska fréttastofan Ceteka eftir áróðursspjöldum Riauðu varðliðanna í Pelking, að margir þeirra, sem handteknir Ihafi verið í Namking í átökun- um þar fyrir helgina, — sumir segja, að 6.000 manns hafi verið handteknir, aðrir að þeir hafi verið altt að 60.000 talsins — hafi hlotið harða refsingu, hafi verið slítin eyru, fingur og nef af mörgum og tungur skornar úr munni fjölda fanganna. Eiginkona Li Shao-chis hefur með einhverjum hætti verið neydd til þess að fallast á kröf ur andstæðinga manns hennar og er ekki að vita, hiver átorif þetta hefur á afstöðu Liu Shao ctois. Liu Shao-ctoi hefur árum sam an verið talinn einn líklegasti arftaki Mao Tze-tungs. Hann er samherji hans og vinur frá fyrstu dögum kommúnisma í Kína og var nánasti samstarfs- maður hans á útlegðarárunum í Yenan. Það varð ljóst þegar í ágúst sL, eftir miðstjórnarfundinn í Fefcing, að hann hefði hrapað úr sessi. Hann hafði jafnan áð- ur verið talínn upp næstur á eftir Mao, en nú var hann allt í einu kominn ofan í áttunda sæti á valdalistanum. Um þær mundir var hörðustu skeytum menningarbyltingarinnar beint gegn Peng Chen, borganstjóra f Peking og aðalritaira flokksdeild arinnar þar og þá tók við af toonum Teng Hisao-ping, sem nokkru síðar féll í sömu gröf og var sagður engu betri en Peng Chen. Og það eru ekki nema nokkru ar vitour frá því árásirnar á forsetann upphófust svo nokkru næmi. Þser hafa hinsvegar ver- ið nær linnulausar að undan- förnu. Bjuggust margir við, að hann yrði handtekinn þá og þegar og óttuðust, að hans biði heldur óblíð meðferð í höndum Lin Piaos, landvarnaráðtoerra, sem er hermaður í orði og æði og gerir sér ljóst, að hálfsigrað ur óvinur getur risið upp atftur og tekið upp baráttuna á ný einn góðan veðurdag. Til þessa hefur þó verið látið nægja að birta „játningar“, sem forsetinn á að hafa gert £ október s!., þar sem hann m .a, viðurkennir að hafa gert ýmis pólitísk afglöp, m. a. hafi hann verið andvígur stóra framfara- stökkinu 1958. Bandaríska vikuritið „News- week“ bénti á það í síðustu viku að „játningar“ Liu Shao — chis kunni að reynast tvíeggjað vopn í höndum Rauðu varðlið- anna. Þær hafi verið þannig orðaðar, að eins kynni að afla honum fylgis eins og andstæð- inga, — meðal annars athuga- semdir hans um stóra fram- farastökkið — því þeir séu margir meðal Kínverja, sem mima hvílík reginvitleysa það var og hverjar hörmungar það leiddi yfir efnahagslíf þjóðar- innar. Blaðið télur, að hinar tví- ræðu játningar Lius bendi ein- mitt til þess, að Lin Piao og Mao Tzetung ráði ekki enn að fullu við andstæðinga sína Aðra vísbendingu um það telur blaðið handtöku Peng Tehs- huais, hershöfðingja, sem var yfirmaður kínverska hersins í Kóreustríðinu og landvarnaráð herra til 1959, er hann féll 1 ónáð hjá Mao. Hann var hand- tekinn 24. des. sl. á heimili siínu í Szechwan og gerðu það Rauð- ir varðliðar, er komu gagngert þeirra einda frá Peking. Telur blaðið sennilegt, að engium f Szechwan hafi verið trúandi til að taka hann fastan, En hafi árásirnar á Liu Shao- chi forseta komið á óvart, urðu menn þó enn meira undrandi, þegar Tao Chu yfirmaður áróð- ursdeildar flokksins varð fyrir árásum Rauðu varðliðanna. t»að var jú enginn annar en Tao Cbu, sem réðist opintoerlega á Liu Shao chi með fullu nafni, fyrstur kánverskra embættia- manna og flokksleiðtoga. t>að var í toyrjun desember um það leyti, sem Peng Chen, borgar- stjóri, var dreginn fyrir fjölda- fund í Peking, þar sem hann var hæddur og spottaður op- intoerlega. Nokkru síðar höfðtt varðliðarnir hengt upp spjöld, þar sem Tao Chu var sagður Framhald á tots. 23 Þróun menningarbyltingarinn- ar rakin í stuttu máli Á ANNAÐ ár er nú liðið frá því menningarbyltingin hófst að marki, þótt rætur hennar megi rekja enn lengra. t»að var í nóvember 1965, að tímarit eitt í Shanghai birti harðorða gagnrýni á leikrit eftir kunnan sagnfræðing og rithöfund að nafni Wu han. Gagnrýnin á hann var tougsuð sem viðvörun til mennta- manna og f lokksíoringja, sem leyfðu sér að velta því fyrir sér, hvort kenningar Maos og hin herskáa stefna hans væru í rauninni svo heppileg, hvort ekki gæti verið að hún væri orsök hinna tíðu von- brigða Kínverja í samskipt- um við aðrar þjóðir og efna- hagslegra skakkafalla heima fyrir. Um þessar mundir hætti Mao Tze tung að verulegu leyti að koma fram opinber- Ifiga og var talið, að hann væri ekki heill heilsu. f maí 1966 hófst nýr þátt- ur menningarbyltingarinnar. í>á höfðu listamenn og menntamenn verið gagnrýnd- ir þráifaldlega og harðlega í marga mánuði og einn kunn- asti riflhöfundur Kína og fyrr- verandi vinur Maos, Ku Mo-jo gert opinbera játningu. Nú fletti dagblað hersins ofan af nýjum andstæðingum, Teng To, ritara í flokksdeild- inni í Peking og yfirmanni áróðursdeildarinnar í Peking, Li Chi. I>ar með var varpað skugga tortryggni á bæði flokkinn og upplýsinga og fréttastarfsemi hans. Jafn- framt varð það, að fregnin skyldi birtast í nágrenni hers ins, til þess að koma af stað vangaveltum um stöðu yfir- manns hans, Lins Piaos, land varnaráðherra. f júnf 1966 var tilkynnt, að skólum hefði verið lokað t því skyni, að sagt var, að end- urbæta menntunarkerfið sam kvæmt hugmyndum og kenn ingum Maos og nú gerði dag- blað hersins það lýðum ljóst, að ljóstrað yrði upp um fleiri andstæðinga Maos, áður en langt um liði. Skömmu seinna var Peng Chen borgarstjóri í Peking rekinn úr starfi og sakaður um allskonar afglöp og svik. Voru hann og vinir hans og samstarfsmenn m.a. sakaðir um að safna forn- minjum, daðra við síðhærðar fegurðardísir, dekra við fyrr- verandi auðjörfa og ræða um katta- og hundarækt. í júlí 1966 kom Mao allt f einu aftur fram á sjónarsviðið og það úti í miðju Yangtze fljóti, þar sem hann stakk sér til sunds og setti heimsmet „Burt með fortíðina.“ . . . nema hvað, og afsannaði þar með orðróminn um að hann væri ekki heill heilsu. Jafnframt hélt menningarbylt ingin áfram og nýr maður Framhiald á bls. 2)3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.