Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 18

Morgunblaðið - 10.01.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1067. Attræð í dag: Aðalbjörg Sigurðardöttir í DAG er Aðallbjörg Sigurðar- dóttir áttræð. Hún hiefir komíð bvo mikið við sögu opinlberra mála, síðastliðin ijörutíu ár, og jþó ölliu lengur, að vert er að þakka og minnast, enda veit ég að margir munu senda henni hlýjar kveðj.ur í dag. Frú Aðalibjörg er fædd 10. jan. 1887 í Miklagarði í Eyjafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um. Ég kann ekki að rekja aettir hennar enda skiptir það litlu. Aðalbjörg er landskunn og hef- ir orðið það vegna síns eigin ágætis. Snemma mun hugur (hennar hafa hneigzt til menntunar. Pjórtán ána fór bún í kvenna- skólann á Akureyri og útskrifað- ist þaðan eftir tvo vetur. Hún minnist skólastýrunnar, sem þá var, með virðingiu og þökk, Ingi- bjargar Torfadóttur frá Ólafs- dai, og Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Lýtingsistöðum í Skagafirði, sem þá kenndi við skóLann. Næst liggjur Leið hennar í FLensþorgar- skólann í Hafnarfirði í kenn- aradieildina. Mun hún hafa tekið próf þaðan vorið 1005. Næsta vet ur var hiún á mjóikurfbúskólan- um á Hvitárvölium og var svo rjómatoústýra á sumrin, en kenndi á vetrum, fyrst sem heim iliskennarL En frá 1908—1918 var hún fastur kennari við barnaskólann á AkureyrL Árið 1918 verða þáttaskil í lífi AðaLbjargar. Hrún haettir kennslu og giftist Haraldi Níels- syni prófessor. Hér í Reykjavík tekur hún við stóru og umfangs- miklu heimili og stjúplbörnum, sumum ungum. Það var mikill vandL Þó tókst þa'ð svo vel, að ég má fullyrða að börnin elsk- uðu hana og virtu. Þótt efnin væru ekki mikil, vildi hú* allt fyrir þau gera. og enn í dag er þeim í fersku minni hin sívak- andi umhyggja hennar fyrir vel- ferð þeirra. Aðallbjörg var þá i guðspeki- félagimu og flutti oft ræður á íundum, sem vöktu mikla at- hyglL Mun sú hugsun hafa vakn- að hjá mörgum, sem á hana hlýddu, að h ún mundi góður liðsmaður að hvaða málum, sem hún sneri sér. hvort sem um væri að ræðla veraldleg eða andleg Wellaform hárkrem heldur hárinu þétf og vel, og gef- ur því ferskan og mjúkan blæ. Ákjósanlegt fyrir hverskyns hárlagningu. Engin feiti. Klístrar ekki. Miög driúgt. Wella fyrir alla fjölskylduna. HALLDÓR JÓNSSON H.F. Hafnarstrwti 18 - Símar 23993 og 12588 mál. Var nú af ýmsum leitazt við að fá hana til að gefia sig að stjórnmálum. Mun þeim hafa fundizt hún M'kieg til að draga að fylgb jafn mælsk og hún var og er. Tel ég víst að fnú Aðal- 'björgu hefði orðið auðsóttur frami innan þess flokks, sem hún hefði gengið í. En hún vildi ekki binda sig flokksaga. Sann- ieikurinn er því sá, að Aðal- björg hefir aldrei verið í nein- um stjórnmálaflokki nema gömlu „Skjaldlborg" á Akuneyri, sem barðist fyrir sjálfstæði íslands. Prófessor Haraldur andlaðist 1928. Það er ekki fyrr en eftir lát hans, sem Aðaibjörg fer að vinna að opinlberum málum. Þó var hún 1924 ein af stofnendum „Sumargjafar" og þá kosin í stjórn en fór úr stjórninni eftir tvö ár. Árið 19»v er hún aftur kosin í stjómina og hefir átt sæti í stjórninni allt til þessa dags. Árið 1030 var hún skipuð skóla- nefndarformaður barnaskóla Reykjavikiur. Gegndi hún þvi starfi þar til lögum um skóla- nefndir var breytt. Hún sat í bæjarstjórn sem varamaður á lista Framsóknarflokksins tvö kjörtímalbil, en gekk í bæði skiptin inn sem aðaknaður skömmu eftir kosningar. Frú Aðaibjörg var formaður þeirrar nefndar er samdi fýrsta ínum- varpið að barnaverndarlöggjöf á ísiandi og starfiandi þar í mörg ár. Árið 1943 tók hún við for- mennsku í Bandalagi kvenna af frú Ragnhildi í Háteigi og hef- ir verið formaður þar til í haust a'ð hún baðst undan endurkosn- ingu. Þá hefir Aðaltojörg og starf að í áfengisvarnamefnd og er henni vel ljóst bölið, sem leiðir af áfenginu. Þá var Aðaltojörg ásarnt Laufeyju Valdimarsdótt- ur og fleiri konum stofanndi Mæðrastyrksnefndar og vann þar mjög mikið í mörg ár. Að- albjiörg átti sæti í stjórns'kipaðri mi'lliþinganefind í skólamálum, er starfaði á árunum 1043—1948, og samdi núgildandi fræðslulög- gjót Ég veit að hægt er að telja mörg fleiri störf, sem Aðaltojörg hefir iagt hönd að, en ég læt aðra um það. Þetta er ekki æviminn- ing, aðeins kveðja og þökik til 'konu, sem unnfð hefir imikið og gott starf. Það er næstum ótrú- auk barnanna, tvær gamlar kon- ur á fnamfæri, móður sina og fóstrci, hafi getað séð fyrir heim- ilinu af eigin rammleik, en svo mun þó hafa /erið. Báðar gömlu konurnar dóu á heimili hennar. Börn sin setti hún til mennta, en þau éru Jónas Haralz, hag- fræðingiur. og Bergljót, sem hú- sett er á AkureyrL IJTSALA IÍTSALA MIKIL VERÐLÆKKUN HETTUKÁPUR KÁPUR PEYSUR DRAGTIR BLÚSSUR PILS — BUXUR NÁTTFÖT GALLABUXUR NYLONSOKKAR O. M. FL. Komið strax á meðan úrvalið er mest ^ekkaOúíin Laugavegi 42 — Sími 13662. Frú Aðalíbjörg hefir srtutt hvert gott málefnb án tillits til þesss, af hvaða flokki það hefir verið borið fram. Verður þá öllum ljóst hversvegna hún vill ekki vera háð neinum stjórnmála- flokki. Starf hennar í þágu kven- réttindamála hefir verið konum mikiil styrkur svo ofit hefir hún komið fram á opinberum vett- vangi sem fulltrúi þeirra. Aðaibjörg er gædd sérkennileg' um dulhæfileikum. í bók sem kom út í haust og heitir „Dul- rænar sagnir“ lýsir Aðaibjörg draumalífi sínu í æsku og segir þrjá merka drauma. Oft hafa í draumi birzt henni framliðnar verur, sem falið hafa henni að flytja boð til náinna ástvina hér, segir hún sjálf frá því á þessa leið: „Oftast hafa mér verið tilefni þessara sendiferða alveg ókunn, en ævinlega hefir allt staðið hekna. En sú tegund drauma, sem mér hafa komið að mestu figni eru viðvörunardraumarnir. g hefi þrásinnis verið vöruð við, í draumi, að gera ekki hluti, sem ég hefi ætlað mér að gera. Þessar viðvaranir hafa alltaf reynzt réttar.“ Ég verð að trúa því að Aðal- björg sé áttræð. En hún er enn ung, létt í spori og full af Mfs- þrótti og lifandi áhuga á þekn málum, sem landi og þjóð megi verða til framgangs og heilla. Enn er hugur hennar rikur af velvild og skiiningi til samferða- mannanna, sem á leið hennar verða. Enn er hún reiðuibúin að veita þeim styrk og þá uppörf- un, sem hún á í svo ríkum mæli. Aðalþjörg er tryggur vinur vina sinna og vill þeim allt gott gera. Það er hennar verk að við kynntumst, en það var ekki fýrr en 1944 að fiundum okkar bar saman. Síðan hefir sú kynning haldizt án þess nokkru sinni hafi toorið skugga á. Að endingu þakka ég vdnáttu Aðallbjargar til min og minna og árna henni allrar blessunar á komandi árum Elinborg Lárusdóttir. Aðalbjörg Sigurðardóttir — myndin tekinn 1929 FRÚ Aðalbjörg Sigurðardóttir er áttræð í dag. Frú Aðalbjörg er meðai þekkt ustu kvenna landsins og hefur verið það um nærri hálfrar ald ar skeið. Árið 1918 giftist hún Haraldi prófessor Níelssyni, miklum predikara og mælskumanni. Haraldur var einn af aðalstoín- endum Sálarrannsóknarfélags ís lands árið 1918 og talinn meðal fremstu og lærðustu kenni- manna sinnar samtíðar. Frú Aðalbjörg hafði þá þegar brennandi áhuga á trúmálum, fræðslumálum og málefnum kvenna. Séra Haraldur hafði gefið út fyrr á árum með öðrum tímarit- ið: „Verði ljós“. Segja má með sanni, að í anda þessara orða sköpunarsögunnar hafi þau hjón in Haraldur og Aðalbjörg starf- að. Aðalbjörg missti mann sinn eftir 10 ára sambúð árið 1928. Frú Aðalbjörg hefur flutt fjölda erinda m.a. um guðspeki, kenningar Krishnamurtis, spiri- tisma, fræðslu- og uppeldismál, réttindamál kvenna og fleira. Sum þessara erinda hefur hún flutt í útvarpinu og sum hafa birzt í blöðum og tfmaritum. Auk þessa hefur hún þýtt nokkr ar bækur á islenzku. Frú Aðalbjörg er afbusða- snjall ræðumaður og fyrirlesarL Hún hefur þýðan og fallegan málróm og flytur mál sitt jafn- an af sannfæringarkrafti og rök- festu svo að áheyrendur finna, að hún ræðir um málefni, sem vert er að gefa gaum og veita brautargengL Hún er kvenna fróðust, og skemmtileg í um- gengni. Frú Aðalbjörg er ósmeyk við að segja álit sitt á mönnum og málefnum. Ekki gætir fordóma eða ofstækis í skoðunum henn- ar, og vill hún ætíð hafa það sem sannara og réttara reymst, þótt það kunni aS brjóta í bága við fyrri skoðanir hennar eða álit. Frú Aðalbjörg er kennari að menntun og hefir allt frá ung- Mngsárum sínum fengizt meira og minna við kennslustörf. Hún hefur farið margar ferðir til út- landa til þess að kynna sér fræðslumál barna og önnur skyld málefni svo sem barna- vernd. Hún var í mörg ár formaður skólanefndar barnaskólanna f Reykjavik og síðar skólanefndar Lauganesskóla og formaður I milliþinganefnd, sem samdi upp kast að lögum um barnavernd. Þá hefur frú Aðalbjörg frá upphafi (1946) átt sæti í skóla- nefnd sjálfseignarstofnunarinn- ar Skóla ísaks Jónssonar, sem hefur um 630 nemendur á aldr- inum 6—8 ára. Sem formaður skólanefndarinnar vil ég í nafni skólans þakka henni holl ráð og ágætt samstarf um meira en 20 ára skeið. Frú Aðalbjörg hefur um marga áratugi verið próf- dómari við ýmsa barnaskóla f Reykjavík. 'Hún átti sæti í milliþinga- nefnd, sem samdi uppkast að núverandi fræðslulögum á ár- unum 1943—48. Frú Aðalbjörg hefur mikinn áhuga á kvenréttindamálum :)g fræðslumálum kvenna og átti þar samleið með móður minni Guðrúnu Pétursdóttur og öðr- um góðum konum, sem þar voru í forustu. Heyrði ég móður mína heitna oft minnast frú Að- albjargar lofsamlega í sambandi við þessi mál. Mun þeim aldrei hafa orðið sundurorða og voru þær þó báðar skapmiklar konur. Frú Aðalbjörg var formaður Bandalags kvenna rúma tvo ára tugi og er heiðursfélagi Kven- réttindafélags fslands. Fullt jafnrétti kvenna þykir nú svo sjálfsagt hér á landi að ekki þurfi orðum að því að eyða, en það hefði þó ekki fengizt, nema vegna þess að kvenskórung ar eins og Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir og frú Aðaíbjörg Sig- urðardóttir störfuðu að því af þrautseigju og einlægum hug að afla konum jafnréttis og tryggja jafnréttið og sýndu um leið f verki, að þær voru sjálfar ekkl eftirbátar þeirra karlmanna, sem fremstir voru. Þeim Aðalbjörgu og Haraldl prófessor varð tveggja barna auðið: Jónasar Haralz, hagfræð ings, forstöðumanns Efnahags- stofnunarinnar og Bergljótar, konu Bjarna læknis Rafnar. Auls þess átti Aðalbjörg fimm stjúp- börn af fyrra hjónatoandi eigin- manns hennar, af þeim eru tvð látin frú Soffía kona Sveins for- stjóra Sveinssonar í Völundi og Kornelíus sjómaður í Boston. í Mfi frú Aðalbjargar Sigurð- ardóbtur hafa skipzt á skin og skúrir eins og í lífi annarra dauð legra manna. Samferðamennirnir minnast hennar með þakklæti sem mikil hæfrar konu, sem mörgu góðu hefur til leiðar komið og hef- ur sízt látið sitt eftir liggja til þess að á landi hér rættust orð- in „Verði ljós". Megi ævikvöld frú Aðalbjarg- ar verða bjart og farsælt og hún lifa heil til leiðarloka. Svenn Benediktsson. HAUSTIÐ 1918 er víst ílestum minnisstætt, sem voru þá komn- ir til vits og ára. Ég ætla þó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.