Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JAUÚAR 1087. SÁMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA: D. m ÆSKAN OG FRAMTIÐIN 1 RITSTJORI: ÁRMANN SVEINSSON Þór ViShfáSmsson: Almenningsálitið og ábyrgð fdlksins Miður skemmtileg't orðaskak. Talsvert fjör hefur verið í opinberum umræðum hér á landi hina síðustu mánuði og mörg mál verið á dagskrá, svo sem samningurinn um álverk- smiðju, sveitarstjórnarkosning- ar, verðlagsmál og sjónvarp. Alltaf er skemmtilegt, þegar eitthvað er að gerast, en því miður er orðaglíman oft heldur þjösnaleg. Það væri vafalaust betra fyrir þátttakendurna sjálfa, þ.e.a.s. líklegra til að hafa áhrif á okkur, sem les- um og hlustum, ef greina mætti svolítið bros undir niðri stöku sinnum. Hinn heiftúðugi tónn sem einkennir svo mikinn hluta af orðaskiptum á opinberum vettvangi, er ósköp þreytandi og ósannfærandi. í>ar við bæt- ist, að hugsunin bak við orða- skiptin er oft harla stöð, — þau verða ekki umræður nema að takmörkuðu leyti, heldur fullyrðingar endurteknar hvað eftir annað. Svokölluð svör gefa of sjaldan tilefni til þró- unar deilunnar, -— ný viðhorf, ný sjónarmið koma of sjaldan fram. Menn hrópa bara hver upp í annan og sitja sem fast- ast við sinn keip. Merkur ís- lenzkur skólamaður, sem lengi hefur starfað erlendis, sagði við mig í vetur leið, að skólarnir hér á landi vanræktu að kenna mönnum að hugsa, að kenna mönnum að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þeir hefðu skoðanir og að mynda sér skoðanir á skynsamlegum grundvelli. Sé þetta rétt, dugir ekki að skella allri skuld á þá sem halda uppi opinberum um- ræðum, þetta er þá þjóðarein- kenni. Ef litið er til þess, sem efst er á baugi eða hefur verið efst á baugi undanfarna mánuði, virðast dæmin um málflutning inn, sem betur hefði mátt haga, vera æði mörg. Það hefur til dæmis mikið verið talað um dýrtíð í landinu, en harla lítið farið fyrir tillögum, sem virzt hafa raunhæfar, sanngjarnau: og eitthvað meira en almennt orð- aðar viljayfirlýsingar. Þá hafa orðið miklar umræður um mál eins og starfsemi Þjóðleikhúss- ins og gerð umbúða um mjól!k. Þetta eru allmerk mál í sjálfu sér, en hafa verið teygð svo og toguð, að helmingurinn væri nóg. Þó Væri talsverðu letur- blýi fórnandi fyrir fljótskrifað efni um þessi mál og önnur, sem svipað er um að segja ef þeim mun betra tóm gæfist til að vanda það, sem miklu meiru varðar, t.d. umræður um sjálf- stæði landsins, menningarlega og stjórnmélalega. Það er þakk arvert, þegar skynsamir menn segja hreinskilnislega meiningu sína um þessi mikilvægu mál- efni. Einmitt vegna þess, hve mikilvæg þau eru, er þó meiri skaði gerður með orðum en þögn, ef umræður eru byggð- ar á ýktum forsendum eða ef þýðingarmikil atriði eru alls ekki rædd. Það er skoðun mín, að þessa hafi of oft gætt. Hér verður ekki fjallað sér- staklega um einstök atriði, sem hafa verið til meðferðar í opin berum umræðum undanfarið, heldur rætt um annað, — sem sé það, hver sé tilgangur og árangur allra hinna opinberu umræðna. Máttur almenningsálitsins og ábyrgð fólksins. Þeir, sem vilja koma fram einhverjum áhugamálum sín- um, hafa oft þá aðferð að vekja á þeim athygli á opinberum vettvangi, t.d. í blöðum. Þetta gera menn í þeirri trú, að það hafi þýðingu að skapa almenn- ingsálit, sem er hliðhollt skoð- unum þeirra. Menn myndu ekki hafa fyrir að setja saman skrif nema reynsla væri fyrir því, að almenningsálitið gæti einhverju til leiðar komið. Enginn vafi er á, að svo er. Almenningsálitið er máttugt og ræður oft úrslitum um fram gang mála. Því miður vitum við heldur lítið um einstök atriði, sem almenningsálitið varða, t.d. hvernig það mótast, urn hvaða atriði það snýst, hvernig al- menningsálitið verður kannað og með hverjum hætti það mót ar stefnuna í þjóðmálunum. Öll þessi atriði er reynt að kanna erlendis með aðferðum nútíma þjóðfélagsfræða og sá tími kemur sjálfsagt, að það verður einnig reynt á Fróni. Þótt almenningsálitið sé dá- lítið dujarfullt, er það máttugt, um það er ekki vafi. Fyrst svo er, hlýtur almenningur að bera ríka ábyrgð á því, sem gerist eða viðgengst í landinu. Að vísu er stundum sagt, að það séu aðrir, einkum stjórnmála- menn, sem beri ábyrgð á al- menningsálitinu af því að þeir móti það að vild sinni með áróðri. Sagt er, að án leiðsagn- ar stjórnmálamannanna hafi almenningur alls engar skoðan ir. Hér er sem oftar meira gert úr vissum sannleikskjarna en efni standa til. Það er vafalaust rétt, að áróður getur haft mikil áhrif, og að þeir, sem hann hafa í frammi, bera því ríka ábyrgð, hvort sem það eru stjórnmála- menn, blaðamenn, bókaútgef- endur, listamenn, ræðumenn eða enn aðrir. Það kann líka eitthvað að vera til í því um okkur íslendinga, að við séum órökvísir. Þó er hin endanlega ábyrgð á herðum alls alnienn- ings, undan henni getum við, hinir almennu borgarar á ís- landi, ekki skotizt. Það er ber- sýnilega ýkjur, að almenning- ur hafi engar skoðanir og eins og mjúkt vax í höndum áróð- ursmanna, — þar að auki er rekinn áróður með og móti flestu, sem einhverju skiptir, og loks virðist mér ljóst, að við séum ábyrg fyrir skoðunum okkar og gerðum, þótt þær mót ist af áróðri. Ef svo væri ekki, myndi menning okkar engu skipta. Niðurstaða af þessu er sú, að almenningsálitið sé máttugt og miklu ráðandi um öll okkar þjóðmál og að það séu borgar- arnir sjálfir, sem þess vegna beri ríkasta ábyrgð á því, hvern ig þjóðin er á vegi stödd, vel eða illa. Við þetta er því að bæta, að almenningur hefur ekki ein- göngu áhrif eftir hinum tor- skildu leiðum, sem almennings álitið fer, heldur einnig í kosn- ingum. Það má margt finna að fyrirkomulagi kosninga, og ég er þeirrar skoðunar, að á því sé tímabært að gera ýmsar breytingar. Það skiptir miklu, en þó ekki öllu máli, því að það er allsendis ljóst og ómót- mælanlegt, að almennar kosn- ingar með núverandi fyrirkomu lagi eru mjög mikil-vægar og valda oft algjörum þáttaskilum í þjóðmálum. Við erum nýbúin að velja okkur sveitastjórnir, eftir eitt ár rennur út kjörtíma bil þingmanna okkar og sum- arið 1968 lýkur kjörtímabili for seta lýðveldisins, þótt enginn viti að sjálfsögðu, hvort þá kemur til kosninga. ógerlegt er að neita því, að allar þessar feosningar skipta miku máli og sýna vald almennings. Þór Vilhjálmsson. Vald og ábyrgð almennings kemur til dæmis fram varðandi dýrtíðarmálin. Mér virðist ekki ástæða til að efast um, að ríkis- stjórnir okkar fyrr og síðar hafa viljað leysa dýrtíðarvanda málið. Sú staðreynd, að oftast hefur þessi viðleitni borið minni árangur en skyldi, stafar ekki sízt af því, að traust al- menningsálit hefur ekki stutt þær ráðstafnir, sem gerðar hafa verið, eða a.m.k. ekki til lengdar. Mér virðist vafalaust, að í umræðum um þessi efni er of mikið gert úr sök valdhaf- anna, of lítið úr sök okkar sjálfra, almennings. Meðan al- menningsálitið breytist ekki, er varanlegs árangurs ekki að vænta. Samhugur er forsenda nýmæla. Hitt er svo allt annað mál, að með þessu er ekki öll sagan sögð. Margvísleg öfl hafa áhrif í þjóðfélaginu, — fyrst og fremst gætir þar áhrifa ýmissa hagsmunasamtaka, t.d. laun- þegafélaga, atvinnurekendafé- laga, samtaka ýmissa atvinnu- greina o.s.frv., en einnig stjórn málaflokka og samtaka áhuga- manna um tiltekin mál. Þessi öfl vegast á, og saga síðustu áratuga virðist sýna, að hér á landi sé vald handhafa ríkis- valdsins miklum takmörkunum háð. Ef almenningsálitið er ó- mótað eða tvístrað, vill velta á ýmsu um úrslit, t.d. þegar Al- þingi samþykkir lög, sem aðrir voldugir aðilar eru á móti. Dæmin eru mörg um slík lög, sem ekki hafa náð tilgangi sín um, þar á meðal eru helztu lögin um dýrtíðarráðstafanir fyrr og síðar. Við höfum ekki varazt sundurlyndisfjandann. Þó mætti saga ýmissa grann- þjóða verða okkur til lærdóms. Öll munum við ástandið í Frakklandi, meðan ríkisstjórn- ir komu og fóru stundum svo að segja með hverri tunglkomu. Mikil sundrung, sem nálgaðist hatur, hafði grafið um sig og varð rakin allt aftur til blóð- ugra innanlandsátaka fyrir mörgum áratugum. Það var engin sanngirni í að halda því fram, að valdhafarnir ættu sök á ástandinu, — þeir réðu ekki við það. Þá skorti einhuga þjóð að baki sér. Hvað sem um de Gaulle má segja, ér ljóst, að honum hefur síðustu 8 árin tekizt að sameina mikinn hluta frönsku þjóðarinnar til veru- legra átaka. Nú mætti spyrja: Hvaða þýðingu hafa þessar hugleið- ingar? Að mínu mati skiptir góður skilningur á því, sem hér hefur verið rætt, meginmáli, ef takast á að gera veruleg stjórnmálaleg átök hér á landi, hvort sem það er að stemma stigu við verðhækkunum eða að gera átök í menningartnál- um. Við verðum að taka á- kvarðanir í kosningum, en sam einast síðan um að fram- kvæma það, sem þar er ákveð íð. Pex um, að allt, sem miður fer, sé sök stjórnmólamanna eða einhverra annarra ein- stakra aðila. er otftast bæði rangt og skaðlegt. Er undar- legt, að þeir, sem mest tala um nauðsyn mikilla átaka skuli i hinni andránni halda uppi ýkju málflutningi, sem stuðlar að sundurlyndi og útilokar þar með að gerð verði átök, sem samhug þarf um. Þeir, sem vilja láta stöðva verðhækkan- ir með því t.d. að binda kaup og vöruverð í eitt ár, verða að reyna að fá þjóðina til að fall- ast á slíka ráðstöfun. Þeir, sem vilja láta loka fyrir sjónvarp- ið frá Keflavíkurflugvellí, verða með sama hætti að reyna að fá þjóðina til að fallast á það, að mínu áliti gjarnan i einhvers konar þjóðaratkvæða greiðslu. Takist þetta ekkl, verður hvorugt það gert, sem nefnt var og bæði verðhækk- anir og sjónvarpssendingar halda áfram. Það dugir ekki að heimta, að stjórnmálamenn geri það, sem þjóðin vill ekki að gert sé. Til þess eru stjórn málamenn að fara að vilja þjóðarinnar. Það er lýðræðis- ins lögmál og gildir á íslandi. (Grein þessi er rituð s.l. sumar). 145 nýir Heim- dallaríélagar í nóv. og des. SAMKVÆMT dagbók framkvæmdastjóra Heimdall- ar yfir inngöngu nýrra félagsmanna hafa 145 æsku- menn og konur í Reykjavík gengið í félagið í nóvem- ber og desember sl. Straumur æskunnar til Heimdallar undrar eng- an. Ekkert stjórnmálafélag í landinu býður félögum sínum jafnmikla kosti tii uppfræðslu um þjóðfélags- mál og almenn félagsmál. Á engin stjórnmálafélög er hallað, hvorki stjórn- málafélög æskufóiks né hinna eldri, þótt sagt sé, að Heimdallur haldi uppi þróttmestri starfsemi allra pólitízkra félaga. Enginn má halda að slíkt komi upp í hendur Heimdallarfélaga fyrirhafnarlaust og án sjálfsgagn- rýni. Að baki alls alvöru félagsstarfs liggur mikil vinna. Heimdallarfélagar inni þá vinnu af hendi og uppskera í réttu hlutfalli við hana. Heimdallur er einnig svo lánsamur að innan hans eru ætíð menn, sem vilja að betur sé gert, en gert er á hverjum tíma. Hinir 145 nýju Heimdallarfélagar eru boðnir vel- komnir til átaka í þágu ungra sjálfstæðismanna. Víðsfá 3. h. Stefnis ’66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.