Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1« T \NÚAR 1967. M Dr. Hemtann Einarsson fiskiíræðingur — Minning hafi og önnur um ansjósuna í Kyrrahafi. Það var skaði fyrir íslenzkar fiskirannsóknir að Dr. Hermann Einarsson skyldi fara af alndi burt á miðri starfsævi, en enn meiri skaði er það þegar manni með slíka hæfileika er kippt burtu á bezta aldri. Eftirlifandi konu han frú Öldu Snæhólm, aldraðri móður hans frú Helgu og syni hans Einari Axel, tjái ég innilega samúð mína. Við starfsbræður hans vott um honum virðingu fyrir vel unnið starf og þökkum fyrir samveruna. Jón Jónsson. DR. HERMANN Einarsson fiski- fræðingur lézt af slysförum í Aden á jóladag s.l., en þar hafði hann undanfarið dvalið við skipulagningu á líffræðirann- sóknum í Rauðahafinu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Hann fæddist í Reykjavík 9. desember 1913, sonur hjón- arina Einars yfirprentara Her- mannssonar í Gútenberg, sem látinn er fyrir nokkrum árum og Helgu Helgadóttur tónskálds Helgasonar. Hermann lauk stúd- entsprófi við Menntasólann í Reykjavík árið 1934. Háskóla- menntun sína hlaut hann í Kaup mannahöfn og varð þar magister í dýrafræði árið 1941. Dvaldist hann í Kaupmannahöfn fram til órsins 1945, en það ár varði hann doktorsritgerð sína um ljósátuna í Norður-Atlantshafi, mikið rit og vandað. Þegár hann hóf störf á Is- landi árið 1945 við þáverandi Fiskideild hafði hann fyrst með höndum sjó- og svifdýrarannsókn ir stofnunarinnar, en eftir að dr. Unnsteinn Stefánsson tók við því starfi 1949 einbeitti Her- mann sér að svifdýrarannsókn- um og síðar að síldarrannsókn- um. Árið 1947 og 1948 stjórnuð- um við Hermann til skiptis öll- um leiðöngrum stofnunarinnar ©g var það oft löng útivist á lélegum skipum, aðallega mótor- bátum. Safnaði Hermann mikl- um gögnum um hrygningu fiska hér við land og hefur mikið af því verið unnið upp, en fáar niðurstöður enn birzt á prenti. Er það fiskiranrisóknum okkar mikill skaði að Hermanni skyldi ekki auðnast að ganga frá því mikla verki. Nokkrum árum eftir að hann kom heim byrjaði hann einnig rannsóknir á suðurlandssíldinni, þ.e. íslenzku síldarstofnunum tveimur, vorgotssíld og sumar- gotssíld og skrifaði nokkrar rit- gerðir um athuganir sínar. Fann hann m.a. aðferð til þess að greina milli þessara tveggja stofna og notaði til þess ein- kenni í kvörnunum og hafa t.d. Skotar tekið þetta upp í síldarrannsóknum sínum. Eftir að asdic-tæki höfðu verið sett I Ægi árið 195*3 lagði Hermann ásamt Jakobi Jakobssyni fiski- fræðingi grundvöllinn að þeirri síldarleit, sem síðar átti eftir að bera jafngóðan árangur og raun ber vitni. Magisterritgerð hans fjallaði um botndýr í Faxaflóa og síðar kom eftir hann yfirlitsrit um skrápdýr við ísland. Hann skrif- aði merka ritgerð um sandsílið við Vestur-Grænland, ísland og Færeyjar, skarkolann í Hamars- firði og útbreiðslu karfaseiða í hafinu á milli íslands og Græn- lands. Þessi fáu dæmi sýna hversu alhliða hann var í verk- efnavali sínu. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var hann um fjögurra ára skeið og auk þess skrifaði hann marg- ar greinar í blöð og tímarit um fiskirannsóknir. Hann var af- kastamikill fræðimaður, frjór í hugsun og hugmyndaríkur, vel lesinn í fræðum sínum og skemmtilegur í viðræðum, hvort sem um var að ræða fagleg eða almenn málefni. Á árunum 1956—58 yann Her- mann að skipulagningu haf- og fiskirannsókna í Tyrklandi á vegum Sameinuðu þjóðanna, en síðan hjá Fiskideildinni í tvö ár eftir það, unz hann réðst til'Mat- væla og landbúnaða'rstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Perú og, starfaði hann þar við haf- og fiskirannsóknir þar til fyrir rúmu ári síðan er hann tók að sér starfið í Aden. Liggj á etfir hann ritgerðir frá þessu starfi m.a. ein um ansjósuna í Svarta- ritmysk leikfimi fyrir konur Skólinn tekur aftur til starfa í dag. Rytmik, afslöppun. Innritun í síma 21724 til fimmtu- dagskvölds. HAFDÍS ÁRNADÓTTIR Nauðungaruppboð Eftir kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, Innheimtumanns ríkissjóðs, Iðnaðarbahka íslands h.f. og Útvegs- banka íslands verða bifreiðarnar Y-334, Y-394, Y-407, Y-782, Y-922, Y-1448, Y-1521, Y-1554, R-9463, seldar á opinberu uppboði sem haldið verður við Félagsheimili Kópayogs þriðju- daginn 17. janúar 1967 kl. 15. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI. Útsalan í GuBrúnarbúð á Klapparst 27 Dragtir Regnkápur Sérstaklega skal bent á að í síðustu kápu- sendingu fyrir jól skemmdust nokkrar kápur af vatni og verða þær seldar við mjög vægu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.