Morgunblaðið - 10.01.1967, Side 16

Morgunblaðið - 10.01.1967, Side 16
16 MORGTTNBLAÐK), MUÐJUDAGUR W). JANÚAR 10ðt. Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsia: Áskriftargjald kr. 105.00 í lausasölu kr. Hlf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigur'ður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaletræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. ÁLSAMNING URINN FORSENDA BÚR- FELLS VIRKJUNAR 17' ommúnistamálgagnið hef- ur að undanförnu reynt — með undirleik Tímans — aö telja lesendum sínum trú um, að forsætisráðherra hafi hallað réttu máli, er hann gat þess í áramótaávarpi sínu, að ársins 1966 mundi lengi verða minnzt, vegna þess að þá var ákvörðun tekin um Búrfellsvirkjun, en sú virkj- un hefði hlotið að dragast, ef ekki hefði verið unnt að gera samning um sölu raf- orku til álbræðslu. Segja þessi blöð, að ákvörðunin um Búrfellsvirkjun hafi verið tekin árið áður og Þjórsá hefði verið virkjuð óháð því, hvort áiverksmiðj a hefði ver- ið byggð. Sannleikur málsins er sá, samkv. 6. gr. laga frá 20. maí 1965, að heimild var veitt til virkjunar í Þjórsá allt að 210 þús. kflóvött, en hins vegar engin ákvörðun tekin um Búrfells vir k j un. Þessi heimildarlög voru að sjálfsögðu tilgangslaus, af ekki var tryggður fjárhags- grundvöliur virkjunarinnar, en það var síðan gert á ár- inu 1966, fyrst og fremst með gerð álsamninganna, sem marka tímamót í atvinnusögu íslendinga. Stjórnarandstæðingar segja, að við hefðum haft nægileg- an fjárhagsmátt til að byggja Búrfellsvirkjun, þótt eigi væri tryggð sala rafmagns til álbræðslu og benda jafnvel á, að gjaldeyrissjóðir okkar hefðu nægt í þessum tilgangi. Þessi yfirlýsing er út af fyr- ir sig góð meðmæli með við- reisnarstefnunni, en hins er þó að gæta, að nauðsynlegt er fyrir þjóð eins og íslend- inga, þar sem miklar sveifl- nr er í atvinnulífí, að hafa verulaga 'gjaldeyrisvarasjóði tál þess að tryggja gengi gjald miðilsins og grípa til þegar á móti blæs. Traustur grundvöllur und- ir Búrfellsvirkjun varð éin- ungis fengin með löngu og hagkvæmu láni frá Alþjóða- bankanum, en samningurinn við Svisslendinga um bygg- ingu álbræðslu var grund- völlur undir þeirri lántöku, eins og alþjóð er kunnugt Rétt er það að vísu, að fjár- hagur íslendinga hefur styrkzt svo mjög síðustu ár- in, að út af fyrir sig kann það að hafa verið unnt að byggja Búrfellsvirkjunn fyrir eigið fé, en hagkvæm hefði sú virkjun ekki orðið fyrr en eftir langan tíma, og tilgangs- lítið er að byggja orkuver, sem framleiða raforku, sem ekki er hagnýtt, enda bentu stjórnarandstæðingar mjög á, að eðlilegt væri að fara smá- virkjanaleiðina. En meginatriði málsins er það, sem forsætisráðherra vakti athygli á, að samnin/gur inn við Svisslendinga um ál- bræðslu gerði kleift að ráðast þegar í stórvirkjun, virkjun, sem byggð er á traustum f jár- hagsgrunni og gerir okkur ís- lendingum kleift að ráðast áður en mörg ár eru liðin í frekari stórvirkjanir. Þannig er sá tími lofes runninn upp, að við hagnýtum afl stórfljót- anna, og raunar virðist það ekki seinna vænna, því að verð á raforku frá kjarnorku- verum fer mjög lækkancM og ekki vitað hve líangt líður, þar til kjarnorkuver geta keppt við vatnsaflsorkuver. Það eru þess vegna stein- runnir afturhaldsmenn, sem berjast gegn stórframkvæmd unum og hagnýtingu þess auðs, sem við íslendingar enn eigum í stórfljótunum. Þessi afturhaldsöfl verður að kveða niður og einbeita kröftunum að stórvirkjunum á meðan fjárhagslegur grundvöllur er til þess, vegna þess að vatns- aflsvdrkjanir verða alltaf sam keppndshæfar, eftir að þær hafa verið afskrifaðar og þess vegna er verið að skapa kom- andi kynslóðum mikil auðæfi, sem þær annars færu á mis við. SIGURINN í LANDHELGIS- MÁLINU egar samkomulagið náðist við Breta um lausn land- helgismálsins, sýndu lands- menn, að þeir fögnuðu mjög þeim geysimikla árangri, sem náðist, enda trúðu menn því varla, að svo hagkvæmt sam- komulag hefði tekizt Hags- munasamtök brezka útvegs- ins sögðu líka umbúðalaust að brezk stjórnarvöld hefðu gefizt upp og brezkir togara- menn kölluðu samkomulagið uppgjöf af Breta hálfu. Alltaf öðru hverju reyna stjórnarandstæðingar engu að síður að gera það tortryggi legt, að við Íslendingar lýst- um því ýfir að við mundum hlíta því að skjóta mætti á- greiningi til Alþjóðadómstóls ins í Haag ef Bretar sættu sig ekki við framtíðarráðstafanir okkar í friðunarmálum, en við lýstum því skýrt og skorinort Indónesla: „Segið þeim, að ég hafi sent ykkur“ Súkarnó og Suhartó. ÞAR kom fáum á óvart, er herrétturinn í Jakarta dæmdi Omar Dhani, fyrrv. yfirmann flughers Indó- nesíu, til dauða í síðustu viku. Sannað þótti að Dhani hafi verið einn höf- uðpaurana í hinu blóðuga en misheppnaða samsæri kommúnista aðfaranótt 1. október 1965. Glögglega kom í Ijós í forsendum dómsins, að tveir valdhaf- anna á þeim tíma, sem fengu sama dóm en hafa ekki enn verið líflátnir, þeir Subandró utanríkis- ráðherra og Jusuf Dalam ráðherra Miðbankans, voru framarlega í enn umfangs- meiri stjórnmálabaráttu. Það var baráttan milli yf- irmanna hersins og Suk- arno, sem enn heldur velli að nafninu til a.m.k. Til að grafa undan orðstír Suk- arno hafa herforingjar með Suharto í fararbroddi notfært sér réttarhöldin til að sýna fram á þann þátt, sem Bapak (faðir: Su- karno) sjálfur átti í sam- særinu. í þessum réttarhöldum var framburður Dhanis þeim hlið- hollastur. Dhani skýrði m. a. frá því, að hina örlagaríku nótt hafi Sukarno komið flug- leiðis til Halimflugvallarins í grennd við Jakarta. Er hon- um var skýrt frá ráni og morðum sex hershöfðingja klappaði hann Supardjo hers- höfðingja, og leiðandi manni í samsærinu, á bakið og sagði: „Vel af sér vikið. Byltingar hafa sína kosti og galla, eink- anlega þær stóru. Stundum eru þær blóðugar. Það skiptir ekki máli meðan þær ekki fara út um þúfur“. Brottvikning forsetans Dauðadómnum yfir Dhani var fylgt eftir með ítrekuð- um kröfum um brottvikningu Sukarnos úr forsetastóll. Til að taka slíkt skref hefur hinn nýi utanríkisráðherra, Adam Malik, kallað saman skyndi- samkomu Ráðgjafarþings al- þýðunnar, sem hefur úrskurð arvaldið í sínum höndum. Hin valdamiklu samtök Múha- meðstrúarmanna í Indónesíu styðja eindregið, að slíkt þing skuli haldið. Samtökin hafa mest að óttast, ef Sukarno styrkir valdaaðstöðu sína, því það voru ofstækismenn úr þeirra hópi, sem hrundu af stað kommúnistablóðfórnun- um miklu eftir uppreisnina. Fundarboðið hafði ekki til- ætluð áhrif á hinn aldraða byltingaforingja. í kveðju- veizlu í Bogor-höllinni bað hann tvo sendiherra Indó- nesíu, sem voru á förum til Washington og Brussel fyrir skilaboð: „Segið þeim“, mælti Suk- arno, „að Sukarno sé ennþá forseti Indónesíu og að hann hafi sent ykkur.“ Mótleikur hershöfðingj- anna var sá, að þeir létu tug- þúsundir hermanna ganga fylktu liði um stræti Jakarta til að minna á, að enn hefðu þeir lykilvöldin í landinu. Síðar sagði Malik, er hann kiom að leynilegum fundi: „Það er von á góðum frétt- um í janúar.“ Að loknum réttarhðldun- um yfir Dhani gaf einn að- stoðarráðherra það í skyn, að Sukarno yrði sjálfur leiddur fyrir herrétt. Þetta vakti mik- inn fögnuð stúdenta í Ja- karta, sem vilja hann um- svifalaust frá völdum. Hér á Suharto við erfitt vandamál að stríða. Sukarno hefur enn mikið fylgi í Vest- ur- og Mið-Jövu. Hann hefur látið svo ummælt, að þótt íbúar Jakarta séu á móti hon- um, fylgi honum enn að mál- um fólk utan höfuðborgar- innar. Ljóst þykir, að ef hann yrði færður frá völdum fyrir- Framhald á bls. 22. yfir að vdð mundum halda á- fram að vinna að frekari frið- un landgrunnsins. Rétt er því að rifja það upp, að varaformaður Fram- sóknarflokksins, sem jafn- framt er lagaprófesisor, lagði ríka áherzlu á það, að við hög uðum aðgerðum okkar í land- helgismálum ætíð svo, að við værum við því búnir að leggja málið undir alþjóða- dómstól, enda er það mála sannast, að íslendingar hafi aldrei hugsað sér að halda á málum á annan veg en þann, að samrýmanlegt væri þjóða- rétti, enda fásinna að smá- þjóð eins og íslenddngar geti tekið einhvern rétt með valdi. Og raunar tryggðum við rétt okkar með þessu ákvæði, því að Bretar verða einnig að sæta því að ágreiningur fári til dóms, ef við krefjumst þess. Þess er þá iíka að gæta, að á tveimur Genfarráðstefnum börðumst við íslendingar fyr- ir því að 12 mílna fiskveiði- takmörk yrðu samþykkt sem alþjóðalög, en með samkomu- laginu við Breta fengum við 12 mílur og geysilþýðingar- miklar breytingar á grunn- línum, án þess að viðurkenna, að 12 mílur væri aliþjóðar- regla. Við lýstum því meira að segja beinlínis yifir í orð- sendingu utanríkisráðherra til Breta, að við mundum halda áfram að vinna að frek- ari útfærslu. Þetta var sá mikli árangur, sem menn ór- aði ekki fyrir að náðst gætí, er við fluttum mál okkar á Genf arráðstefnunum. Þar vildu stjórnarandstæðingar fá lög- festar 12 mílurnar, en þykj- ast svo ekki skilja það, hve miklu hagkvæmara sú lausn var, sem náðist Þeir tala meira að segja um, að við höfum bundið hendur okkar, þótt við næðum þessum ár- angri, einmitt án þess að binda hendur okkar á þann veg, sem þeir börðust fyrir á Genfarráðstefnunum. Þótt við Íslendingar yrðum bæði gramir og hryggir, er Genfarráðstefnunum lauk, án þess að 12 mílurnar væru lög- festar sem allþjóðalög, þá get- ur við nú glaðst yfir því, að svo fór, vegna þess að sam- komulag náðist við Breta, án þess að við værum bundnir við 12 mílur. Þess vegna get- ■um við haldið áfram að vinna að útfærslu fiskveiðitakmark ana og munum líka gera það, þótt skynsamlegt sé að fara með gát og undirbúa jarðveg- inn vel, áður en við tökum næista skref. Að þessum mál- um er líka unnið og þróunin er með okkur, einmitt vegna þess að rétt var á málum hald ið, er samkomuLagið við Breta var gert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.