Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1867. 13 Athugasemd að gefnu tilefn:: Börn og fullorðnir MEÐ línum þessum aetla ég að rekja stutta sögu, sem ég tel að eigi erindi til margra fullorðinna. Sagan eru um skipti 12 ára drengs og yngri bróður hans svo og þriggja vina þeirra við fullorðinn mann. Frá því þeim bræðrum fór að vaxa fiskur um hrygg hef- ur þeim verið sagt að meðal frumskilyrða í daglegu lífi og starfi sé að sýna öllu fólki fulla kurteisi, m.m. Nú bar það við á sunnudag- inn að eldri bróðirinn ætlar í bíó með þrem félögum sín- Ura. Rétt þegar drengirnir eru að leggja af stað kemur sá yngri og spyr um hvort hann geti ekiki farið með. Þá var enginn tími til stefnu til að kaupa miða. Eldri bróðirinn sa"ði; blessuð verið þið (við foreldra sína) dyraverðirnir í bíóunum leyfa oft litlum krökk um, sem eru með eldri krökk- um að fara með þeim, enda getur hann setið hjá mér. Hóp urinn lagði af stað; allir glaðir í bragði. Að lítilli stundu liðinni koma bræðumir og einn vina þeirra heim aftur, — allir í uppnámi. Sá eldri sagði: Mér var kastað út af því ég var með hann „Nenna“ með mér. Eldri bróðirinn taldi sig út- skvra málið sannleikanum samkvæmt er hann sagði: Við vorum allir komnir inn í gang- inn og búnir að afhenda mið- anna er dyravörðurinn kom auga á „Nenna“ og spurði með hverjum hann væri. Eldri bróð irinn sagðist strax hafa gefið sig fram. Er nú ekki að orð- lengja það, að dyravörðurinn, í viðurvist allra vina bræðr- anna greip óþyrmilega í háls- málið á eldri bróðurnum og keyrði hann út á stigapallinn. Utskýringar eldri bróðursins, eem varð allt í senn særður og reiður, um að sá litli yrði að vera með þeim var engu svarað og enga tilraun gerði dyravörðurinn til þess að leið- beina drengjunum eða leysa úr málinu — að sögn eldri bróð- ursins. Vera má þó að slíkar ábendingar hafi farið framhjá bræðrunum, þeim eldri, særð- um og reiðum, og þeim yngri, ringluðum af ótta yfir aðför- unum við eldri bróður sinn. Þeir eru margir sem segja nú til dags; Börn eru siðlaus ©g óuppalin. í>ví er til að svara *u5 menn eins og margnefndur dyravörður, sýna það í orði og verki að það eru þeir sem bera ábyrgðina, — J>að eru þeir og þær sem alltaf sýna börniun og unglingum óvild og oft fullan fjandskap sem eyði- leggja það uppeldisstarf, sem heimilin eru að reyna að leysa af hendi til góðs fyrir land og þjóð. Til þess að heil stétt manna og fleiri bíó liggi hér ekki und ir ásökun skal þess getið að atburður þessi átti sér stað í Nýja bíói. Dyraverðfnum var tilkynnt að þet * a mál yrði tek ið upp á þei. jítvangi sem heppilegastur þætti. Og þar eð atvikið á erindi til svo margra ákvað ég að biðja Mbl. að birta þessa grein, sem ég vildi enda með þessum orðum, til athugunar fyrir þá sem hafa samskipti við börn og unglinga í starfi og leik: Það er algjör óþarfi að fara að börnum og unglingum með hrotta- og ruddaskap, því slíkt lýsir aðeins slæmum innra manni þess sem slíkt hefur í frammi. Verum ætíð minnug orða Einars skálds Benedikts- sonar: „Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka...“ Sverrir Þórðarson. Nýtt frá eyðublaðatækni • Launaumslög (hentug launakerfi fyrir lítil fyrirtæki), • Sjóðbækur í tvíriti. • Víxlaskrár. • Birgðaskrár — Félagsskrár. • Reikningar, kvittanir og fleiri eyðublöð sniðin fyrir gluggaumslög. LÁTW HENTUG EYÐUBLÖÐ LÉTTA YÐIJR STÖRFIN. Nýjar tegundir af mdppum, stoÖum skúffum og ýmsu fleira til vinnu- hagrœöingar á skrifstofum þar á meÖal: Ódýrir kassar undir gömul fylgiskjöl Stoðir fyrir möppur, bækur, eyðublöð og fleira. Vandaðar möppur fyrir tímarit, skýrslur og þess háttar. HVERFISGÖTU 3T . REYKJAVÍK . SÍMI 18994 I3TSALA BUXNADRAGTIR STAKAR BUXUR PEYSUR, PILS BLÚSSUR IJTSALA UNDIRKJÓLAR NÁTTKJÓLAR BRJÓSTAHÖLD NYLONSOKKAR O. FL. Sími 17201. Ræstingastjóri í Landsspítalanum er laus staða fyrir konu, sem vill taka að sér yfirumsjón með daglegri ræstingu í spítalanum. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun til starfsins, t. d. frá Húsmæðrakennaraskóla íslands. Laun samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 14. janúar 1967. Reykjavík, 6. janúar 1967 Skrifstofa ríkisspítalanna. StiIIanlegir HÖGGDEYFAB fyrirliggjandi fyrir: Bedford-vörubíla — Chevrolet fólksb. ’49—’66. Chevelle fólksb. ’64—’66 — Chevy II ’62—’66. Chevrolet sendib. Ser. 10 ’63 — Dodge fólksb, ’51—’63. Ford fólksb. ’49—’64 — Ford Taunus 17 M ’64—’66. Fiat 1100 ’56—’64 — Landrover ’56—’64. Mercedes Benz fólkb. ’56—’66 — Willys Jeep ’42—’65. Mercedes Benz 0321H langferðarbílar — Volga. Moskvitsh 407 ’58—’65 — Opel Rekord ’63—’65. Opel Karavan ’63—’65 — Opel Kadett ’63—’65. Opel Kapitan ’59—’64 — Rambler Classic ’58—’66. Renault R8 ’62—’64 — Skoda ’58—64. Vauxhall Velox ’58—’64 — Vauxhall Viva ’63—’66. Volvo P. 444 P. 445 og 1.445 ’47—’65. Koní höggdeyfar eru seldir með ábyrgð. Varahlutir og viðgerðaþjónusta fyrir hendi. SMTRILL — Laugavegi 170 — Sími 1-22-60. FOR GOOD HANDWRmNG PLASTIGNUM LONGLIFE er nýjasti og vandaðist kúlu- penninn á markaðinum. PENNAODDAR ÚR RYÐ- FRÍU STÁLI OG KÚLA O G ÚR WOLFRAM koma í veg fyrir slit, sem orsakar ójafna blekgjöf og leka. Tryggja jafna blekgjöf og áferðarfallega skrift. —□— Þér getið valið um fyllingar með Medium eða Fine oddi, í fjórum bleklitum; blátt, svart, rautt og og grænt. PLATIGNUM LONGLIFE kúlu- penninn fæst í bóka- og rit- fangaverzlunum um land allt. Heildsölubirgðir: ANDVARI HF. Smiðjustíg 4 — Sími 20433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.