Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1©67. SKRIFSTOFUSTARF Viljum ráða vana stúlku í vellaunað ritarastarf. Nokkur málakunnátta nauðsynleg. STA R FSMAIM NAHALD Fél. heyrnahjálp getur útvegað símamagnarakerfi (telemagniti An- læt) fyrir heyrnadaufa í samkomuhús, kirkjur, skóla og útvarpstæki í heimahúsum. útvarpstæki til reynslu á skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti 16. Sími 15895. 2/o herbergja íbúðir Höfum til sölu mjög glæsilega 2ja herb. íbúð við Safamýri. íbúðin er mjög vönduð, með teak og gullláms innréttingu, teppi á stofu og holi. — Stigagangar teppalagðir, þvottahús fullbúið vélum. 2ja herb. fullbúin íbúð á 3ju hæð í sambýlishúsi við Hraunbæ. Rúmgott herbergi í kjallara fylgir. 4-5 herbergja íbúðir Ný 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð við Álfaskeið í Hafnarfirði. 4ra herbergja íbúðarhæð í tvíbýlishúsi við Kárs- nesbraut. Glæsileg 4ra herb. íbúð við Stigahlíð. 4ra—5 herb. endaíbúð við Háaleitisbraut. 4ra—5 herb. parhús við Skólagerði í KópavogL Parhús við Breiðholtsveg. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN DJARNI BEINTEINSSON HDL JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR FTR. AUSTURSTRÆTI 17 (HÚS SILLA OG VALDA) SÍMI 17466 Bréf til Morgunblaðsins: Um fiskverðið Sniðskóli Berj>ljótar Olafsdóttur LACG ARNES VEGI 6 2. Sniðkennsla, námskeið fyrir byrjendur og fram- haldsnámskeið, hefst 12. þ. m. Innritun hafi. Sími 34730. í ÚTVARPSVIÐTALI við Árna Benediktsson fyrir nokkrum dögum upplýstist að afkoma frystihúsanna hafi verið allgóð í heild síðustu 5 ár, en árið 1965 þó langbezt. Þetta gefur tilefni til hugleiðinga um fiskverðið, sem á þessum árum hefur verið að dragast aftur úr öðru verð- lagi og ekki fylgt nálægt því hækkunum á erlendum mörkuð- um, og árið 1965 sem hagstæðast er taldi Jónas Haralz útilokað að verðið gæti hækkað meira en um 514% og því aðeins að frysti húsin fengju hagræðingarfé. Skýrasta dæmið um að fiskverð- ið hefur verið óeðlilega lágt á þessum árum er það, að upp hef- ur risið þvílíkur aragrúi smá- frystihúsa og fiskverkunarstöðva og útilokað er að skaffa þeira öllum verðugt verkefni þó allur okkar fiskveiðifloti starfaði með fullum afköstum. Öllum hlýtur að vera ljóst að útilokað er að fiskiflotinn sé látinn standa undir allri þessari fjárfestingu með óhagstæðu fiskverði. Sem dæmi um það, sem hér hefur verið sagt, skal bent á Hafnar- fjörð. f byrjun vertíðar 1965 voru 25 bátar gerðir þaðan út en fiskverkunarstöðvar voru 26. Við teljum að ekki sé of djúpt tekið í árinni þó fullyrt sé, að fiskverkunarstöð Jóns Gíslason- ar og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafa tæplega verið fullnýttar af afla þessara báta. Þegar maður lítur til Reylcjavíkur kemur nokkurn veginn það sama upp á teninginn, héðan róa 45-50 bátar en aðeins 3 stærstu húsin þurfa sennilega um 20 báta hvert til að vera skaplega nýtt. Til glöggvunar þeim, sem ekki þekkja til skal á það bent að hér starfa auk þessara þriggja stærstu 6 eða 7 önnur frystihús *-elfur Laugaveg 38. Okkar árlega útsala hefst í dag. Mikið af vönduðum fatnaði selt með miklum afslætti. Komið strax og gerið góð kaup. hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Simar 12343 og 23338. og eru 2 þeirra afkastamikil, auk aragrúa annarra fiskverk- unarstöðva. Við höldum að allir hljóti að vera sammála um að þessi mál séu komin út í enda- leysu og nauðsynlegt sé að spyrna við fæti, og væri þá ekki eðlilegt að viðhafa þá aðferð að búa íslenzku frystihúsunum sömu aðstöðu og í nágranna- löndunum hvað lánsfé, tolla, skatta og útgjöld snertir og láta þau svo borga sambærilegt verð til fiskflotans, sem þá einnig nyti sömu hlunninda og fisk- veiðifloti nágranna okkar. Þetta gefur tilefni til hugleiðinga um hvort sildariðnaðurinn sé ekki að fara 9Ömu leið vegna of lágs verðs á hráefni. Það skal tekið fram að þetta er ekki uppsláttur út í loftið heldur vinsamleg ábending til viðkomandi aðila, ef hægt væri að koma í veg fyrir að fiskveiðar legðust niður á ís- landi. Allir landsmenn eru orðnir fullkunnugir því gegn um blöð og útvarp,-að togaraútgerð á ís- landi er löngu vonlaust fyrir- tæki, bæði sökum þess að fisk- verð er svo lágt hérlendis og hitt ef siglt er á erlendan markað þá eru tollar og annar kostnaður, sem gleypir fjórðung af afla- verðmæti. Það er vart hugsan- legt að aflaaukning gæti orðið svo mikil, jafnvel þó togarar fengju að fara inn á flóa og firði, að nægja myndi til að um rekstrargrundvöll væri að ræða með núgildandi fiskverði, eða þó það hækki um 10% eða svo. Það sama er orðið um báta- flotann, endalausar hækkanir allt í kringum þennan atvinnu- veg hafa gert hann óstarfhæfan, þar sem hann er ekki lengur samkeppnisfær við aðra at- vinnuvegi um vinnuafl, en ein- mitt sú hlið málsins hefur aldrei verið tekin með í reikninginn eins og vert væri þegar rætt er um minnkandi aflamagn. Allt ber því að sama brunni, fisk- verðið verður að hækka, annars hlýtur þessi atvinnuvegar að leggjast niður. Það hefur verið talið fram til þessa, að fiskveiðar væru aðal atvinnuvegur þjóðarinnar, en skyldi það nú vera svo í raun og veru. Ætli það hljóti ekki að vera að aðalatvinnuvegurinn sé sá, sem flestir landsmenn vinna við, og þar sem tekjurnar eru hæstar og vissastar, þangað streymir kjarninn úr vinnuafl- inu af eðlilegum orsökum, sér í lagi ef vinnan er þar að auki léttari og vosminni en t.d. fisk- veiðar. Það fer ekki á milli mála, að á sama tíma, sem fækkað hef- ur fiskimönnum hefur verzlun- arfólki fjölgað stórlega og virð- ast allir hafa þar nóg að gera, þó er hlutverk þessa fólks lítið annað en innflutningur og inn- anlandsvörudreifing, útflutning- ur afurðanna er á fáum höndum og ekki fólksfrekur. Þrátt fyrir auðsæja velmegun verzlunar- stéttarinnar hefur ekki linnt lát- um um meiri álagningu og meira Geymsluhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu geymslu- húsnæði helzt sem næst VitatorgL Verzlunin Nyborg Hverfisgötu 76 — Sími 12817. frjálsræði í verzlunarháttum og er vísast að ef sinnt væri öllum þeim kröfum mundi enginn mað ur á íslandi gera annað en að verzla, hvað sem það gæti stað- ið lengi. En nú verður manni spurn, hvernig svo margt fólk geti haft góðar tekjur af svo til- tölulega litlu starfi, sem vöru- dreifingu í 190 þús. hræður. Og það þarf ekki að kafa djúpt. Verðlisti frá V-þýzku fyrirtæki, sem liggur hér fyrir framan okkur sýnir brot af því, sem hér er að gerast. Það skal tekið fram að dæmin eru tekin af grófari endanum, en einnig til að fyrir- byggja misskilning að það er smásöluverð, sem um er að ræða á verðlista. DM. 4.50 hér í búð á tæpar kr. 500.000; annað DM. 6.90, hér í búð kr. 380.00. — Það mætti sennilega fylla nokkur dagblöð með dæmum svipuðum þessum, en við látum öðrum það eftir. Hitt er augljóst að hér fær einhver krónur fyrir lítið erf- iði. Við álítum að þarna sé upp- risinn sá draugur í íslenzku þjóðlífi, sem eigi eftir að leggja fiskveiðarnar í auðn takist ekki að kveða hann niður í tíma og munu sennilega flestir hryggjast, ef illa tekst til, nema íslenzkir fiskimenn, þeir hafa fengið von um að deyja í bóli sínu 1 stað þess að drukkna í köldum út- hafssjónum. | Okkur langar til að benda á, með nokkrum orðum, aðstöðu- mun íslenzka landbúnaðarins og íslenzka sjávarútvegsins. í raun- inni ætti landbúnaðurinn að vera í sömu vandræðum.og sjávarút- vegurinn, en þar kemur annað til greina. Fyrir landbúnaðinn er tilbúið verðlag samkvæmt gildandi lögum, og er það verð- lag nú orðið hærra en nokkur staðar þekkist í veröldinnb á sama tíma er sjávarútvegurinn einnig með tilbúið verðlag sam- kvæmt lögum, og er það verðlag mikið lægra en nokkurs staðar þekkist í veröldinni, í báðum til- fellum er átt við sambærilega vöru. Þessa tvo lagavanskapnaði ætti að vera búið að nema úr gildi fyrir löngu síðan, og væri þá sennilegt að hlutirnir gætu verið nær því að vera í lagi heldur en nú er. Það hlýtur að vera skylda Alþingis að nema úr gildi lög, eða breyta þeim, ef þau reynast þannig í fram- kvæmd að þau raski eðlilegri þróun atvinnuveganna og eins og í þessu tilfelli leiða til ógagn- legra fjárfestinga í fiskiðnaði, þar sem gróðravon hefur verið óeðlilega mikil sökum hins lága tilbúna fiskverðs. Til að halda uppi hinu óeðli- lega háa verði á landbúnaðar- vöra verður ríkið að greiða geysi upphæðir í verðuppbætur, samt er verðlag til neytandans býsna hátt. Sem dæmi skal nefnt, að niðurgreiðsla á 1 kg. af smjöri er kr. 98.80 eftir þvi sem við vitum bezt, er hægt að flytja inn fyrir þá upphæð á milli 2 og 3 kg. af sömu vöru, Það sjá allir að það er hrein vit- fyrring að styrkja þessa fram- leiðslu því hún á engan tilveru* rétt og er algerlega ónauðsynleg, f búnaðarþætti nokkru fyrir jól, sagði flytjandinn, að það væri verið að tala um að síldveiði- skipin væru búin að flytja á land hráefni fyrir 1 milljarð og þætti mikið, en hann sagði að bændur hefðu framleitt vörUj fyrir helmingi hærri upphæð* 1965. Nú langar okkur að spyr'gJ á hvaða verði þetta sé reiknrð** Því það er ekki hægt að tala um annað verð en er á heimsmark- aði. Það er ef til vill hægt að leysa vandamál útvegsins með landbúnaði? Af því, sem að framan hefur verið sagt er augljóst að hin svonefnda viðreisnarvelferð hef- ur farið rækilega framhjá sjávar útveginum. Orsökin er sú, að okkur einum hefur verið gert með lögum að starfa á verði, sen| er 50% læra en eðlilegt væri, Það er alþingismanna að leið- rétta þetta misræmi, hvar 1 flokki sem þeir standa, því þetta misræmi hafa þeir kallað yfir okkur með lagasetningum. Halldór Bjarnason n»ihi BinrSiuia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.