Morgunblaðið - 28.01.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ,
-i
•s
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
SÍM' 1-44-44
\mium
Hverfisgrötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Ha«stætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Hópferðabílar
allar stærðlr
Símar 37400 og 34307.
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gorðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
• Grallarasöngur
Maður, sem kallar sig
„einn af mörgum“, skrifar:
„Úlfaþytur nokkur hefur
orðið um erindi Andrésar Krist
jánssonar, ritstjóra. Nokkuð
hefur borið á því, að menn
hafa snúið út úr orðum hans
og reynt að (þyrla upp moki-
viðri. Slíkt er oft háttur þeirra,
sem vita, að þeirra eigin mál-
staður er veikur.
Hvers vegna má ekki halda
sig að kjarna málsins? Það er
á vitorði allra, að kirkjan hef-
ur orðið viðskila við fólkið.
Hún virðist ekki eiga djúp ítök
í hug manna yfirleitt, og menn
láta sig málefni hennar litlu
skipta. Það er augljós stað-
reynd, að henni hefur ekki tek
izt að laga sig eftir smekk nú-
tímamannsins.
A. K. minnist á góðan, frjáls-
legan söng sígildra sálma og
laga og einnig nýja sálma og
ný lög sem atriði, er myndu
falla fólki vel í geð. Hann
amast við hneigðinni til grall-
arasöngs og einnig við íburði í
messuskrúða. Nú vita allir ís-
lendingar, að þetta tvennt eru
ný fyrirbæri í íslenzkri messu-
gerð. Hitt mun og vera á vit-
orði flestna, a'ð sJikt er ekki llík-
legt til að vekja andlegan áhuga
fslendinga. Kirkjan á vitanlega
að þjóna fólkinu í heild og hafa
áhrif á hug ungra og gamalla.
Góð húsmóðir miðar ekki mat-
argerð sína fyrst og fremst við
það, sem henni sjálfri þykir
gott, heldur við smekk þeirra,
er við borð hennar sitja. Skyldi
ekki sama meginreglan stand-
ast, þegar um andlega fæðu er
að ræða?
Ekki skildi ég orð A. K. svo,
að hann væri að deila á guð-
fræðistúdentana , þótt honum
geðjaðist ekki að því, sem þeir
voru látnir syngja. Slíkt er út-
úrsnúningur. Almenningur, sem
htýtt hefiur á passíusálmana í
útvarpinu undanfarin ár, hefur
ekki deilt á söngraddir þeirra,
er kyrjað hafa passíusálmana
undir grallaralögum. En fólk
hefur lokað fyrir tæki sín til
þess að losna við söng, sem því
þykir með afbrigðum leiðinleg-
ur og stundum misst af lestri
sálmsins fyrir bragðið.
„Ungu mennirnir, sem sungu
með hljómi sins tíma, voru
prestar kvöldsins", segir A. K.
— Þ. e. þeir náðu til fólksins.
FÉLAGSLÍF
KR-ingar, skiðafólk!
Farið verður í skálann
laugardaginn 28. þ.m. kl. 13,00
og kl. 18,00 og sunnudaginn
kl. 10,30. Gott skíðafæri og
lyfta í gangi. Selt verður:
Pylsur, gos, heitar súpur,
kaffi og kökur.
Stjórnin.
Aðalfundur
Fimleikafélags Hafnarfjarð-
ar verður haldinn í Sjálfstæð-
ishúsinu í Hafnarfirði þriðju-
daginn 31. janúar n.k. Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundar-
störf.
Stjórnin.
hinir ekkL
Þeir menn, sem kirkjusálm-
um stjórna, hljóta að hafa
áhuga á því að ná til fólksins.
Það útheimtir að sjálfsögðu
nokkra athugun og auðmýkt.
Þeir þurfa að læra að skoða
málið frá sjónarmiði hins aðil-
ans og ekki einungis frá sínu
eigin.
Vera má að tiltölulega fáir
kveði sér opinlberlega hljióðs
um þetta mál, en eitt er víst:
í meginatriðum túlkuðu orð
A. K. hug fjöldans. Kirkjan og
þeir, sem málum hennar
stjórna, ættu að fagna því að
kynnast skoðun fjöldans. Al-
menningur kann að meta það,
sem er blátt áfram og látlaust,
laust við yfirlæti og tildur".
• Óskabarnið
Sjónvarpið
St. D. skrifar:
„Fvrir meira en hálfri öld
var Eimskipafélag íslands tíð-
um nefnt óskabarn þjóðarinn-
ar, og var það rétt nefnt.
Nú er íslenzka sjónvarpið tíð
um nefnt svo, a.m.k. af þeim,
er af eldlegum móði hafa bar-
izt fyrir sjónvarpið, síðan fyrst
það komst á dagskrá. Minnir
baráttu-hiti þessara áhuga-
manna á heitustu ræður for-
ystumanna íslendinga í sjálf-
stæðismáli þjóðarinnar, áður
fyrr, þó óliku sé saman að
jafna, m. k. að áliti okkar eldri
mannanna. Og svo var mikill
áhugi forgöngumanna sjón-
varpsins og trúarkraftur í túlk-
un málsins, að þeir kváðu komu
sjónvarpsins stórkostlegasta
sáluhjálparatriði fyrir þjóðina,
er eygja mætti, svo að ekki
mætti dragast ári lengur að
byggja hér sjónvarpsstöð, þ.e.as.
segja fyrir þéttbýlið á Suðvest
urlandi, lengra náði áætlunin
ekki í bili.
Um fjárhagshliðina var lítið
rætt á byrjunarstigi málsins,
þó að enginn peningur væri
handbær til framkvæmdanna,
nema nokkur upphæð tolltekna
af móttökutækjum, er keypt
höfðu verið vegna Keflavíkur-
sjónvarpsins. Treysta mátti, að
þessar tekjur ykjust verulega,
en hlutu þó að hrökkva skammt
í þann kostnað, er standast
þurfti. Engin leið þótti að bíða
eðlilegan undirbúningstíma og
eftir eðlilegri þróun málsins,
svo sem nágranna-þjóðir vorar
gerðu, — yfirbygginguna varð
að reisa undan grunninum,
aiinars „misstum við af stræt-
isvagninum". Vita mátti þegar
í byrjun, að fólkið í strjálbýl-
inu, norðan heiða, vestan og
austan fjalla, vildi ekki og gæti
ekki beðið eftir, að þess sálu-
hjálp yrði skömmtuð í margra
ára áföngum.
í upphafi skal endirinn
skoða: Fjárhagsgrunninn þurfti
að tryggja, áður en hafizt var
handa um þetta risa-fyrirtæki.
fslenzka sjónvarpið er með öllu
því, sem því fylgir og fylgja
ber: aðalstöð með skrifstofum
og starfsfólki, nú yfir 30 manns
og tvöfaldast brátt, fjöldi end-
urvarpsstöðva um allar byggð-
ir miiili ihárra fjalCa, í þröngum
fjörðum og djúpum dölum, svo
og viðtökutæki á 60—70 þús-
und heimili, þegar í fyrstu lotu,
— meira fjárfestingarfyrirtæki
en nokkru sinni hefur verið til
stofnað á landi hér. Og þetta
er gert í miðri glímu við verð-
bólgudrauginn. Um þetta tjóar
ekki að fást. Við íslendingar
hikum aldrei við smá-torfærur
á fjármálasviðinu, og ef hand-
bært fé skortir, þá er einfaldast
að taka lán. Það hefur þó til
þessa ekki verið hygginna
manna háttur að taka stórfelld
lán, nema til arðgaefra fyrir-
tækja, en tímarnir breytast.
Þegar fyrir síðustu jól var sam
þykkt heimild fyrir sjónvarpið
að taka að láni kr. 25 millj.
til brýnustu þarfa. Sumir þing-
menn töldu þörfina vera
minnst kr. 100 millj., og er það
sönnu nær. Það er hægt að
bæta við seinna.
Stofnkostnaðaráætlun virð-
ist vera í molum. Fyrstu áætl-
anir fyrir einu ári eru einskis
nýtar, t. d. var þá afnotagjald-
ið áætlað á ári kr. 15 sundruð,
en hefur nú verið ákveðið 2400
krónur og þykir of lítið. Senni-
lega verður fjárfestingin í stöðv
um og viðtökutækjum minnst
kr. 2500—3000 millj. Eru þá
talin 60—70 þúsund viðtæki, og
meðalverð þeirra h. u. b. kr. 30
þús. Segja má, að hver einstakl
ingur sé sjálfráður um tækja-
kaup, en þetta verður ekki svo
auðveldlega aðskilið, þvi að til-
vera sjónvarpsins og tekjur
þess byggist á notendafjöldan-
um, og það grundvallað á þjón
ustu við þá. Allt þetta er fjár-
festing, sem þjóðin öll verður
undir að rísa, og kemur svo
fram i auknum kaupkröfum
allra stétta.
Þó margir játi nú, að komast
hefði mátt framhjá mörgum
erfiðleikum, ef undirbúnings-
tími að stofnum 'sjónvarpsins
hefði verið t. d. þremur árum
lengri, þá verður nú engu
breytt um það. Fólkið í öllum
byggðum landsins verður að fá
jafna aðstöðu til sjónvarpsins.
Kröfum fólksins verður að
sinna án undandráttar, þó að
til þess þurfi að taka ný og
stærri lán. Vel ber að athuga,
að jafnvægi í byggðum landsins
raskist ekki meir en orðið er,
og gera þarf enn betur en
stöðva flóttann úr strjálbýlinu.
Því verður að varast allt, er
veitir einu byggðalagi betri að-
stöðu en öðru til hvers konar
lífsþæginda, sem menn kjósa
sér. Annars er hættan, að strjál
býlingar axli skinn sin og leiti
þangað, sem eldarnir brenna
skærar. Takmarkið á að vera
spá skáldsins: Sveitirnar fyll-
ast, akrar hylja móa.
Fjár-hagserfiðleikar sjón-
varpsins verða vafalaust yfir-
stignir á næstu tímum og bætt
fyrir bráðlætis-syndir, þegar
lengri tímar líða. Öllum fjár-
málaflækjum er ofar, að þetta
glæsilega tæknitæki verði ein-
göngu notað í þágu sannrar
menningar, en þar með teljast
skemmtiþættir, er þjóna sak-
lausri gleðihneið manna.
• Ágætar helgi-
stundir
Margir hafa skrifað um
fyrstu göngu sjónvarpsins og
dásama í einu og öllu vöxt og
viðgang iþess. Fer það sem um
önnur óskabörn, ást hylur lýti,
þó að til séu. Annars má undir-
strika flest það, er sagt hefur
verið um ágæti sjónvarpsþátt-
anna, er fluttir hafa verið til
þessa, en þó hefðu sumir þeirra
verið betur ósýndir. En flestir
þættirnir voru ágætir, svo sem
helgistundirnar, og reyndar um
allar íslenzku myndirnar má
segja hið sama, en algjör mis-
tök að flytja sumar erlendu
myndirnar. Sú hætta vofir yfir,
þegar útsendingar-dögum verð
ur fjölgað eins og ákvarðað er,
að þá verði, vegna fátæktar á
innlendum myndum og úrvals-
efni erlendu, dagskráin fyllt
með miður hollu efni, svo sem
glæpamyndum og gömlum
stríðsfréttum, eins og þegar
hefur komið fyrir. Hernaðar-
og hryllingsmyndir á alls ekki
að sýna við arinn íslenzkra
heimila.
Flestir munu hafa hrifizt, er
biskup íslands vígði kapellu
sjónvarpsins. Biskupixm bað
þess, að þessi glæsilega stofnun
og undratækni yrði ætið og eia
vörðungu notuð í þjónustu göf-
ugra málefna — sannrar menn-
ingar. Undir þá bæn hljóta állir
vel hugsandi og heilskyggnir
menn að taka heilshugar. Eink-
unnarorð sjónvarpsins skulu
vera: Einungis bezta, göfgandi
efni. Það má ekki bregðast,
Vonandi verður stjórn íslenzka
sjónvarpsins minnug orða og
bæna biskupsins.
St. D
# Sjónvarpið
á Selfossi
Selfossi, 22/1. 1967.
Kæri Velvakandi.
Viltu vera svo góður að birta
bréf þetta fyrir mig? Forrráða-
menn íslenzka sjónvarpsins: Er
það rétt, sem við álítum hér á
Selfossi, að það sé Eyrbekking-
um að kenna, hve illa er hugs-
að um endurvarpsstöðina hjá
þeim? Útsendingar hefjast oft-
ast þaðan 2 tímum fyrir dag-
skrá og standa yfir til mið-
nættist t. d. 18. janúar var 3
tíma dagskrá kl. 20.44 — 23.00,
en útsending frá Eyranbakka
stóð yifir í 6 tima eða frá k'L
18.00 — 24.00. Er einhver ein-
ræðisfrú eða herra á Eyrar-
bakka, sem á að sjá um endur-
varpsstöðina, eða er hún e. t. v.
í sambandi við klukku, sem er
stillt á ákveðinn tíma? Ef það
skyldi nú vera það rétta, þá
umfram allt fáið ykkur klukku,
sem hægt er að stilla á korter
fyrir og eftir dagskrá og ein-
hverja mannveru, sem getur
séð um að hún gangi rétt. Við,
sem vorum vön að horfa á Suð-
urnesjasjónvarpið, viljum fá að
halda því áfram, t. d. að sjá
síðustu mynd þaðan, sem byrj-
ar kl. 24.15, einmitt þegar ís-
lenzka dagskráin er búin, en
það getum við ekki nú, því að
endurvarpsstöðin tekur alveg
fyrir aðrar útsendingar. E. t. v.
álítið þið í höfuðborginni eða á
Eyrarbakka okkur Selfossbúa
svo seinvirka, að við þurfum
tvo tíma til að snúa við einum
takka á sjónvarpi, en ég get
fullvissað ykkur um, að við
teljum okkur geta afkastað
því á styttri tíma, og þó að ís-
lenzka stillimyndin sé falleg og
frábærlega vel valin, getum við
vel verið án hennar.