Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBBÚAR 1967.
MME3SI
Námslánum verður úthlutað á
þessu ári skv. hinu nýja frumvarpi
— sagði menntamalaráðherra á Alþingi i gær
stefnum og bæri ekki að hamla
gegn þvL
Einnig gæti slört orðið til að
torvelda námsmannaskipti, er nú
færu í vöxt.
Okkur bárust óskir, sagði Bene
dikt, frá stúdentasamtökunum
um, að stjórnarseta fulltrúa stú-
denta væri miðuð við tvö ár í
stað fjögurra og varð nefndin við
þeim tilmælum. Þá leggjum við
til að afnumin verði skylda lán-
þega að setja tryggingu fyrir
lánL enda hafi stjórn sjóðsins það
í hendi sér hvort hún krefjist
þess. Forðast ber að nemandi
verði að hætta við lántöku vegna
þess, að hann geti eigi sett trygg-
ingu. Þá leggjum við einnig til,
að ef stúdent andist eða verði ör-
kumla, þá verði lánið óaftur-
kræft.
Við leggjum einnig til skilyrði
til kandídatsstyrks verði bundið
við fjögurra ára nám í stað fimm,
enda er tilhneiging til að stytta
námstímann í heild, svo sem með
því að lengja skólaárið.
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra: Ríkisstjórnin hafði
upphaflega gert ráð fyrir, að
gengið yrði frá frv. fyrir áramót,
en svo varð ekki m. a. vegna mik-
illa anna í desember. Nú er það
svo, að vant hefur verið að út-
Framíhald á bls. 25.
Reist verði ung-
mennahús í Rvík
Frumvarp tveggja framsóknarmanna
Á FUNDI neðri deildar í gær
var frv. um námslán og
námsstyrki tekið til annarrar
umræðu. Hefur frv. verið til
afgreiðslu hjá menntamála-
nefnd og hún fjallað ítarlega
Þingmál ■ gær
Efri deild
FRUMVARP ríkisstjórnarinn-
ai' um samkomudag Alþingis
afgreitt sem lög frá Alþingi og
var tekið til annarrar og þriðju
umraeðu. Var það samþykkt og
»ent ríkisstjórninni til meðferð-
l\ieðri deild
Frumvarp Guðlaugs Gíslason-
ar um breyting á lögum um
Stýrimannaskólann í Vestmanna
eyjum var tekið til annarrar
umræðu. Lagði menntamála-
nefnd til, að frv. yrði samþykkt
óbreytt. Var frumvarpið sam-
þykkt og því visað til þriðju
umræðu.
Fram var haldið fyrstu um-
iræðu um Austurlandsvirkjun.
Eysteinn Jónsson hafði kvatt
sér hljóðs, en afturkallaði. Var
atkvæðagreiðslu frestað.
Gísli Guðmundsson (F) flutti
framsögu fyrir frv, er hann flyt-
ur ásamt þeim Framsóknarmönn
um, Jóni Kjartanssyni, Halldóri
E. Sigurðssyni, Halldóri Ásgríms
syni, Ágústi Þorvaldssyni og
Sigurvini Einarssyni, um sér-
stakar ráðstafanir til að stuðla
að verndun og eflingu lands-
byggðar. Frumvarpið hefur ver-
ið flutt á fjórum undanförnum
þingum. Hlustaði nú Jón Kjart-
ansson einn flutningsmanna á
ræðu framsögumanns. Umræðu
var lokið, en atkvæðagreiðslu
frestað.
Matthías Bjarnason (S) flutti
framsögu fyrir frv. er hann flyt-
ur um sölueyðijarðarinnar
Skarðs í Snæfjallahreppi í N-
ísafjarðarsýslu til Engilbers
Ingvarssonar bónda á Tyrðil-
mýri.
Umræðu varð lokið, en at-
kvæðagreiðslu frestað.
Ný mál
Ásgeir Bjarnason og Páll Þor-
steinsson hafa flutt frv. um
breytingu á jarðræktarlögum.
Þórarinn Þórarinsson o.f].
flytja þingsályktunartilL um
kosningu millilþinganefndar fil
að endurskoða lög um útílutn-
ingsverzlun og gjaldieyrismál.
Fjórar fyrirspumir komu fram
í gær: Til viðskiptamálaráð-
herra um bindingu sparifjár inn
lánsstofnana á Norðurlandi, frá
Birni Jónssyni og Ragnari Arn-
alds, til ríkisstjórnarinnar um
varðveizlu skjala og gagna þing
kjörinna og stjórnskipaðra
nefnda frá Birni Jónssyni, til
ríkisstjórnarinnar og slysatrygg
ingu sjómanna frá Geir Gunnars
syni, til ríkisstjórnarinnar um
frv. til skólakostnaðarlaga frá
Ingvari Gíslasyni og Páli Þor-
•teinssyni
um það, m.a. aflað sér álits-
gerða frá samtökum stúdenta
heima og erlendis. Helztu
Sameinað
þing
Dagskrá í dag:
1. Hlutverk Seðlabankans að
tryggja atvinnuvegunum lánsfé.
2. Verðjöfnun á áburði.
3. Samstarf gegn alþjóðlegum
einokunarauðhringum.
4. Fyrirspurnir:
a. Binding sparifjár innláns-
stofnana á NorðurlandL
b. Varðveizla skjla og gagna
þingkjörinna og stjórnskipaðra
nafnda.
e. Slysatrygging sjómanna.
d. Skólakostnaðariög.
e. Úthlutun listamannalauna.
f. Öryggisútbúnaður álverk-
smiðju í Straumsvík.
g. Rekstrarvandamál báta.
5. Kaup Seðlabankans á víxl-
um iðnaðarins.
6. Réttur til landgrunnsins.
7. Húsnæðismál.
8. Tillögur U Þants til lausnar
á styrjöldinni í Vietnam.
9. Listasöfn og listsýningar.
10. Uppbygging sjónvarps.
11. Skólaskip.
12. Lækkun dráttarvaxta í
fiskveiðasjóði og stofnlánadeild
Búnðarbankans.
13. Skipan heilbrigðismála.
14. Fiskeldisstöðvar.
15. Diplomatiskt samband við
þýzka alþýðulýðveldið.
MAGNÚS Jónsson, fjármála-
ráðherra, upplýsti á Alþingi
í gær, að fyrir frumkvæði
menntamálaráðherra hefðu
kvikmyndahús fallizt á að
hætta tóbaksauglýsingum og
jafnframt hefði verið ákveð-
ið að sjónvarpið flytti ekki
tóbaksauglýsingar. Fjármála
ráðherra sagði, að þetta væri
árangur af aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar í framhaldi af
því, að frv. er hann flutti
fyrir tveimur árum á Alþingi
hefði verið vísað til hennar.
Þessar upplýsingar ráð-
herrans komu fram í um-
ræðum í Efri deild í gær um
frv. Alfreðs Gíslasonar um
bann við tóbaksauglýsingum.
Kvaðst f jármálaráðherra
samþykkur frv. og teldi eðli-
legt að Alþingi setti bann við
tóbaksauglýsingum eins og
áfengisauglýsingum. Flutn-
ingsmaður, Alfreð Gíslason,
sagði við umræðuna, að eft-
ir 4-5 ár mundu 100 íslend-
breytingartillögur nefndar-
innar voru þessar: Niður
verði fellt það ákvæði, að
lán verði því aðeins veitt til
náms erlendis, að eigi sé unnt
að leggja stund á það á Is-
landi. Þá lagði nefndin einn-
ig til, að miðað verði við f jög
urra ára nám hið minnsta,
er styrkt sé framhaldsnám í
stað fimm ára áður.
Auk þessa voru nokkrar
minni háttar breytingartillög
ur. Flestar tillögurnar eru
fram bornar vegna tilmæla
stúdentasamtakanna.
Benedikt Gröndal (A), sagði í
upphafi, að hann teldi ekki, að
þær breytingar, er menntamála-
nefnd legði til, fælu í sér neinar
IMeðri deild
breytingar á meginstefnu frv.
Vék hann síðan að þeim breyt-
ingartillögum, er nefndin bar
fram.
Hann sagði, að nefndin hefði
orðið sammála um að leggja til
að námslán til náms erlendis
væru ekki bundin því að ekki
væri kennt í greininni við Há-
skólann.
Benti hann á, að Háskólinn
væri lítill og því ekki heppilegt
að loka fyrir það, að nemendur
geti farið utan til menntunar,
ekki sízt, ef kennarar eru fáir í
kennslu hér. Slíkar utanferðir
gætu orðið til að kynnast nýjum
sjúkdómur 10-15 sinnum tíð-
ari í reykingamönnum, en
hinum sem ekki reyktu.
Alfreð Gíslason (K) sagði, að
lungnakrabbi ykist með ári
hverju og óhætt væri að full-
yrða að hann hefði aukizt um
helming síðustu 10-15 ár. Hann
sagði að tóbaksreykingar ættu
verulegan þátt í lungnakrabba
og væri eðlilegt að barátta hefði
verið hafin á hendur tóbaks-
reykingum, þegar þetta hefði
Efri deild
komið í ljós. Hér á landi eru það
sérstaklega nokkrir læknar, sem
hafa gengið fram fyrir skjöldu
og hér sem annars staðar hefði
það fallið í hlut krabbameinsfé-
laga að standa í fararbroddi í
þessari baráttu. Tóbaksframleið-
endur hafa hins vegar hafið varn
arbaráttu og síðar sókn sagði
flutningsmaður, fyrir auknum
tóbaksreykingum. í þeim efnum
eru auglýsingar skæðasta vopn
þeirra. Fyrir tveimur árum flutti
núverandi fjármálaráðherra frv.
um bann við tóbaksauglýsing-
um og gekk það greiðlega í gegn
um Efri deild en í Neðri deild
var því tekið með trega, sem
leiddi til þess að það stöðvaðist
þar. Þykir því rétt að reyna á
EINAR ÁGÚSTSSON (F), flutti
í gær framsögu í neðri deild fyr
ir frv., er hann flytur ásamt
flokksbróður sínum Þórarni Þór
arinssyni um að reist verði ung-
mennahús af ríki og borg hér í
Reykjavík. Skuli þar vera að-
staða til margs konar tómstunda
starfsemi, svo sem dans.
Einar Ágústsson lagði á það
álherzlu í sinni ræðu, að aðstaða
ungmenna til skemmtana hér í
borg væri allsendis ófullnægj-
andL og hér væri ekki til einn
einasti staður fullnægjandi til
skemmtana fyrir æskufóik. Vék
Einar að ólátum ungmenna nú
fyrir stuttu og rædrti um orsakir
til þess og vitnaði þar í ummæli
ýmissa leiðtoga um þau mál,
svo og í viðtölum við ungmennL
Þar kæmi skýrt fram, að núver-
andi ástand væri til skammar,
og gera þyrfti hið bráðasta ráð-
stafanir til bóta.
Það væri eðlilegt, að ung-
menni á aldrinum 16 til 20 ára
vildu hafa aðstöðu til skemmt-
ana, þar eð þau væru búin að
taka á sig ýmsar kvaðir hins al-
mienna borgara og eins búin að
öðlast ýmis réttindL Að vísu
væri ékki lögbann við aðgangi
þess fólks á vínveitinga/hús, en
það enn á hvora skálina al-
þingismenn vilja leggja sitt lóð,
sagði Alfreð Gíslason.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra sagði að hann hefði flutt
samskonar frv. fyrir tveimur ár-
um en endalok þess í ND hefðu
orðið þau að því var vísað til
rikisstjórnarinnar. Þyrfti naum-
ast að útskýra það fyrir þing-
mönnum, að þar með væri mál-
ið komið á nokkuð annað svið
enda ekki skynsemi í þeirri máls
meðferð, ef Alþingi ætlaðist til
þess að frv. næði fram að ganga.
Fjármálaráðherra sagði að ríkis-
stjórnin hefði íhugað málið og
að tilhlutan menntamálaráð-
herra, sem hafði fengið það í
hendur, hefði verið haft sam-
band við kvikmyndahúsin um
að þau af frjálsum vilja hættu
að taka tóbaksauglýsingar.
Hefðu þau fallizt á það. Þá hefði
einnig verið ákveðið nokkru eft-
ir að sjónvarpið tók til starfa
að tóbaksauglýsingar yrði ekki
birtar þar. Varðandi birtingu
auglýsinga frá tóbaksseljendum
í blJðum hefði hins vegar ekk-
ert gerzt. Sagði Magnús Jóns-
son, þær væru ekki jafn mikl-
ar nú og meðan frv. var í með-
ferð Alþingis af hvaða ástæðum
sem það nú væri. Fjármálaráð-
herra kvaðst að lokum fylgjandi
frv.
húsin ömuðust við þeim, og
hefðu sjálf sett skilyrði fyrir ina
göngu.
Þá minntist Einar á starfsemi
Stórstúkunnar og framkvæmdir
hennar. En hennar framtak
væri ekki nóg, ekki heldur bygg
ing æskulýðshallar Reykjavíkur
borgar. Það þyrfti meira og því
bæru þeir Þórarinn fram þetta
frumvarp.
í lokin ræddi Einar almennt
um æskulýðsmál og kom víða
við.
Atkvæðagreiðslu var frestað.
Til sölu:
Einstaklingsibúð
2ja herb. á 1. hæð við Fram
nesveg. Nýjar innréttingar,
sérinngangur, geymslur í
kjallara.
4ra herb. ný íbúð á 5. hæð
við Ljósheima. Fullgerð og
teppalögð.
3ja herb. íbúð á hæð ásamt
herb. og þvottahúsi á jarð-
hæð við Njörvasund.
3ja—4ra herb. íbúð, 105 fm.,
í kjallara við Hrísateig.
4ra herb. ný íbúð á 1. hæð
við Skólagerði.
4ra herb. hæð við Víðihvamm
4ra herb. hæð við Skipasund.
5 herb. hæð við Grænuhlíð.
Einbýlishús nýtt 140 fm. full-
gert við Hjallabrekku, bíl-
skúrsréttur.
5—6 herb. hæðir 1 smíðum
við Digranesveg og Holta-
gerði, bílskúrar fylgja.
FASTEIGNASAl AN
HÚS&EIGNIR
BANKASTRÆTI é
Simi 40863
3ja herbergja
íbúð á 1. hæð við Hraunteig.
Teppi. Útb. 450 þúsund.
Hæb og ris
við Stórholt. Á hæðinni er
3ja herb. íbúð og í risinu
3 herbergi og geymsla.
3ja herbergja
jarðhæð við Njálsgötu. íbúðin
er í nýlegu steinhúsi með sér-
hitaveitu, tv. gleri og teppum.
Laus strax.
Einbýlishús
í Árbæjarhverfi um 85 ferm.
(4ra herb. íbúð). Hagstætt
verð og útborgun.
Skipa- & fasfeignasalan
KIRKJUHVOLl
Súnar: I491S o<r 138«
ingar sýkjast á ári hverju
af lungnakrabba og væri sá
Upplýsingar fjármálaráðkerra á Alþingi í gœr:
Kvikmyndahúsin fétlust
á að hœtfa tóbaksaugl.
— Tekið fyrir slikar auglýsingar i sjónvarpinu