Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967.
fundi með Humbling miðli
BLAÐAMANNI frá Morgun-
blaðinu var sl. sunnudag boð-
ið að vera viðstaddur miðils-
fund hjá brezka miðlinum
Horace S. Hambling, sem stadd
wr er hér á landi á vegum Sál-
arrannsóknarfélags fslands.
Ekki skal hér greint í einstök-
um atriðum frá því, sem gerð-
ist á fundi þessum, en miðils-
starf Hamblings er einkum fólg
ið í því að láta „umdeildan op-
inskáan norður amerískan
Indíánastjórnanda, Moon Trail“
tala í gegnum sig. Hefur Moon
Trail þessi fengið orð fyr-
ir mælsku og fagurt tungutak,
og jafnvel verið talað um að
hann hafi silfurtungu.
í upphafi fundarins í skrif-
•tofu Sálarrannsóknarfélagsins
skýrði Hambling frá miðils-
starfsemi sinni og gat um sam-
band sitt við Moon Trail. Síð-
an lýsti hann því, sem gerast
mundi þegar hann félli í dá-
svefn. Fyrst mundi Moon Trail
skýra í stuttum fyrirlestri frá
inntaki kenninga sinna, ef svo
mætti segja, en því næst gætu
fundarmenn spurt hann spurn-
inga og svaraði hann þá hverj-
um einstökum. Fór þetta allt
fram eins og Hambling hafði
fyrir sagt og var fullt ljós í her
berginu meðan á dásvefninum
stóð.
Horace S. Hambling gat þess
í upphafi að starf hans miðaðist
ekki, eins og flestra annarra
miðla, að því að sanna mönnum
framhaldslífið með því að hafa
samband við farna ættingja
viðstaddra, heldur talaði Moon
Trail einkum til þeirra, sem ef
uðust ekki um líf eftir dauðann
og gerði þeim grein fyrir hug-
myndum sínum um tilveruna og
efstu rök.
Hambling gat nokkurra dæma
máli sínu til stuðnings, sagði
m.a. að frægur enskur sálkönn-
uður hefði boðið honum heim
eftir að hann hafði verið á fjöl-
mennum fundi hjá honum í
Lundúnum. 'Sálfræðingur þessi
sagði, að hann gæti á fimm mín
útum séð, ef brögð væru 1 tafli,
en hann hefði þvert á móti ver-
ið sannfærður um það eftir tíu
mínútur, að hér væri eitthvað
merkilegt að gerast. En í við-
ræðum þeirra, sálfræðingsins
og Hamblings, varpaði hinn síð
arnefndi í lokin fram þeirri
spurningu hvort verið gæti, að
í dásvefninum væri að verki
„hinn helmingurinn“ af Hambl-
ing. Auðvitað vildi sálfræðing-
urinn ekki taka af skarið. Sú
spurning verður að liggja á
milli hluta, hvort þarna sé um
að ræða Moon Trail eða ann-
að sjálf Hamblings — og bezt
að fullyrða sem minnst um það
efni, enda ekki í verkahring
blaðamanna að ráða í lífsgátur
sem færustu vísindamönnum
heims hefur ekki tekizt að út-
kljá. En fundurinn var hinn at-
hyglisverðasti Og ef hér er
ekki um að ræða Moon Trail
heldur sé það Hambling sjálfur
sem flytur upp úr sér þessar
íögru og mælsku ræður verð-
ur vart of djúpt í árinni tekið
þó sagt sé að hann sé í hópi
©rðfimustu manna.
Eitt af því, sem ýmsir rýn-
endúr í spíritísk og guðfræði-
leg efni hafa velt fyrir sér síð-
ustu ár, er sú spurning hvort
ekki muni á næstunni vera von
nýs mannkynsfræðara í þenn-
an syndumspilta heim. Ýmsir
hafa þótzt sjá þess nokkur
merki. En þegar Horace S.
Hambling var að því spurður,
hvort Moon Trail vissi af slík-
um spámanni, svaraði hann því
neitandi. Hann hefði ekki séð
nein merki þess að nýr spámað-
ur væri á næstu grösum.
Þá var hann spurður um
manninn andspænis Guði, og
sagði hann að Moon Trail full-
yrti að sérhver maður væri
„Guð í sköpun“ — og má í því
sambandi geta þess að hann
leggur, eins og aðrir miðlar og
stjórnendur þeirra, höfuð-
áherzlu á kærleikann. Hefur
Moon Trail í því sambandi vitn
að iðulega í orð Ellu Wheeler
Wilcox um kærleikann: „Kær-
leikurinn kveikir fleiri elda, en
hatrið slekkur, og eftir því sem
heimurinn eldist, verða menn-
irnir betri“. Moon Trail hefur
einnig lagt áherzlu á, að hinn
samvizkulausi syndari sé ekki
til: „Það er ekki til alger synd-
ari — allir eru guðmenni í sköp
un, hversu illir sem þeir kunna
að virðast. Þið hafið bara
kynnzt þeim í einni af sveifl-
unum aftur á bak“, hefur Moon
Trail sagt í einni af ræðum sín
um, en hann staðhæfir að sveifl
urnar aftur á bak eða neikvæðu
sveiflurnar milli gagnstæðn-
anna verði sífellt styttri en
sveiflurnar fram á við, eða já-
kvæðu sveiflurnar lengist stöð-
ugt. „f stórum dráttum má því
segja að hreyfingin færist smám
saman til jákvæðis og hverfi
þá neikvæði, þannig er alls-
herjar framrás frá ranglæti til
réttlætis, jafnvel þótt öðru
hverju verði sveiflur aftur á
bak til ranglætis, segir Horace
S. Hambling í riti sínu: Boð-
skapur Moon Trails. Enda kom
það vel fram í inngangserindi
Monn Trails á fundi Sálarrann-
sóknarfélagsins á sunnudag,
hversu mikla áherzlu ræðumað
ur leggur á þessar hreyfingar
í tilverunni. Kemst hann raun-
ar að þeirri niðurstöðu, að því
aðeins væri dauði til ef stöðn-
un væri í náttúrunni, en þess
sæjust hvergi merki.
Þegar Moon Trail minnist á
hreyfingu, á hann við líf. Hann
segir sem sagt að engin kyrr-
staða sé neins staðar x tilver
unni og því sé enginn dauði til,
„því að einungis kyrrstaða er
dauði. Ekkert í alheiminum er
kyrrstætt — allt er á hreyf-
ingu“. Lýsti Moon Trail þessu
á fyrrnefndum fundi með vör-
um og tungu Horace S. Hambl-
ings, og má segja að orð hans
hafi ýmist streymt fram eins
og fljót eða tær lækur svo
mælskur var hann — eða til að
slá nauðsynlegan varnagla: svo
mælskt er hið ókunna sjálf
Hamblings.
★
Hambling hefur oft gagnrýnt
aðferðir sálarrannsóknarmanna
og ófáguð vinnubrögð sumra
miðla. Má geta þess að 1920
þegar hann var blaðamaður og
fullur efasemda, tók hann sér
fyrir hendur að afhjúpa spírit-
ismann sem mestu blekkingu
veraldar, en varð djúpt snort-
inn þegar á fyrsta fundi.
Hann lítur ekki á sig sem
„eðlilegan eða venjulegan
miðil.“ Hann hefur margsinnis
brýnt fyrir áhugamönnum, að
ekki er hægt að stytta sér
leið í miðilsstörfum. Enda þótt
hann hafi oftlega gagnrýnt að-
ferðir spíritista, fór Eric W.
Stuart, forseti Brezka sálar-
rannsóknarfélagsins, viður-
kenningarorðum um hann í
formála fyrir síðasta riti hans,
„Boðskapur Moon Trails", sem
fyrr er nefnt. Stuart, sem ver-
ið hefur fundarstjóri í mörg
skipti þegar þessi miðill hefur
haldið fyrirlestra, skrifar á
þessa leið: „Á löngu samstarfi
við Moon Trail og Horace
Hambling hef ég sannfærzt
örugglega um að þeir eru tveir
sérstakir persónuleikar, þó að
hugur Hamblings hafi í löngu
samstarfi mótazt mjög af
stjórnandanum.“
Hambling hélt fyrstu miðils-
fundi sína í Skotlandi og seg-
ir, að það sé ef til vill ástæð-
an fyrir skozkum hreim í mál-
fari stjórnandans. Moon Tráii
krafðist þess, segir Hambling,
að miðill hans aflaði sér starfs
reynslu og góðrar þjálfunar í
framsögn. Segist Hambling
hafa þjálfað sig af fremsta
megni, og hvetur aðra miðla
til að gera slíkt hið sama, því
að hann leggur mikla áherzlu
á vönduð vinnubrögð.
Hambling var spurður að því
á fundinum hvort hann hefði
séð Moon Trail, og svaraði
hann því játandi; meðal ann-
ars einu sinni mjög nákvæm-
lega þegar hann var örmagna
orðinn og hafði í huga að segja
skilið við þennan stjórnanda
sinn. Kom Moon Trail þá til
hans og sárbændi hann að
halda sambandi þeirra áfram,
að sögn Hamblings, og varð
það úr. Og að því kom að
mælska Moon Trails fyllti
Hambling —
stærstu sali Lundúnaborgar.
Síðan hefur ekkert lát verið á
aðsókn að miðilsfundum Hor-
aces Hamblings, og væri of
langt að fara út í þá sálma.
Að sögn ’ hafa ýmsar furður
gerzt á fundum þessum, jafn-
vel lækningakraftaverk að
sumra dómi, en ekki urðum
við Islendingarnir vitni að
neinu slíku og ekki er hægt að
segja að Hambling hafi aukið
á sannfæringu okkar um til-
vist annars lífs og æðri orku,
þó ræður hans slagi hátt upp í
gullkorn testamenntanna.
A laugardagskvöld síðastlið-
ið hafði Hambling fund að við-
stöddum þremur íslenzkum
miðlum, og var Hafsteinn
Björnsson meðal þeirra. Ég
spurði Hafstein, hvað hann
hefði séð. Finnst mér ástæða
til að birta svar hans orðrétt
og fer það hér á eftir: „Áður
en Hambling fór í transinn,
sá ég hvít kraftský byrja að
myndast bæði á bak við hann
og eins inni í hringnum. Svo
kom stjórnandinn til hans og
stóð á bak við hann, meðan á
transinum stóð, studdi hendi á
öxl hans og ég sá hugasanaþráð
inn sem liggur á milli þeirta.
Ég sá band um höfuð stjórn-
andans, hár hans var svart og
sítt, nefið íbjúgt með stórum
lið, augun ákaflega opin og
sterk og skær. Augnaumbúnað-
ur allur mikill. Á bak við hann
sá ég hálfhring af hvítklædd-
um verum, sem virtust standa
vörð um hann. Litarof sem lá
upp frá miðlinum og breiddi
sig yfir stofuna var í ýmsum
litum, mest bar á fölbláum lit
og ljósgrænum og voru þeir
á hreyfingu út frá kraftabylgj-
unum, mjög fallegt að sjá.
Þegar fundinum var lokið
byrjuðu iitimir <*5 ieysast upp
og voru horfnir, þegar Hambl-
ing kom úr dásvefninum."
★
Moon Trail hefur verið
kallaður byltingamaður. Sagði
Hambling í formálsorðum sin-
um á fundinum með okkur, að
segja mætti að hann sé eins
konar „vinstri sinni“ í hópi
stjórnenda. Hann vitnaði oft í
orð Krists, en er þeirrar skoð-
unar að hann hafi verið eins
og aðrir menn, en alls ekki
einn útvaldur sonur Guðs.
Kristur hafi borið guðdóminn
í sér eins og allir, sem líf hafa
öðlazt, en þó í enn ríkara mæli.
Kemur þessi skoðun okkur
mörgum á óvart, en mundum
við ekki vera menn til að fjalla
um hana eins og aðrar ráðgát-
ur tilverunnar?
Guð. Hvernig skýrir Moon
Trail þetta orð, þetta brenn-
andi hugtak allra tíma? Guð
er ekki maður, en þó eru all-
ir menn guð — eða öllu heldur
„guðir í sköpun". Þegar um
spurninguna „hver eða hvað er
Guð?“ er að ræða, má segja
að Guð sé fremur „hvað“ en
„hver“. Stytzta svarið er að
líkindum: „Guð er allt — ekki:
Guð er í öllu. Á því tvennu
er töluverður munur“, segir
Hambling og bendir á að „þessi
greinarmunur sé þýðingarmik-
ill þegar hann hjálpar okkur
til að skilja hið ósundurgreini-
lega, alltumlykjandi eðli Guðs.
Sökum þess að Guð er ekki
eins konar háæruverðugt tign-
armenni, sem situr einhvers
staðar uppi í skýjunum lí'kt og
allsherjareftirlitsvald, getum
við ekki talað xxm „hann“ eða
,;Hann“, heldur verðum við að
segja „Í>AГ. Og Hambling
segir ennfremur: „Óneitanlega
leiðir það til eyðingar hins per-
sónulega, ef við köllum Guð
það. Þetta er fyrsta áfallið, því
að okkur hefur verið kennt
— í „transi".
(Ljósm. MbL Ól. K. M.)
að treysta á einhvern persónu-
gerðan „ytri“ mátt. Þannig höf
um við til allrar óhamingju
tekið að erfðum veikleika og
vanmáttarkennd. Slægir prest-
ar hafa séð sér hag í að við-
halda þeirri blekkingu að „það,
sem ómögulegt er fyrir mönn-
um er mögulegt fyrir Guði.“
Sálusorgarar okkar og fræðar-
ar endurtaka sýknt og heilagt
setningar sem þessar úr Bibl-
íunni; „Þér eruð borin og getin
í synd“, og „dyggðir yðar eru
sem saurgað klæði.“ Ef við við-
urkennum þetta sem sannleik,
er þá nokkur furða að við
finnum til magnleysis? Hvað
er eðlilegra en hinn frumstæði
ótti okkar við einveruna, og
alger skortur á sjálfstrausti
veki okkur í faðm hins persónu
lega Guðs? Við vitum ekki að
gnægð — já, ofgnótt — guð-
legrar orku býr innra með okk
ur sjálfum og því skiljanlegt
að við leitum til einhvers æðra
Aðeins ósveigjanleg fastheldni
við hina tötralegu sekki klerk-
anna, en ösku hinnar út-
brunnu, óheilbrigðu kreddu-
trúar — niðurlægjandi, sálar-
drepandi — myndi geta staðið
að baki spurningunum, sem ég
er svo oft spurður: „En er það
ekki villutrú að skipa sjálfum
sér sess við hlið Guðs?“ — Er
þetta ekki eins konar smánandi
stærilæti?“ eða „að staðhæfa,
að maður sé jafn Guði, er þó
hroki af verstu tegund."
Látum Moon Trail svara:
„Einu sinni var maður, sem
gekk um strendur Galíleu og
birti í sjálfum sér hið æðsta
andlega líf — það hástig, sem
nefnist Krists — eða Mahatma-
stigið. Það, sem hann gerði,
áminnti hann ykkur um að
gera einnig, og eitt af því, sem
hann gerði var að lýsa yfir
með einurð að „ég og faðir
minn erum eitt.“ Hefðuð þið
farið eftir þessari áminningu,
myndi kraftur orðanna lyfta
sálum ykkar upp í hið allra
helgasta, þar sem sameining-
in við Guð er ekki lengur lotn-
ingjavekjandi en neikvæð í-
myndun, heldur jákvæður
raunveruleiki. Og þið mynduð
vita að Guð veit að þið þekk-
ið það eins og það þekkir ykk-
ur — það er einmitt þetta sem
Jesús átti við.“
Moon Trail leggur áherzlu á
nauðsyn þes „að sleppa.“ „Hið
erfiðasta við að flytja yður
þennan boðskap er það, að
þér eruð íþyngdir hefðbundn-
um trúarkenningum. Hvort sem
þér eruð kristnir, Gyðingar,
Búddatrúar, Múhameðstrúar-
menn eða hvaða trú, sem þér
hafið, þá biðjum vér yður að
gleyma trúarsetningunum. Tak
ist yður það ekki, eigið þér
enga von um hamingju eða
fögnuð.“
Og ennfremur: „Eigi tjáir
yður að hlusta á boðskap okk-
ar öðru vísi en sem lítil börn,
sem laus eru við fyrirfram-
ákveðnar fordæmingar, enda
getum vér ekki á annan hátt
hvatt yður til framtaks af eig-
in hálfu. Yður ber að taka á
yður sökina fyrir það, sem
illa hefur farið í heimi yðar
og ákveða að ráða á því bót.
Gerið það og gleymið öllu
nema því, að þér eruð hluti
af Guði.“
Samkvæmt þessari kennihgu
er lögð áherzla á að menn
sleppi hugmyndinni um Guð í
mannsmynd. Hann fullyrðir að
það sé fjarstæða að láta sér
detta í hug að unnt sé að taka
alvarlega gamla goðsögn um
þau efni. „Moon Trail álítur
hið geypilega stærilæti karl-
mannsins eiga sinn þátt í hinni
útbreiddu hugmynd um Guð í
mannsmynd“, segir Hambling
í fyrrnefndri bók sinni, „og
það kemur fram öðru hverju
í fyrirlestrum hans, þar sem
hann berst fyrir auknum rétt-
indum kvenna: ',,Ef Kristur
kemur aftur til jarðar von-
umst við til að sjá hann birt-
ast í kvenlíkama", hefur Moon
Trail sagt: „Hið hrokafulla
karldýr hefur nógu lengi hald-
ið völdum. Greinilegasta dæm-
ið um oflæti karlmannsins er
notkun karlkyns persónufor-
nafnsins Hann í sambandi við
Guð. Hvers vegna, spyrjum
við, þarf Guð endilega að vera
Hann og faðir, þegar allir hin-
ir fegurri kvenlegu eiginleik-
ar móðurinnar — óeigingjörn
ást, blíð umhyggja, óendanleg
þolinmæði, milt umburðalyndi
og rausnarlegt örlæti — hljóta
jafnt að tilheyra Guði og hin-
ir karlmannlegu eiginleikar