Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967,
Fram vann
Honved 18-16
Fram skoraði 5 mörk í
röð — en Honved 3 síðustu
UNGVERSKU meistararnir Hon
ved sóttu ekki gull í grcipar ís-
Ienzkra handknattleiksfélaga í
ferð sinni hingað. Fyrst biðu
þeir afhroð i viðureign sinni við
FH, og í gærkveldi sigruðu
Reykjavikurmeistararnir Fram
þá með 18 mörkum gegn 16. —
Sá leikur var þó hvergi nærri
eins fjörugur og hinn fyrri. —
Ungverjarnir virtust ákaflega
áhugalausir framan af, en Fram-
arar léku án Guðjóns Jónssonar,
og vantaði þar þýðingarmikinn
hlekk í leik liðsins.
Gangur leiksins.
Það voru Ungverjarnir sem
skoruðu fyrsta markið, og var
þar að verki hinn skemmtilegi
leikmaður, Kovacs. Voru þá liðn
ar fjórar mínútur af leik og enn
áttu eftir að líða aðrar fjórar,
þar til Framarar jöfnuðu. Gylfi
skoraði jöfnunarmarkið með á-
gætu skoti, en Ingólfur og Gunn
laugur bætti litlu síðar tveimur
við. Höfðu Framarar frumkvæð-
ið allan þennan hálfleik, og þeg-
ar um þrjár mín. voru til leik-
hlés var staðan 9:6. Þá tóku þeir
sig til, Szeplaki og Adorján, og
skoruðu sitt hvort markið, þann
ig að í hálfleik var staðan 9:8
Fram I viL
f byrjun síðari hálfleiks sner-
ist taflið nokkuð við, því að nú
voru það Ungverjar, sem tóku
/rumkvæðið í sínar hendur. Þeir
skoruðu tvö fyrstu mörk hálf-
leiksins, og náðu yfirhöndinni.
En Ingólfur og Gunnlaugur náðu
forystunni aftur í hendur Fram,
Ingólfur jafnaði 11:11 og Gunn-
laugur skoraði 12. markið úr
vítakasti. En Varga jafnaði aft-
ur 13:13, en eftir það fer að
bera minna á Ungverjunum, því
að fimm næstu mörk skoruðu
Framarar. Og þegar um 7. mín.
voru til leiksloka var staðan 18
—13.
Þá er loks eins og Honved
vakni af værum blundi, og skor-
uðu þeir þrjú síðustu mörkin,
öll með mjög skemmtilegum
gegnumbrotum. Lokastaðan
varð því 18:16 Fram í viL
Liðin.
Eins og fyrr segir var Honved
fremur dauft í leik þessum, og
sýndi aldrei nein tilþrif, nema
síðustu mínúturnar, þegar í ó-
efni var komið. Styrkleiki liðs-
ins liggur fyrst og fremst í mjög
snjöllum gegnumbrotum, en
þegar því er að skipta, á liðið
líka hinar ágætustu langskytt-
ur, svo sem Varga og Kovacs.
Fenöy er áreiðanlega snjallasti
leikmaður liðsins, en á hinn bóg
inn sást ekki mikið til hans
hér, því að í báðum leikjunum
var settur maður til höfuðs hon-
um. Annars er liðið allt mjög
jafnt, og erfitt að gera upp á
milli leikmanna.
Sannast sagna átti ég ekki von
á þessari frammistöðu Framara,
þegar þær fregnir bárust að
Guðjón myndi ekki verða með.
Enda var leikur liðsins ekki upp
á marga fiska til að byrja með,
en þegar á leið lagaðist hann
mjög. Hefur Þorsteinn án efa
átt stóran þátt í því að ýta und-
ir félaga sína nieð prýðilegri
markvörzlu. Máttarstoðir liðsins
út á vellinum voru að sjálf-
sögðu þeir Gunnlaugur og Ing-
ólfur, og verður ekki sagt að
þeir hafi brugðizt hlutverki
sínu. Var sérstaklega gaman að
sjá aftur gömlu góðu skotin
hans Ingólfs hvína í netinu. Þá
átti Arnar einnig ágætan leik.
Mörk fram: Gunnlaugur 8 (2
Varga og Kovak 4 hvor, Széplaki
Adorján, Fenöy allir 2 mörk
hver og Inházz og Braumstein-
er 1 hver.
Mörk Fram: Gunnluagur 8 (2
viti)) Ingólfur 5, Gylfi 2, og
Sigurður Einarsson, Sigurberg-
ur og Tómas 1 hver.
Leikinn dæmdi Magúns Péturs
son, og var ákaflega mistækur
oft og tíðum.
B.V.
Verðlaunavinnendur með verðlaun sín.
„Punktamót" skíðafólksins
sem m.a. ákvarða keppnisröð á landsmóti
ÁÆTLAÐ var að halda Ár-
mannsmót í stórsvigi s.l. laugar-
dag í Jósefsdal og Hamragilsmót
í svigi á sunnudag í Hamragili.
En vegna veður á laugardag
varð að aflýsa stórsvigsmóti Ár-
manns til sunnudagsmorguns.
Keppnin hófst í stórsvigi í Jóesfs
dal kl. 10 á sunnudag og mættir
voru beztu skíðamenn af öllu
landinu frá Reykjavík, ísafirði,
Siglufirði og Akureyri.
Austurrískur skíðaþjálfari Her
bert Mark að nafni sem hingað
Þór sigurstranglegasta
lidið í 2. deild
— eftir skemmtilega keppni um helgina
UM helgina settu körfuknatt-
leiksmenn utan af landi svip
sinn á iþróttalíf borgarinnar,
Vestmannaeyingar, Akureyring-
ar, Árnesingar og Stykkishólms-
menn, leiddu saman hesta sína í
2. deildinni í körfuknattleik.
Voru leiknir alls fjórir leikir
á laugardag og sunnudag og
voru þeir allir mjög fjörugir og
skemmtilegir á að horfa. Leik-
gleði og baráttuvilji voru ein-
kenni þessara leikja og mega
þessi lið vera hreykin af getu
sinni og frammistöðu í heild.
Á laugardagskvöld leikur
fyrst Þór frá Akureyri og íþrótta
bandalag Vestmannaeyja, sem
reyndar ■ stilltu ekki upp sínu
sterkasta liði þar sem nokkrir
leikmenn urðu veðurtepptir í
Eyjum. Akureyringar sigruðu í
þessari keppni eftir jafnan leik
53-50. Síðari leikur kvöldsins
var milli Skarphéðins úr Ár-
nessýslu og Snæfells frá Stykk-
ishólmi og sigruðu þeir fyrr-
nefndu með allmiklum mun
58-42, eftir jafnan fyrri hálfleik.
Það var ljótur blettur á þessu
annars ágæta leikkvöldi, að þeg-
ar aðkomumenn mættu til leiks
að Hálogalandi, komnir um lang
an veg við erfið skilyrði, höfðu
KR-ingar, sem áttu að hafa fram
kvæmd mótsins með höndum
þetta kvöld, ekki látið svo lítið
að mæta og seinkaði leikjum
góða stund 'meðan smalað var
starfsfólki, sumpart meðal á-
horfenda. Er þetta hin mesta
hneisa fyrir KR-inga og reyk-
vízka körfuknattleiksmenn í
heild, að sýna slíka framkomu
gagnvart félögum sínum utan af
landsbyggðinni.
A sunnudag var keppninni
haldið áfram í íþróttahöllinni í
Laugardal og unnu Þórsmenn
Snæfellinga 42-33, og Vestmanna
eyingar sigruðu Skarphéðins-
menn örugglega 45-33, og var
það fremur óvæntur sigur.
Laugardagur: Þór — ÍBV. 53-50,
2. deild.
Leikurinn var jafn framan af,
en Þórsmenn ná yfirhöndinni,
einkum á góðri hittni Jóns Frið-
rikssonar, sem notfærði sér vel
hve Vestmahnaeyingar gættu
illa hornanna. Undir hálfleik
hljóp einhver deyfð í Akureyr-
inga þannig að þeir misstu nið-
ur forskot sitt mestu og höfðu
aðeins eitt stig yfir í hléi 18-17.
Síðari hálfleikur var mjög jafn
og nokkuð hart leikinn, en Þórs
menn eru heldur sterkari í lok-
in og sigruðu nokkuð verðskuld
að 53-50. Hjá Vestmannaeyjum
var Jóhann Andersen beztur og
skoraði hann 20 stig, en Sigfús
Elíasson átti einnig góðan leik.
Stigahæstur Akureyringa var
Jón Friðriksson með 22 stig, en
tveir þekktir knattspyrnumenn
þeir Guðni Jónsson og Magnús
Jónatansson áttu einnig mjög
góðan leik, Magnús með 15 stig
og Guðni byggði upp samspil
liðsins. Dómarar voru Marinó
Sveinsson og Ólafur Haraldsson.
Skarphéðinn — Snæfell 58-42,
2. deild.
1 fyrri hálfleik voru liðin
mjög jöfn og höfðu Skarphéð-
insmenn tvö stig yfir í hléi 21-19
í síðari hálfleik náðu þeir mun
betri tökum á leiknum og tókst
með nokkurri hörku þó að
stöðva aðalmenn þeirra Snæfell-
inga, Sigurð Hjörleifsson og ná
algerri forystu í leiknum og
sigra stórt 58-42, var það einkum
Magnús Sigurðsson sem átti góð
an leik hjá Skarphéðni og skor-
aði hann 20 stig. Hjá Snæfelli
var Sigurður Hjörleifsson lang-
beztur, en fékk ekki notið sín
algerlega vegna harkalegra varn
araðgerða mótherjanna. Hefur
Sigurði farið geysimikið fram
frá því í fyrra og er efni í frá-
bæran miðherja. Dómarar í
leiknum voru Hilmar Ingólfs-
son og Haraldur Haraldsson.
Sunnudagur: — IBV. — Skarp-
héðinn 45-33, 2. deild.
Flestir bjuggust við sigri
Skarphéðinsmanna, ea svo brá
við að Vestmannaeyingar, sem
höfðu fengið liðsstyrk frá Eyjum
með skipi á sunnudagsmorgun,
áttu í fullu tré við Arnesinga
og höfðu undirtökin mestallan
leikinn. Léku Vestmannaeyingar
yfirvegað og vel og sóttu mót-
herjana úr jafnvægL Leikur
Skarphéðins var annar og verri
en kvöldið áður og náðu þeir
ekki að jafna leikinn og urðu
að þola nokkuð stórt tap 45-33.
Gerir það sigurvonir þeirra
fremur litlar, en þeir voru fyrir-
fram álitnir sigurstranglegasta
liðið í 2. deild, en þeir kepptu
ekki fyrir alllöngu við ÍKF um
laust sæti í 1. deild og töpuðu
með litlum mun og sýndu mjög
góðan leik. Hjá Vestmannaey-
ingum voru Jóhann, Vignir og
Sigfús beztir en enginn Skarp-
héðinsmanna átti góðan leik.
Dómarar voru Agnar Friðriks-
1 son og Bjarni Jónasson frá Ak-
ureyri.
Þór — Snæfell 42-33, 2. deild.
Þórsmenn náðu um miðbik
fyrri hálfleiks forskoti og var
Framhald á bls. 31.
er kominn til að þjálfa landsliQ
skíðamanna lagði brautina sem
var 32 hlið og mjög skemmtileg.
Eftir hádegi eða kl. 2 hófst
Hamragilsmót í Hamragili. Her-
bert Mark lagði einnig svigbraut-
ina sem var mjög erfið og
skemmtileg.
Kaffisamsæti og varðlaunaaf-
hending fór fram í Skíðaskálan-
um í Hveradölum að lokinni
keppni.
Úrslit í stórsvigsmóti Ármanns.
Karlafl. sek.
1. Björn Olsen KR. 40,4
2. Reynir Brynjólfss. Kk. 40,9
3. Árni Sigurðsson ísaf. 41,1
4.—5. Tafst. Sigurðss. ísaf. -41,3
4.—5. ívar Sigmundss. Ak. 41,3
Kvennafl. sek.
1. Karolína Guðmundsd. Kk. 47,1
2. Árdís Þórðardóttir Siglf. 47,7
3. Hrafnhildur Helgad. Á. 50,8
Úrslit í Hamragilsmóti í svigL
Karlafl. sek.
1. Árni Sigurðsson fsaf. 102,3
2. ívar Sigmundsson Ak. 103,4
3. Björn Olsen KR. 105,4
4. Jóhann Vilbergsson Siglf. 110,4
5. Sigurbj. Jóhannss. Siglf. 112,7
Kvennafl. sek.
1. Hrafnhildur Helgad. Á. 85,8
2. Árdís Þórðardóttir Siglf. 100,2
3. Jóna Jónsdóttir KR. 105,0
Úrslit í Alpatvíkeppni.
Karlafl. stig
1. Árni Sigurðsson ísaf. 5,60
2. ívar Sigmundsson Ak. 12,92
3. Björn Olsen KR. 15,58
Kvennafl. stig
1. Hrafnhildur Halgad. Á. 29,75
2. Árdís Þórðardóttir Siglf. 89,94
3. Jóna Jónsdóttir KR. 142,2
Folley og Spender
mótherjar Clays
ZORA Folley verður næsti mót-
herji minn, sagði Cassius Clay í
Houston daginn eftir keppni sína,
og keppnin fer fram annað hvort
í Detroit eða New York. — Thad
Spender er einnig á listanum
yfir mótherja í ár, bætti heims-
meistarinn við.
Aðspurður um, hvaða hnefa-
leikara hann teldi beztan af þeim
er hann hefur til þessa mætt,
svaraði Clay að Sonny Liston
væri beztur þeirra.
— En að sjálfsögðu er ég betri
en þeir allir, og veit að enginn
getur sigrað mig, jafnvel ekki
Dempsey, Louis eða einhver
Marciano. Allir myndu þeir bíða
ósigur vegna hraða míns, hreyf-
anleika og hæfileika minna,
sagði Clay.
Nú talaði hann vel um Ernie
Terrell: — Hann er gentilmaður
og gafst aldrei upp. Hann þoldi
stríðni mína í 15 lotur. Ég ætlaði
að rota hann í 8. lotu, en hann
stóðst allt.
Clay sagðist hætta keppni ef
hann tapaði eða meiddist. Þegar
hann hætti myndi hann helga
sig því, sem þegar væri han«
aðalstarf að vinna fyrir múham-
eðstrúna. Á næstunni fer Clay 1
pílagrímsför til Mekka.