Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967.
25
- ALÞINGI
Framhald atf bls. 8.
hluta lánum á þremur fyrstu
mánuðum ársins og var því hætta
á, að lánveitingar drægjust. Fjár
festing á fjárlögum var miðuð
yið þetta frv. og gert ráð fyrir,
að það yrði lögfest fyrix jóL Var
veruleg hækkun á fjárlögum,
þannig að heildaraðstoð til náms-
manna hækkar úr 20,1 milljón í
29,8 milljónir.
1 Það er við sáum okkur ekki
fært að láta lánveitingar bíða,
var ákveðið að fela þeim aðilum,
er úthlutað hafa undanfarin ár,
að sjá um úthlutun á þessu ári og
miða lánveitingar í öllum aðal-
atriðum við þetta frv., þannig að
í ár koma allar meginreglur frv.
til framkvæmda, nema kandidats
styrkir. Þeir eru algjört nýmæU,
og töldum við því rétt að láta þá
bíða, þar til frv. verður endan-
lega samþykkL
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra: Ég er sammála frv. og
því, sem í því felst, en mér þykja
nokkrir formlegir gallar á breyt-
ingartillögum nefndarinnar. Vil
ég fyrst víkja að þeirri tillögu,
að afnema skilyrði fyrir láns-
veitingu til náms erlendis. í lög-
um frá 1911 er sagt, að menn með
kandidatspróf frá Háskóla ís-
lands hafi forgangsrétt til em-
bætta. Tel ég það mjög umhend-
is að ginna menn til náms er-
lendis, ef þeir hinir sömu geta
svo ekki gegnt embættum hér-
lendis. Auðvitað er það rétt, sem
framsögumaður menntamála-
nefndar sagði, að hæpið er að
binda námslán mjög ströngum
skilyrðum, hvað þetta varðar, en
vegna þeirra röksemdarfærslu er
engin ástæða til þess að breyta
fyrstu grein frv., því að það er
einmitt sagt, að „lán skuli að
jafnaði því aðeins veitt til náms
erlendis, að eigi sé unnt að leggja
stund á það á íslandi". Þarna er
sagt að gera megi undantekning-
ar á þessu. Má þar nefna mála-
nám og sögunám, enda eru er-
lend próf í þessum greinum ann-
ars eðlis en þau kennarapróf, sem
tekin eru hér á landL
Þá held ég, að breytingartil-
lagan við 5. grein verki á allt
annan hátt, en flutningsmenn
ætla sér. Það virðist vaka fyrir
nefndarmönnum, að stjórn sjóðs
ins hafi það í hendi sér, hvort
tekin er trygging fyrir lánum, en
ef tillaga þeirra er sam., þá virð
ist mér liggja beinast við eftir
lögskýringaraðferðum, að ekki sé
heimilt að krefjast tryggingar. Ég
tel, að það samræmist algjörlega
vilja flutningsmanna, þótt ákvæð
ið sé látið standa, því að þar er
einungis sagt, að setja skuli trygg
ingu samkvæmt ákvörðun stjórn
ar sjóðsins, og hefur hún því í
hendi sér, hve sú trygging skal
vera há, ef hennar er á annað
borð krafizL
Ragnar Arnalds (K); lagði á
það áherzlu, að hann teldi breyt-
ingar allar til bóta og frv. væri
spor fram á við, þótt það væri
ófullnægjandi á ýmsan hátt.
Þörfin væri það brýn í þessum
efnum, að knýjandi væri að gera
mun meiri úrbætur, en hér væri
lagt tiL Hann fagnaði því, að
stefnt væri að því að miða lánin
við umframfjárþörf námsmanna,
en harmaði að ekki skyldu sett
tímamörk, hvenær því væri náð,
og kvaðst hann flytja brtl. ásamt
Einari Olgeirssyni þess efnis, að
miðað skyldi við fjögur ár í því
sambandL Einnig sagðist Ragnar
leggja til ásamt Einari, að tekið
skyldi tillit til námsmanna með
fjölskyldu á framfæri, enda væri
nú um þriðjungur allra stúdenta
við nám giftur. Þá kvaðst ræðu-
maður og leggja það til ásamt
nefndum þingmannL að rlkis-
sjóður greiddi alla vexti af þeim
lánum, er sjóðurinn kynni að
taka.
Benedikt Gröndal sagði, að
menntamálanefnd hefði tekið
þessi mál til athugunar, er Ragn-
ar legði hér til, og hefði hún ekki
treyst sér til að fá því fram-
gengt m.a. vegna fjármagnsins.
Nefndin hefði talið, að ekki væri
hægt að ganga lengra í þeim
efnum, en gert væri ráð fyrir í
frv. Um gifta stúdenta sagði Bene
dikt, að hann teldi, að tekið væri
tillit til þeirra í frv.
Um athugasemdir forsætisráð-
herra sagði Benedikt, að hann
væri að vísu ekki löglærður, og
vel gæti verið að þetta væri rétt
athugað, og sjálfsagt, að nefndin
líti nánar á breytingartillögur
sínar.
Ingvar Gíslason (F) lagði
áherzlu á, að aðstoð við náms-
menn væri ekki einungis bundin
langskólanemum, heldur og
þeim, er í aðra skóla færu. Það
væri nú verið að endurskoða
námslánakerfin á Norðurlöndum
og við mættum ekki láta hér við
sitja. Námsaðstaða væri ójöfn í
landinu og dýrt væri að senda
börn sín til náms í aðra lands-
fjórðunga.
Að lokum tók Ragnar Arnalds
stuttlega til máls. Allar breyting-
artillögur voru teknar aftur til
þriðju umræðu og var frv. síðan
samþykkt og vísað til þriðju um-
ræðu.
- LOFTÁRÁSIR
Framhald á bls. 1.
ir að nýju vegna mikilla
flutninga á hergögnum frá
Norður-Vietnam.
'k Hefur þessi ákvörðun
bandarísku stjómarixuiar
víða verið gagnrýnd, ekki
sízt í Sovétríkjunum. Einnig
hafa um 100 þingmenn
brezka Verkamannaflokksins
mótmælt loftárásum og kraf-
izt mótmælaaðgerða ríkis-
stjómarinnar. Neitaði Harold
Wilson að fallast á þessar
kröcfur flokksbræðra sinna.
Aðallega beindust loftárásirn-
ar í dag gegn járnbrautum og
öðrum flutningaleiðum. Voru
flest skotmörkin í nánd við höf-
uðborgina Hanoi, vegna þess að
var voru veðurskilyrði hagstæð-
ust. Réðust flugvélarnar á járn-
brautarstöðvar við Phy Ly, Nam
Dinh og Dong Thong, sem eru
55-135 km. frá HanoL
Að sögn bandarískra yfirvalda
í Saigon kom einnig til fyrstu
aðgerða flotans í dag frá því að
vopnahlé hófst fyrir sex dögum.
Var það tundurspillirinn „Cunn-
ingham", sem kom að þremur
flutningaskipum á Tonkinflóa
um 30 km. fyrir norðan Dong
Hoi. Hóf tundurspillirinn skot-
hríð á skipin og kveikti í þeim
öllum. Seinna hófu strandvirki
í Norður-Vietnam skothríð á
bandaríska tundurspillinn Satr-
auss. Svaraði timdurspillirinn
skothríðinni, og hættu strand-
virkin fljótlega.
Yfirlýsing Johnsons.
Þegar ákveðið var að hefja
á ný loftárásirnar á Norður-Viet
nam í gær, var birt yfirlýsing
frá Johnson forseta um ástæður
bandarísku stjórnarinnar fyrir
þeirri ákvörðun. Segir þar m.a.:
,Þ*að var von okkar að vopna-
hléin um jólin, áramótin og ára-
mótahátíð Vietnambúa hefðu í
för með sér að dregið yrði úr
hernaðaraðgerðum, og að frið-
arumleitanir gætu hafizt. Því
miður hafa einu viðbrögð stjórn-
arinnar í Hanoi verið þau að
nota þessi tímabil til meirihátt-
ar birgðaflutninga til herja sinna
í Suður Vietnam. Með tilliti til
hermanna okkar og bandamanna
áttum við einskis annars kost und
ir þessum kringumstæðum en að
hefja hernaðaraðgerðir að fullu
eftir vopnahléið. En dyrnar til
friðar standa enn opnar og við
erum reiðubúnir, hvenær sem
er, að ganga meira en hálfa leið
til móts við allar réttlátar til-
lögur frá Norður-Vietnam.“
í framhaldi af þessari yfir-
lýsingu forsetans skýrði varnar-
málaráðimeytið í Washington
frá því í dag að talið væri að
stjórnin í Hanoi hefði notað
þetta siðasta fjögurra daga
vopnahlé til að senda um 25
þúsund tonn af hernaðarvarn-
ingi til sveita sinna í Suður-
Vietnam. Nægir þessi útbúnaður
15 þúsund manna herliði í átta
mánuðL
Einnig er haft eftir talsmönn-
um varnarmálaráðuneytisins að
meðan á vopnahléinu stóð hafi
orðið vart við alls 1.570 skip við
strendur Norður-Vietnam, sem
gætu hafa verið í flutningum til
Suður-Vietnam. A sama tíma
sáust einnig um 2.200 vöruflutn-
ingabílar á suðurleið í átt að
hlutlausa svæðinu á landamær-
unum.
Svar frá Hanoi.
1 frétt frá Páfagarði segir að
Páll páfi VI. hafi í gær tekið
við svari frá Ho Chi Minh, for-
seta Norður-Vietnam, við bréfi
því, er páfi sendi leiðtogum Norð
ur- og Suður-Vietnam og Banda
ríkjanna hinn 8. febrúar sL I
svarbréfi sínu blður Ho páfa að
beita áhrifum sínum í Washingt-
on til að binda enda á styrjöld-
ina í Vietnam. Ekki vill Ho þó
fallast á neina tilslökun af hálfu
Norður-Vietnam, en ítrekar þau
fyrri ummæli sín að engar um-
ræður um frið geti hafizt fyrr
en Bandaríkjamenn hafa hætt
loftárásum á Norður-Vietnam
fyrir fullt og allt og kallað her
sinn heim frá Suður-Vietnam.
Segir málgagn páfa, „L’Qsseerva
tore Romano“, að litið sé á þetta
svar sem algjöra afneitun á öll-
um friðartilraunum páfa.
Gagnrýni.
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar
um að hefja að nýju loftárásir
á Norður-Vietnam, hefur víða
sætt harðri gagnrýni, og þá ekki
sízt í Moskvu, Pravda, málgagn
kommúnistaflokksins, ásakar í
dag Bandaríkin fyrir loftárásirn-
ar. Segir blaðið að stjórnin í
Hanoi hafi tekið það skýrt fram
að engar friðarviðræður gætu
hafizt fyrr en „árásum“ Banda-
ríkjamanna væri hætt. Var vitað
! fyrir að nýjar loftárásir kæmu
j í veg fyrir allar friðarumleitan-
ir.
Blaðið Izvestyia, málgagn
stjórnarinnar, segir að Johnson
forseti hafi lokað dyrunum að
nýjum friðarviðræðum með
ákvörðun sinni um að hefja loft
árásir að nýju. Með þessari
ákvörðun er lokið nýj-
þætti gamanleiksins „leit
að friði“. sem banda-
ríska stjórnin hefur sett á svið
fyrir almenning þar í landi og
um allan heim, segir blaðið.
Fréttastofan Tass heldur því
fram að „stjórnmálamennirnir
í Washington" hafi nú, að öllum
heiminum ásjáandi, opinberað
lygina í yfirlýsingum sínum um
að þeir óski eftir friði og bíði
aðeins eftir vilyrði frá HanoL
Wilson neitar.
1 Bretlandi hafa um 190 þing-
menn Verkamannaflokksins mót
mælt þessum nýju loftárásum
Bandaríkjamanna, og krafizt
þess að stjórnin lýsi andstöðu
við þá þróun mála. Harold Wil-
son, forsætisráðherra, hefur hins
vegar neitað að verða við þeirri
kröfu flokksbræðra sinna, og
lýsti því yfir á þingi í dag að
Bandaríkjamenn hefðu talið sig
nauðbeygða til að hefja nýjar
árásir vegna mikilla flutninga
hergagna frá Norður-Vietnam.
Hins vegar skýrði forsætisráð-
herrann frá því að á döfinni
væru nýjar tilraunir til að koma
á friði í Vietnam, og taldi hann
hugsanlegt, að þær tilraunir
bæru árangur. Bætti hann því
við að viðræður hans við Kos-
ygin, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, pg við Johnson Banda-
ríkjaforseta um þessar nýju til-
raunir væru enn leynilegar, en
sagði að mjög litlu hafi munað
að samningar tækjust um leið-
ir til að koma á friði í viðræð-
um hans við Kbsygin í fyrri
viku.
Sérfræðingar í Washington
telja að ef koma eigi á friði í
Vietnam takist það ekki öðru-
vísi en með fullum stuðningi
stjórnar Sovétríkjanna. Halda
þeir því fram að viðræður þeirra
Kosygins og Wilsons hafi leitt
í ljós að Sovétstjórnin vilji ekki
að svo stöddu beita áhrifum sín-
um í Hanoi, vegna þess að hún
viti ekki fyrir víst hvort þau
áhrif nægja til árangurs — eða
hvort áhrifa Pekingstjórnarinn-
ar gætir þar meir.
- KíNA
Framh. af bls. 1
formaður herráðsins. Wang En-
mao er sagður hafa snúizt til
varnar gegn Mao-istum í Sing-
kiang og vera við því búinn að
baráttan verði langvinn. Ulanfu
er sagður hafa staðið fyrir að-
gerðum gegn Mao í Innri Mong-
ólíiu að undanförnu
Japanskar heimildir segja að
komið hafi til bardaga víða í
Kína milli stuðningsmanna og
andstæðinga Maos. Harðastir
hafa bardagar verið í Hupeh og
Hunan héruðum í Mið Kína,
Kwangtung í Suð-vestur Kína,
Heilungkiang, Tíbet og Innri
Mongólíu. Segja veggspöld 1
Peking að Rauðir varðliðar hafi
handtekið Saifudin, aðalritara
héraðsstjórnarinnar í Singkiang,
og Chang Kuo-hua, herstjóra í
Tíbet, en það var Chang sem
stjórnaði árás Kínverja á Tibet
árið 1951. Sé þetta rétt hafa
tveir áhrifamestu menn suð-vest
urhéraðanna snúizt gegn Mao.
Chiang lagði Tíbet undir Kína,
eins og fyrr segir, og varð aðál--
ritari flokksins þar. Saifudin
hefur haft mjög mikil áhrif í
Singkiang, ekki sízt meðal íbúa
af tyrkneskum ættstofni, sem
þar eru í meirihluta. Var hann
vara-herstjóri Singkianghéraðs
og starfsmaður herstjórans Wang
En-mao, sem einnig er fallinn í
ónáð.
Fréttamenn segja að eiginkona
Maos, frú Chiang Ching, hafi nú
hlotið nýjan og mikinn frama.
Hún hefur verið skipuð í for-
mannsembætti í nýrri nefnd,
sem ætlað er að framfylgja stefnu
Maos um hreinsanir innan flokks
ins og ríkisstofnana. Til að und-
irstrika þýðingu þessa nýja em-
bættis frúarinnar er bent á að
Chou En-lai forseti, sem ætla
hefði mátt að yrði skipaður for-
maður nefndarinnar, hefur þegið
sæti í nefndinni sem ráðgjafi
Chiang Ching.
Virðast hreinsanir innan flokks
ins nú einnig ná til sendifull-
trúa Kína erlendis, að því er
Tass fréttastofan sovézka herm-
ir. Segir fréttastofan að um tveir
þriðju allra kínverskra sendi-
fulltrúa erlendis verði kvaddir
heim „til þátttöku í menningar-
byltingunni". Ekki er Ijóst hvort
aðrir fulltrúar, sem eru fullnuma
í kenningum „menningarbylting-
arinnar“, Skuli taka við störfum
af þeim heimkvöddu.
Skákkeppni stofn-
ana hefst í kvöld
SKÁKKEPPNI stofnana hefst í
dag í Lido kl. 8. Þar mætast 34
sveitir úrvalsmanna með 238
skráðum keppendum. En þessi
keppni, sem haldin er árlcga,
er venjulega lang fjölmennasta
skákkeppnin á árinu.
Skákkeppni þessi er háð fyrir
tilstuðlan Skáksambands íslands
og er þetta áttunda árið, sem hún
er haldin.
Má t.d. búast við harðri keppni
milli tveggja banka, Búnaðar-
bankans og Útvegsbankans, því
Jón Kristinsson keppir fyrir
Búnaðarbankann svo og Arin-
björn Guðmundsson og fyrir Út-
vegsbankann keppa íslandsmeist
arinn Gunnar Gunnarsson og
Björn Þorsteinsson. Einnig eru
stenkir skákmenn, svo sem Bald-
ur Möller og Áki Pétursson,
sem báðir keppa fyrir Stjórn-
arráðið og fyrir Raforku-
málaskrifstofuna keppa Guð-
mundur Pálmason og Ólafur
Magnússon.
kvöld verða tefldar sex um-
ferðir eftir Monradserkerfi, tvær
umferðir í kvöld, tvær umferðir
þriðjudaginn 21. febrúar og tvær
þær síðustu þriðjudaginn 28.
febrúar. Að lokum fer fram
hraðskákkeppni, sem verður á-
kveðin síðar.
BLAÐBURÐARFÓLK
1 EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Skerjafjörður —
sunnan flugv.
Túngata
Úthlíð
Lambastaðahverfi
Skólavörðustígur
Miðbær
Barónsstígur
Sjafnargata
Baldursgata
Kaplaskjólsvegur
Talið vrð afgreiðsluna, sími 22480
40% afsláttur af Barbí-fötum Mikið úrval
A&alstræti — Nóatúni — Grensásvegi