Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1967. Jón E. Sigurðsson forstjóri, Akureyri F. 21. des. 1891. - D. 8. febr. 1967. 1 GÆR fór fram í Fossvogi bál- för þessa mæta og drenglundaða manns, er lézt í Landsspítalan- um eftir uppskurð og stutta legu, en þrálátan sjúkdóm, er hann bar með einstákri hugprýði og sálarró. Ætt Jóns er mér ekki kunn, en hann var faeddur á Seyðisfirði. Foreldrar hans og systkini flutt- ust til Ameríku og eru ættingj- ar hans þar búsettir. Jón flutt- ist noður til Akureyrar með fósturmóður sinni, og ólst upp hjá henni. Að skólanámi loknu Faðir okkar, Jakob Jakobsson, skipstjóri, lézt á Landakotsspítala hinn 14. febrúar. Þórunn Jakobsdóttir, Ásmundur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir, Jakob Jakobsson. lagslyndi hans var viðbrugðið, og stóð hann framarlega í fé- lagsstarfi Oddaíélaga og Rotary- hreyfingarinnar á Akureyri. Jón var giftur mætri og mikil- hæfri konu, frú Laufeyju Pálsdóttur Árdal, dóttur hins víðkunna kennara, skálds og menningarfrömuðar Páls Árdal á Akureyri, og hygg ég, að það megi segja með sanni, að þau hjónin, Laufey og Jón hafi verið mikU prýði í mannvali Akur- eyrar og gert garðinn frægan á margan hátt. Eina dóttur eignuð- uðst þau hjónin, frú Solveigu, sem gift er dönskum lögfræð- ingi í Odense í Danmörku. Áður en Jón giftist frú Laufeyju eign- aðist hann tvo syni, Valdimar efnaverkfræðing, sem áður er nefndur, og Eyvind, sem er vél- stjóri í Kaupmannahöfn. Sonur frú Laufeyjar frá fyrra hjóna- bandi og stjúpsonur Jóns er Steingrímur J. Þorsteinsson, hinn 'kunni menntafrömuður og pró- fessor við Háskóla íslands. Kynni okkar Jóns hófust um það leyti, sem hann stofn- aði smjörlíkisgerð sína, einkum vegna þátttöku minnar í stofnun og stjórn fyrstu smjörlíkisgerð- arinnar hér á landi, Smjörlíkis- gerðin hf., Reykjavík, og hafa þau staðið síðan. Er mikill missir í slíkum öðlingsmanni sem Jóni E. Sig- urðssyni, en fögur minning um hann mun lifa hjá eiginkonu og börnum og vinum hans, og milda sorg þeirra og söknuð. Blessuð sé minning þessa vinar míns. Friðrik K. Magnússon. Faðir okkar, afi og bróðir Guðmundur Halldórsson frá Þórðarkoti, Selvogi, lézt í sjúkrahúsi Selfoss 13. þ.m. Fyrir hönd vandamana, Halldór Guðmundsson. gerðist hann verzlunarmaður, og síðar verzlunarstjóri, útgerðar- maður og kaupmaður. Árið 1922 stafnaði hann með öðrum mönnum Smjörlíkisgerð Akureyrar, og framleiddi þar hið alþekkta AKRA-smjörlíki, er notið hefur mikilla vinsælda. Seinna fékk hann sér einnig vél- ar til framleiðslu á sælgæti. Stjórnaði Jón fyrirtæki sínu af miklum dugnaði og fyrirhyggju á meðan honum entist heilsa og kraftar til þess, en frændi hans Ágúst Berg, hefur í mörg ár verið verkstjóri verksmiðjunnar, og nú upp á síðkastið stjórnað henni, ásamt Valdimar syni Jóns, sem er efnaverkfræðingur. Á yngri árum tók Jón þátt í íþróttum, og mun hafa verið glímumaður góður og þrek- menni. Hann bar af öðrum mönnum um eðliskosti, má þar til nefna háttprýði hans og ljúf- lyndi, traustleika og trygglyndi, hjálpfýsi og fórnarlund, enda var hann sannkallaður höfðingi í lund og vinur vina sinna. Fé- Eiginmaður minn og faðir, Ingimar Magnús Björnsson andaðist 14. febrúar. Jóhanna Þ Ingimarsdóttir, María Hannesdóttir, Herdís Jónsdóttir, Hannes Jónsson. Bálför Péturs Ásmundssonar Brekkan verður föstudaginn 17. þ.m. kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Blóm afþökkuð. Aðstandendur. t t Einar Ásgeirsson Eiginmaður minn, faðir og Borgarholtsbraut 56, bróðir verður jarsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 17. Jóhann Búason þ.m. kl. 3 e.h. úrsmíðameistari, Vífilsgötu 14, er lézt að Vífilsstöðum 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn Guðbjörg Guðjónsdóttir, og börn. 16. þ.m. kl. 3 e.h. Else Ellen Búason, Búi Steinn Jóhansson, Eyjólfur Búason. t öllum þeim fjölmörgu fs- t firðingum sem veittu aðstoð og auðsýndu samúð og vin- áttu í veikindum og við and- lát og jarðarför Hermanns Faðir minn Guðmundssonar Emil J. Jónsson færum við okkar innilegustu verður jarðsunginn frá Foss- þakkir. Guð blessi ykkur öll. vogskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Guðmunda Kristjánsdóttir, Edda Emilsdóttir. börn og tengdabörn. Sigríður Pálsdóttir Bíldudal — Kveðja Fædd 15. febr. 1887. D. 29. nóv. 1966. Amma okkar, Sigríður Páls- dóttir, Litlu-Eyri Bíldudal lézt hér í Reykjavík 29. nóvember sl. eftir skamma sjúkdómslegu. Þessar fátæklegu línur okkar barnabarna hennar eru ætlaðar sem kveðju- c| þakkarorð til elskulegrar ömmu á áttatíu ára afmæli hennar í dag, 15. feb. 1967. Amma fæddist 15. febrúar, 1887 að Prestbakka í Hrúta- firði. Hún var dóttir hjónanna Arndísar Pétursdóttur Eggerz verzlunarstjóra á Borðeyri og konu hans Jakobínu Jóhönnu Sigríðar Pálsdóttur Melsteð, amt manns, og séra Páls Ólafssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Ölafsdóttur Stephensen, sækreters í Viðey. Systkinin á Prestbakka voru 11, en 10 þeirra komust til fullorð- insára. Amma ólst upp hjá for- eldrum sínum á Prestbakka, en um fermingaraldur fluttist hún með foreldrum sínum í Vatns- fjörð við fsafjarðardjúp, þar sem faðir hennar varð prófastur. Nokkrum árum síðar fluttist amma til systur sinnar, Guðrún- ar og manns hennar, Þorbjarnar héraðslæknis á Bíldudal við Arn arfjörð. Amma tók strax miklu ástfóstri við Bíldudal sem og Arnarfjörð, og dvaldi þar allt til æviloka. Á Bíldudal kynnt- ist hún Hannesi Stephensen Bjarnasyni frá Reykhólum, en hann rak þá eigið verzlunarfyr- irtæki á Bíldudal ásamt bróður sínum, Þórði. Þau amma og afi voru gefin saman í hjónaband 21. október 1908 og settust að á Bíldudal. Þau eignuðust níu böm, en sjö þeirra komust til fullorðinsára. Tvo sonu sína. Theódor og Agnar, misstu þau með stuttu millibili, Theódor tveggja ára og Agnar eins árs. Synirnir þrír, sem eftir lifa, Páll, Bjarni og Jón búa á Bíldu- dal, en dæturnar búa hér syðra, Kristín og Arndís í Reykjavík, en Þórey og Erla í Hafnarfirði. Afi lézt 23. desember 1931 hér Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar Yrsu Kristjánsson. Kristján Nói Kristjánsson, Anna Eggertsdóttir, Daisy Eggertsdóttir, Stefán Eggertsson, Lárus Eggertsson. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar Hilmars Óðins Ingibjdrg Magnúsdóttir, Halldór Arason. í Reykjavík, 53ja ára að aldri og eftir það bjó amma með börn- um sínum, lengst og siðast hjá Bjarna, bónda á Litlu-Eyri. Á heimili þeirra ömmu og afa á Bíldudal var oft margt um manninn. Bíldudalur var á þeim tíma mikill upgangsstaður og verzlunarstaður. Mikið var um skipakomur, og heimili ömmu og afa alltaf opið, enda húsa- kynni stór. Margir minnast ánægjulegra stunda með þeim hjónum vestra. Amma var að eðlisfari glaðlynd, mikið yndi hafði hún af tónlist og hún spilaði mikið á orgel. Þá fékk hún og stundum lánaða harm- oniku og spilað fyrir böm sín. Amma hafði líka sérstaka ánægju af að spila á spil og sú ánægja entist henni allt til æviloka. Við barnabörnin minn- umst margra skemmtilegra sam verustunda með ömmu og sá fjársjóður minninga mun lengi endast okkur. Amma var og bókhneigð mjög og, mest yndi hafði hún af lestri æfisagna, en allur fróðleikur var henni kærkominn, enda minnið traust og öruggt allt fram á hinztu stund. Af þessum fróðleik miðl- aið amma okkur barnabörnun- um oft, einkum er við vorum á ungaaldri, frásagnargáfa hennar var mikil og við hrifumst af. Vel fylgdist amma með ðllu, sem var að gerast í kringum hana, og hafði hún gaman af að tala um landsins gagn og nauðsynj- ar. Síðustu vetur æfi sinnar dvaldi amma hjá dætrum sín- um hér syðra, en þó vel færi um hana hér, langaði hana alltaf vestur, er tók að vora. Fyrir vestan voru flest barnabörnin, um þau hugsaði hún og að þeim hlynnti hún eins og bezta móð- ir. Hún kunni hvergi eins vel við sig og á Litlu-Eyri, hjá Bjarna syni sínum, konu hans og börnum og óþreytandi var hún við heyvinnu á Litlu-Eyrar túninu allt fram á síðustu ár, enda sagðist hún mikla ánægju hafa af að vera með hrífu úti á túni. Amma lézt hér í Reykjavík 29. nóvember sl. Kveðjuathöfn um hana fór fram í Fossvogs- kirkju, en jarðstt var frá Bíldu- dalskirkju 10. deseírber. Þá skartaði Bíldudalur og vogurinn hennar sínu fegursta. Amma hvilir nú við hlið afa í Bíldu- dalskirkjugarði á Litlu-Eyrar- túni. Guð varðveiti og blessi minningu þeirra beggja. af. Oslo, 11. febr. NTB. • Wolfgang Buchwald, fulltrúi austurísku vefnaðarvörusýningar innar ÖTEX, sem haldin er ár- lega, hefur skýrt svo frá að í ár hafi ríki, sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi kommún- istaríkjanna í Austur-Evrópu (COMECON) í fyrsta sinn látið í ljós áhuga á að taka þátt í þess ari sýningu. öTEX-sýningin, sem er sölu- sýning, er haldin tvisvar ár hvert í Austurríki. í ár verður hún 17. — 19. mai og 14. — 16. nóvember. Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda vináttu á sextugsaf- mæli mínu 1. febrúar síðast- liðinn. Sigfús Jóelsson. Hugheilar þakkir sendi ég öllum ættingjum og vinum sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og heillaósk- um á 70 ára afmæli mínu 3. febrúar sL Guð blessi ykkur öll. Kristinn Jónsson, Sólvallagötu 14, Keflavík. LOKAÐ fyrir hádegi í dag athafnar. vegna mmnmgar- Sölufélag garðyrkjumanna LOKAÐ milli kl. 10—12 í dag vegna minningarathafnar. HAFSKIP HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.