Morgunblaðið - 23.02.1967, Page 10

Morgunblaðið - 23.02.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. UM HLUTVERK SMAÞJUÐA OU STÚRÞJÚOA í RÆÐU, sem J. William Fulbright öldungardeildar- þingmaður flutti í hátíðar- sal Háskólans í gær, ræddi hann m.a. um hlutverk smáþjóða og stórþjóða í heiminum. Fer hér á eftir úrdráttur úr þeim hluta ræðu hans. lrAlmennt virðist mér, a8 stórþjóðir ráði heimsmálefn- um að marki, sem ekki er 1 réttu hlutfalli við raunveru- lega stærð þeirra og veldi, meðan smáþjóðirnar hafa ó- eðlilega lítil áhrif á atburða- rásina. Smáþjóðir, sem eru sér meðvitandi um smæð sína, hafa tilhneigingu til að van- meta valdið, sem þær hafa og láta það þannig af vanrækslu, af hendi við stórþjóðirnar, sem í öllum tilvikum mikla fyrir sér veldi sitt — eða „ábyrgð" eins og þær vilja fremur komast að orði — taka við gjöfinni, eins og þaer eigi hana sannarlega skilið. Árang urinn er óheilbrigð rang- færsla. Stórþjóðirnar með allt sitt stolt, kröfur, afbrýði, ráða atburðunum jafnvel að meira maarki en nauð- synlegt er — eða ákjósan- legt — meðan smáþjóðir, sem sumar hverjar eiga reyndustu, hæfileikaríkustu og hyggnustu stjórnmálaleiðtoga heiirns, uot færa sér ekki þau uppbygging aráhrif, sem þær gætu haft. Yfirburðir stórþjóða eru lík- lega óhjákvæmilegir. en al- gjör drottnun þeirra yfir hlut unum, er það ekki. Hin róm- önsku lönd Ameríkiu t.d. gætu ekki hafa hindrað Bandarík- in í að skerast í leikinn f Dóminikanska lýðveldinu i apríl 106ö, en þau hefðu getað hindrað Bandaríkin í að fá formlegt samþykki Bandalags Ameríkuríkja eftir atburðinn með því að greiða ekki at- kvæði í því bandalagi. Fulltrúar smáþjóða segja oft, að þeir geti ekki tekið hlutlausa afstöðu vegna þeirra ráðstafana — póli- tískra, efnahagslegra eða ann arra — sem þeir halda að örugglega verði gripið til gegn þeim, ef þeir gera það. í mörgum tilvikum þarf við- komandi stórþjóð ekki einu sinni að hafa í hótunum; sú staðreynd, að hún gæti gert óvinsamlegar ráðstafanir vinnur hlýðni einhvers smærri nágranna óg þannig álítur stórþjóðin ranglega, að aðrir fylgi henni af góðri skynsemi eða jafnvel hugláts semi. Ég hef ekki mikla samúð með slíkri afstöðu smáþjóða. Fyrir utan það, hún sýnir ekki mikið hugrekki, þá hæf ir hún raunverulega ekki í mark. Á síðustu árum hafa smáþjóðir, sem fylgt hafa eig- in stefnu, eða raunverulega boðið stórveldunum byrginn, áhrifamikinn feril, sem sýn- ir að þær komust upp með það; ég er að tala um t.d. Mexíkó, Júgóslavíu, Rúmeníu Kúbu og Kambodíu — og bæta mætti íslandi við. J. William Fulbright Það er samt sem áður ekki með því að ögra stórþjóð- unum — þótt það get haft sína kosti — heldur með því að færa í nyt góðgirni og hlutlæg álhrif stjórþjóða, sem færar eru um að sýna slíkt, að land eins og ísland getur gegnt heilladrjúgu hlut- verki í heimsmálunum. Það getur gert það á ýmsan hátt. Það getur haft lífræn áhrif í alþjóðlegum bandalögum, svo sem Sameinuðu þjóðun- um og Alþjóðabankanum með því að starfa dyggilega í slík- um bandalögum og aflta þeim þeirrar forystu, sem stórveld in vegna þrætugirni sinnar geta ekki aflað þeim. Sumar smáþjóðanna hafa lagt mikið af mörkum til Sameinuðu Þjóðanna og annarra alþjóð- legra stofnana, en hér er stórt tækifæri fyrir smærri lönd að taka að sér frum- kvæðið í að styrkja alþjóða- bandalög. „Smáþjóðir geta lagt sitt af mönkum til þess að byggja upp heimssamfélag, ef þær sigrast á vanmetakennd sinni; stórfþjóðir geta gert hið sama, ef þær sigrast á stór- mennsku sinni. Hinar síðar- nefndu verða að gera sér ljóst hin gífurlegu áhrif, sem þær hafa á önnur þjóðfélög áhrif sem einungis stafa af stærð þeirra og þungia, jafnvel fyrir utan aðgerðir þeirra, vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að þær taka svo mikið pláss í heiminum, draga að sér at- hygli í svo ríkum mæli, skapa svo mörg verðmæti heimisins og eru upptök svo margra áhyggjuefna hans, hafa djúp- stæð áhrif á líf annarra, jafn- vel þótt þær reyni að gera það ekki Fyrst og fremst verða þær að gera sér grein fyrir áhrifum deilna þeirra á smærri þjóðir heimsins, ótta smálþjóðanna við að dragast inn í þesisar deilur, og það sem líklega er verra, þeirri van- máttartilfinningu að geta ekkert gert til þess að sleppa undan þeim“. „Ég veit ekki hvort það er mögulegt að búast við, að stórþjóðir heimsims, — þar með talin mín eigin, — haldi sér frá langvinnum afskipt- um af málefnum — þar með talið byltingum — þjóða, sem eiga við vandamál að stríða, sem stórþjóðirnar skilja ekki og sem í öllu falli mundu eng in bein áhrif hafa á þeirra eig in áhugamál. „Það bendir ekkert til þess, sem stendur, að stórveldin — eða smærri veldi — séu reiðu- búin til að taka að sér já- kvæða og raunhæfa forystu I albjóðlegum öryggisbandalög- um. Það getur verið að vit- undin um ófyrirsjáanlegar hættur kj arnorkualdarinnar muni leiða stórþjóðirnar til ófyrirsjáanlegs umburðarlynd is en hættan sjálf hefur sjald- an eða aldrei verið hvatning til skynsamlegs aðhalds. Það er fremur víðsýnið en hættan, sem getur af sér viturleikann, og það er menntunin, sem getur af sér víðsýnið. Við komum því að nýju að mikil- vægi þekkingarinnar, sem deiglu — hinnar einu deiglu — sem hægt er að móta í nýja tegund alþjóðlegra sam- skipta". - ALÞINGI Framhald af bls. 28 i, að verðið hækkaði um 11% 'í 16 af 12 mánuðum ársins. Nefndin gerði tillögu um sérstakt lumar- og haustverð. Skv. henni •kyldu fiskkaupendur greiða heiming þeirrar hækkunar og itíkissjóður helming. SÍH hefði verið spurt, hvort fiskkaupend- w vildu greiða þessa upphæð en það var ekki talið fært. Ríkis- •tjórnin ákvað samt að greiða viðbót á línufisk frá 1. okt. til érsloka og er hlutur rikissjóðs i því efni meiri en nefndin gerði tillögu um. í þriðja lagi geröi nefndin tiilögu um atthuigun á fjárhag útgerðarfyrirtækja, tem ættu útbúnað til síldveiða en gætu ekki notfært hann vegna breyttra aðstæðna. Þetta mál væri í atihugun hjá Fiskifélagi Islands. í íjórða lagi gerði nefnd- in tillögu um frestun á greiðslu •tofnlána og lækkun dráttar- vaxta. Eftir ítarlegar viðræður við Fiskveiðasjóð hefði niðurstað an orðið þessi: a) lánstími svonefndra tækja verður lengdur, b) eigendur skipa undir 120 tonn eiga kost á að taka upp •amninga vegna vanskilaskulda og kemur til greina eftirgjöf á dráttarvöxtum. Heildarlækkun dráttarvaxta muni hins vegar valda röskun á vaxtakerfinu. e) Óskað hefur verið eftir því við viðskiptamálaráðuneytið að endurskoðað verði 1% ábyrgðar gjald bankanna. Endanlegt svar hefur ekki borizt. f fimmta lagi iagði nefndin til »ð frv. yrði flutt um breytingu á núgildandi lagaákv. um greiðslu vegna veikindadaga. Riáðherrann sagði, að þetta mál væri torleyst en unnið væri að iausn þess. í sjötta lagi hefði nefndin lagt til að tryggt yrði, að minni bátar stæðu ekki undir greiðslum á tryggingum togaranna í gegnum Afiatryggingasjóð. Ráðherrann •agði, að sennilega fengu bátar undir 120 tonnuin meira úr sjóðn um en þeir leggðu til hans. Mikill hluti tekna Aflatrygginga •jóðs væri framlag úr ríkissjóði og væri vafasamt að fylgja frek- ar eftir þessari tillögu nefndar- innar. 1 sjöunda lagi hefði nefndin gert tillögu um tilraunir með beitingastöðvar til lækkunar út- gerðarkostnaðar. Fiskifélag ís- lands hefði fengið þetta mál tii meðferðar og skipað 3 sérfróða menn til þess að gera um það til- lögu og væri þeirra að vænta innan skamms. Stjórn Fiski- málasj. væri reiðubúinn til þess að styðja slíka tilraun. f áttunda lagi hefði nefndin óskað breytinga á starfsemi Sam ábyrgðar fiskiskipa og báta- ábyrgðarfélaga. Frv. um þetta lægju fyrir Alþingi og væri nauð synlegt að hraða afgreiðslu þeirra. 1 níunda lagi hefði nefndin gert tillögu um tilraunir með nýjar veiðiaðferðir. Óskað hefði verið eftir því við Fiskimála- sjóð, að hann atJhugaði hvernig hægt væri að örva nýjungar í veiðitækni og væri málið til at- hugunar þar. í tíunda lagi hefði verið gerð tillaga um breytingu á dragnóta- veiðum þannig að ráðtherra væri heimilt að auka veiðiheimildir dragnótabáta allt að 65 tonn. Miðað við þær umræður, sem fram hefðu farið um aukna veiði heimild til togveiða taldi ráð- herrann ólíklegt, að hægt yrði að vera við þessu. Auk þess sagði sjávarútvegs- málaráðherra, að hann hefði ásamt bankamálaráðherra átt viðræður við Landsbankann og Útvegsbankann um úrlausn á reksturfjárvandamál minni bát- anna en of snemmt væri að skýra frá niðurstöðum þeirra við- ræðna. Jón Skaftason (F) sagði, að nefndin hefði gert tillögu um hækkun fiskverðs 1966. Það hefði ekkert hækkað. Og raunar hefði ekkert verið framkvæmt af til- lögum nefndarinnar nema leng- ing tækjalána. Lýsti hann mikilli óánægju með þessa afgreiðsiu mála. Lúðvík Jósefsson (K) sagði, að 1965 hefði fiskverðið verið 18% lægra en það var 1962 og nefndin hefði talið að hækka yrði verðið um 10% 1966 svo að hækkun sumar og haust sérstak- lega. Engin hækkun hefði komið 1966 og hækkunin nú væri ein- ungis til þess að vega á móti vísitöluhækkunum annarra laun þega. Stofnlánin ætti að lengja í það, sem þau hefðu verið um margra ára skeið. Ekkert hefði verið ákveðið um gjaldfrest á afborgunum stofnlána og ekki einu sinni fellt niður ábyrgðar- gjald viðskiptabankanna en með því kræktu þeir í 460-500 þúsund af hverjum bát, sem keyptur væri til landsins. Helgi Bergs (F) spurði hvenær hafin yrði greiðsla á þeim upp- bótum, sem útvegsmönnum hefði verið lofað. Eggert G. Þorsteinsson sagði, að tvennaT ástæður hefðu legið til hækkunar fiskverðs. Annars vegar vísitöluhækkanir hins vegar nauðsyn þess að treysta rekstursgrundvöil bátanna. Um lánamálin sagði ráðherrann, að frkvstj. Fiskveiðasjóðs teldi óeðlilegt að setja fastar reglur um gjaldfrest á afborgunum og samningum um greiðslu gjald- fallinna skulda, þar sem eigend- ur þeirra báta, sem hér væri um að ræða væru mjög misjafnlega staddir. Þá spurði ráðherrann hve margir bátar undir 120 tonn um væru fluttir inn til landsins nú og yrðu að greiða 1% ábyrgð argjald. Þeir væru auðvitað sára fáir. Ráðherrann sagði, að ekki vantaði mikið á, að afgreiddar hefðu verið á jákvæðan hátt til- lögur vélbátaútgerðarnefndar- innar. Hann sagði, að greiðsla uppbóta á fiskverðið mundi hefj- ast þegar er heimild ALþingis væri fengin, en hennar yrði ósk- að innan skamms en undirbún- ingur að þessum greiðslum stæði yfir. Guðlaugur Gislason (S) kvaðst harma það, að nefndin hefði ekki gert tillögur um aukna veiði- heimild báta í landihelgi. Útvegs mannafélög víða um land hefðu gert um það ályktanir og með því væri hægt að skapa bæði bát um og vinnslustöðvum mun betri rekstursgrundvöli And- byrinn gegn togveiðum í land- helgi beindist aðallega gegn tog- urum og kvaðst þingmaðurinn sannfærður um, að ef málið hefði verið lagt fyrir varðandi minni bátana eingöngu, hefði af- staða almennings orðið önnur og jákvæðari • Jón Skaftason (F) ítrekaði fyrri ummæli sín um það, að ekkert hefði verið framkvæmt af tillögum nefndarinnar nema lenging tækjalána og krafði ráð- herra svars við því hvort þetta væri rétt eða rangt. Helgi Bergs (F) kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með svar ráðherrans við fyrirspurn sinni. Ekki væri til of mikils mælst að útvegsmenn fengju það fé, sem þeim hefði verið lofað. Eysteinn Jónsson (F) sagði, að ríkisstjórnin hefði sent ALþingi heim í langt jólafrí þrátt fyrir mótmæli Framsóknarflokksins. Nú væri árangurinn kominn í ljós. Útvegsmenn hefðu engan stuðning fengið og hefði þetta valdið þjóðarbúinu miklu tjóni. Kvaðst hann víta þessi vinnu- brögð. Lúðvík Jósefsson (K) sagði, að hollt væri fyrir sjávarútvegs- málaráðherra að átta sig á orsök um erfiðleikanna. Ríkisstjórnin hefði sjálf stytt lánstíma stofn- lána og hækkað vexti og gæti auðveldlega breytt þessu í það horf sem var. Hér væri og ekki um peningaerfiðleilka að ræða, þar sem greiðsluafgangur yrði mjög mikill á ríkissjóði 1066. Sverrir Júliusson (S) sagði, að sem forsvarsmaður útgerðar- manna á öðrum vettvangi hefði hann mælt með því, að tillögur nefndarinnar yrðu framkvæmd- ar og það sem fyrst. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því, þegar í haust, að á þessu yrðu erfiðleikar, m.a. vegna verðfalls- ins. Hreinskilningslega sagt, gerði ég mér í upphafi viðræðna, von um 14t4-lö% hækkun sagði þingmaðurinn, en það var fyrir verðstöðvun. En tímarnir breytt ust. í byrjun árs stóðum við frammi fyrir möguleikanum á að fá 8% meðaluppbót og full- trúar bæði sjómanna og útgerðar manna samþykktu það. Við töld- um betra að hafa einn fugl i hendi en tvo á fæti og ennfrem- ur samiþykktum við það vegna verðstöðvunarlaganna. Ég veit ekki til þess, sagði Sverrir Júlí- usson, að útvegsmenn hafi nokkru sinni fengið allt, sem þeir báðu um, og minnti á í þvi sambandi að 18 daga stöðvun i ráðherratíð Eysteins Jómsonar hefði ekki fært útvegsmönnum mikla hækkun, Matthías Bjarnason (S) sagði að ummæli Guðlaugs Gíslasonar gæfu ekki rétta mynd af afstöðu bátaútvegsmanna til aukinna tog veiðiheimilda. Á fundi LÍÚ hefði tillaga um slíka heimild togara og báta verið samþykkt m.a. með a’tkvæðum togaraútgerðarmanna. Ef togaraútgerðarmenn hefðu ekki tekið þátt í þeirri atkvæða- greiðslu hefði myndin orðið önnur. Eysteinn Jónsson hefði sagt, að afstaða stjórnarinnar væri óljós. Það er augljóst, sagði þingmiaðurinn, að ríkisstjórnin hefur gefið fyririheit um 8% meðalhækkun og nemur það mið að við meðalafla 104 milijónum. Við getum deilt um hvort hækk- unin er mikil eða lítil. Ég tel, að bátarnir þurfi meiri hækkun. En við verðum að athuga ástandið í fisksölumálunum. Frystur fiskur hefur lækkað um 12%. Sikv. lögum um Verðlagsráð sjáv- airútvegsins ber því að hafa hlið- sjón af verðlaginu erttendis. En ríkisstjórnin hefur gripið hér inn í á myndarlegan hátt. Það er hins vegar skiljanlegt, að útvegs menn, miðað við núverandi að- s'tæður vilji fla uppbæturnar greiddar sem fyrst. Björn Pálsson (F) ræddi vaxta mál og taldi eðlilegt að vextir af stofnlánum yrðu lækkaðir. Guðlaugur Gislason (S) kvað um misskilning að ræða hjá Matfchíasi Bjarnasyni varðandi togveiðiheimildir. Útvegsmenn um land allt hefðu mælt með auknum _ togveiðiheimildum minni báta. Á fundi LfÚ hefði verið rætt bæði um togara og báta og því hefði verið eðlilegt, að afstaða útgerðarmaniMi hefði verið önnur þar en heima í hér- aði. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.