Morgunblaðið - 23.02.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 23.02.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. 17 Frá aðalfundi Arki- tektafélags íslands AÐALFUNDUR lélagsins var haldinn í lok janúar sl. Fór þá fram stjórnarkjör og fráfarandi stjórn gerði grein fyrir starfi síðasta árs og helztu verkefnum félagsins. Á síðasta starfsári var stofn- aður Lífeyrissjóður Arkitektafé- lags íslands, þótt enn sé félagið fámennt. Er lífeyrissjóður þessi byggður upp á all nýstárlegan hátt og var það verk unnið af Þóri Bergssyni, tryggingafræð- ing, en til ráðuneytis stjórninni voru einnig lögfræðingur félags- ins, Guðmundur Ingvi Sigurðs- son og Kr. Guðmundur Guð- mundsson, tryggingafræðingur. Er t.d. í fyrsta sinn hér á landi gefinn möguleiki á sjúkratrygg- ingu. Unnið hefur verið að því, að fá starfssvið arkitekta betur skil greint og starfsheitið virt. Er all undarlegt ástand þeirra mála hér á landi. Starfsheitið er lögverndað síðan árið 1936 og geta þeir einir borið það, sem ráðherra hefir veitt leyfi til þess, og hafa lokið prófi frá háskóla, sem er viðurkenndur af alþjóða- samtökum arkitekta og Arki- tektafélagi íslands. Starfssvið arkitekta er aftur á móti ekkert verndað, og er þetta líklega ein af mjög fáum starfsgreinum, sem ekki njóta lagaverndar hér. Er þetta enn furðulegra, er hugs að er til þess, hvert verksvið arktitekta í raun og veru er. Arkitektar eiga að forma og mynda allt okkar daglega um- hverfi. I>eir hafa stundað nám frá 5 og upp í 10 ár við háskóla til að geta, á sem hagnkvæmast- an og fegurstan hátt, teiknað hús okkar og híbýli, skipulagt bæja- hverfi eða heilar borgir, hjálpað okkur við efnisval og fram- kvæmd bygginga' og verða oft að umskapa náttúrunna um- hverfis okkur. Arkitektinn hefir þannig hönd í bagga með formun alls þess umhverfis, er við verðum að hrærast í, allt okkar jarðneska líf. Þetta starf er talið nær ölllum fært án fullkominnar menntun- ar eða reynslu, þótt undaríegt megi virðast, en mjög nákvæm og ströng lög eru til um það, hverjir megi klippa hár á höfði okkar, eða mála forstofunna, og hverja menntun slíkir skuli hafa. Er það þó stærstur liður í menningarsvip hverrar þjóðar, hvernig hún byggir upp borgir sínar og byggð, og skapar þegn- um sínum fagurt og hagkvæmt umhverfi. Meginstarf félagsins er því og verður, að skapa skilning al- mennings og stjórnarvalda á mikilvægi starfsgreinar okkar og stöðugt að vera á verði, að hvergi slaki félagsmenn á kröf- um þeim til sjálfs sín, er starfs- heitið ber í sér. Var á aðalfundinum gerð sam- þykkt um, að fela menntamála- nefnd félagsins, að kanna mögu leika á því, að komið yrði á fót starfsréttindaprófi fyrir arki- tekta hér. Yrðu þá allir arkitektar, er heim koma að loknu námi, að starfa hér á landi í minnst t.d. eitt ár og ganga á námsskeið í byggingalögum og reglum lands ins. Einnig yrðu fluttir fyrirlestr ar af færustu mönnum, um sér- kenni íslenzkrar veðráttu, bygg- ingahætti landsmanna nú og til forna o.s.frv. Yrði síðan að lokn- um þessum tíma próf, er veitti mönnum full starfsréttindi. Telur félagið að námsskeið sem þetta og kynningar- og reynslutími, myndi enn frekar tryggja hæfni þeirra, er bera arkitektheitið, til að leysa hvers kyns verkefni innan starfssviðs þeirra hér á landi, og vekja traust á stéttinni. Félagið hefur um nokkur ár rekið byggingaþjónustu í húsa- kynnum sínum að Laugavegi 26. Sýna þar ýmis framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki bygginga- vörur og heimilistæki. Starfsmaður félagsins, Ólafur Jensson sér einnig um rekstur byggingaþjónustunnar og gefur hann upplýsingar um byggingar- efni, leiðbeinir fólki í vali og leitar tilboða fyrir arkitekta. Geta þeir, sem eru í bygginga- hugleiðingum og þeir, sem í byggingaframkvæmdum standa, séð þarna á einum stað mikið úr val byggingaefna og heimilis- tækja, og aflað sér um leið ým- issa upplýsinga. Er það von fé- lagsins að bæði fyrirtæki og al- menningur mæti þessu starfi með skilningi, og noti sér þessa þjónustu til fullnustu; Gunnlaugur Halldórsson hefir verið formaður Byggingaþjónust unnar frá upphafi og var aðal hvaðamaður að stofnun hennar. Með honum í stjórn eru Gunn- laugur Pálsson og Skúli H. Norðdahl. Arkitektum hefir fjölgað mjög nú síðustu ár og eru félagar í A. í. nú 48, en voru aðeins 25 árið 1957. Félagið varð 30 ára á sl. ári og er nú mikill hugur í félags- mönnum að koma upp eigin hús- næði, á hentugum stað, yfir Byggingaþjónustuna, og aðra starfsemi félagsins. Treystum við nú á borgaryfirvöldin um að- stoð við útvegun lóðar á góðum stað fyrir slíka starfsemi. Stjórnarkjör fór fram á aðal- fundi félagsins, eins og áðúr get- ur. Manfreð Vilhjálmsson for- maður félagsins og Þorvaldur S. Þorvaldsson ritari höfðu starf- að í stjórn félagsins í tvö ár og gengu því úr stjórn. En gjald- kerinn Vilhjálmur Hjálmarsson var kjörinn á síðasta ári til tveggja ára. í stjórn Arkitektafélags Is- lands sitja nú: Guðmundnur Þór Pálsson for- maður. Ólafur Sigurðsson ritari. Vilhjálmur Hjálmarsson gjald keri, og sjálfkjörinn sem með- stjórnandi, fráfarandi formaður Manfreð Vilhjálmsson. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur ríkið keypt Við- eyjarstofu og nánasta umhverfi af landi Viðeyjar og er ráðgert að bjarga þesssum menningar- verðmætum snarlega. Fagna arkitektar þessu fram- taki og óska allri þjóðinni til hamingju með að hafa eignazt aftur eitthvert merkasta hús, sem nú stendur hér á landi, bæði vegna aldurs síns, sögulegra og arkitektóniskra verðmæta. Þ. S. Þ. Hjúkrunarkona óskast að sjúkradeild Hrafnistu. — Upplýsingar í síma 30230 og 36380 milli kl. 10 — 12 og 1 — 3. Veljið yöur VALIANT 1967 PLYMOUTH VALIANT 1967 er glæsilegur bíll, útbúinn öllum fullkomnasta öryggis- útbúnaði sem völ er á. PLYMOUTII VALIANT er óskadraumur ökumanna sökum gæða og glæsileika. PLYMOUTH VALIANT er til afgreiðslu strax í þrem mismunandi gerðum. VALIANT er emersíki bíllinn sem farið hefur sigurför um Evrópu. Veljið yður VALIANT 1967 fyrir vorið. Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 121, Sími 10600. jnn Rafmagnstalkn Höfum fyrirliggjandi 200 — 400 — 500 og 1000 kg. rafmagnstalíur Útvegum stærri talíur með stuttum fyrirvara. Laugavegi 15, sími 1-16-20 og 1.33-33 Toyota crown Tryggið yður Toyota. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. WILT0N AXMINSTER WILT0N AXMINSTER WILTON AXMINSTER WILT0N AXMINSTER WILT0N AXMINSTER G0LFTEPPAGER1IIN H JOST SKÚLAGÖTU 51, SIMÍ 23570 40% afsláttur af Barbí-fötum Mikið úrval Aðalstræti — Nóatúni — Grensásvegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.