Morgunblaðið - 10.03.1967, Síða 1
54. árg. — 57. tbl.
FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
4. þotuslysið á tæpri viku
— 125 hafa farizt
Urbana, Ofhio, 9. marz.
— AP-NTB. —
BANDARÍSK þota a£ gerð-
inni DC-9 frá flugfélaginu
TWA fórst í Urbana, Ohio, í
dag og með henni allir sem
í henni voru, 21 farþegi og 4
manna áhöfn. Er þetta fjórða
þotuslysið á tæpri viku, en
um síðustu helgi fórst DC-8
þota í Líberíu og Convair-
þota 50 mílur frá staðnum,
sem slysið varð á í dag. Þá
Kanadíska strandferðaskipiö Fort Lauzon hefur setið fast viö
bryggju í höfninni í Montreal, Kanada, undanfarinn hálfan
mánuð vegna ísa, eins og sjá má á mynd þessari. Miklar vetr-
arhörkur hafa verið á þessum slóðum að undanförnu, og sigi-
ingar oft stöðvast algjörlega.
Krupp í kiöggum
Essen, 9. marz. NTB.
LJÓST er nú að fjárthagsvand-
ræði Krupp-sams.teypunnar eru
meiri en talið var í fyrstu. Eins
og áður hefur verið sagt frá í
fréttum hefur v-þýzka stjórnin
nú gengið í ábyrgð fyrir 300
milljón marka láni samsteypunni
til handa, en nú er Krupp að
reyna að semja við yfirvöld í
Westfalen um viðbótartryggingu
að upphæð 150 milljónir marka.
fórst önnur Convair-þota í
Pakistan í fyrradag. — Alls
hafa farizt 125 manns í þess-
um flugslysum, en 30 kom-
ust lífs af í Líberíuslysinu.
Þotan var á leið frá New York
til Chicago og átti að millilenda
í Pittsburg, Dayton og Harris-
borg. Ekki er vitað um orsakir
slyssins, en mjög fáir sjónarvott-
ar voru að því. Kona nokkur sem
býr nálægt slysstaðnum sagðist
hafa heyrt hávaða eins og um
jarðskjálfta væri að ræða, en
vélin hrapaði til jarðar um hálfa
mílu frá heimili hennar.
Sjúkraliðsmenn, sem komu á
staðinn skömmu seinna sögðu að
enginn hefði komizt lífs af, en
lík og brot úr flugvélinni voru
dreifð yfir 4 mílna svæði. Þotur
af gerðinni DC-9 eru yfirleitt
notaðar á styttri flugleiðum og
geta flutt 70 farþega. Tiltölulega
stutt er síðan þær voru teknar í
notkun.
Uppreisnarti!-
raun á Miö-Jövu
Djakarta 9. marz AP-NT9B.
BL.ÓÐHG átök urðu í olíubæn-
um Blora á Mið-Jövu er komm-
únistar í bænum gerðu uppreisn
artilraun, 80 uppreisnarmenn
féllu og margir stjórnarher-
manna áður en uppreisnarmenn
voru yfirbugaðir. Foringi upp-
erisnarmanna var Embah Suro
Bjarni Benediktsson, forsœtisrádherra í merkri ræðu á Alþingi í gœr:
Ahrif okkar í alþj.málum
byggjast á eigin athöfnum
— Að við virðum alþjóðalög og rétt
— Lýðrœðisþjóðir bundnar
í bandalag til verndar friði
— Atlantshafsbandalagið hefur skapað
bstri friðarhorfur og því ber að efla það
I f ÍARLEGRI og merkri
ræöu, sem Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra flutti á
Alþingi í gær sagði hann m.a.:
Við íslendingar eigum að láta
alþjóðamál til okkar taka.
Við eigum að reyna að hafa
áhrif á stórveldin eftir því
sem við getum. En það er á, að galli millistríðsáranna
fyrst og fremst von til þess, frá 1918-1939 hefði verið sá,
ef við sjálfir gerum okkur að lýðræðisríkin höfðu ekki
grein fyrir okkar eigin skyld- víðsýni og dug til þess að
um, ef við bregðumst henni hafa bandalag sín á milli. Það
ekki og ef við gætum þess
sjálfir í okkar athöfnum að
koma þannig fram, að virða
alþjóðalög og rétt og hafa í
þeim efnum fagurt fordæmi
fyrir þeim sem stærri eru“.
| Þá benti forsætisráðherra
Atök í Kanton -170 falla
Mao-sinnar í Peking sameinast
Hong Kong og Peking, 9. marz
IIM 170 manns eru sagðir hafa
fallið í átökum sem urðu i fyrri
viku borginni Fat Shan, um 160
km. suðvestan Kanton, milli
rauðra varðliða og opinberra
embættismanna í borginni. Frétt
in er höfð eftir Hong Kong-
biaðinu „China Mail“, sem gef-
jð er út á ensku og segir þar
að mikið hafi verið um her-
fiutninga undanfarið í og um-
hverfis Kanton og oft slegið þar
í brýnu en miklu mest átök hafi
orðið þar sl. föstudag.
Dagblaðið byggir frétt sína á
frásögnum ferðalanga sem kom
iö hafa til Hong Kong frá hér-
aðinu umhverfis Kanton. Segja
þeir að mestu átökin hafi orðið
á föstudag í fyrri viku, er 2000
rauðir varðliðar lögðu til at-
lögu gegn aðalstöðvum komm-
únistafloksins í Fat Shan, þar
sem 600 manns voru að vinnu.
Fréttaspjöld sem hengd voru
upp í borginni daginn eftir sögðu
að 170 manns hefðu fallið í átök
unum.
Annað blað í Hong Kong,
hlynnt þjóðernissinnum, sagði í
dag að yfir 50 rauðir varðlið-
ar hafi farizt í sprengingu sem
varð í höfuðstöðvum varðlið-
anna í nágrenni Kanton í fyrra
mánuði.
„Parísarkommúnin" fallin.
Fregnir frá Peking herma að
ný nefnd hafi verið skipuð sem
fara á með mál þau er falin
voru „Parísarkommúninni"
sem stofnuð var þar fyrir þrem
ur vikum og hefur nú verið
leyst þar upp. Á hin nýskipaða
nefnd að hafa samvinnu við ör-
yggisnefnd hersins, sem fer með 1
öryggismál í borginni og við '
settan borgarstjóra Peking, Wu
Te, sem við tók að Peng Chen,
þeim er rauður varðliðarnir
viku úr embætti svo sem sagt
var frá í fréttum þá. Svo virð-
Framhald á bls. 24
Bjarni Benediktsson
er til að forðast þá ógæfu,
sem seinni heimstyrjöldin
var og Hitler og Stalin
hleyptu á stað, að lýðræðis-
þjóðirnar og þar með Islend-
ingar eru bundnir í bandalag
til þess að vernda friðinn,
sagði Bjarni Benediktsson. Á
Framhá bls. 2ll
andartrúarmaður, sem sagðist
búa yfir dulrænum hæfileikum
sem gerðu það að verkum að
byssukúlur ynnu ekki á sér.
Suro var fyrstur uppreisnar-
manna skotinn til bana. Atburð-
ur þessi átti sér stað fyrir fjór-
um dögum.
Þingið í Jakarta hélt í dag
áfram umræðum sínum um
mála Súkarnós forseta. Varð for
setinn fyrir hörðum árásum og
er mikill meirihluti þingmanna
hlynntur tillögu um að svifta
forsetann völdum þegar í stað
og höfða mál á hendur honum
vegna þátttöku hans í uppreisn-
artilraun kommúnista 1965. Að-
alstjórnendur hersins í landinú
vilja hinsvegar að forsetinn haldi
áfram embætti sínu að nafninu
til og án valda, sem hann hefur
nú haldið í 22 ár. Miklar æsing-
ar eru meðal stúdenta í Dja-
karta og stúdentar utan af lands
byggðinni flykkjast til borgar-
innar eftir að þingið hóf að
fjalla um mál forsetans.
Óttast er að til alvarlegra ó-
eirða kunni að koma í Djakarta
ef þingið samþykkir ekki að
svifta Súkarnó völdum, en stúd-
entar hafa verið hörðustu haturs
menn hans.
Auk’nn
stuðnlngui v!3
lundkúnuðinn
Kaupmannahöfn, 9. marz
NTB.
FULLTRÚAR dönsku landbun-
aðarsamtakanna hafa nú hafið
viðræður við ríkisstjórnina um
aukinn stuðning hins opinbera
við landbúnaðinn. Framlag ríkis
ins er nú 360 milljónir danskra
króna, og talið er að landbún-
aðarsamtökin óski eftir að það
verði hækkað í 600 millj.
Kröfum samtakanna fylgja
samanburðarskýrslur, sem sýna
að meðaltekjur dansks bónda
eru um 24.500 krónur á ári, en
| meðal verkamannatekjur um kr.
29.000. Við framlengingu kjara-
samninga verkamanna fá 400
þúsund verkamenn samtals á
næstu tveimur árum um 800
milljón króna kaupthækkanir.
Með það í huga þykir fulltrúum
landbúnaðarins sanngjarnt að
150 þúsund bændur fái um 300
milljón króna kjarabætur á sama
tíma.
%