Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 •g kr. a,50 á ekinn km. SENDUM MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokonsimi 40381 1-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 3116ö. LITLA bílaleigan Insólfsstrseti 11. Hagstætt leiguirjald. Bensín innifaliö í leigugjaldi. Sími 14970 BILALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f ,—-+-»mtuu.r/KA0t IpÆÍLeff&F BAUOARARSTlG 31 SlVII 22022 snuufl TÍMA 2CflC FYBHHtFN 22-1-75 Hópferðabilar ullar staerðir Fjaðrir, fjaðrablöð. bljóðkútar púströr o.fl. varahlutir j margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Uufavefl 168. — Simi 2418*. GÓLFTEPH WILTON TEPPADREGLAK TEPPALAGNIK EFTIR MÁU iLauöavegi 31 - Simi 11822. ★ Lýsið Fávís skrifar: „Kæri VTvakandi. í Morgunblaðinu 28. febrúar er grein frá Flatabúa um verð- hækkun á lýsL Virðist Flata- búi draga í efa að um réttmæta hækkun sé að ræða. Svargrein frá Lýsi H.F. birtist svo í Vel- vakandagrein L marz. >ar segir svo: ,Jtom í ljós að gæð- um lýsisins hrakaði svo í 323 gramma umbúðum að síðustu 5-—6 skeiðarnar voru tæpast neyzluhæfar vegna þráa ef að- eins var tekin ein skeið á dag“. Þetta hef ég ekki heyrt einn einasta lýsisnotanda kvarta um og hefi ég þó selt sama fólkinu lýsi aftur og aftur undanfarin ár. Er þetta ekki full bráðlát „betri“ þjónusta við fólkið? Því ekki að gefa neytendum nægan tíma til þess að kynna sér geymsluþol lýsins og bera svo fram sínar kvartanir og óskir til úrbóta ef þeim fannst ástæða til? Verðhækkun lýsisins er úr (325 grömm á kr. 15,00) 4,6 aurum grammið í (220 grömm á kr. 15,00) 6,8 aura grammið eða 48% auk þess eru umbúðir ekki teknar til baka nú eins og áður. Raunveruleg hækkun á lýsinu verða því yfir 50%. Þetta er lítt skiljanlegt og mjög leiðinlegt fyrirbrigði sér- staklega þegar upplýst er að hækkun þessi stafar ekki af hækkun hráefnis eða hækkuð- um vinnulaunum heldur aðeins vegna dýrari umbúða. Er þetta að verða tákn tímanna að leggja meira upp úr umbúðum en innihaldi. Góðskáldið Steingrímur TTior steinsson stórskáld okkar ís- lendinga sagði: „heldur leirugt geí mér gull en gyUtan leir“. Fávís.“ Jafnir fyrir lögunum Hannas Jónsson skrifar: „Ég má brjóta lögin eins og hinir“, sagði vinur minn, smákaupmaður, er lögreglan heimsótti hann., Þessi vinur minn hafði galopna búðina og verzlaði af fullri orku, rétt eins og stéttarbróðir hans ofar við götuna hefir á hverju kvöldi fram á nótt, jafnvel á sunnu- dögum líka. Vitanlega var vin- ur minn ekki sektaður frekar en þeir sem gera eins, eða trolla í landhelgi, þó báðir séu að stela frá þjóðfélaginu og með- bræðrum sinum. Ég hefi jafnvel heyrt, að helj- armikil sjálfsafgreiðslubúð, sem nær væri að nefna þjófagUdru, sé nýlega stofnuð með hvers- konar matvörur í þéttbýlu hverfi. Og það í algeru óleyfL Enginn segir neitt. TU hvers er borgarstjómin að setja lög um lokun sölubúða, ef hverjum ágjörnum frekju- gikki liðst að brjóta þau, og með ósvifni líðst að ná tU sín viðskiptum, sem öðrum ber? Og því er lögreglunni ekki falið að halda uppi lögum og reglu skilyrðislaust, og án aUra und- anbragða? Þetta kvöldhokur er kölluð þjónusta, en tUgangurinn er að ginna peninga út úr hrekk- lausu fólki og óþroskuðum unglingum. Það er engin þörf fyrir kvöldverzlunina. Ef ein- hver gleymir að kaupa nauð- synjar, ber hann sjálfur ábyrgð á þvL Hann gleymir því ekki næsta dag. AUir gera kröfur um styttan vinnudag, verkamenn niður í 44 tima, jafnvel 40, skrifstofu- menn í 38, og embættismenn í 35 tíma. En sömu menn vilja láta smákaupmenn vinna tvö- faldan vinnutíma, það þykir sanngjarnt. Og þó þekki ég það af reynslu, að smákaupmaður- inn ber ekki meira úr býtum í árslaun, heldur en vel settur verkamaður, eða meðal iðnað- armaður. Ég hefi 60 ára reynslu sem verzlunarmaður, og veit hvað ég er að segja. Og nú er óhætt fyrir alla al- þýðu að sýna ítrustu gætni. Kreppan er byrjuð og atvinnu- leysi í aðsigi. Langvinnt kulda- tímabil er hafið, með hörkum og fiskileysi, er því fylgir. Við búum á íslandL Allir þegnarnir bera ábyrgð á þjóðfélaginu, að allir séu jafnir fyrir lögunum, og lögum og regluxn sé hlýtL Ég efa ekki vilja lögreglunnar til að gera skyldu sína, en borgarstjórnin á líka að gera sína skyldu, koma lagi á kvöldverzlunar for- smánina. Hannes Jónsson.“ Mannbroddar Frá Akureyri er skrifað: „Velvakandi góður. Þegar ég áðan heyrði aðvör- un lögreglunnar í Reykjavík til gangandi fólks um að fara nú varlega í hálkunni, datt mér i hug, að hér áður fyrr, eða fyrir 40 til 50 árum var hálkan ekkert vandamál. Þá áttu flestir mannbrodda. Ég reikna með, að mannbroddar hafi einnig verið notaðir í Reykja- vík í þá daga, svo að þú þekkir þá sjálfsagt. — Nú, eftir að búið er að malbika flestar götur hjá ykkur er útilokað að nota mann brodda. En enginn vafi er á, að lítill vandi væri að breyta þeim þannig, að þeir hvorki rispuðu malbikið eða væru óþægilégir til göngu. — Nú er ekki sjálf- sagt, að þetta tæki, sem menn spenntu neðan á skóna eða festu á sólana, sé með broddum, heldur að það stemmi við hálk- unnL Viltu nú ekki gera mér þann greiða að stinga þessu að ein- hverjum hugvitsömum iðnaðar- manni og fá hann til að fara að gera tilraunir með þetta, og svo hefja framleiðslu á ódýru tæki til að forða mönnum frá að bein brjóta sig vegna hálku eða ísi- ingar. — Kannske er hægt að framleiða plast eða gúmmiplöt- ur það stamar, að þær dygðu 1 hálkurtni spenntar neðan á skóna. — Það er ekki vafi á að margar einfaldar leiðir eru út úr þess- um hálku vandræðum. Það þarf bara að fara að gera tilraunir með þetta, og ekki vantar ykk- ur hálkuna til tilraunanna, eft- ir því sem heyrzt hefir í út- varpinu í vetur. Jafnvel mætti hugsa sér að framleiddar yrðu sérstakar hálku-skóhlífar. Með vinsemd, D. T.“ Skrifstofuhúsnæði 350—450 ferm. skrifstofuhúsnæði óskast til kaups. Þarf að vera laust sem fyrst. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt: „Teiknistofur — 8952“. Til sölu Höfum verið beðnir að selja Daf-bifreiðar árg. ’64—’66. — Upplýsingar í síma 24000. O. Johnson & Kaaber hf. Sætúni 8, Reykjavík. Húsgögn — Innréttingar Hin margeftirspurðu skrifborð úr tekk fyrir unglinga og námsfólk eru nú fyrir- liggjandi aftur. Einnig sjáum við um fyrirkomulag og smíði í íbúðir fyrir ein- staklinga og húsbyggjendur. ATH.: Valið efni — vönduð vinna. G. Skúlason & HlíÖberg hf. Þóroddsstöðum. Vagnar Pallstærð 8x155 cm. Mjög hentugir fyrir frystihús og fiskverkunarstöðvar. Blikksmiðja Ágústar GuÖjónssonar Keflavík — Sími 1861.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.