Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 5
MOR-GUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967.
5
:
■
Inga, Jóhann og Sveinn. (Lj >sm. Ól. K. M.)
Mest gaman að heyra hláturinn
í fullorðna fólkinu
Yngstu leikararnir í „Kubb og Stubb"
heimsækja Morgunblaðið
BARNALEIKRITIÐ Kubb
ur og Stubbur eftir Þóri
S. GuSbergson hefur verið
sj'nt í Iðnó frá því um
mánaðamót desember-
janúar. Hefur verið upp-
selt á hverja sýningu og
leikritinu verið vel tekið
bæði af börnum sem full-
orðnum. Morgunblaðið
fékk einn daginn heim-
sókn af þrem börnum, sem
í leikritinu leika, þeim
Ingu Dóru Björnsdóttur, 14
ára, Sveini Árnasyni, 15
ára, og Jóhanni Guðnasyni,
14 ára. Þessi börn leika
öll stór hlutverk í leikrit-
inu, Inga leikur Lilju, sem
er systir Smára, sem
Sveinn leikur. Þau Lilja
og Smári eru systkin, börn
„Pabba og Mömmu“, sem
búa í sveitinni. Jóhann
leikur frænda þeirra syst-
kina, sem Láki heitir og er
úr Reykjavík. Láki dvelst
hjá frændsystkinum sín-
um, þegar leikurinn gerist.
— Kubbur og Stutobur,
hverjir eru það?
— Það eru flækingar, segja
börnin. Þeir eru leiknir af
Borgari Garðarsyni og Kjart-
ani Ragnarssyni. Þeir eru að-
alleikararnir í leikritinu.
— En ykkar hlutverk eru
líka stór?
— Já, og við leikum öll
jafnmikið. Við erum inni á
sviðinu alltaf nema í öðrum
þætti.
Við spyrjum börnin, hvort
þau hafi leikið áður.
— Nei, ekki opinberlega,
bara á skemmtunum í skól-
anum. (Börnin eru'nemendur
í Hlíðarskólanum, þar sem
Þórir, höf. leikritsins, kennir
þeim islenzku).
— Finnst ykkur erfitt að
leika?
— Nei, það var erfitt á með
an verið var að æfa, en nú
er það ekkert erfitt lengur,
bara gaman.
Við spyrjum, þau, hvort þau
haíi í hyggju að gerast leik-
arar „þegar þau eru orðin
stór“. Herramennirnir segjast
lítið vita um það enn sem
komið er, en Inga segir að
það geti vel verið. Hún er nú
í leiklistarskóla Brynju Bene-
diktsdóttur, sem sl. haust hóf
leiklistarkennslu.
— Hvað finnst ykkur
skemmtilegast í sambandi við
flutning leiksins?
— Það er mest gaman að
því, sem gerist út í sal, segir
Sveinn. Það er svo gaman að
heyra hláturinn í fullorðna
fólkinu, það hlær mest.
— En hlægja ekki börnin
líka?
— Jú, börnin hlægja þegar
eitthvað sérstakt kemur fyrir,
segir Jóhann, en fullorðna
fólkið skemmtir sér konung-
lega allan tímann.
— Eruð þið yngstu leikar-
arnir í leikritinu?
— Já, af þeim sem leika
eittihvað. Yngri krakkar en
við, úr ballettskóla, koma
fram sem álfar.
— Er ekki tímafrekt fyrir
ykkur að leika svona með
skólanum?
— Nei, það tekur engan
táma frá náminu. Meira að
segja þegar æfingarnar voru
sem mestar, lærði maður
bezt. Tímaþröngin gerði, að
maður varð að nota hverja
mínútu.
— Hvað er leikritið sýnt oft
í viku?
— Fyrst
þrisvar i viku, siðar tvisvar,
en nú ekki npma einu sinni
um helgar og það hefur allt-
af verið uppselt.
— Hvað stendur leikurinn
lengi yfir?
— í tvo tíma.
— Hefur eitthvað sérstakt
gerst meðan á sýningu stóð?
Börnin hugsa sig nú um
stutta stund, síðan segir Inga:
Einu sinni rifnuðu buxurnar
niður um Kubb, sem þá fór
allur hjá sér, og áhorfendur
ráku upp skellihlátur.
— Krakkarnir kölluðu þá
„HANN ER MEÐ GAT Á
RASSINUM, HANN BR MEÐ
GAT Á RASSINUM, segir
Jóhann.
— Hafa ekki undirtektir
verið mjög góðar?
— Jú, segja börnin öll í kór.
Þær hafa verið mjög góðar.
— Stundum meira að segja
truflandi, segir Sveinn.
Og þessi skemmitilegu börn
kveðja okkur hérna á Morg-
untolaðinu, halda heim, þar
sem skólabækurnar bíða
þeirra, og á laugardaginn (11.
marz) eiga þau að leika aft-
ur.
iwœm?
Sérverzlun til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu sérverzlun við
fjölfarna götu í Miðbænum. Miklir möguleikar
fyrir mann er vill skapa sér sjálfstæða atvinnu.
Tilboð merkt: „Sérverzlun — 8950“ leggist inn á
afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 15. marz n.k.
!-------------------------
Rýmingarsala —
húsgögn
Seljum með MIKLUM AFSLÆTTI næstu
daga SÓFASETT með 3ja og 4ra sæta
sófum. SVEFNBEKKI, STAKA STÓLA,
SVEFNSTÓLA og fleira.
HVERFISGÖTU 7 4.
BÓLSTRARINN
Bólstruð
Ritari óskast
í Landspítalanum er laus staða læknaritara. Góð
vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt
kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir
með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf,
ásamt upplýsingum um, hvenær viðkomandi geti
hafið störf, óskast sendar skrifstofu ríkisspitalanna,
Klapparstíg 29, fyrir 20. marz n.k.
Reykjavík, 9. marz 1967.
Skrifstofa rikisspítalanna.
Skyndisala
10 til 50% afsláttur af öllum vörum næstu daga.
Teipna og drengjaúlpur 1 til 10 ára.
Telpnakjólar 1—14 ára.
Telpnablússur, telpna- og drengjanáttföt og m. fl.
Barnafataverzlunin LÓAN
LAUGAVEGI 20 B.
(Gengið inn frá Klapparstíg móti Hamborg).
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A NÆSTUNNI ferma skip
vor til íslands sem hér segir:
ANTWERPEN:
Bakkafoss 16. marz.
Seeadler 25. marz.
Mánafoss 4. ápríl. **
HAMBURG:
Goðafoss 13. marz.
Bakkafoss 20. marz **
Skógafoss 22. marz.
Askja 30. marz.
Goðafoss 11. apríl.
Bakkafoss 17. apríl. **
Skógafoss 20. apríL
ROTTERDAM:
Marietje Böhmer
16. marz**
Askja 28. marz.
Goðafoss 7. apríl.
Bakkafoss 15. apríl. **
Skógafoss 17. april.
LEITH:
Gullfoss 17. marz.
Gulifoss 7. apríl.
LONDON:
Mánafoss 10. marz. **
Marietja Böhmer 20. marz.
Seeadler 28. marz.
Mánafoss 7. apríl **
HULL:
Skip 13. marz. **
Marietje Böhmer 23. marz.
Seeadler 31. marz.
Mánafoss 10. apríl. **
NEW YORK:
Brúarfoss 17. apríl.
Tungufoss 31. marz. *
Selfoss 14. apríl.
Brúarfoss 28. apríl.
GAUTABORG:
Fjallfoss 20. marz. **
Reykjafoss 12. apríl.
Fjallfoss 26. apríl **
KAUPMANNAHÖFN:
Reykjafoss 14. marz **
Gullfoss 15. marz.
Gullfoss 5. apríl.
Fjallfoss 24. apríl. **
KRISTIANSAND:
Fjallfoss 21. marz. **
Reykjafoss 13. aprí.
Fjallfoss 27. apríl. **
BERGEN:
Fjallfoss 22. marz. **
Fjallfoss 29. apríl. **
KOTKA
Dettifoss 14. marz.
Lagarfoss um 13. apríl.
VENTSPILS:
Dettifoss 11. marz.
Lagarfoss um 7. apríl.
GDYNIA:
Rannö 20. marz.
Lagarfoss um 5. april.
* Skipið losar á öllum aðal-
höfnum Reykjavík, ísa-
firði, Akureyri og Reyðar-
firði.
** Skipið losar á öllum aðal-
höfnum auk þess í Vest-
mannaeyjum, Siglufirði,
Húsavík, Seyðisfirði og
Norðfirði.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu losa í Reykja-
vík.
ALLTMEÐ
EIMSKIP