Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 6

Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. EPTIR MAGNÚS FINNSSON HANN stóð hrifnœrour og fjálgur á þúfu í Hljóðaklett- um, baðaði út öllum öngum og fyrirskipanir hans bergmál- uðu í klettunum. Ef einlhverj- um, sem þarna var, var ekki ljós uppruni örnefnisins, hlaut sá hinn sami að skilja hann, er hann heyrði rödd manns- ins. Ljósmyndari Mbl. Ólafur K. Magnússon og ég undirritaður höfðum þotið yfir þvert og endilangt landið í þeim til- gangi einum að hitta að máli þennan mann og samstarfs- menn hans. Það hlaut því að vera meira en lítið spunnið í hann. Allir fslendingar höfðu af áhuga fylgzt með því sem var að gerast i HljóðaMettum og til þess voru notuð öll fjól- miðlunartæki landsins. Nxi vorum við komnir á þennan fagra stað til þess að fræða les- endur Mbl. á því. sem álitið var eitthvað merkilegt — eða var það kannski einungis iiý- lundan sem heillaðL Það var rigningarsuddi í Reykjavík, þegar við lögðum af stað. Fyrst ætluðum við að fá Björn Pálsson til þess að ferja okkur yfir hálendið, en þar sem þar voru illviðri og litlar flugvélar treystust ekki til þess að fljúga, urðum v;ð að bíða áætlunarferðar Fiug- félagsins til Akureyrar kl. 2. Dagurinn var 19. júlí síðast- liðið sumar. Segir ekki af feið- um okkar, fyrr en við komum til Akureyrar. Þaðan flutti Tryggvi Helgason okkur á flug völlinn norðan við Ásbyrgi og skildi okkur þar eftir. Dag ir- inn, sem byrjað hafði með ngn ingarsudda í Reykjavík, var nú allt í einu orðinn að einhverj- um fegursta sóiskinsdegi sum- arsins. Við vorum sóttir á flug- völlinn, sem reyndar var eicki nema troðin braut og okKuT ekið til Hljóðakletta — em- hvers fegursta staðar á íslandi. „Hefur kvikmyndafólkið skoð að Ásbvrei?“. sourðum við ökumanninn, sem ók okkur á staðinn, og var reyndar gamall starfsbróðir af Mbl., Örnólfur Árnason. „Blessaður góði“, svaraði Örnólfur. „Þeir sem komið hafa í Hljóðakletta, þurfa ekki að sjá Ásbyrgi". Fegurð Hljóðakletta kom okkur þar með ekki á óvart. Hins vegar áttum við tæoast von á því, að maðurinn, sem grein þessi á að fjalla um, Gabriel Aksel, leikstjóri og höf- undur handritsins að „Rauðu skikkjunni", kæmi okkur á ó- vart. Við þóttumst þekkja hann af léreftinu. Þar sem leikstjórinn stendur þarna á þúfunni og hellir úr skálum hugmyndaauðgi sinn- ar. sitia leikararnir á gteinum DÚNA SPRINGDÝNUR eru þegar landsþekktar fyrir gœði og fallega áferð. Enn höfum við fullkomnað springdýnur okkar svo að þœr vegna gœða, lipurðar, áferðar og verðs standast sam~ anburð við beztu erlendar springdýnur, en eru ódýrari dúnahf HÚSGAGNAVERZLUN AUÐBREKKU 59 KÖPAVOGI SiMI 41699 skammt frá og hvila sig. Aksel er klæddur stuttum riffl uðum flauelsjakka, í köflóttri skyrtu og með alpahúfu á böfðL Hann ber stór sólgler- augu á nefinu og neðst á grönnu andlitinu er svartur hökutoppur. Nefið er dálítið bogið og við munnvikin eru djúpir drættir sem gera hann eilítið hörkulegan á svip. Hann hrópar til kvikmyndatöku- mannanna og þeir hlýða hon- um eins og bægir skólastrákar hljóðir af lotnir.gu. Forvitnir áhorfendur þyrp • ast að. Fólk í sumarleyfL sem átt hefur leið framihjá og lagt hefur lykkju á leið sína, kem- tir til þess að sjá með eigin augum, hvað þessi maður er að gera þarna. Hann sýnir mik ið umburðarlyndi, að því er okkur virðist, og á þó fullt I fangi með að bægja hinum for- vitnu frá. í samtalL er við áttum við Gabriel AkseL spurðum við hann, hvers vegna hann hefði valið söguna um Hagbarð og Signýju og lýsir svar hans raunar bezt, hversu hrifnæmur og fjálgur hann er. Hann sagð ist hafa valið söguna af því, að í henni speglaðist fegurð. ást hatur og sorgleg örlög. Einmg sagðist hann hafa gaman af því að segja öðrum söguna, þvi að hún væri lærdómsrík. Um íslenzku hestana, sem segja má, að leikið hafi aðal- hlutverk kvikmyndarinnar, sagði hann: „Þeir eru dásamlegir og eiga en þennan stað völdum við. Hér er landið sem í árdaga. ósnortið og hreint" — og hann Iyftir höndunum með h»:f- þöndum fingrum upp í höfuð- hæð. „Þetta er staðurinn, þetta er staðurinnM" Það er skrítið að hitta fyrsta sinni mann, sem maður telur sig þekkja. Langt er síðan ég sá Gabriel Aksel á kvikmynd, en hann var mikilvirkur leikari 1 dönskum kvikmyndum, þar til hann árið 195S fór að fást við leikstjórn. Oft og tíðum lék hann Frakka, enda dvaldist hann framan af aevi í Frakk- landi. Þá hefur hann og mjög franskt útlrt. sem handapatið gerir enn meir áberandi. Oftast lék hann skuggalega misendismeim, sem voru frekar ófrýnilegir ásýndum. Var hann þá oft svarbrýnn og brúna- þungur. Var þvi ekki að undra, þótt við félagamir yrðum dá- lítið hissa, er við kynntumst manninum sjálfum, glaðlegum og hvatlegum — honum hafði sannarlega tekizt vel að fela sjélfan sig á bak við þessi gervi. Ólafur tók sínar myndir og ég tók leikarana tali. Á meðan hélt Aksel áfram að undirbúa myndatökuna af heimreið Sig- varðs konungs og kappa hans. Drottningin, sem leikin var af Evu Dahlbeck gengur fram til móts við mann sinn, en í miðju atriðinu grípur Aksel fram í, hrópar upp yfir sig og skundar á móts við drottninguna. Eitt- hvað var athugavert, það var okkur ljóst, þótt ekki heyrðum við orðaskipti. Þau stóðu þarna og töluðust við — hún stillt og hlustaði, en hann ákafur og bandaði hönd- unum út í allar áttir. Síðan tók hann undir sig stökk og gekk eins og hann vildi að leikkon- an gengi. Þau stóðu þarna og töluðust viff — hún stillt og hlustaði, en hann ákafur og bandaffi höndunum út i allar áttir. (Ól. K. M.) vel heima 1 hitiu hrikalega og fagra umhverfL Þeir eru hluti af íslenzkri náttúru, rétt eins og þeir hafi sprottið upp úr jörðinni". Meðaii á viðtalinu stóð bað- aði Gabriel Aksel út höndun- um til áherzlu orða sinna: ,4 fyrrasumar geystumst við Benedikt Árnason um landið þvert og endilangt — sagði Aksel og slengdi öðrum hand- leggnum í láréttan hálfhring. — Ferðin tók aðeins þrjár vik- ur, svo að sjá má, að við fór- um hratt yfir. Ýmist fórum við á jeppum og hestum, en þegar hvorttveggja brást — gang- andi“, og Aksel tipplar um- hverfis mig til staWestingar orðum sínum. „Margir staðir komu til greina“ heldur hann áfra.'u. „því að landið er ægifagurt. Eftir þennan sólskinsdag ) Hljóðaklettum hverfum við á braut og höldum sömu leið heim. Við gátum ekki staldrað við' i Hljóðaklettnm, nema um það bil klukkustund, því að annars hefðum við misst af áætlunarflugvélinni frá Akur- eyri lun kvöldið. Þegar við höldum frá Hljóðaklettum, berg málar rödd Gabriels Aksels um klettana, og hann kallar, að kvikmyndun sé lokið. Aftur á að hefjast handa á sjötta tím- anum í fyrramálið. Leikararnir hverfa af sviðinu þreyttir og lúnir eftir erfiðan dag, sem þó er aðeins fyrsti dagur kvik- myndunarinnar. Eftir stendur borgin og tilbúni trjábolurinn, sem trónar ankanalega innan um kjarrið — alls kostar fram- andi þessu umhverfi — eintóna í allri sinni nekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.