Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 8

Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 23. MARZ 1967. Hljóðfæraleikarar Áríðandi fundur í Fél. ísl. hljómlistar- manna í dag (skírdag) kl. 13,30 að Óðins- götu 7. Fundarefni: SAMNINGAR : a. Sjónvarp b. Pólýfónkórinn. STJÓRNIN. ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu fjölbýlishúss á lóðunum nr. 1 og 3 við Dalaland í Foss- vogi, alls 12 íbúðir. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora Sóleyjargötu 17 miðvikudaginn 29. marz gegn 1000.00 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 11. apríl kl. 11.00. H.f. Útboð og samningar. Til fermingargjafa veski og skinnhanzkar. Seðlaveski með nafnáletrun. Hljóðfærahus Reykjavíkur Hafnarstræti 1 — Sími 13656. Enska — Þýzka Franska — Spánska ítalska — Rússneska Lærið nýtt tungumál. Byrjið strax í dag. Fæst á 34 tungumálum. Linguaphone-umboðið. Hljóðfærahus Reykjavíkur Hafnarstræti 1 — Sími 13656. EFTIR INGVA HRAFN JÓNSSON. Það var einn sólfagran sumar dag sl. sumar, að ritstjórinn kom til mín og bað mig að fara til Sandgerðis og skrifa þar um nýtt og glæsilegt fiskiskip, sem útgerðarjöfurinn Guðmundur frá Rafnkelsstöðum hefði verið að fá nóttina áður. Ég ját- aði förinni, feginn að fá tæki- færi til að losna úr lognmoll- unni á ritstjórnarskrifstofunum og geta rétt úr bakinu og andað að mér tæru sjávarloftinu og ekki sízt ræða við Guðmund, þó að ég hefði aldrei hitt hann sjálfan, hafði ég heyrt svo mik- ið um hann að ég var full viss um að ég græninginn í blaða- mennskunni gæti orðið margs vísari eftir af viðræðum við svo þjóðkunnann mann. Eftir stutta en leiðinlega öku ferð eftir sléttum Keflavíkur- veginum og hæfilegan holu- hristing frá Kfcf1 avík til Sand- gerðis blasti M.b. Kristján Valgeir við, þar sem hann lá glæstur, fánum prýddur við hafnargarðinn í Sandgerði. Rétt áður en ég lagði af stað frá Reykjavík var mér fengin myndavél og skipað að taka góðar myndir af bátnum og þeim mönnum, sem ég ætlaði að ræða við. Myndir hafði ég aldrei á ævi minni tekið áður en Svenni Þormóðs sagði að það væri enginn kúnst og tók mig í 5 mínútna kennslustund í myndatöku og sagði mér síð an að hypja mig, Þegar ég svo var kominn til Sandgerðis hugs aði ég mér gott til glóðarinnar með myndavélina og spígspor- aði sperrtur fram og aftur um bryggjuna og smellti af ótt og títt, og reyndi eftir beztu getu að herma eftir þeim Svenna og Óla K. Ætlaði ég með þéssum aðgerðum að skapa mér virð- ingu sjóaranna, sem litu mig tortryggnisaugum þarna á bryggjunni. Þegar ég svo var næstum búinn að taka á alla filmuna 32 myndir vippaði ég mér létti- lega um borð og labbaði inn í brúnna, sem var full af fólki. „Góðan daginn herrar mínir, ég er tfrá Morgunblaðinu". Nokkrir viðstaddra litu undr- andi á mig, en snéru sér von bráðar að manni, sem stóð þarna í brúnni og virtist vera að halda ræðu og dró ekki af. Ég hallaði mér að næsta manni og spurði í fávísi minni hver þetta væri. „Svo að þú ert blaða maður við Morgunblaðið og þekkir ekki Guðmund frá Rafn- kelsstöðum". Ég lét sem minnst fyrir mér fara og sagði ekki orð, en hlustaði eins og hinir. Jú það gat ekki nokkur vafi leikið á um að þetta var Guð- mundur. Mér hafði verið sagt, að hann væri nokkuð komin til ára sinna, en það var ekki að sjá á þessum manni, sem stóð þarna hnarreistur og lífsorkan skein úr hverjum andlitsdrætti. Stefán Jónsson frá útvarpinu stóð við hlið Guðmundar og var að reyna að fá Guðmund til að skýra sér frá kaupverði skips- ins. Það er ef til vill ekki rétt að tala um að reyna, því að Guðmundur er þekktur fyrir að segja það sem honum býr I brjósti, án þess að draga þar af. „Jú ég get ósköp vel sagt ykkur að skipið kostar 13 milljónir króna fullgert". Og hvað þarf skipið að fiska til að útgerðin beri sig? „Það þarf að fiska vel“ Hvað átt þú við með vel? 60-70 þúsund tunnur af síld í sumar. Er það ekki nokkuð djarft teflt að kaupa skip fyrir þetta verð, sem þarf að fiska slík reiðarinn sem þarf að fiska slík reiðinn- innar ósköp. Sjáið þið bara Jón Garðar og Eggert Gíslason með sitt skip. í þessu skipi eru nákvæmlega sömu tæki og að- staða til að fiska og ef menn ekki geta fiskað á þetta skip, þá geta þeir hreinlega hypjað sig í land, því að þá hafa þeir hreint ekkert að gera til sjós. Það hafa margir sagt við mig í sambandi við þetta skip, að nú væri karlinn orðinn snar- vitlaus og þetta myndi loks setja mig á hausinn. Ég get sagt ykkur að ég er ekki orðinn vit laus og þetta skip mun ekki setja mig á hausinn. Ég veit ekki hvað hægt er að gera betra hér á landi, en að kaupa stór og fullkominn fiskiskip sem færa mikinn afla að landi. f fyrra flutti Jón Garðar 28000 þúsund tunnur af síld hingað til Sandgerðis og fór allur afl- inn í vinnslu og skapaði þjóðar búinu og byggðarlögunum hér í kring gífurlegt verðmæti, ekki sízt vegna þess að þá var hér algerlega dauður tími sunnan- lands. Ef að þetta eru ekki bjargráð þá veit ég ekki hvað það er, og þá má fjandinn hirða þetta allt saman mín vegna. Viðstadda setti hljóða við þessi óhrekjanlegu rök. ilg græninginn stóð með opinn munn og starði á ræðumann. Þetta var maður, sem kunni að segja álit sitt svo ekki væri um að villast. Hann gekk nú um brúna og benti á hin ýmsu tæki, sem þar voru um allt og sagði „Stjórn- og leitartæki þessa skips kosta tvær milljón ir króna og það þarf að fiska til að borga þau“. Ég vorkennc’' hálfpartinn skipstjórunum á Jóni Garðari og Kristjáni Val- geiri, sem báðir voru viðstadd ir, en það var ekki að sjá á þeim að orð útgerðarmannsins féllu þeim ekki í geð. Þeir hafa eflaust gert sér fulla grein fyr- ir gildi orða hans. Stuttu síðar fóruiyi við allir úr brúnni og upp í kaffistofu í húsi Guðmundar, þar sem ríkulegar veitingar voru bornar fram. Þar átti ég viðtal við Guð mund, sem birtizt í Morgun- blaðinu og því ekki ástæða til að endurtaka það hér. Astæðan fyrir því að ég rita þessi orð, er einfaldlega sú, að það var mér mikils virði að hitta mann sem Guðmund á Rafnkelsstöðum og ég varð margs vísari af viðræð um mínum við hann. Hann tel ég hiklaust einn af litríkustu persónuleikum, sem ég hef hitt um dagana og þakka ég honum samskiptin, sem við höfðum átt síðan við fyrst kynntumst. Hitt veit svo allur landslýður að Kristján Valgeir fiskaði ekki neinar 70 þúsund tunnur sL sumar hvað sem því nú olli og Guðmundi tókst ekki að halda skipinu. En maðurinn var jafn beinn í baki, er hann skýrði frá því að hann hefði selt skipið +il Vopnafjarðar, þar sem það væntanlega á eftir að færa björg í bú. Takist það veit ég að eftirsjá Guðmundar eftir þessu skipi, sem ber nafn lát- ins sonar hans, verður minni, því að hann er slíkur maður að gleði hans yfir velfarnaði ann- ara er ekki minni, en þegar hann sjálfur á í hlut. Það vita líka allir að skipið setti ekki Guðmund á Rafnkelsstöðum á hausina. Til sölu er stórglæsileg sjávarlóð. Tilboð merkt „Sól og sumar 2008“ sendist Mbl. fyrir 1. apríL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.