Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
15
EFTIR
ELÍNU PÁLMADÓTTUR
BREGÐA upp skyndimynd af
kynnum af einhverri persónu,
sem manni er minnisstæð úr
fréttamannsstarfi? I>að er við-
fangsefnið. Þegar litið er til
baka má finna margar mann-
eskjur, sem þetta á við. Fólki
skýtur upp, það skiptir mann
mesfcu máli þá stundina, og
hverfur svo aftur fyrir nýjum
atburð'um. Hvern á að grípa úr
þessum mislita hópi. Einn af
þeim nýjustu og ferskustu f
minni? Það mundi vera kemp-
an Jón Húnfjörð, sem brauzt
með okkur í snjó yfir Holta-
vörðuheiði um daginn, þegar
enginn annar vildi leggja í
heiðina vegna ófærðar. Hann
er vissulega minnisstæður
maður.
o O o
Stór skafl á veginum og vax-
andi hríð gerði það að verkum
að við leituðum heim á næsta
bæ, Neðra-Vatnsíhorn í Húna-
vatnssýslu, til að leita ráða, og
var mjög vel tekið af húsráð-
end'um, enda varð dvölin þar
lengri en ráð hafði verið fyrir
gert eða fram á næsta dag. í
upplýsingaleit okkar fréttum
við að hann Jón hefði farið
austur um með olíu á einhvern
bæinn. Hvað skyldi hann
segja? En Jón var farinn aftur
frá þessum bæ. Og þegar við
fréttum að þetta væri hin
landskunna kempa, Jón í Múla,
bróðir hans Guðmiundar Jónas-
sonar öræfabílstjóra, þustum
við út í hríðina, til að freista
þess að sitja fyrir honum niðri
á vegi. Þá yrði okkur áreiðan-
lega borgið vestur í Miðfjörð
eða Hrútafjörð. En skafrenn-
ingurinn var slíkur að við gát-
um ekki einu sinni gengið
örugglega úr skugga um að
stóri trukkurinn hans Jóns væri
farinn hjá, svo fljótt fyllti í
förin .Það h-laut að vera, því
ekki kom Jón. Og ekki kom
hann heim til Hvammstanga.
Þó hafði enginn af honum
áhyggj ur. Hann mundi vera að
puða gegnum ófærðina rg
kpma fyrr eða síðar á áfanga-
«tað.
Morguninn eftir kom snjó-
plógurinn til að ryðja leið fyrir
mjólkurbílinn í Víðidalinn og í
kjölfar hans nokkrir bílar. Við
biðum niðri á vegi. Þarna kom
gamall Gemsi (GMC) á stórum
dekkjum, eins og brynvarinn
- MINNISSTÆÐ
Framhald af fyrri síðu.
um frá ábyrgðartilfinningu
kvennasamtakanna næst er við
hittumst í bragganum, sagði
hann: „Ég held þær ættu að
gera sína hluti betur." Annað
hrökk ekki út úr honum en
þessi orð hans juku auðvitað
mjög á siðferðisþrek mitt. Ég
aagði við hann: „Ég kem aftur
til þín á næstunni, og þá spjöll-
um við meira saman.“ Hann
gjóaði augum upp á mig. „Nú
jæja, sagði hann — , en komdu
*amt ekki mjög oft“.
Svo stakk hann nálinni á
kaf í seglið. „Ef þetta fólk
hefði nú eitthvað annað fyrir
atafni en kveljast yfir því hvað
það hefur það gott“ muldraði
hann í barm sér. „Og fjandinn
hafi það — það er ekki einu
sinni leyfilegt að bölva ærlega
I blöðunum — og ég sem hélt
•ð þau væri ekki annað en
spýtubakki . .“
Ekki vissi hann þá, að mér
hafði af ,vinum hans“ verið
hótað lífláti vegna samtalsins í
blaðinu og ég hafði fengið
ryðgaðan rakhníf sendan í
pósti“ — með ósk um að nota
hann á réttum stað“.
Vegna anna hef ég ekki enn
komið því í verk.
að framan af hangandi keðjum.
Upp í hliðarrúðu bílstjórans
fyllti mikilúðlegt andlit á ábúð
armiklum manni. — Jú, ég
komst heim í nótt. Þetta er
versti kaflinn hérna út fyrir
Múlann, sem niú er búið að
ryðja. Á þessum bíl komizt þið
núna hjálparlaust alla leið í
Hrútafjörðinn. (Jón þekkir vel
snjóakistúna fyrir Múlanum,
þar sem hann ei uppalinn).
En suður yfir Holtavörðu-
heiði? Mundi hann kannski
verða tilkippilegur seinna, ef
við strönduðum nú aftur. Bæði
þingmannimum og ritstjóran-
um, sem voru að korna af fundi
fyrir norðan, bráðlægi á að
komast suður um. Jú, hann
mundi ekki verða lengi í mjólk
urflutningunum — og ekki sak
aði að hringja til hans. En
þess mundi ekki gerast þörf.
Bezta veður og færð í Hrúta-
fjörðinn. En þarmeð var líka
draumurinn búinn. Þó enginn
vissi nákvæmlega um ástand
heiðarinnar, þar eð enginn
hefði komið yfir hana, þá mundi
hún ófær. S'kaflar á veginum
og þetta vitlaus dagur. Á morg
un mundi Vegagerðin moka
skaflana og opna heiðina — í
dag yrði ekki hreyfð ýta. Við
höfðum ekki sérlega mikla trú
á dagatalinu í þessu samibandi,
höfðum tvo daga í röð fengið
að kynnast því að fá yfir okk-
ur skyndiihríð. Ekki alveg víst
að veðurguðirnir mundu virða
þriðjudag Vegagerðarinnar,
auk þess sem mjög lá á að
komast til Reykjavíkur fyrir
hádegi daginn eftir í síðasta
lagi. Ekið var upp í heiðina,
skoðaður fyrsti stóri skaflinn
við mæðiveikigirðinguna, þar
sem ýtan stóð, og með ókkur
ýtumaðurinn, sem hafði ströng
fyrirmæli úr Borgarnesi að
byrja ekki að éta sig gegnum
skaflinn fyrr en kl. 6 morgun-
inn eftir. Ekkert við því að
gera. Of seint reyndist líka að
fá flugvél í Hrútafjörð, því nú
var að draga upp skýjabakka.
Hvað skyldi þá til ráða? Menn
velbu vöngum, þar sem þeir
9átu í góðu yfirlæti í Hrúta-
fjarðarskála. Þá þýðir ekki að
tala við Jón, úr því heiðin er
alveg ófær, sagði einlhver. —
Jón, hann Jón í Mú'la. Bf hann
ætlar sér yfir heiðina þá fer
hann. Nú, reynum það.
Gemsinn renndi í hlað.
Menn höfðu tai af Jóni meðan
hann tók eldsneyti á farartæk-
ið, bíl sem hann hafði sjálfur
sett saman úr hlutum, tíndum
saman víðsvegar að. Það létti
yfir honum er hann 9á spilið
á jeppanum okkar. Þá mund-
um við alltaf geta spilað ok'k
ur yfir skaflana til hans, þeg-
ar hann hefði brotizt í gegn.
Og svo var hann þotinn af stað.
Þið komið á eftir. Nei, engan
mat! Það var hugur í karlin-
um.
Jú, ljótur var hann skaflinn
við hliðið og nú var komið
myrkur, — byrjað svolítið að
hríða. í bílljósunum þramimaði
þessi risi, rak skófluna niður í
skaflinn, kannsði styrkleikann
í ruðningnum eftir ýtuna utan
við veginn, mokaði svolítið,
þjappaði framan við hjólin og
vatt sér upp í bílinn, sem cók
að mjakast ofur hægt og var-
lega út á skafhnn. — Reynið
að þjappa fyrii framan hjól-
in yfir mestu dýptina. Svona
já! Trukkurinn smámjakaðist
Nú var ekki óðagotið á þessum
kappsfulla mar.ni. — Um að
gera að freistast ekki til að
gefa í. Hér gildir þolinmæðin.
Bara passa að láta hjólin helzt
aldrei snúast. Rétt að mjaka
sér svo þau spóli ekki.
Makalaust hvað svona stór
trukkur getur farið undur var-
lega og hve þessi stóra kempa
getur stigið nett á benzín og
kúplingu. Já, hér þýðir vist
ekki annað en þolinmæði.
Enda höfum við heyrt
að Jón hafi verið upp í 1—2
sólarhringa á leið yfir Holta-
vörðuheiði í hríð og verið allt-
af að nudda þetta. Jæja, það
tókst. Hann var kominn á fast
í þetta sinn. Og jeppinn á eft-
ir, svo lengi sem hjólin náðu
niður í hjólförm eftir trukk-
inn. Þá kemur Jón hlaupandi
með kaðalinn, kippir í og dreg-
ur minni bílini. til sín. Skafl
eftir skafl. Og ekki skána þeir.
Það hefur kingt niður snjónum
norðan megin á heiðina, öfugt
við það sem búizt var við. Og
snjórinn er slæmur undir hjól-
unum. Hann þvæliist, þjappast
ekki, og víða hefur skafið i
hryggi þvert yfir veginn.
— Sjáið þið hérna. Ef ekki
hefði verið skafið út af þarna
megin, þá væri þessi skafl ekki
hér, þrumar Jón. Og þarna!
Helber vitleysa! Það á bara að
þjappa snjónum. Ekki moka
honum svona. Það fæst aldrei
friður með þetta. Fýllir jafn-
óðum.
í hvert skipti sem hann kem-
ur að bílglugganum okkar eða
við fram með bílnum hjá hon-
um í snjónum, útskýrir hann
skoðun sína á viðkomandi
skafli. Og hann er ekki alltaf
á sama máli og vegagerðin.
— Relvíti er snjórinn slæm-
ur. Hann breytir stöðugt eigin-
leika eftir því sem við hækk-
um okkur. Það gerir frostið,
sem fer vaxandi. Og alltaf þarf
að breyta til við aksturinn,
taka tillit til nýrra aðötæðna.
Þannig mjökumist við upp í
sælu'húsið. Gemsinn á undan.
í bílljósunum sjáum við Jón i
Múla í fyrirferðamikilli úlpu
stíga út, skoða skaflana, rétta
kaðal og hressileg atlhugasemd
fylgir, þegar hann er í kallfæri.
Þannig hefði Bjartur í Sumar-
húsum vafalaust litið út, ef
hann hefði haít trukk undir
hönidium. Það var einmitt! All-
an tímann hafði Jón í Múla
verið að smábreytast í Bjart í
Sumarhúsuim í huga mínum —
þennan seiga, ódrepandi karl
andspænis nöfuðskepnunum.
Aldrei að gefast upp.
Síðasta brekkan í sælubúsið
er auð. Við hitum kaffi á kos-
angastækinu og Jón dregur
upp koníakisflösku og hellir út
í bollana. Það hlýjar vel. 02
áfram er haldið. Nú hallar und
an fæti og vegurinn er mikið
til auður. Með undantekning-
um þó. Krókatjarnarbeygjan er
eftir eða staðurinn sem nú er
farið að kalla Biskupsbrekku.
Hún er alveg í kafi. Jón kann
ráð við því. — Komið þið með
lugtina. Við sjáum hann hverfa
í myrkrið og stefna þvert af
veginum. Ljósið kemur aft.ur í
átt til okkar. — Akið á eftir
mér, segir Jón. Tekur vinkil-
beygju af vegarslóðinni og
þræðir í hlykkj'um hryggina,
í sveig út fyrir skaflinn stóra
og inn á veginn fyrir neðan.
— Þið ætlið áíram. Ætli ég
komi nokkuð við í Forna-
hvammi, segii • Jón. Nú veit
hann að við erum hólpinn,
næstum aðeins eftir að sjá á
eftir okkur niður í dalinn. En
okkur tekzt samt að telja hann
á að fara í Porna'hvamm og
leggja sig. Við höfuim haft af
honum spurnir að bérjast
áfram með olíuna út á Vatns-
nes í hríðinni nóttina áður og
í mjólkurflutningum um morg-
uninn svo varla hefur hann
haft mikla hvíld áður en við
hringdum til hans kl. 6 síð-
degis á Hvammstanga. Nú var
aftur langt liðið nætur. Mér
fannst alveg nóg um, þó ég
hefði þá ekki verið búin að
frétta að hann væri bakveikur
og þyrfti alltaí að vera með
sérstakt belti, og hefði á æv-
inni fengið ýms áföll, svo sem
lömunarveiki og í lungun. Hann
bar það vissulega ekki utan á
sér þessi kempa og ekki hlífði
hann sér við moksturinn eða
gönguna í hnédjúpum sköflun-
um við að kanna veginn.
Á hlaðinu í Fornahvammi.
þar sem allir stóru trukkarnir
voru samankomnir til að bíða
eftir snjómokstrinum daginn
eftir, sumir búnir að bíða
nokkra óaga, skildu leiðir okk-
ar og Jóns í Múla. Við round-
um sjálfsagt komast á benzín-
dreitlinum, sern við áttum eftir
þar til við næðum til Leopolds
í Hreðarvatnsskála, og biðum
því ekki morguns eftir að fá
benzín í Fornaihvammi. Jón
stóð á hlaðinu, með hressileg
gamanyrði á vör. Gott er að
vita af honum þarna norður i
Húnavatnssýslu. Við erum víst
ekki þau einu, sem hann hefur
koínið á leiðarenda þegar á lá.
Og mér sýnist svo að hann fær
ist ekki undan slíkum viðfangs
efnum meðan hann stendur
uppi. Slíkar kempur gera okk-
ur lífið auðveldara í þessu norð
læga landi Þæi verða reyndar
varla til við mildari aðstæð-
ur en hér. Jón Húnfjörð Jón-
asson frá Miúla er rammís-
lenzkt fyrirbæri.
Gleðilega páska
Athugið
— Páskahelgi — Páskahelgi —
(Bensin) (Hjólbaróar)
Að við erum eina bensínstöðin í Reykja-
vík, sem hefir opið yfir páskahelgina, sem
hér segir:
Skírdag frá kl. 10 til 22.
Föstudaginn langa, frá kl. 10 til 19.
Laugardag, frá kl. 8 til 00.1.
Páskadag, frá kl. 10 til 19.
Annan páskadag, frá kl. 10 til 24.
Að öðru leyti, eru tímarnir óbreyttir virka
daga frá kl. 8 til 24.
Laugardaga frá kl. 8 til 00.1.
Sunnudaga frá kl. 19 til 24.
Á sama stað er fullkomið hjólbarðaverk-
stæði, með fullkomnum vélum, og veitir
það ykkur þá sömu þjónustu, á sama tíma
og bensínstöðin.
Reynið þessa frábæru þjónus*u.
Bensin- og hjólbarðaþjónustan
Vitatorgi
Sími 14113.