Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLABi©, FIMMTUOAGUR 23. MARZ 1967. Mann tók sí?at'ctiupakk'»nn upp úr rasa sínutii, sneri sér að mér og spurði, hvort ég vildi ekki sígarettu. Þegar ég játaði því, dró hjnn eina síg- arettuna að hálfu leyti úr pakkanum, en rétti síðan pakk ann að mér, alveg á eðlilegan hátt þegar maður býður stúlku jígarettu. Mér láðist að þakka fyrir mig, en það er eins og mig minni, að ég hafi brosað til hans. Ég vöðlaði sígarett- una um stund milli fingrana, leit í kringum mig örskamma stund á meðan ég beið — eftir því að hann kveikti í fyrir mig. Ég rankaði svo allt i einu við mér, þegar ég varð þess vör, að hann hélt pakkanum enn að mér. Mér brá, og ég vissi hverju ég hafði gleymt — að þakka fyrir mig upphátt. Þegar ég hafði gert það, íékk hann sér sígarettu og lét síð- aii pakkann í vasann. hans furðu skýr. En hún sneri sér að honum, þegar þau töl- uðust við, og hún virtist mjög hamingjusöm. Hann sagði mér, að þó svo hann gæti fengið sjónina á ný, mundi hann ekki óska eftir því.. Hann sagðist vera ánægð- ur eins og allt væri í pottinn búið. Sem blindur hafði hann numið þá iðngrein sem hann ætlaði sér að lifa á, og hann sagði: Ég er búinn að sætta mig fyllilega við þetta.“ En yfir honum var ekki þessi sælusvipur, hann ljómaði ekki eins og hún. Mér fannst hann ekki eins einlæglega hamingju samur. Hún þurfti ekki að sakna neins. Hún hafði feng- ið að læra það, sem hún ósk- aði sér, og þar sem hún sat í sófanum við hlið unnusta síns, brosti hún í sífellu. En það var vissulega mikið, sem hann átti að sakna. Full- frískur og heilbrigður hafði hann kastað snjóboltum, rennt sér á skautum og leikið sér í boltaleik. Mér fannst að hann hlyti að sakna þessa göfugasta skilningarvits, og ég sá á svip hans þann söknuð, sem þó hlyti með tímanum að hverfa, en var enn ekki að fullu horf inn. Það var á heimili reykvískra borgara, sem ég sat, og ég dvaldi góða stund. Þegar ég hafði staðið upp og hvatt, og hann hafði opnað dyrnar fyr- ir mér, kom móðir hans fram og bauð mér kaffi. Ég hefði gjarnan viljað drekka með þeim kaffi, ég hefði þá öðlast enn dýpri reynslu. En úr þvl sem komið var, þótti mér ekki hlýða að þiggja boðið. Mér datt síðar í hug hvort það hafi verið af tillitssemi við soa sinn og tengdadóttir tilvon- andi, að móðirin bauð mér ekki veitingarnar meðan á samræðunum stóð, úr því hún var einu sinni að bjóða mér þær að sið gestrisinna íslend- inga. En þegar að því kom að ég kvaddi, gat hún ekki leynt sínu gestrisna hugarfari og bauð mér samt sem áður kaff- ið, þó svo að hún vissi ofur vel, að ég myndi á þeirri stundu ekki þiggja það. (Þrjú viðtöl eru mér sérstak lega minnisstæð á skömmum blaðamannaferli mínum. Við- talið við þau er eitt þeirra). Sumarbúsíaður Óska að taka á leigu sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Verður að vera í sæmilegu standL Upplýsingar í síma 30926 og 24139. Þau voru ekki feimin við að tjá sig og reyndu ekki að kom- ast undan einni einustu spurn- ingu. Ég komst upp á lagið og gerðist æ djarfari i spurning- um minum, enda varð þessi skamma stund méi ómetanleg og óvenjuleg reynsla Þau fóru þess ekki á leit að fá að heyra handritið, áður en það fór i blaðið, eins og svo oft er ein- mitt, þegar fólk hefur haft frá einhverju að segja og virki- lega tjáð sig. Hann hafði misst sjónina sem barn, en hún verði blind frá fæðingu. Mér fannst einnig framkoma þeirra gagnvart mér vera ólík og ég setti það i samband við þá staðreynd, að hann hafði einu sinni getð séð, en hún aldrei. Þegar hann til dæmis taiaði við mig, eða ég við hann þá sneri hann sér alltaf að uéc. eins og fólk yfirleitt ger- ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR. HAUKUR LEÓSSON, AÐ RÁNARGÖTU 12, SÍMI 12494 MILLI KL. 5—7, DAGLEGA. EFTIR STEINUNNI ÓLAFSDÓTTUR ÞAÐ átti fyrir mér að liggia að eiga viðtal við blint fólk. Þau voru hjónaefni. hann ís- lenzkur, en hún ensk. Þar sem ég sat inni i vina- legri stofu foreldra hans í húsi einu í Austurbænum og virti hjónaefnin lauslega fyrir mér fann ég að þau voru á einhvern hátt fjær mér en gengur og gerist um fólk sem situr andspænis hvort öðru yf- ir lágu sófaborðí. Það var eig- inlega ekki fyrr en hann bauð mét sigarettu, þegar líða tók á samtalið að eg g’eymdi þvi. að frammi fynr mér sat fólk sem ég af eðlilcgum ástæðum varð að vera gætnari við en venjulega. Ég gleymdi því smástund, að hann var blind- ur. ir. Hún aftur á móti sneri sér aldrei að mér, hvorki þegar ég beindi spurningum mínum að henni, né þegar hún svar- aði. Allan tímann meðan á samræðunum stóð, var hún mun fjær mér en hann. Augu hennar voru einnig lokaðri,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.