Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 196?. sooosms Jómfrúræða Jóns Isbergs JÓN ísberg flutti jómfrúar- ræðu sína á Alþingi á föstudag. Mælti hann fyrir frv. um breyt- kig á sveitarstjómarlögum um að sýslusjóðsgjald verði lagt að þriðjungi á eftir íbúðatölu í stað verkfærra manna. Jón ísberg sagði í ræðu sinni, að hann hefði að vísu kosið að flytja sína jómfrúrræðu um meira mál, en hér um ræddi, en hann væri þó þakklátur forseta fyrir að hafa tekið mál þetta á dagskrá, þótt liðið væri á þing- tímann. Sagði Jón, að mál þetta þarfnaðist ekki mikilla skýringa. Eftir núgildandi lögum, væri sýslusjóðsgjald lagt á í þrennu lagi. Eftir fasteignamati að ein- inn þriðja, samanlögðum nettó- tekjum og nettóeign að einum þriðja og eftir tölu verkfærra manna að einum þriðja. En eftir að nýju vegalögin tóku gildi, hafi vantað ákvæði um, hver eigi að semja verkfærra manna skrá. Jón sagðist hafa haft sam- band við félagsmálaráðuneytið og bent því á þennan galla, en ekki hefði fengist leiðrétting á honum. Þessi breyting, er hann legði hér til, hefði ekki mikla fjárhagslega þýðingu, en gerði alla framkvæmd laganna ákveðn ari og öruggari. Þá flutti Jón ísberg einnig framsögu fyrir þremur öðrum málum, er hann flytur, og er Pétur Sigurðsson meðflutnings- maður að tveimur þeirra. í framsögu sinni fyrir frv. sínu tun breyting á girðingalögum, sagði Jón ísberg, að sú breyting, er hann flytur ásamt Pétri Sig- urðssyni. Sagði Jón, að fyrir ein- hvern misskilning hefðu þau á- kvæði þvælst inni í lögin, er hér væri lagt til að féllu brott. Þessi ákvæði væru, að sjúkradagpen- ingar og slysabætur, auk atvinnu leysisbóta væru greidd með þremur fyrstu börnum. Akvæðin hefðu verið sett 1946, þegar fjöl- skyldubætur hefðu ekki verið greiddar fyrr en með fjórða barni. En nú væru greiddar fjöl- skyldubætur með öllum börnum og væri því ranglátt að tak- marka þessar bætur við þriðja barn. Þessir styrkir væru ekki háir og hefði breytingin ekki í för með sér mikil útgjöld, en hún væri sanngirnismál. Sagði Jón, að þetta væri eitt af þeim málum, er færu fram hjá Alþingi, en embættismenn, er færu með framkvæmd laganna kæmu auga á í starfi sínu. Eðvarð Sigurðsson (K) tók til máls og sagðist taka undir orð Jóns ísberg, að það væri ekki nokkurt réttlæti í því að barn- margar fjölskyldur yrðu afskipt- ar í greiðslu þessarra bóta. Það væri einnig rétt, að hér væri ekki um mikla fjárupphæð að ræða, og þyrftu að hækka mikið. Atvinnuleysistryggingar mættu hækka mikið, en þó yrði að sjálf- sögðu að gæta þess, að ekki væri hagur í að skrá sig atvinnulaus- an. Þingmál Á fundi Neðri deildar Alþingis á laugardag var frv. um sölu jarðanna Þormóðsdals og Bringna afgreitt til efri deildar. Sverrir Júlíusson mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðarnefndar og mælti nefndin með samþykkt frv. Sverrir gat þess, að þeir að- ilar, er leitað hefði verið umsagn- ar um málið, hefðu mælt með frv. nema landnámsstjóri. Einar Olgeirsson (K) mælti gegn frv. og sagði að sala ríkis- jarða í nágrenni Reykjavíkur væri varhugaverð, og væri alls ekki spor í rétta átt. Það kæmi að því, að ríkið þyrfti á þessum jörðum að halda, og þá væri betra að eiga jarðirnar, heldur en að þurfa að kaupa þær á ný, kannski fyrir mikið fé. Frumvarpið var samþykkt með 22 atkvæðum gegn 2. Jón ísberg alþm. er hann legði hér til, væri I sjálfu sér ekki mikil, en hún myndi koma í veg fyrir deilur og málaferli. Hann hefði I starfi sínu orðið var við, að núgildandi ákvæði um viðhald girðinga bryti oft í bága við samninga um viðhaldið, er gerðir hefðu verið fyrir setningu laganna. Sér hefði að vísu tekist að sætta þá aðila, að vísu tekist að sætta þá aðila, er deildu, en óþarft væri að gefa tilefni til slíkra deilna. Því legði hann hér til, að kostnaðarhlut- fallið, sem ákveðið væri í lögun- um, gilti því aðeins að það briti ekki í bága við gildandi samn- inga. Þá mælti Jón ísberg fyrir frv., STEFNT HRAÐA AÐ ALKNUM í BVGGINGUIVI sagði Axel Jónsson í þingrœðu um skólakostnaðar frv. VIÐ aðra umræðu frv. um skóla- kostnaðarlög flutti Axel Jóns- son framsögu fyrir meirihluta menntamálanefndar. Sagði Axel í ræðu sinni, að með þessu frumv. væri stigið þýðingarmik- ið spor i þá átt, að stuðla að byggingu skólamannvirkja á sem hagkvæmastan hátt. Bygg- ingarhraðinn væri aukinn mik- ið, þar sem framlög ríkisins verði veitt á 2-3 árum í stað fimm ára nú. Þá gat Axel um hin ýmsu efn- isatriði frumvarpsins og gerði grein fyrir breytingartillögum nefndarinnar. Sagðist Axel vera þess fullviss, að mikill áhugi væri fyrir framgangi frv. Miklar umræður um skólakostn- aðar- og hafnarlög Þýðingarmiklar breytingar á skóla- kostnaðarfrumv. í Neðri deild UNDANFARNA daga hafa hafa miklar umræður staðið í Neðri deild Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um skólakostnaðarlög. Var frumvarpið til 2. um- ræðu sl. laugardag og voru þá samþykktar allmargar breytingatillögur frá mennta málanefnd deildarinnar, en Axel Jónsson mælti fyrir áliti hennar. Við 3. umræðu málsins í gær bar menntamálaráðherra fram Áskorun til Þingvallanefndar: Sumarbústaða-málið ÉG er ein af þeim mörgu íslend- tíð að ganga um þetta fagra ó- ing\im sem þykir óskiljanleg sú rdlðstöfun Þingvallanefndar að leyfa bygging sumarbústaða á Þingvöllum fyrir ofan Hrafna- gjá. Á þeim stað er fegurst út- sýni. Þar sér til jökla og allra fjalla umhverfis þennan þjóðar- reit. Þar er gósenland listmálara. Trúlegt að margar fagrar Þing- vallamyndir Ásgríms Jónssonar frá þessum stað væru ómálaðar étf hann hefði þurft að kveðja dyra hjá einhverjum sumarbú- staðaeigandanum, og biðja þess auðmjúklega hvort honum leyfð ist alð skjófast innfyrir girðingu til þess að mála landið þarna. Einnig er á þessum stað einn allra unaðslegasti berjastaður- inn á Þingvöllum. Og nú fréttist það, að ein af tillögum þjóðhátíðarnefndarinn- ar 1974 er bygging listamanna- búða á Þingvöllum. Auðvitað yrðu slíkar búiðir ekki sízt dval- arstaður myndlistarmanna. Leyfa ber þjóðinni allri um alla fram- snortna land tóindrað, án leyfis Péturs eða Páls. Þessi ákvörðun Þingvallanefnd ar, að veita nokkrum aðilum þau sérréttindi að byggja lystihús á helgasta sögustað þjóðarinnar og sameign, er afar illa þokkuð. Það er sama hvar komið er hvern rætt er við um þetta mál, allir fordæma þessa ákvörðun full- trúanna, sem þjóðin hefur kos- ið til þess að standa vörð um þennan helga stað, en bregst trúnaði á þennan hátt. En ósnortið er þetta land enn- þá, og auðvelt áð gefa því grið með afturköllun leyfanna frá Þingvallanefnd. Nóg er land- rýmið á íslandi, og því ónauð- synlegt að traðka endilega þann stað sem þjóðir.ni er kærastur allra. Sumargjöfin þetta ár ætti að vera afturköllun sumarbústaða- leyfanna og friðlýst svæði á þess um stalð um alla framtíð. Bjarnveig Bjarnadóttir. tillögu um að fella niður 14. gr. frumvarpsins svo og 2. og 3. málsgrein 21. greinar en í þess- um greinum var gert ráð fyrir að héraðsskólar sem ríkið borg- ar stofnkostnað og rekstrar- kostnað við féllu undir lögin. Áfram var þó gert ráð fyrir að ríkissjóður greiddi stofn- og reksturskostnað þeirra héraðs- skóla, sem fyrir eru í landinu. Þá var ennfremur gert ráð fyrir að endurkrefja skyldi heima- sveit nemenda um ýmsa kostn- aðarliði. Tillögur ráðherrans um að fella þessa liði niður voru samþykktar samhljóða í ND og var frumvarpið sent til Efri deildar að lokinni 3. umræðu. Þá hafa ennfremur staðið miklar umræður um frumvarp til hafnarlaga og hefur Neðri deild afgreitt það frá sér og er málið komið í nefnd í Efri deild. DJAKARTA, 17. apríl, AP — Jarðskjálfti varð í Indónesíu í fyrri viku, á Suður-Celebes og var all-harður. Fórust þar 37 menn en 51 slösuðust, að því er hin opinbera fréttastofa, Antara, hermdi í dag. Hafði fréttastofan það eftir landsjóra Suður-Cela- bes að 75.000 manns hefðu neyðzt til þess að yfirgefa héruð þau sem verst hefðu orðið úti í jarðskjálftanum. Indónesíustjórn hefur farið fram á aðstoð við fólk þetta. Koma bér kaflar úr ræðu Ax- els Jónssonar. Frv. þetta markar þýðingar- mikið spor í þá átt að stuðla að því að byggð verði hagnýt skóla- mannvirki á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt ákvæðum frv. verður byggingarhraðinn aukinn við hverja einstaka framkvæmd þar sem framlög ríkisins til bygg inganna verða veitt á 2-3 árum í stað 5 ára nú. Stefnt er að því að gera áætl- un um heildarþörf 'hinna ýmsu skólastiga varðandi nýbygging- ar. Þá eru dregnar skýrar línur um hvað í rekstri skólanna er sameiginlegt hjá ríki og sveitar- félögum og hvernig það þá skipt ist og hverju ríkið eigi að standa einvörðungu undir og hvað fell- ur í hlut sveitarfélaganna að annast alfarið á sinn kostnað. Þá er það og mikilsvert atriði að gert er ráð fyrir samstarfs- nefnd þessara aðila sem fjallar um hina sameiginlegu þætti þessa máls. Menntamálanefnd þ. hv. d. ræddi frv. á fundum sínum fyrir páska og kaus undirnefnd til þess að yfirfara frv. í þinghlé- inu. Nefndin hefur fengið á sinn fund þá Torfa Ásgeirsson, skrif- stofustjóra Efnahagsstofnunar- innar og Aðalstein Eiríksson, fjármálaeftirlitsmann skóla. Veittu þeir nefndinni upplýsing- ar um einstakar gr. frv. Þá komu á fund nefndarinnar 3 skólastjórar frá heimavistar skólum. Einnig bárust nefnd- inni nokkur erindi frá skóla- mönnum Allir höfðu skólamenn- irnir fram að færa ábendingar um einstök atriði sem þeir töldu að þyrfti að breyta. Að nokkru upplýstist við frekar.i umr. að um misskilning var þar að ræða og í einstökum atriðum leggur meiri'hluti nefndarinnar til að breytingar verði gerðar m.a. til að koma til móts við ábendingar áður umgetinna skólamanna og er það von mín, að allir geti verið ánægðir hvað það varðar. Það kom ákveðið fram hjá þeim öllum, að frv. væri til mikilla bóta frá því sem er í gildandi lögum og lögðu á það áherzlu að málið næði fram að ganga nú. Þá rakti Axel Jónsson efnis- atriði frv og breytingartillögur nefndarinnar og sagði m.a. í Ný lög um listamunnaluun — samþykkt á Alþingi í gœr EFRI deild samþykkti í gær við þriðju umræðu frumvarp ríkis- stjórnarinnar um listcimanna- laun, og er frumvarpið þar með orðið að lögum. Samkvæmt því verða þær breytingar á úthlutun listamannalauna, að úthlutunar- nefnd verður kjörin til fjögurra ára og flakkum listamanna verð- ur breytt þannig að þeim verður skipt í tvo flokka í stað þriggja áður. samband' við 20. gr. frv., er fjall ar um þann fjölda reiknaðra stunda, sem heimilt er, að komi á hvern nemanda og er í þeim kafla frv. er fjallar um reksturs- kostnað og hlutfall hans milli ríkis og sveitarfélaga. Við 20 gr. flytjum við breyt- ingartillögu í 7 stafliðum og eru þær flestar til nánari skýringa á þeim ákvæðum sem þær taka til og einnig til rýmkunar á þeim ramma, sem greinin setur og er þá tilgangurinn með breyt- ingatillögunum fyrst og fremst sá að tryggja það að heimavist- arskólar, sem starfa undir venju legum kringumstæðum þurfi alls ekki að koma undir undan- þáguákvæði þau, sem í grein- inni eru. Það er búið að leggja mikla vinnu í að athuga hvern- ig ákvæði þessarar greina koma til með að verka á hinum ýmsu skólastigum og í mismunandi stórum skólum og leyfi ég mér að fullyrða að þar hefur verið tekið tillit til þeirra margþættu sjónarmiða, sem fram hafa kom- ið í sambandi við hin mörgu ákvæði gr. Ræðu sinni lauk Axel Jónsson með þessum orðum: Ég hef þá ræt-t þær breytingar tillögur sem við í meirihluta nefndarinnar flytjum. Eins og áður gat um eru þær fyrst og fremst til rýmkunar á nokkrum ákvæðum sem sérstak- lega geta snert heimavistarskól- ana. Þá er í breytingartillögun- um frekari skýringar við nokk- ur ákvæði frv. og það samræmt 1. um iðnfræðslu, sem samþykkt voru á sr. ári, en samkv. þeim var m.a. gert ráð fyrir annarri skiptingu á stofnkostnaði heima- vistarskóia iðnfræðsluskólanna og einnig varðandi hlut ríkisins í kennslukostnaði og reksturs- kostnaði þeirra. En samkv. frv. er gert ráð fyrir því að iðn- fræðsluskólarnir verði undir sömu ákvæðum og aðrir þeir skólar, sem frv. tekur til. Ég er þess fullviss, að mikill og almennur áhugi er meðal þeirra sem þessi mál varða að þetta frv. verði að lögum nú á þessu þingi. Ég veit t.d. um að aðal'fundur sambands sveitar- félaga í Reykjaneskjördæmi, sem nýlega var haldinn, lét í ljós mikinn áhuga á því að málið næði fram að ganga. Að vísu er naumur timi til þingloka, en ef menn leggja sig fram um að koma málinu áfram, þá á það að takast. AMMAN, 17. apríl, AP — Kon- ungssinnar í Jemen hafa fellt 28 hermenn egypzka í bardögum upp til fjalla í Jemen. í bilkynn- ingu konungssinna, sem kváðu tvo menn hafa fallið af þeim, sagði ekki hvenær bardagar þess- ir hefðu verið háðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.