Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. A FRAMFARALEIÐ i Mao Tse Tung eftir John Roderick Tókýó, (Associated Press). ATBURÐIR þeir, sem gerast í Rauða Kína í dag, Mkjast 'helzt einvígi, sem háð er í myrkri. Það hefur engin áhrif 'hversu Maó Tse-Tung hegg- ur og leggur til óvina sinna, það er eins og sverð hans lendi aldrei á neinu föstu. Fyrir sex mánuðum tók for maður kínverskra kommún- ista að reyna af öllum kröft- um að hreinsa stjórnankerfi RauðaKína af öllum fylgjend um og stunðingsmönnum Liu ShaoChi forseta. Ef reiðiyrði gætu skaðað, væru líkamir þeirra þaktir sárum, en hin merkilega stað- reynd er sú, að Liu er ennþá, — a.m.k. að nafninu til —, forseti Kína, og margir manna hans halda enn háum em- bættum sínum. Hvenær falia þeir? Hvernig geta þeir, — eins og sjálf áróð ursvél Maós viðurkennir —, varizt stöðugt? Svarið við fyrri spurning- unni er, að langt getur orðið þangað til. Etf til vill í lok þessa árs. Kannski næsta ár, ef að falla merkir að missa stjórnartitla og flokksstöður. Þeir geta haldilð áfram og barizt, vegna þess að sverð Maós hefur deigar eggjar og sníður ekki hreint og kunn- áttulega. Ef Maó kysi að kalla á vett vang her frelsunarinnar, en flestar sveitir hans virðast fylgja honum að málum, gæti hann vafalaust lagt Liu og menn harts að velli með nokkr um fljótum höggum sveðju sinnar. En Maó er fæddur siðbótar- maður. Takmark hans er ekki Mao Tse Tung að láta refsinguna hæfa glæpnum heldur að setja for- dæmi öllu æðra svo að heim- urinn geti séð. í>að er ekki nóg, að óvinir hans gefist upp, þeir verða að gerast ný- ir menn. Til að koma á þessari bylt- ingu mannlegrar náttúru hef- ur Maó horfið til þess, sem hann kallar „Hina miklu menningarbyltingu öreig- anna“, en styttra og Ijótara nafn hennar er hreinsun. Tæknin, sem beitt er, er að gagnrýna menn og ndður- lægja þá. Menningarbyltingin er sannkölluð veizla gagnrýni, sem beint er út og inn á við. Gagnrýnir villuráfandi flokks- meðlim, sem síðan er látinn gagnrýna sjálfan sig. Þegar þetta heldiur áfram er gagnrýn andinn gagnrýndur og gagn- rýnir sig sjálfur. Allt þetta tekur tíma. Og það verður greinilegt, að ef þeir, sem gagnrýnin beinist að, væru fjarlægðir af sjón- arsviðinu, mundi það fljót- lega binda endi á byltinguna. Hún þarf að nærast á fórnar- dýrum. Það er eins og hið óraun- verulega andrúmsloft alls þessa verði enn óraunveru- legra vegna þeirrar einkenni- legu staðreyndar, að ekki í eitt skipti í öllum þeim orða- flaumi, er streymir frá hinni opinberu Fréttastofu Nýja Kína, Pekingútvarpinu, Dag- blaði alþýðunnar og raunar hvergi í neinu málgagni hins opimbera, hefur Liu Shao-Chi veri'ð lýst sem helzta óvini Maós. Nöfn nökkurra manna á sviði bóikmennta, lista og menntamála hafa verið nefnd og á þá hefur verið ráðizt. En nöfn manna, sem eru jafn háttsettir Liu, Teng Hsiao- Ping aðalritara flokksins, Lo Jui-Ching fyrrum yfirmanni herforingjaráðs landhersins og Peng Chen fyrrverandi borg- arstjóra í Peking og Lu Ting- I menntamálaráðherra, sem fallinn er í ónáð, eiga enn eftir að birtast á hinum opin- beru listum yfir syndaspli, sem eru mótsnúnir flokknum og and-sósíalistískir. Svo er veggtilkynningum fyrir að þakka, að allir innan Kína sem utan þeíkkja samt nöfn þeirra. Veggtilkynning- arnar hafa gert stórborgirnar að upplýsinganámum, en stundum eru upplýsingarnar villandi. Jafn áreiðanlegur heimild- armaður og menningarfulltrúi Rauða Kína í París hefur tek- ið mönnum vara fyrir því að taka veggtilkynningarnar of alvarlega. Ef í þeim er ráð- izt að emíbættismanni flokks- ins, þýðir það ekki endilega, að hann sé dottinn úr náð- inni, segir hann. Gagnrýnin kemur í öldum, sbundum brýzt hún fram í of- beldi, en stundum lægir hana. Framhald á bls. 19 að vakti nofakra abhygli í úbvarpsuimræðunum á dög- unum, að stjórnarandstæðing ar, Framsóknarmenn og kommúnistar, virbust leggj a megináherzlu á, að sannfæra þjóðina utn, að hér vaeri allt á niðuíleið, atvinnuvegirnir í kalda kdli og hinar mestu hörmungar blöstu við, ef stjórnarandstæðingar kaem- ust ekki tiil valda á ný. Það er í sjálf'U sér abhygiisvert að mennirnir, sem gáfust upp fyrir vandamálunum í des- ember 1958 skúli nú telja, að fólik sé svo fljótt að gleyma, að þeim sé óhæbt að halda sLíku fram. Menn hljóta einn- iig að velta því fyrir sér, hvort þessum áróðri er haldið á lofti af ásettu ráði eða hvort stjórnarandstæðingar eru svo gjörsam'lega biindir á þó framfaraþróun, sem ríkt hef- ur hér á landi í tíð viðreisn- arsbjórnarinnar, að þeir trúi sjálfir þessurn fáránlega áróðri. Einstaka sinnum kemur það að vísu fram í hópi stjórn arandstæðinga, að surnir þeirra a.m.k. gera sér grein fyrir þeim framförum, sem orðið hafa hér á landi á síð- usbu árum, og l'jóst er, að þeir harma þá þróun eins og bezt sést af því, þegar einn helzti forustumaður komm- únista nú harmaði það að „búksorgir“ væru orðnar fjarlægar ísHendingum en í ræðu á Aliþingi sagði sami maður, að Íslendingar þyrftu ekki að blygðast sín fyrir efnahagsþróunina að undanförnu. En á sama tiíma og stjórn- arandstæðingar halda uppi þessu svarbsýnisvæli, tala staðreyndirnar sínu máli. Frá 1959 og til síðustu ára hefur raunverulegur þjóðar- auður íslendinga aukizt mffli 40—50%. Á sama tíma hef- ur eign landsmanna í ýmis konar atvinnutækjum aukizt um nokskuð yfir 50%. Þjóð- arbekjur á mann jukust um þriðjung frá árinu 1959 fram til ársins 1966 og á árinu 1965 urðu þjóðartekjur á mann hérlendis með þeim allra hæstu í heiminum. Á þessu sama bímabili hafa ráð- stöfunartekjur kvæntra fjöl- skyldumanna í fjölmennustu launastétbum, þ.e. ails al- mennings aukizt um 47%. Eftir að júnísamkomulagið 1964 var gert hefur kaup- máttur tímakaupsins aukizt mjög verulega samkvæmt út- rei'kningum Efnahagsstofn- unarinnar, þannig að sam- vegið verkamannskaup hef- ur að meðaltali hækkað að kaupmætti samkv. vísitölu framfærsí'ukostnaðar um tæp 25% eða sem næst' fjórðungi frá árinu 1963 ti'l 1966. En jafnvel þótt menn líti ekki á þær óhagganlegu stað reyndir, sem þessar tölur sýna, er hverjum manni ljóst, sem svipast um í íslenzku þjóðfélagi í dag og man þá tíma, þegar vinstri stjórnin var hér við völd, að á síðustu 8 árum hefur framfarasókn þjóðarinnar orðið svo mikil að næsta ótrúlegt er. Hinn bætti hagur og mi'kla velmeg- un almennings kemur glögg- lega fram í stórauknum fjár- ráðum, milklum og myndar- legum íbúðabyggingum, geysilegri aukningu bifreiða- eignar, sívaxandi ferðum landsmanna til útlanda og svo mæbti lengi tolja. Þegar á allt þetta er litið gegnir það furðu, að stjórnarand- stæðingar skuli reyna að telja fóLki trú um, að það sé blekk ing ein, sem hver maður hef- ur kynnzt og getur séð af eig- in raun. En slífcur áróður er vissulega ebki sfcaðlaus. Hann getur haft þau áhrif að diraga kjark úr fólfcinu, sem á undanförnum árum hefur af ótrúlegum dugnaði stuðl- að að því og unnið að því að skapa sjálfu sér og þjóð sinni sambærileg lífskjör við það sem gerist með auðugustu stóilþjóðum veraldar. Þess vegna vinna þeir menn sem fyrir sliku svartsýnisvæli standa, mikið óþurftarverk og er vissulega ástæða til þess að sýna þessum mönn- um það svart á hvitu, að al- menningur kann ekki að meta slíkan áróður, lætur ekki blekbjast af slífcu svant- sýnistali, gerir sér grein fyr- ir þeirri lífskjarabyltingu, sem orðið hefur á íslandi í tíð núverandi rikisstjórnar. ATVINNUVEGIR í ÖRRI UPP- BYGGINGU Cá áróður sbjórnarandstæð- ^ inga, að atvinnuvegirnir séu að komiast á vonarvöl gegnir heldur ekki neinu gagnlegu hlutverki, því að staðreyndirnar tala hér einn- ig sínu máli. Með stefnu- breytingu viðreisnarstjórnar- innar 1960 var athafnaþrá þjóðarinnar leyst úr læðingi eftir haftatímabil vinstri stjórnarinnar með þeim árangri, að fjármunamynd- unin hjá atvinnuvegunum hefur aukizt yfir 50% á þessu tímabili. Hvert sem litið er, verður mönnum l'jóst, að gífurleg framþróun hefur orðið í upp byggingu atvinnuveganna á þessu tímabili. Fiskiskipa- flotinn hefur vaxið hröðum skrefum og má í því sam- bandi benda á, að í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin fór frá völdum var bátaflot- inn samtals 28,070 rúmlestir, þegar fyrra kjörtímabili við- reisnarstjórnarinnar lauk var bátafloti landsmanna orðinn 41,797 rúmlestir og um síð- ustu áramót var hann orðinn að rúmlestatölu 54.573 en á þeim thna voru í smíðum bátar samtals 10,810 rúm- lestir. Á viðreisnarárunum hafa atvinnufyrirtækin ábt þess kost að byggja nýbt og rúm- gott húsnæði yfír starfsemi sína og afla nýrra og ful'lkom inna véla og með stóreflingu stofnlánasjóða atvinnuveg- anna hefur hið opinbera leit- azt við að auðvelda atvinnu- vegunum þessa miklu fram- þróun. Hvar sem komið er um landið má sjá iðandi at- hafna- og atvinnuLíf, og hvar vetna blasir við allt önnur mynd af atvinnuvegunum en stjórnarandstæðingar hafa reynt að draga upp. Einstakar atvinnuigreinar hafa átt við erfiðleika að etja, en það er ekfcert nýtt fyrirbæri á íslandi og rfkis- stjórnin hefur sýnt í verki, staðfastan vilja sinn til þess, að t.d. togaraútgerð leggist ekki niður á íslandi og hefur nú áfcveðið að stuðla að kaup um þriggja til fjögurra ný- tízkulegra sbubtogara, jafn- framt því, sem hún hefur á- kveðið að beita sér fyrir í samráði við samtök frysti- húsanna endurskipulagningu frystihúsaiðnaðarins, sem vafalaust er orðin tímabær og miðar að því að gera hann samkenpnisíhæfari og hag- kvæmari í rekstri. Þannig blasir sú staðreynd við í öllum málfllutningi stjórnarandstæðinga, að þeir vinna stöðugt að því með svartsýnistali að draga kjark inn úr athafnaþrá og dugnaði fólksins í landinu. Með siik- um áróðri vinna þeir meira óþurftarverk en þeir e.t.v. sjálfir gera sér grein fyrir, en þeir munu einnig komast að raun um, að Íslendingar eru stórhuga og bjartsýn þjóð, sem gerir sér grein fyr- ir því, að mifclum árangri hefur verið náð á viðreiisnar- tímabilinu og lagður hefur verið öruggur og trausbur grundvöllur að enn stórfel'ld- ari framfarasókn abvinnuveg anna og almennings í land- inu til m'ifcil'la lífskjarabreyt- inga á næstu árum. KAMMERMÚSIK- KLÚBBURINN 10 ÁRA ¥ Tm þessar mundir eru 10 ár llðin frá því að nokkrir áhugamenn stofnuðu Kamm- ermúsíkklúbbinn. — Marfc- mið kl'úbbsins hefur ver- ið frá upphafi flutningur stofutónlistar eða kammer- músfk og fjölmörg tónverk verið frumflubt hór á landi á vegum klúbbsins, bæði eflt- ir erlend og innlend tónsfcáld. Starfsemi Kammermúsfk- klúbbsins hefur auðgað mjög tónlistarlif höfuðborgarinnar og þeir sem fyrir henni hafa staðið eiga miklar þafckir skyldar fyrir það. Það sem starfsemi á borð við þessa ríður mest á er áhuga fólks- ins á henni og vonandi verð- ur hann efcki minni í fram- tíðinni, en hann hefur verið þennan áratug sem Kammer- músíkkliúbburinn hefur starf að. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.