Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Minnisvarði um Vínlands- fund afhjúpaður í Ottawa Vestur-íslendingar gefa Kanadaþjóð bronzskjöld Montreal, 15. apríl. „MINNIS V ARÐI þessi mun ávallt minna á framlag ís- lendinga til Kanada", sagði Pearson, forsætisráðherra, er hann tók við og afhjúpaði stóran bronzskjöld í nýrri þjóðbókasafnsbyggingu, sem reist hefur verið í Ottawa. Á bronzskildinum er frásögn á íslenzku, ensku og frönsku úr Grænlendingasögu um Vín landsferðir Bjarna, Leifs og Þorfinns. Er skjöldurinn af- mælisgjöf til kanadísku þjóð- arinnar og Kanadastjórnar frá Kanadamönnum af íslenzk um ættum. Um tvö hundruð gefend- anna voru viðstaddir hina há- tíðlegu athöfn, sem hófst kl. 4 síðdegis og voru margir komn ir um 1800 km leið fré Winni- peg. Viðstaddir, auk ráðherr- anna Mcllraith og Teillet voru: Pétur Thorsteinsson, sendiherra; Grettir Jóhanns- son, ræðismaður; W. J. Lín- dal, dómari; dr. P. H. T. Thor- láíkisson; J.T. Thorson, dómari o. fl. Pearson sagði, að sagnfræð- inga greindi á um það, hverj- ir hefðu fyrst komið til Vest- urheims og hvenær, en hann sagði að styrkar stoðir styddu það, að hinir þrótt- miklu vilkingar hefðu komið yfir úfna Atlantsála og orðið fyrstir til að stíga á ameríska grund. Hins vegar sagði hann, að hann sem maður af írsku bergi, hneigðist að sjálfsögðu til þess að leggja trúnað á það, að írskir munkar hefðu komið fyrstir. Vakti þetta hlátur áheyrenda, en Pearson hélt áfram og sagði: „Skjöldurinn mun um alla framtíð minna okkur á fram- lag íslenzku þjóðarinnar til Kanada. Mér hefur veizt sú ánægja að heimsækja ísland og ég / mun aldrei gleyma þeirri I heimsókn og þeirri gestrisni, sem mér var sýnd af þjóð- inni“. Þá vék ráðherrann að hin- um stutta íslenzika texta á skildinum og sagði, að aug- Framhald á bls. 5 1 Lestæ- Pearson, forsætisráðherra Kanada við afhjúpun bronzskjaldarins i bokasafnsbyggmg- unni í Ottawa. 1 Mjóíkurframleiðslan minnkaði um 5 þús. t. í FRÉTTATILK YNNIN GU frá Osta- og smjörsölunni hf., segir, að heildarmjólkurframleiðslan á árinu 1966 hafi orðið nærri fimm milljónum kg. minni en árið á undan. Ástæðan fyrir þessu minnkandi mjóikurmagni er sögð sú, að veðurfar hafi ver ið í óhagstæðara lagi og hey- skapur með minna móti. Jafn- framt hafi mjólkurkúm verið fækkað, en bændur aukið við sauðfjárstofninn. Smjörbirgðir voru 840 smá- lestir um síðustu áramót, eða 300 lestum minm en við næstu áramót á undan. Söluaukning varð mikil á smjöri á árinu eða úr 1049 lestum árið 1965 í 1482 lestir. Varð söluaukmng 433 lest ir og jókst langmest við verð- fellinguna, sem koin til frám- kvæmda í maí sl. Smjörfram- ieiðslan lækkaði frá árinu á ond an um 545 lestir eða 314%. Ostaframleiðslan jókst um 160 lestir á árinu og nýmjólkur- framleiðslan um 630 lestir. Neyzluaukning í osti nam um 70 lestum, en heildarsalan varð 690 lestir. Útflutningur á árinu varð 90 lestir of osti, 1000 lestir af ný- mjólkurmjöli, 240 lestir af kas- eini og 2 lestir af smjöri. Ost- INNBROTSÞJÓFAR kveiktu eld á miðju gólfi í nýbyggingu við Iðnskólann í fyrrinótt. f því her bergi fer fram verkleg vél- fræðikennsla og eru þar ýmsar vélar og tæki. Ekki var þýfið mikið: einn hengilás og kveikju- lásslykill. Skemmdir urðu ekki af völdum eldsins. urinn seldist aðallega til Ame- ríku, en að hluta til Færeyja, og Færeyingar keyptu einnig það litla magn, sem flutt var út af smjöri. Nýmjólkurmjölið fór á brezkan markað, en kaseinið til Danmerkur. Dngsiinlnœr- menn til Rússlnnds? BLAÐIÐ hafði spurnir af þvi í gær, að Verkamannafélagið Dagsbrún hefði í undirbún- ingi hópferð Dagsbrúnarverka manna til Rússlands. Við hringdum til formanns Dags- brúnar, Eðvarðs Sigurðssonar alþingismanns og inntum hann nánar eftir þessari frétt. Kvað Eðvarð það rétt vera, að í undirbúningi hefði verið um alllangt skeið að gefa Dagsbrúnarmönnum kost á Rússlandsferð. Nú seinni part vetrar hefði nefnd manna haft þetta mál til meðferðar og væri nú það langt komið undirbúningi, að félagsmönn- um hefðu verið send bréf fyrir síðustu helgi, þar sem þeim væri gefinn kostur á þátttöku í ákveðinni ferð. Hvort af henni yrði væri komið undir undirtektunum, en menn hefðu frest til að hugleiða málið fram að mán- aðamótum. Formanna- og sambandsráðs- fundur I Himinbjörgum, félagsheimill Heimdallar, og hefst kl. 14. I FORMANNA- og sambands- upphafi fundarins flytur Ami ráðsfundur S.U.S. verður haldinn Grétar Finnsson, form. S.U.S, í Reykjavík nk. fimmtudag í ' skýrslu stjórnar sambandsins. Skipulegur stuðningur tíl eflingar frjálsri æskulýisstarfsemi Stofnað verði Æskulýðsráð ríkisins og œs kulýðsráð kjördœma ■ ■ Ofcukennaii tefcinn UM HELGINA stöðvaði lög- reglan ökumann, sem henni þótti grunsamlegur við akstur. Við nánari athugun kom í ljós, að hér var um ökukennara að ræða, og virtist hann vera und- ir áhrifum deyfilyfja. í GÆR var lagt fram á Al- þingi af hálfu ríkisstjórnar- innar frumvarp til laga um æskulýðsmál, sem felur í sér ákvæði um skipulegan stuðn- ing hins opinbera við æsku- lýðsstarfsemi í landinu, eink- um félagasamtök þau, er starfa á frjálsum áhuga- mannagrundvelli. Einnig við aðra aðila, er sinna einkum velferðarmálum ófélagsbund- ins æskufólks í skipulögðu starfi, auk þess sem heimilt skal vera að styðja frjálsa fé- lags- og tómstundasarfsemi í skólum, sem ekki er tak- mörkuð við nemendur við- komandi skóla. f frumvarpinu er tekið fram, að ákvæði þess miðist einkum vio æskulýðsstarfsemi fyrir j ungmenni á aldrinum 12-21 árs.' Frv. tekur til iþrótta- og bind- indisstarfsemi einungis að því leyti, sem önnur lög eða reglur gilda ekki þar vm. Skipulag æskíílýðsmála. í 2. kafla frumv. er fjallað um stjórn æskulýðsmáhi, og er bar m.a. geH ráð fyrir stofnun Æskulýðsráðs ríkisins, sem sk'pað skal '5 mönnum. Þrír menn skuiu timefndir af aðild- arsamtökuin Æskulýðssan bands fvíands og öð'.um hliðsfceðj.n æskulýðssamböndum, skv. nán- ari ákv. í reglugj. Einn skal út- nefndur af Sambandi ísl. sveit- arfélaga og loks skal mennta- mélaráðherra skipa formann ráðsins án tilnefningar. Sömu reglur gilda um varamenn. Skipunartími er þrjú ár. — Hlutverk Æskulýðsráðs riB-fins skal vera: 1. Að skipuleggja og samræma opinberan stuðning við æskulýðsstarf í landinu og örva starfsemi þeirra sam- í landinu taka, sem að æskulýðsmál- um vinna. 2. Að leitast við að samræma æskulýðsstarfsemi félaga, skóla og sveitarfélaga og stuðla að samvinnu þessara aðila um æskulýðsmál og efla þau til sameiginlegra átaka um lausn ákveðinna verkefna. 3. Að gera tillögur til mennta- málaráðuneytisins um fjár- veitingar til æskulýðsmála. Tillögur skulú berast ráðu- neytinu fyrir 1. júní hvert ár. 4. Að efna til umræðufunda og/eða ráðstefna um æsku- lýðsmál eigi sjaldnar en einu sinni á ári. 5. Að safna gögnum um æsku lýðsmál hérlendis og erlend is, fylgjast með þróun þeirra mála og gera tillögur og iéta Framhald á bls. 3 Þimg Landssambands Sjálfstæðiskvenna hefst hér á morgun Heilbrigðismál aðalmál þingsins ÞING Landssambands Sjálf- stæðiskvenna verður sett í Sjálfstæðishúsinu á morgun, miðvikudag kl. 10 árdegis. Formaður sambandsins, frú Ragnhildur Helgadóttir setur þingið en síðan flytur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf stæðisflokksins ávarp. Að því loknu verða fluttar skýrslur stjórnar og einstakra sam- bandsfélaga. Auk venjulegra þingstarfa mun þetta Lands- sambandsþing fjalla fyrst og fremst um heilbrigðismál og flytja læknarnir Alma Þórar- insson og Ragnheiður Guð- mundsdóttir svo og Jóhann Hafstein, heilbrigðismálaráð- herra erindi en umræðum stjórnar Auður Auðuns, alþm. Síðan verður siðdegiskaffi drukkið í boði varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Hafsteins en þinginu lýkur síðarl hluta dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.