Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. 17 Ásberg Sigurðsson sýslumaður, 50 ára SVERRIR ÞÓRODDSSON BYRJAÐUR AÐ KEPPA SVERRIR Þóroddsson, kapp- akstursmaður, er sem kunn- ugt er á keppnissamningi við ítalska kappakstursfyrirtæk- ið De Scantis, og fór hann utan um miðjan marz til æf- inga. Um þessar mundir er kappaksturstímabilið að hefj- ast í Evrópu og í bréfi, sem Sverrir skrifaði í siðustu viku segir hann frá fyrsta kappakstrinum, sem hann tók þátt í sunnudaginn 9. apríl. í bréfinu segir m.a.: „Á sunnudaginn keppti ég í fyrsta skipti fyrir De Scantis. Keppnin fói fram á hinni frægu Monzabraut og gekk mér ekki sem bezt, en keppn in var söguleg og lærdóms- rík. Síðan ég kom til Rómar höfum við verið að reynslu- aka og endurbæta nýja De Sancis bílinn af kappi. Við höfum átt í nokkrum erfið- leikum með ýmislegt, svo sem bremsur og veikleika í hjólstelli. Sumir segja að það sé góðs viti, er bilanir og gallar koma fram strax, svo að hægt sé að gera við og endurbæta áður en keppni hefst. Ekki efa ég sannleiks- gildi þessara orða, en í þetta skipti hefur það ekki tekizt. Við komum til Monza á föstudag og byrjuðum æfing- ar. Eftir nokkra hringi byrj- Sverrir Þóroddsson. uðu bremsurnar að gefa sig. Bremsur á kappakstursbíl eru ekki síður mikilvægar en vél in til þess að komast hratt. Ég náði þó 5. bezta æfinga- tíma, en um kvöldið uppgötv uðu vélamennirnir mínir loft í bremsukerfinu. Sunnudagur inn rann upp með rigningu og þannig spá allan daginn. í upphafi keppni var rað- að upp á startlínuna, eins og lög gera ráð fyrir. Þegar mót- orarnir voru komnir í gang og einnar minútu merkið gefið tylltust hlífðargleraug- un min af móðu, svo að ég varð að rí'fa þau af mér og reyna að keyra án þeirra. Flaggið féll og við þutum af stað. Ég blindaðist algerlega þegar regnið þeyttist í augun á mér og svo mikið var högg ið af valninu, að ég var með glóðarauga á báðum, þegar keppm lauk. Þetta var þó ekki allt. Eftir nokkra hringi fór benzínið að standa á sér. Þetta getur kom ið sér mjög illa, þegar keyrt er á fullu benzíni djúpt inn í beygju, slegið af og brems- að á síðustu stundu. Sem bet- ur fer kom þetta fyrst fyrir þegar ég kom í beygju, sem hafði beinan kafla til bjargar, svo að ég gat yfirskotið hana, þannig að ég fór beint áfram og stanzaði síðan. Þetta var því heldur óskemmtileg keppni og varð ég mjög hissa, þegar ég frétti að ég hafði orðið nr. 7. Vona ég að mér takist betur næst. Hér í Róm er mjög gott að vera og fólkið einstaklega vingjarnlegt. L. - - - ■ - ■ ■ -- ■ , ------------ Leikstarfsemi í b"éma ÁSBERG Sigurðsson sýslumað- ur er fimmtugur í dag, fæddur hinn lð. apríl 1917 á Hvítár- bakka í Borgarfirði. Faðir hans var þá skólastjóri lýðskóla þar, sem hann rak lengi á eigin ábyrgð með nokkrum landssjóðs- styrk. Sigurður Þórólfsson var maður þjóðkunnur á sinni tíð bæði fyrir skólahald sitt og fjöl- mörg rit sem hann skrifaði í því skyni að efla aiþýðu-fræðslu. bernskuárum hans hingað suður, settust fyrst að á Seltjarnarnesi og flut'tu síðar inn fyrir bæjar- mörkin. Sigurður dó á meðan flest barna hans voru enn ung, en ekkja hans, frú Ásdís M. Þor- grímsdóttir, kom sínum stóra barnahóp til mennta af mik ium dugnaði. Ásberg varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagði síðan stund á lögfræðinám. Hann gerðist fljótt forystumað- ur á meðal stúdenta, gengdi í þeirra þágu ýmsum trúnaðar- störfum og var ætíð eindregmn sjálfstæðismaður. Vinsælda hef- ur Ásberg þó ætíð notið langt úr fyrir fylkingu flokks síns, því að hann er maður lipur í framkomu og vill alira vand- ræði leysa. Ásberg var kosinn bæjarstióri á ísafirði tæplega þrítugur og dvaldi síðan vestra hátt á annan áratug. Bæjarstjóri var hann þó aðeins rúmlega tvö ár, en tók allan sinn dvalartíma á Isafirði mikinn þátt . í stjórnmálum, margháttuðum félagsmálum <>g atvinnurekstri. Hann var Sor- ystumaður um togaraútgerð irá ísafirði og byggingu mikils hrað frystihúss. Eftir að á dag.nn kom, að ekki voru lengur stíil- yrði fyrir rekstri togara frá Isa- firði, flutti Ásberg ásamt fjöl- skyldu sinni hingað til Reykja- víkur, en ekki var þeim þá sárs- aukaláust að hverfa frá ísafirði, enda var þeirra saknað þaðan ekki síður af ýmsum andstæðing um Ásbergs í stjórnmálum en meðhaldsmönnum. Þá gerðist Ásberg um skeið skrifstofustjóri Eimskipafélags íslands í Kaupmannahöfn en fýsti mjög að flytja aftur til Is- lands. Hann var skipaður sýslu- maður í Barðastrandasýslu eftir andlát Ara sýslumanns Kristins- sonar og hefur síðan búið á Pat- reksfirði. Hefur nú sem fyrr reynst svo, að Ásberg verður hvarvetna manna vinsælastur og er því mjög sótt eftir honum til trúnaðarstarfa, enda nýtur hann þess, að á Barðaströnd var fað- ir hans borinn og barnfæddur og eru frændur hans enn á þeim slóðum. Ásberg er kvæntur Sólveigu Jónsdóttur bónda á Hofi á Höfðaströnd. Hún er glæsileg röskleikakona og eiga þau Ás- berg 4 mannvænleg börn. Hvar sem þau hjón búa er ánægja að heimsækja þau, því að þar er fyrir að hitta gestrisni og hrein- skilni húsbændanna og glaðvær- an barnahóp. Ég þakka þeim hjónum ánægjulegar samverustundir og óska Ásberg allra heilla á fimm- tugsafmælinu. Ein tillaga um stjórn f FRÉTTATILKYNNINGU, sem Mbl. hefur borizt frá Starfs- mannafélagi ríkisstofnanna seg- ir, að á trúnaðarmannafundi hafi verið gengið frá tillögum um stjórnarmenn, en með þess- um fundi rann jafnframt út frestur til þess að skila tillögum. Ein tillaga kom fram og var formaður á henni Tryggvi Svein bjarnarson, frá Rafmangsveitum ríkisins. Sex aðrir eiga sæti í stjórn félagsins auk þriggja í varastjórn. Aðalfundur félagsins verður haldinn í samkomúhúsinu Lídó, hinn 25. apríl og hefst hann kl. 20. DECCA verksmiðjurnar hafa i fengið leyfi utanríkisr. D ineytis- ins til að setja hér upp stöð til aðstoðar Decca staðarákvörð- unarkerfi fyrir flug um Norður- Atlantshaf. Eru þegar komnir hingað sérfræðingar til að ann- ast uppsetningu. Staðu*- hefur verið valinn en eftir er I ganga frá einhverjum fleiri leyfum. i Brezku sérfræðingarnir vildu ! Borgarnesi, 14. apríl. BORGARNESAPÓTEK opnar afgreiðslu í nýju húsnæði á laugardag. Húsið er 180 fer- metrar að stærð og stendur við Borgarbraut 23. Framkvæmdir við bygginguna hófust í júlí 1965. Húsið teiknaði Geirharð- ur Þorsteinsson, arkitekt, en yfirsmiður var Þorsteinn Theo- dórsson (Stoð s.f., Borgarnesi). Hvammstanga, 13. apríl. EINS og kunnugt er var félags- heimilið Ásbyrgi vígt 29. júní siðastliðinn. Er nú orðin góð að- staða til leiksýninga í félagshcim ilinu. Á árunum 1930-’40 stóð leik- starfsemi UMF Grettis meo miklum blóma, og á þeim árurn voru tekin til meðferðar mörg veigamikil leikrit, s.s. Skugga- Sveinn, Tengdamamma, Maður og kona og Ævintýri á göngu- för, svo að nokkur séu nefnd. Undanfarin ár hefur þessi starfsemi að mestu legið niðri vegna byggingaframkvæmda við húsið, en nokkru eftir síðustu' áramót réði UMF leikstjórann Einar Frey og frumsýndi svo Orrustuna á Hál'ogalandi 22. marz, og aðra sýningu hafði það ekkert um málið segja á þessu stigi, en stöðinni mun fyrirhug- aður staður einhversstaðar milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, ekki langt frá Litla-Hrauni. Stöðin hér á íslandi mun vera í sam- bandi við samskonar stöðvar í Skotlandi. St fc þessi er alger- lega sjálfvirk og vinna engir menn við liana. Járnateikningar annaðist verk fræðistofa Sigurðar Thorodd- sens, en Jóhann Indriðason, verk fræðingur sá um rafmagnsteikn íngar. Apótekið er tvær hæðir, en íbúð lyfsala er á efri hæð húss- ins. Apótekari í Borgarnesapó- teki er Kjartan Gunnarsson, lyfjafræðingur, og er hann stofn- andí apóteksins. — G.Á. svo viku seinna. í bæði skiptin við ágæta aðsókn og undirtekt- ir. Annað kvöld er svo ákveðin sýning í Reykjaskóla. Loks eru svo í athugun sýningar í ná- grannahéruðunum, s.s. í Stranda sýslu, A-Húnavatnssýslu og jafnvel í Borgarfirði. UMF Dagsbrún í Hrútafirðl hefur að undaníörnu sýnt leik- ritið, Bíræfinn þjófur, í Reykja- skóla, Ásbyrgi og á Blönduosi við ágætc.n orðstír. Um næs'.u helgi er ákveðin sýning á Hólrr.s vík Hér um slóðir hefur tíð ver>ð mjög hagslæð síðustu daga, mikil hlýindi og eru vegir tekn- ir að spillast mjög, — St. Hansnarleg gjöf NÚ fyrir skömmu afhenti Lions- klúbburinn Njörður Félagssam- tökunum Vernd að gjöf kr. 10 þús. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þessi ágæti félagsskapur hefur sýnt velvilja sinn í verki, því árlega undanfarin ár hafa „Ljónin" styrkt Vernd rausnar- legá. Á árinu 1965 t. d. gáfu þeir kr. 20 þúsund, sem kom sér- staklega í góðar þarfir, þar sem Vernd hafði þá í undirbúningi stofnun vistheimilis fyrir heim- ilisleysingja hér í Reykjavík. Vistheimili þetta, sem cúmar kringum 11 manns, tók til starfa að hálfu leyti í október 1965, og var þá rúm fyrir 5 menn. Á miðju síðastliðnu ári var hús- næðið tekið í notkun að fullu. Vistheimilið er til húsa i Grjótagötu 14 B, sem Reykjavík- urborg hefur leigt samtökunum. Þar er vistleg setustofa með út- varpi, sjónvarpi og bókasafnL Þar eru tvö einstaklingsherebrgL þrjú tveggja manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi, lít- ið eldhús og húsvarðarherbergL Félagasamtökin Vernd vilja færa Lions-klúbbnum Nirði al- úðarþakkir fyrir þessa höfðing- legu gjöf. Bjarni Benediktsson. Fyrsti sanddæluprammdnn I gær var fyrsti sanddælupr ami Vitamálastjórnarinnar sjó- settur í Fossvogi við áhaldahús stofnunarinnar þar. Ber þessi sanddæluprammi nafnið Hákur. Skip Vitamálastjórnarinnar. Árvakur dró prammann á flot með aðstoð krana. Hér er um að ræða 14 þumlunga sanddælu, en hún verður notuð við dýpk unarframkvæmdir í höfnum víðs vegar um landið. Staðarákvörðunarstoð fyrir millilandaflug sett upp f Flóanuan Borgarnesapóiek í nýium húsakynnisiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.