Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, KRJÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. Frá Búrfellsvirkjun Óskum eftir að ráða: Lærðan matreiðslumann. Lærðan kjötiðnaðarmann. Fosskraft Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830. Hl (ur m'i ncjarcjjafÍL Mikiö úrval af myndavéíum a. Frá Kodak-Agfa- Braun 06 POLAROID §P0RTVAL VERC FRÁ Kr- 433“ | Laugavegi 116 Innanhússsímar Til notkunar fyrir: heimili — skóla — verzlanir. Vandaðir — ódýrir. GENTWINS m -*nn Fást hjá: Raftækjavinnustofu Hauks og Ólafs, Ármúla 14 og Rafiðjunni, Vestur- götu 11. UMBOÐSMENN : G. Þorsteinsson & Johnson Grjótagötu 7 og Ármúla 1. - HÆGRI AKSTUR Framhald af bls. 19. og tíðarfars, sem við íslendingar erum svo mjög háðir. Er þar einkum um að ræða, þegar blinda er á, þ.e.a.s., þegar sett hefur niður svo mikinn logn- snjó, að illa sést fyrir vegi eða öðrum vegsummerkjum. Einnig þegar svellalög hafa myndazt á haettulegum vegköflum, svo og í mjög dimmum þokum og hríð- arveðrum. Undir svona kringum staeðum er eini möguleiki ekils til aksturs að hafa opna rúðu eða hurð, til að geta á þann hátt fylgzt sem bezt með vegkanti, og það hefur oft gert mönnum kleift að komast leiðar sinnar um langa vegu í áríðandi og lífsnauðsynlegum erindum." • Kostnaður Lögin gera ráð fyrir, að beinn kostnaður við breytinguna verði rúmlega 50 milljónir króna. Allir vita, hve íslenzkar f jármála áætlanir standast og sennilega verður sá kostnaður að miklum mun hærri. Svo að tekið sé eitt lítið dæmi, um kostnaðaráætlun við breytingar á ljósaútbúnaði bifreiða, gera lögin ráð fyrir, að það eitt kosti um 14 milljónir króna, eða um 350 krónur á hverja bifreið. Óskar Levý skýrði frá því við umræðurnar á Alþingi, að hann hefði gert athugun á þessum kostnaðarlið og fengið upplýst, að kostnaður mundi verða a.m.k. um 550 kr. á hverja bifreið og væri þá mið- að við, að Ijósaútbúnaðurinn væri í fullkomnu lagi. Sýnir þetta litla atfriði, hversu ná- kvæm fyrrnefnd áætlun muni vera. Við teljum, að á margan hátt væri betur unnt að verja þeim fjármunum, sem í breytinguna eiga að fara. Nefnum sem dæmi fjölfarnasta akveg landsins, þ.e. Hafnarfjarðarveginn, eða eins og gárungarnir segja: „Ódáðahraun íslenzkra vega“. Og víst er um það, að engum er þann veg ekur getur dulizt, að þar mætti betur fara. Áætlað er að gera á þessum vegi mikla endurbót, reisa mikil umferðarmannvirki á Kópavogs- hálsi, en vegamálastjórnin hefur enn ekki hafizt handa í þeim framkvæmdum vegna fyrirhug- aðrar breytingar. í þessu sam- bandi er vert að minnast um- mæla Alferðs Gíslasonar á Al- þingi, en þar sagði hann: „Þær (framkvæmdirnar) hafa orðið að bíða og raunar gert ráð fyrir því í teikningum, að þar yrði um hægri handar regluna að ræða Vegamálastjóri var staddur á fundi ’háttv. allsherj- axnefndaj og sýndi skýringar- mynd af pessu hverfi í sambandi við framkvæmdxrnar í Kópa- vogi. Af þessari skýringarmynd sannfærðist ég um, að það er óhætt að byrja á þessum fram- kvæmdum, óhætt að fullgera þessar framkvæmdir, hvenær sem er, því að það skiptir engu máli í sambandi við þær fram- kvæmdir hvort heldur er hægri AB9t á sama stað Nýkomið Epco verkstæðislyftur 21/*—10 tonna. Bilalyftur Amerískar og þýzkar frá IV2—30 tonna. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240. O W O £> Q w ra o P5 eða vinstri handar umferð. Þetta gat maður raunar sagt sér sjálf- ur, þvi að öll vegagerð, sóma- samleg vegagerð, smá eða stór, er þess eðlis, að það má breyta frá vinstri til hægri eða öfugt án þess að kollvarpa öllu kerf- inu. Þetta er staðreynd, einnig í Kópavogi, og ég sannfærðist um það af þeirri skýringar- mynd, sem vegamálastjóri lagði fram á fundi hæstv. allsherjar- nefndar" BRÆÐURNIR KAMPAKATU — *■ TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN • Þjóðaratkvæðagreiðsla. Er Alþingi réttmætt úr- tak þjóðarinnar í máli sem þessu? Enginn flokkur hafði gert hægri umferð að stefnu sinni fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, sem eru pólitískar eins og allir vita Með öðrum orðum, al- þingismenn eru kosnir pólitískri kosningu Ýmis pólitísk mál koma upp á Alþingi, sem segja má að séu stórmál á borð við frumvarpið um hægri akstur og efast enginn um að þar séu al- þingismenn réttmætt úrtak þjóð- arinnar, því að þau mál falla 1 flestum tilfellum undir stefnu- skrá flokkanna. Allir hljóta að sjá, að þannig er ekki varið með þetta máL Það er stórmál, sem snertir hvern einasta borgara þessa lands, og við leyfum okkur að fullyrða það, að úrslit atkvæða- greiðslna á Alþingi spegli ekki rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Það er þess vegna réttmæt krafa að okkar áliti, og teljum við, að þar mælum við fyrir munn margra, að þjóðin fái úrskurðar- vald í máli þessu í kjörklefan- um. Þó að við séum fylgjendur þess, að óbreytt ástand verði í umferðarmálum þjóðarinnar, munum við hlíta orðalaust, ef úrskurðut þjóðarinnar verður sá, sem síður skyldi. Viljum við hér með skora á alþingismenn að taka málið upp, áður en það er um seinan. Alþingismenn verða að gera sér ljóst, að ábyrgð þeirra er mikiL Undarlegt er, að þeir skuli vilja óumbeðið bera hana. Þeir hafa verið yaraðir við hætt- unni af fjölda fólks, en skirrast samt við að spyrja þjóðina ráða. f vor á þjóðin að svara öðrum spurningum, sem leiðtogar henn ar eru skyldugir að leg.gja fyrir hana. Hér er um stórmál að ræða, engu minna en hin. Þess vegna segjum við: Spyrjið þjóð- ina ráða! Af 'hverju að hræðast það? Það er okkar álit, að sé þjóðinni ekki treystandi til að svara þessari spurningu, þá sé hún eigi megnug þess, að ráða fram úr, hverjir skuli ráða mál- ^ um hennar næstu fjögur ár. Reykjavík, 7. april 1967 Magnús Finnsson Steinar J. Lúðvíksson. KVIKSJÁ -*- - - - - FRÓÐLEIKSMOLAR Þ Ó nokkuð er síðan lækna- geisla. Mörgum sinnum hafa mjög guoum árangri. X.d. ans. Einnig hafa geislarnir visindin tóku að færa sér í geislarnir verið notaðir við hafa þeir verið notaðir við verið notaðir sem skurðhníf- nyt hina kunnu LASER- uppskurð og þá oftast með uppskurð á hornhimnu aug- ur við að „skera" blóðkorn. - MINNING Framhald af bls. 18. byrjaði aftur að reka sitt eigið bakarí á Hverfisgötunni. Var þá starfsáhugi hans svo mikill og hugsunin að hafa allt eins gott og hægt væri svo rík hjá hon- um, að 'hver og einn gat séð, að um góðan „karakter" var að ræða, enda fór ekki hjá því, að þeir, sem kynntust Jóni veL fundu þennan eiginleika mjög áberandi njá honum. Það vai því mikið áfall, er hann snemma morguns við sín daglegu störf varð heltekin af þeim sjúkdómL sem leiddi hann að lokum til dauða. Jón yar því kallinu ekki óvið- búinn, hann vissi vel og betur en margir aðrir, að á því var alltaf von. Fyrir nokkrum vikum kvaddi hann kunningjana, því að hann var að fara til Ameríku á fund dóttur sinnar og hennar fjöl- skyldu. Ýmsir vinir hans höfðu ráðlagt honum að þiggja- boð dótturinnar um að koma vestur til dvalar þar, en dvölin vestra varð stutt Hann veiktist skyndi- lega og lézt samdægurs í sjúkra- húsi vestra. Guð biessi minninguna um Jón heitinn Guðmundsson og verði hans fólki styrkur í sorg þeirra og söknuðL s. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.