Morgunblaðið - 26.04.1967, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967.
De Gaulle boðið
fil Washington
Bonn, 25. apríl. — NTB
JOHNSON Bandaríkjaior-
seti bauð de Gaulle, Frakk
landsforseta, í heimsókn
til Washington í sumar. —
Frakklandsforseti gaf ekk
ert ákveðið svar við heim-
boðinu, en sagði, að hann
mundi bráðlega svara því
bréflega.
Samkvsemt áreiðanlegum
heimildum lagði Johnson til
við de Gaulle, að hann kæmi
við í Washington, þegar hann
heimsækir Kanada í júlímán
uði n.k. Forsetarnir tveir töl-
uðust við í tiu mínútur eftir
útför Adenauers og franskir
og bandarískir talsmenn
þeirra segja ,að þeir hafi báð-
ir látið í ljós ósk um að hitt-
ast fljótlega aftur.
Stjórnmálamenn eru þeirr-
ar skoðunar, að möguleikar á
fundi forsetanna virðist betri
eftir hinn stutta fund þeirra í
dag. Hins vegar var minnt á,
að frönsk stjórnarvöld álitu,
að Johnson ætti að heimsækja
de Gaulle til Parísar, sökum
þess að starfsaldur hins fyrr-
nefnda er mun skemmrL
Áður hafði de Gaulle rætt
við Harold Wilson, forsaetis-
ráðherra Stóra-Bretlands, og
búist er við, að Wilson hafi
minnzt á mögulega aðild
Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu.
250 tonn af þorski
150 tonn af karfa
EINS og sagt var frá í blaðinu
í gær kom togarirn Þormóður
goði með fullfermi af Grænlands
miðum í fyrrakvöld. Ei blaðið
hafði samband við Þorstein
Arnalds hjá Bæjarútgerð Reykja
víkur í gær. sagði hann, að lönd-
un úr tegaranum væri ekk. lok-
ið, en stæði til að ljúka henni
í gærkvöldi. Áætlað var að 250
tonn af aflanum væri þorskur
og fór hann til vinnslu í Fisk-
verkunarstöðinni á Grandagarði
og verður þar verkaður í skreið.
Nokkur tonn af þorski úr togar-
anum fóru til neyzlu í bænum.
Karfinn, sem togarinn var með
var áætlaður 150 tonn. Fór hann
til vinnslu í Fiskiðjuverinu á
Grandagarði að undanskildum 25
tonnum, sem voru lánuð til
vinnslu í öðrum frystihúsum.
Þorsteinn sagði að nægilegt
framboð væri á fólki til að vinna
við verkun aflans.
Baðhúsið leit ósköp hvers-
dagslega út í gærmorgun, er
niðurrifsmenn komu á vett-
vang með tæki sín. Stórt
skarð kom í stafn hússins er
fyrsta höggið reið af.
maðurinn hreinn og hress út,
sem þangað gekk inn með
svitastorkna og óhreina húð.
Nú er þessi gamli baðstað-
ur Reykvikinga úr sögunni,
Þannig-var umhorfs á rústum Baðhússins siðdegis í gær.
Baðhúsið horfið
Nýlega var ákveðið að rífa
Baðhús Reykjavíkur í
Kirkjustræti 10. Var ástæð-
an sú, samkvæmt upplýsing-
um borgarverkfræðings, að
húsið var orðið lélegt og ekki
talið taka því að breyta því
til annarrar starfsemi. Ekk-
ert liggur fyrir um aðrar
byggingar á lóð Baðhússins,
sem nú verður tekin undir
bílastæði.
sem þjónað hefur þeim lengi
og vel. Þaðan kom margur
Kínverjar myrtir og
lemsfraðir í Indónesíu
Áform um að fiytja 1,7 millj. þeirra úr landi
Boðaðui til
onncna starfa
FORSTJÓRI Upplýsingaþjón
ustu Sameinuðu þjóðanna á
Norðurlöndum, ívar Guð-
mundsson, var í dag boðaður
til aðalstöðva SÞ í New York
til sérstakra starfa þar. Ekki
er þess getið í hverju hinn
nýi starfi ívars er fólginn.
fvar var blaðamaður Morg-
unblaðsins um langt árabil,
allt fram til ársins 1948.
Djakarta, 25. apríl, AP.
ÁTÖK Kínverja og innfæddra á
eyjum Indónesíu fara sívaxandi,
og a.m.k. fjórir Kínverjar voru
drepnir í uppþotum í Djakarta
á sunnudag. Fleiri liggja á
sjúkrahúsum höfuðkúpubrotnir
og alvarlega stærðir eftir rysk-
ingar við indónesíska stúdenta,
sem mótmæla dvöl þeirra í i
Indónesiu. Um 1.7 milljón Kín-'
verja eru í Indónesíu, þar af
hefur um miiljón þeirra ekkert
ríkisfang. Indónesíska ríkis-
stjórnin telur alla Kínverjana
kommúnista, eða fylgjandi
kommúnistum, og hefur bannað
þeim að stunda viðskipti víða
í Indónesíu. Kínverjunum er
einnig meinað að setjast að í
Djakarta til að hindra að þeir
flýi frá óeirðasvæðum.
í Medan á N-Súmötru eru
þúsundir Kínverja í fangabúð-
um, en þaðan á að flytja þá til
kínverska Alþýðulýðveldisins.
Þar hefur hvað eftir annað
komið til óeirða, en ekki er
kunnugt um hversu margir Kín
verjar hafa látið lifið í þeim.
í Medan eru Kínverjar hvað
fjölmennastir í Indónesíu.
Kínverska hverfisins í Dja-
karta er nú gætt af þungvopn-
uðum herflokkum og herlög-
reglu til að hindra hermdarverk
og gripdeildir í hveifinu.
Til mikilla mótmælaaðgerða
hefur komið í Peking fyrir utan
sendiráð Indónesíu þar og sendi-
herranum hefur verið stefnt
fyrir kínverska utanríkisráðu-
neytið. í aprílmánuði í fyrra
var kínverski sendiherann 1
Djakarta kallaður heim eft.ir
mótmælaaðgerðir fyrir utan
sendiráðsbygginguna.
Utanrikisráðherra Indónesíu,
Adam Malik, lét svo ummælt
viö fréttamenn í Djakarta á
sunnudag, að hann væri því mót
fallinn, að stjórnmálasambandi
yrði slitið við Kína, nema Al-
þýðulýðveldið stigi fyrsta sporið
í þá átt.
Hermdarverk og mótmælaað-
gerðir gegn kínverskum íbúum
Indónesíu hófust eftir samsæri
kommúnista í Djakarta haustið
1965, og færast nú mjög í auk-
ana
Rúml 50% hærri launagreiðslur
í skipaviðgerðum hér en í Þýzkai.
—Hærri heildarkosfna&ur v/ð v/ðgerð
á Herðubreið hér á landi en erlendis
f VIÐTALI við Mbl. í gær
skýrði Guðlaugur Hjörleifs-
son forstjóri Landssmiðjunn-
ar frá því að launakostnað-
ur við skipav t ’erðir hér á
landi væri um 50% meiri en
í Þýzkalandi, en svo sem
kunnugt er, hefur það vakið
nokkra athygli að þýzk skipa-
smiðastöð hefur tekið að sér
viðgerð á vélbátnum Bjarma
fyrir 2,2 millj. króna og
hyggst Ijúka verkinu á fimm
vikum. Tilboð íslenzkra við-
gjerðarstí-'iðv'a námu hins veg-
ar milli 6 og 7 milljónum
króna.
Guðlaugur Hjörleifsson
kvaðst hafa fengið staðfestar
upplýsingar þess efnis, að í
þessu verki greiddi hin þýzka
skipasmíðastoð 3,80—4,20 þýzk
mörk á tíma eða meðaltals-
kaup 4 mörk á tíma. Hins
vegar vissi hann ekki, hvort
orlof og o.fl. væri innifaiið
í þessari upphæð. Forstjóri
Landsiriiðjunnar kvað tímá-
kaúpið hér á landi tæpar 70
krónur í dagvinnu og auk þess
orlof og ýmislegt fleira, sem
á leggðist og færi því ekki
fjarri, að tímakaupið væri
45 krónur í Þýzkalandi á móti
70 krónum hér eða um 50%
munur.
Hann kvað láunaliðinn láng
stærsta kostnaðarliðinn við
slíka viðgerð, sern þessi og
mætti því skýra muninn á
hinu þýzka tilboði að tolu-'
verðu leyti með þvi. Hér
væri auk þess erfiðara um
vik með ýmsa hluti og ýmis
aðkeypt þjónusta dýrari.
Guðlaugur Hjörleifsson
kvaðst ekki vita hverniig að-
stæður væru hjá hinni þýzku
skipasmíðastöð og hvort hér
væri t.d. um lágt tilboð að
ræða vegna verkefnaskorts.
Hins vegar benti hann t.d. á
að Landssmiðjan hefði haft
jneð höndum viðgerð á Hérðu
breið og þótt beinn kostnað-
ur við viðgerðina hér á landi
hefði orðið hærri en tilboð
í hana erlendis frá hefði
heildarkostnaður við viðgerð-
ina orðið hærri þar en hér
ef hún hefði verið fram-
kvæmd erlendis. íslenzkar við
gerðarstöðvar gætu annazt
flestar viðgerðir á íslenzkum
bátum nema ef til víll hinar
viðamestu.
Skyndiyeildoll
mólm- og
skipasmiSa
í FYRRINÓTT hófst skyndi-
verkfall málm- og skipasmiða,
þ. e. verkfall fimm félaga í Málm
og skipasmiðasambandi íslands
og stóð til að því lyki í gær-
kvöldi á sama tíma, eða eftir að
hafa staðið í einn sólarhring.
Félögin, sem stóðu að þessu
verkfalli, eru Félag járniðnaðar-
manna, Félag bifvélavirkja, Fél,
blikksmiða, Sveinafélag skipa-
smiða og Járniðnaðarmannafél.
Árnessýslu.
Þetta skyndiverkfall er hið
fyrsta af fjórum, sem boðuð
hafa verið hafi samningar
ekki tekizt fyrir þann tíma, sem
þau eru boðuð.
SpHakvöld
■ Hafnarfirði
SJÁLFS1ÆÐISFELÖGIN í Hafn
arfirði halda sameiginlegt spila-
kvöld í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
miðvikudag, kl. 8.30. Kvöld-
verðlaun verða veitt. Sjálfstæðis
fólk er hvatt til að fjölmenna á
þetta síðasta spilakvöld vetrarins.
- ÞJÖÐARSORG
. Framh. af bls. 1
forsíðu mynd. af Komarov í sorg
arramma, og henni fylgdi óljós
og stutt lýsing á slysinu. Sagði
þar, að fallhlífar Soyuz I. hefðu
flækzt saman, í þann mund, er
geimfarið var að lenda. , ■ ,
Búizt er við tugþústindum
MoskvUbúa við útför Momarovs
á morgun..