Morgunblaðið - 26.04.1967, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APKiL, 1967.
Landsfundarrœða Magnúsar Jónssonar:
Trausfur gnmdvöllur lugður
uð nýrri frumfurusókn
— Meðalhækkun fjárframlaga til
verklegra framkvæmda !28°/o
Magnús Jónsson flytur ræ ffu sína á Landsfundinum.
frá 1958
Í LOK ræðu sinnar á Lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins
sagði Magnús Jónsson, fjár-
málaráðherra: „Góðir Lands-
fundarfulltrúar. Þið eigið
miklu hlutverki að gegna á
næstu vikum og mánuðum,
•að vara þjóðina við og stuðla
að því, að hún misstigi sig
ekki því að hér er allt of mik-
ið í húfi. Annars vegar er um
að velja efnahagsmálastefnu,
sem hefur lagt grundvöll á
síðustu árum að meiri fram-
förum en' áður hafa þekkzt í
okkar litla þjóðfélagi, hins
vegar er alger þokuboðskap-
ur og ringulreið, sem birtist
f hinum kynlegustu mynd-
um. Að veita slíkum mönn-
um forustu, hlýtur að leiða
til stjórnmálalegs öngþveitis
í landinu“.
Hér fer á eftir f heild
Landsfundarræða Magnúsar
Jónssonar:
Óhjákvæmileg forsenda allra
framfara er traust efnahags-
kerfi. Sú þjóð, sem ekki held-
ur skynsamlega á stjórn fjár-
mála sinna og efnahagsmála,
- hlýtur einnig, fyrr eða siðar, að
glata sjálfstæði sínu. örugg
stjórn þessara mála, verður því
mikilvægari, sem þjóðfélagið er
fullkomnara, þannig að í hin-
um háþróuðu iðnaðarþjóðfélög-
um nútímans er skipulag og þró-
un efnahags- og fjármálakerfis-
ins jafnan hin mikilvægustu við-
fangsefni, sem þjóðþing og ríkis-
stjórnir eiga við að glíma. Stefn-
an í efnahags- og fjármálum hef-
ur víðtæk áhrif á líf og afkomu
hvers einasta þjóðfélagsborgara
og gildir það eigi síður hér á
landi en annars staðar.
Þótt þróun síðustu áratuga
hafi neytt þjóðir heims til þess
að samræma meir en áður stefn-
una í efnahags- og peningamál-
um, þá eru það þó fyrst og
fremst mismunandi viðhorf
einmitt á þessum sviðum,
sem skipa mönnum í flokka.
Sósíalískir flokkar halda þvi
fram, að ríkið eigi að hafa veiga-
mikla þætti atvinnulífs og víð-
skipta í eigin höndum og við-
tæk afskipti af öllum fjárráð-
stöfunum borgaranna. Vegna
slæmrar reynslu og vaxandi and
stöðu almennings, sökum batn-
endi lífskjara, hafa jafnaðar-
menn að vísu horfið frá þjóð-
nýtingarstefnu sinni, en engu að
síður er hún þó eitt helzta grund
vallaratriði sósíalismans. Borgara
legir flokkar telja farsælla fyr-
ir heilbrigða þróun og framfar-
ir, að atvinnurekstur og við-
skipti séu sem mest í höndum
einstaklinga og frjálsra félaga-
samtaka, en hafa að öðru leyti
nokkuð mismunandi sjónarmið
varðandi afskipti rikisins af borg
urunum, einkum á vettvangi fé-
lagsmála og trygginga.
Festa í efnahagsmálum og
gætileg fjármálastjórn, hefur
ætið verið eitt höfuðatriði i
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Flokkurinn telur lífshamingju
og þroskun einstaklingsins það
markmið, sem öll heilbrigð stjórn
málastarfsemi eigi að beinast
að. Ekkert þjóðfélag fái til
lengdar staðizt, ef ekki sé lögð
höfuðáherzla á að rækta mann-
gildi, framtak og sköpunarvilja
einstaklinganna og á þessum eig-
inleikum og réttri hagnýtingu
þeirra, hljóti framfarasókn þjóð-
arinnar að byggjast. Farsælast
sé því, að atvinnurekstur sé að
sem mestu leyti í höndum ein-
staklinga og frjálsra félagasam-
taka, og þvi aðeins á vegum
ríkis eða opinberra aðila, að fjár-
hagslegt bolmagn einstaklinga
bresti, um fyrirtæki sé að ræða,
þar sem samkeppni sé ekki
til staðar eða þjónustustofnanir,
sem samkvæmt eðli nútíma þjóð
félags sé hlutverk ríkis eða sveit-
arfélaga að annast um. Þessi
grundvallarviðhorf hafa ætíð sett
mark sitt á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í fjármálum og efna-
hagsmálum, þótt flokkurinn hafi
haft mismunandi aðstöðu til þess
að koma þeim sjónarmiðum
fram, jafnvel þótt hann hafi átt
aðild að ríkisstjórn. Til þess að
ná þvi grundvallarstefnumiði, að
tryggja efnahagslegt öryggi og
sjálfstæði allra þjóðfélagsborg-
ara, hefur flokkurinn viljað
marka efnahagsmáiastefnu, er
stuðlaði að festu og jafnvægi
sem forsenda frjálsra viðskipta
og eðlilegum vaxtar- og starfs-
skilyrðum heilbrigðs atvinnu-
rekstrar í þjóðfélaginu og fylgja
þeirri stefnu í fjármálum rikis
og sveitarfélaga, að borgurun-
um og atvinnufyrirtækjum
þeirra væri ekki ofþyngt í opin-
berum gjöldum, en jafnframt
séð fyrir því, að ríki og sveitar-
félög gætu haldið uppi nauð-
synlegri þjónustu við þjóðfélags
borgarana, svo sem nútíma
menningarþjóðfélag krefst,
stuðlað að menningu og verk-
legum framförum og síðast en
ekki sízt tryggt efnahagslega af-
Ikomu þeirra, sem ekki hafa
sjálfir aðstöðu til að sjá sér far-
boða.
Allt frá því Sjálfstæðisflokk-
urinn var kvaddur til þess að
eiga aðild að ríkisstjórn árið
1939, hefur hann haft fo.rustu um
eða tekið jákvæða afstöðu til
sérhverrar viðleitni í þá átt að
tryggja heilbrigða þróun efna-
hags- og fjármála þjóðarinnar.
Því miður hefur árangur ekki
ætíð orðið, eins og að var stefnt,
og sumar hinar fjármálalegu að-
gerðir ekki verið með þeim
hætti, sem flokkurinn hefði tal-
ið æskilegt, en þrotlaust hefur
þó verið að því unnið að skapa
þjóðinni sem víðtækastan skiln-
ing á gildi þeirrar grundvallar-
stefnu, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn telur farsælasta í efnahags-
og fjármálum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
samfellt á áttunda ár haft
forustu í ríkisstjórn og þar með
stjórn fjármála og efnahágs-
mála. Á þessu tímabili hefur
það gerzt, sem er sérstök ástæða
til að gleðjast yfir, að efnahags-
'kerfið hefur þróazt mjög í þá
átt, sem við höfum ætíð talið
'happasælast að stefna í, og í
annan stað að fengin er ótvíræð
staðfesting og reynsla fyrir því,
að rétt er stefnt í meginefnum.
Með hófsamlegri skattheimtu,
frelsi 1 viðskiptum og fram-
kvæmdum, samhliða nauðsyn-
legu aðhaldi í peningamálum til
tryggingar viðskiptafrelsinu og
trausti þjóðarinnar út á við, hef-
ur þjóðin stigið, síðustu árin,
stœrri skref á framfarabraut
sinni en nokkru sinni áður. Mun
ég hér á eftir draga fram þær
staðreyndir, er höfuðmáli skipta
til skýringar á þessari ánægju-
legu þróun.
Skattakerfiff hvetur til fjár-
munamyndunar i fyrirtækjum
Skattamálin hafa löngum ver-
ið í miklum ólestri og í senn
virkað lamandi á framtak og
framkvæmdir og leitt af sér stór-
fellda spillingu. Var þegar, eftir
aff Sjálfstæffisflokkurinn tók við
fjármálastjórninni 1959, hafizt
handa um víðtækar endurbætur
á skattkerfinu. Hefur i áföngum
veriff unnið að þessum umbót-
um og er óhætt að fullyrða, að í
dag er orffin gerbreyting til batn-
affar í þessum efnum, þannig aff
skattheimta ríkisins fyrst og
fremst og raunar einnig sveitar-
félaganna, er miklum mun hóf-
samlegri en áður. Skattkerfiff
allt hefur veriff gert stórum ein-
faldara, gerbreyting hefur orffiff
á stjórn og skipulagi skatt-
heimtunnar og tryggir aukið
samræmi og réttlæti og mark-
visst hefur verið unniff að því
síðustu árin að útrýma skatt-
svikasnillingunni. Forsenda þess,
aff auðið væri meff virkum hætti
og almennum skilningi borgar-
anna að hefja kerfisbundnar aff-
gerffir gegn skattsvikum, var
breyting skattheimtunnar í hóf-
samlegra horf, því að áður átti
þjóðfélagið sjálft með óhóflegri
og ósanngjarnri skattheimtu,
beinlínis ríkan þátt í því aff
neyffa marga þjófffélagsborgara
til skattsvika, ekki sízt, þegar
um einhvern atvinnurekstur var
aff ræffa. Nú eru skattálögur meff
þeim hætti, aff engin afsökun er
lengur fyrir því, aff tíunda ekki
rétt til skatts, og hafa skatta-
breytingar síffustu árin ekki
hvaff sízt haft í för meff sér
stórfelldar hagsbætur fyrir at-
vinnureksturinn og skattakerfiff
beinlínis hvetur tii fjármuna-
myndunar í fyrirtækjum, sem
er hin brýnasta nauffsyn. Skatt-
lagning einstaklinga er einnig
það hófsamleg nú, að hún á ekki
að draga úr vinnuáhuga manna,
eins og áður var, og mikilvægar
umbætur hafa orðið í sambandi
við skattgreiðslur hjóna og á
mörgum öðrum sviðum. Þótt
þess sé víst aldrei að vænta, að
menn séu ánægðir með að greiða
skatta, þá hygg ég mega ótví-
rætt fullyrða, að núgildandi
skattalöggjöf stefni öll í jákvæða
átt, stuðli að auknu framtaki og
vinnusemi og sá dagur nálgist
einnig óðum, að spilling skatt-
svikanna sé úr sögunni og þar
með þau rangindi, sem þeim
hljóta ætíð að fylgja fyrir aðra
skattborgara. Beinir skattar hér
á landi, miffað viff þjóffarfram-
leiðslu, eru nú miklum mun
lægri en hjá flestum eða öllum
hinum svokölluðu háþróuðu iðn
affarlöndum.
Eftir að skattvísitalan var lög-
fest, hafa kröfur um frekari
lækkun beinna skatta heldur
ekki verið á dagskrá síðustu árin.
Hins vegar hefur athygli manna
meir beinzt að innheimtukerf-
inu og hefur mikill áhugi verið
á, að koma á staðgreiðslukerfi
skatta. Ríkisstjórnin lýsti þvi
yfir, haustið 1965, aff hún mundi
beita sér fyrir þvi, aff innleiða
staðgreiðslukerfi á árinu 1967.
Hefur markvisst síffan veriff unn
iff að athugun þessa máls, en
komið í ljós, aff málið er mikl-
um mun umfangsmeira og flókn-
ara en menn höfðu gert sér grein
fyrir. Ýtarleg rannsókn hefur
þegar farið fram, og Alþingi hef-
ur ákveðið, að tillögu ríkisstjórn-
arinnar, að halda áfram athugun
málsins, þá einkanlega með þeim
hætti að hefja viðræður við sam-
tök sveitarstjórna og þá aðila
vinnumarkaðarins, sem fram-
kvæmdin helzt varðar. Er Ijóst,
aff gerbylta þarf núverandi kerfi
opinberra gjalda, sem er alltof
flókið og margþætt, ef staff-
greiðslukerfið á að geta skiiaff
nauffsynlegum árangri og verffa
ekki óhæfilega dýrt í fram-
kvæmd. Málið er svo umfangs-
mikið, að ég get ekki gert því
frekari skil hér, en athugað verð
ur til hlítar, hvort ekki sé hægt
að finna viðunandi kerfi, því að
vissulega væri það af mörgum
ástæðum æskilegt að hægt væri
að innheimta opinber gjöld af
tekjum jafnóðum og þær falla
til.
Umbætur í toliakerfinu.
Tollakerfið þarfnaðist ekki síð
ur gagngerra umbóta en skatta-
kerfið, því tollar höfðu verið
hækkaðir til tekjuöflunar kerfá
laust og hinir frjálsari viðskipta-
hættir og heilbrigð efnahagsþró-
un krafðist þess, að tollakerfið
í heild væri tekið til endurskoð-
unar. Tollar á mörgum vörum,
voru hér miklum mun hærri en
þekktust í nokkru nálægu landi,
komust yfir 300% og leiddi þetta
m.a. af sér stórfelld smygl í ýms-
um vörutegundum. Var því haf-
izt handa um verulega Iækkun
hátolla 1961, en mesta breyting-
in á tollakerfinu, var þó gerff
1963, þegar tollakerfið í heild
var endurskoðað og Brússel-toll-
skráin svokallaða lögfest. Siffar
hafa ýmsar frekari lagfæringar
veriff gerffar, m.a. lækkun véla-
tolla vegna framleiðslunnar og
tollabreytingar til að stuffla aff
lækkun hyggingakostnaðar. Hef
ur við þessa breytingu komizt á
samræming 1 tollflokkun hinna
ýmsu vörutegunda við toilflokk-
un þeirra í helztu viðskiptalönd-
um okkar, til mikils hagræðia
fyrir alla aðila. Lækkun hátoll-
anna hefur einnig leitt til þesa,
að mjög hefur dregið úr smygli,
en hins vegar hefur vaxandi
ferðamannastraumur til útlanda,
skapað nýjan vanda, því að
vegna þeirra háu tolla, 'sem hér
eru enn á mörgum vörum, er
freistingin rík til þess að kaupa
ýmsar vörur erlendis, ekki sízt
fatnað, og veldur þetta miklum
vanda. Mikil frekari lækkun
tolla er hins vegar erfiff af tveim
ur ástæðum, annars vegar eru
aðflutningsgjöldin mjög stór liff-
ur í tekjum ríkissjóffs og hins
vegar verffur ekki hjá því kom-
izt aff gera sér grein fyrir aff-
stöðu íslenzks iðnaðar. Því mið-
ur hefur ýmis konar iðnaður
beinlínis þróast 1 skjóli toll-
verndar og almennt hefur iðnað-
urinn notið það mikillar toll-
verndar, að starfsemi hans hef-
ur óhjákvæmilega markazt að
meira eða minna leyti af þessari
aðstöðu. Veruleg lækkun tolla á
samkeppnisvöm við íslenzkan
iðnað gerir því óhjákvæmilegar
margvíslegar ráðstafanir iðnað-
inum til aðstoðar og hefur veru-
'legt átak verið í þeirn efnum
gert síðusftu árin, svo sem iðn-
aðarmálaráðherra hefur þegar
gert fundinum grein fyrir. Aff
því þarf að sjálfsögðu að stefna,
aff íslenzkur iðnaður geti á sem
flestum sviðum veriff samkeppn-
isfær viff erlendan iffnvarning,
því aff þaff er mikilvægur þátt-
ur í því, að fslendingar geti búiff
viff sömu lífskjör og iðnaðar-
þjóffirnar. Leggja þarf einnig
sérs'taka rækt við að efla nýjar
iðngreinar, því að iðnaðurinn
hlýtur að verða að taka við vem
legum hluta af fólksfjölgun þjóð
arinnar næsta áratuginn a.m.k.
Það þarf því að gefa alveg sér-
stakan gaum að starfsaðstöðu
iðnaðarins og þróun hans. Á
síðastliðnu ári var skipuð nefnd
sérfræðinga til þess að gera um
það áætlun, hversu lækka mæjti
aðflutningsgjöld um 50% næstu
5 árin. Var nefndinni falið að
gera sér grein fyrir því tvennu,
hversu bæta mætti ríkissjóði
hinn mikla tekjumissi af slíkum
aðgerðum og hversu tryggja
mætti iðnaðinum viðhlítandi
starfsaðstöðu við svo stórfellda
tollalækkun. Endanleg niður-
staða liggiur ekki enn fyrir af
þessari athugun, en tvenns konar
rök leiða til þess, að við verðum
að búa okkur undir slíkar tolla-
lækkanir. Annars vegar er ekki,
þrátt fyrir allt tollaeftirlit, anff-
ið aff koma í veg fyrir stórfelld-
an ócfflilegan innflutning toll-
frjáls varnings meff sívaxandi
ferffamannastraumi ef verfflag er
mjög mismunandi hér á landi og
í nálægum viffskiptalöndum. Ea
hins vegar, og þaff skiptir höf-
uffmáli, þá leiffir tollastefna Efna
Framh. á bls. 14