Morgunblaðið - 26.04.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRlL 1967.
Fjölmennur hópur Sjálfstæðiskv enna situr Landsfundinn.
- RÆÐA MAGNUSAR
Framh. af bls. 12
hagsbandalagsins og Fríverzlunar
bandalagsins til þess, að við verð
um með einhverjum hætti að ná
samningum við þessi bandalög
úm veruleg tollfríðindi fyrir út-
flutningsframleiðslu okkar, ef
við eigum að geta reynzt sam-
keppnisfærir í þessum löndum,
án þess að neyðast til að lækka
verulega verð útflutningsfram-
leiðslunnar, sem hlyti að leiða til
beinnar kjaraskerðingar fyrir
alla þjóðina. Slíkum samningum
er vitanlega útilokað að ná,
nema veita þjóðum þessum gagn
kvæm fríðindi, varðandi fram-
leiðslu þeirra, sem fyrst og
fremst er iðnaðarvarningur. Þetta
er mál, sem ríkisstjórnin hefur
haft í rækilegri athugun síðustu
árin, lagt ríka áherzlu á að
kynna málstað okkar, bæði
Efnahagsbandalagslöndunum og
EFTA-löndunum og gerzt aðili
að ailþjóðatollamiálastofnuninni,
til þess að geta betur komið sjón
armiðum okkar á framfæri. Er
hér um að ræða eitt mesta
vandamál á efnahagssviðinu,
sem við' stöndum nú andspænis.
Kerfisbundnari aðgerðir hafa
verið gerðar nú síðustu árin en
áður, til þess að uppræta ólög-
legan innflutning. Engar ákveðn-
ar reglur höfðu verið til um toll-
frjálsan innflutning ferðamanna
og farmanna, þannig að í reynd
var sérhver slíkur innflutningur
löglaus, en hafði þó þróazt um
langt skeið meira og minna
kerfislaust. Var því leitað laga-
heimildar hjá Alþingi til þess að
heimila slíkan innflutning í sam-
ræmi við alþjóðareglur, og síðan
sett reglugerð, sem þó er í ýms-
um greinum rýmri en annars
staðar til þess að ekki þyrfti um
of að skerða þau fríðindi, sem
áður höfðu verið látin viðgang-
ast hjá ýmsum aðilum í þessu
sambandi. Því er ekki að leyna,
að reglur þessar ollu vissri ó-
ánægju, en ég vona þó, að við
mánari íhugun, geri allir sér
grein fyrir því, að útilokað var
með öllu að láta slíkan innflutn-
ing þróast með þeim hætti, sem
gerzt hafði og setja varð sam-
ræmdar reglur, sem ekki verða
»éð nein skynsamleg rök fyrir
að ætlast til að séu miklum mun
rýmri en tíðkast hjá öðrum þjóð-
um. Stóraukin sala Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins síðast-
liðið ár, þykir ótvírætt benda í
þá átt, að við tilkomu reglugerð-
ar þessarar hafi verulega dregið
úr ólöglegum innflutningi á
áfengi og tóbaki. Lögð hefur ver
ið mikil áherzla á það, að styrkja
og efla tollgæzluna og koma
batri skipan á innheimtu tolla,
sem því miður hafði verið í
nokkrum ólestri sums staðar á
landinu.
Traustur hagur rikissjóðs
Þegar litið er á timabilið frá
1959 í heild, má segja, að fjár-
hagur ríkissjóðs hafi verið traust
ur allt þetta tímabil, þótt á því
séu nokkrar sveiflur frá ári til
árs, svo sem óhjákvæmilegt er.
Stjórnarandstæðingar hafa
mjög haldið á lofti mikilli
hækkun fjárlaga þessi ár. Er það
að vísu rétt, að krónulega hafa
fjárlög aldrei hækkað svo mik-
ið, en hlutfallslega er þó ekki
um meiri hækkun að ræða frá
ári til árs en oft áður, heldur
hefur hækkunin oft verið mun
meiri. Þróunin i verðlags- og
kaupgjaldsmálum hefur leitt af
«ér stórfélldan útgjaldauka fyr-
ir ríki&sjóð, sem óumflýjanlegt
hefur verið að mæta. Ýmis fram-
faralöggjöf á þessu tímabili hef-
ur 'leitt til nýrra útgjalda, en
einna mestar hækkanir hafa þó
orðið á þeim greinum fjárlaga,
þar sem um er að ræða fé, sem
veitt er aftur út til þjóðfélags-
borgaranna, en gengur ekki til
þarfa ríkisins í þrengri merk-
ingu, en það eru annars vegar
greiðslur vegna félagsmála, al-
mannatrygginga, og vegna nið-
urgreiðslna á vöruverði og út-
flutningsbóta. Ef það skal meta,
hvort um óeðlilega hækkun hafi
verið að ræða á útgjöldum ríkis-
ins, sem að sjálfsögðu er veiga-
mikið að gera sér grein fyrir,
þá verður fyrst og fremst að I
gera sér grein fyrir því, hvort
álögurnar á þjóðfélagsborgarana
hafa hlutfallslega þyngzt, mið-
að við þjóðartekjur og greiðslu-
getu þeirra. Kemur þá ótvírætt
í ljós, að svo er ekki. Ég hefi
áður á það minnt, að þungi
beinna skatta hefur beinlínis
minnkað. Söluskattur hefur hins
vegar komið til skjalanna í vax-
andi mæli, en þannig er þó á-
statt í dag, að söluskattur er
lægstur á fslandi af öllum Norð-
urlöndunum, og þótt víðar sé
leitað. Tolltekjur hafa vaxið,
en það er fyrst og fremst vegna
stóraukinna viðskipta og inn-
flutnings, en ekki vegna hækk-
unar tolia, heldur hafa tollar á
f jölmörgum vörutegundum bein-
línis verið lækkaðir. Ríkisbákn-
ið, en svo nefna menn gjarnan
stjórnsýslu ríkisins og starfs-
mannahald, hefur síður en svo
aukizt óeðlilega og margvísleg-
ar ráðstafanir hafa beinlínis ver-
ið gerðar til þess að spyrna fót-
um gegn allri útþenslu þess,
sem nokkur leið er að komast
hjá. Hins vegar verður ríkið auð-
vitað að greiða starfsmönnúm
sínum laun, og hefur stjómar-
andstaðan ekki sparað að láta í
ljós þá skoðun sína, að óhæfi-
lega illa væri búið að opinber-
um starfsmönniun, varðandi
launakjör. Á þessu tímabili hef-
ur þó orðið mjög stórfelld hækk
un á launum opinberra starfs-
manna, einkum með úrskurði
Kjaradómis frá 1963, sem má
segja, að hafi verið nauðsypleg
lagfæring, en olli þó verulegum
óróa og beinlínis kauphækkun-
um á öðrum sviðum vinnumark-
aðarins. Þótt mikil lagfæring
væri þá gerð, einkum á launum
sérmenntaðra manna, þá er því
miður aftur að stefna í þá átt,
að torvellt er að fá sérmenntaða
menn í ýmsum greinum til starfa
hjá ríkinu. Er nú í samvtnnu við
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja unnið að kerfisbundnu
starfsmati, til þess að reyna að
finna raunhæfari grundvöll fyr-
ir skipun opinberra starfsmanna
í launaflokka og er þar um
mjög mikilvægt úrlausnarefni
að ræða, sem vissulega væri
þörf á að taka sömu tökum á
öðrum sviðum vinnumarkaðar-
ins í þjóðféiaginu til þess að
reyna að uppræta þar hinar sí-
felldu deilur . milli einstakra
starfsstétta um launahlutföll.
í þjóðhagsskýrslu Sameinuðu
þjóðanna árið 1965 er að finna
margvislegar upplýsingar varð-
andi álögur og útgjöld hinna
ýmsu þjóða á árinu 1964. Ég
hefi áður skýrt frá því, að bein-
ir skattar á íslandi til ríkis og
sveitarfélaga, séu mun lægri en
í öllum hinum svokölluðu há-
þróuðu iðnaðarlöndum. Þeir
voru 1964 8,7% af vergri þjóðar-
framleiðslu hér á landi, en í
Bandaríkjunum á sama ári
17,7%, Bretlandi 15,1%, Vestur-
Þýzkalandi 20,7%, Hollandi
22,9% og Svíþjóð 24%. Óbeinir
Skattar voru að vísu verulega
hærri hér en í þessum löndum.
En tekjur hins opinbera, rikis
og sveitarfélaga, voru þó sam-
tals ekki nema 29,2% af þjóðar-
framleiðslu á fslandi, en voru á
sama tíma 41% í Svíþjóð, 37%
í Noregi, 37% í Þýzkalandi, 38%
í Frakklandi, 31% í Bretlandi og
27% í Bandaríkjunum. Vilji
menn svara því til, sem oft er
gert, að útgjöld vegna landvarna
skýri mismuninn á fjárþörf þess
arra ríkja og fslands, þá er því
til að svara; að útgjöld þessarra
þjóða til landvarna, að undan-
skyldum Bandaríkjunum og
Bretlandi, eru mun lægri en
rekstrarstyrkir okkar til at-
vinnuveganna. Verður af þessu
naumast dregin önnur ályktun
en sú, að hluti sá, sem ríki og
sveitarfélög hér á íslandi taka
til sín af þjóðartekjum, sé síður
en svo óeðlilega mikill miðað við
önnur sambærileg lönd.
Betri hagnýting fjárins
Lögð hefur verið áherzla á
það síðustu áfin, að finna leiðir
til þess að hagnýta sem bezt það
fé, sem hverju sinni er .til ráð-
stöfunar á vegum ríkisins, bæði
í sambandi við reksturskostnað
ríkisstofnana og til almennra
framkvæmda. Sett hafa verið ný
lög um gerð ríkisreiknihgs og
fjárlaga, sem á að leggja grund-
völl að traustara eftirliti með
reikningshaldi og rekstri hinna
einstöku ríkisstofnana. Og á síð-
astliðnu ári ákvað ríkisstjórnin
að stofna sérstaka fjárlaga- og
hagsýsludeild í fjármálaráðu-
neytinu undir yfirstjórn hagsýslu
stjóra ríkisins. Hefur reynslan,
þennan stutta tíma, þegar sann-
að, að þar var um mjög tíma-
bæra ráðstöfun rxð rsvða og þ«g-
ar orðinn fjárhagslega mjög já-
kvæður árangur af starfsemi
þessarar deildar. Nýlega var
lagt fyrir Alþingi, af hálfu rí'kis-
stjórnarinnar, frumvarp um eftir
lit með opinberum framkvæmd-
um. Tel ég mikla ástæðu til að
ætla, að auðið verði með slíku
eftirliti að tryggja mun betri
hagnýtingu ríkisfjár, í sambandi
við ýmis konar mannvirkja-
gerð. en áður hefur verið. Ekki
sízt með því að tryggja að ekki
sé ráðizt í framkvæmdir, án þess
að allur nauðsynlegur undir-
búningur sé fyrir hendi, og jafn-
framt séð fyrir fjármagni, þann-
ig að hægt sé að koma við út-
boði verka og hagkvæmari fram-
kvæmd þeirra, heldur en þegar
mannvirki eru óeðlilega lengi í
smíðum. Þá hefur jafnframt ver-
ið undirbúin í fjármálaráðuneyt-
inu heildarlöggjöf um embættis-
bústaði, sem þó því miður vannst
ekki tími til að leggja fyrir Al-
þingi í þetta sinn. Jafnframt er
tilbúið frumvarp til nýrrar heild
arlöggjafar um tollheimtu og
tollaeftirlit, sem felur í sér mörg
umbótaákvæði, er eiga að geta
stuðlað að skjótari og traustari
tollgæzlu og tollinnheimtu og
um leið geta verið innflytjend-
um til hagsbóta á öðrum svið-
um. Þetta frumvarp verður einn-
ig að bíða til haustþingsins, en
hér er um mikilvægt mál að
ræða, sem ég vona að hver, sem
þá gegnir -embætti fjármálaráð-
herra, telji æskilegt, að Aiiþingi
fái til meðferðar.
Vaxandi framlög til verklegra
framkvæmda
Stjórnarandstæðingar hafa
mjög haldið þvi á lofti, að jafn-
hliða stórauknum útgjöldum rík-
issjóðs, hafi dregið mjög veru-
lega úr framförum ríkisins til
Verklegra framkvæmda. Út-
gjaldahækkun ríkissjóðs undan-
farin ár stafar fyrst og fremst
af auknum tilkostnaði, vegna
hækkunar verðlagB og kaup-
gjalds auk ýmissa annarra út-
gjaldaliða, sem óhjákvæmilega
hækka stórlega ár frá ári vegna
fólksfjölgunar í landinu. Gefur
því auga leið, að ekki er hægt
að ætlazt til að framlög ríkis-
ins til verklegra framkvæmda og
allra útgjaldaliða hækki hlut-
fallslega jafnmikið, því að þá
hefðu útgjöld ríkissjóðs orðið
gersamlega óviðráðanleg. Þá er
þess og að gæta, að undanfarin
ár hefir, vegna stórvaxandi
framkvæmda einstaklinga og fé-
lagasamtaka, skapazt slíkt
þensluástand í þjóðfélaginu, að
það hefur ógnað mjög efnahags-
legu jafnvægi og beinlínis gert
það nauðsynlegt, að opinberir
aðilar drægju nokkuð við sig
framkvæmdir til þess að keppa
ekki óeðlilega við atvinnuvegina
um vinnuafl. Er hér um sjálf-
sögð búhyggindi að ræða, því
að eðlilegt er að auka heldur
framkvæmdir á vegum opin-
berra aðila, þegar samdrátt-
ur verður á atvinnulífinu á öðr-
um sviðum. Engu að síður fer
því víðs fjarri, að samdráttur
hafi orðið í framlögum ríkisins
til verklegra framkvæmda á und
anförnum árum, þótt almennur
niðurskurður fjárveitinga til
þeirra væri framkvæmdur á ár-
inu 1965 vegna slæmrar fjár-
hagsafkomu ríkissjóðs það ár, og
nú í ár hafi orðið að afturkalla
þá hækkun, sem fyrirhuguð var
í fjárlögum ársins. Framlög til
verklegra framkvæmda hafa vax
ið á öllum sviðum undanfarin
ár, að vísu mismunandi mikið,
en meðalhækkun fjárframlaga
ríkisins til allra greina verklegra
framkvæmda frá framlögum árs-
ins 1958 er um 128%. Fer því
þess vegna víðsfjarri að um
stöðnun hafi verið að ræða á
þessu sviði, þótt efnahagsþró-
unin hafi af eðlilegum ástæðum
gert aðhald nauðsynlegt.
Fjármál sveitarfélaga
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
ætíð lagt áherzlu á nauðsyn þess
að efla sveitarfélögin og tryggja
fjárhag þeirra. Breyttir tímár
sýnast gera nauðsynlegt að
endurskoða núverandi skipan
sveitarfélaganna í því skyni að
fá stærri og traustari fjárhags-
heildir. Þetta er vandamál, sem
ekki verður leyst nema með
samkomulagi sveitarfélaganna
sjálfra. Þá hníga mörg rök að
því að endurskoða verkaskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Á undanförnum árum hafa
margar ráðstafanir verið gerðar
sveitarfélögunum til hagsbóta.
Mikilvægasta aðgerðin til að
treysta fjárhag þeirra var tví-
mælalaust sú að gefa sveitar-
félögunum vissa hlutdeild í toll-
tekjum og söluskatti, sem eru að-
altekjustofnar ríkissjóðs. Er á-
ætlað að sá tekjustofn gefi sveit-
arfélögunum um 200 millj. kr. i
ár. Þegar þess er minnst, að
Eysteinn Jónsson hótaði á sínurn
tíma að segja af sér fjármála-
ráðherraembætti ef sveitarfélög-
in fengju hluta af söluskatti þá
verða næsta kátbrosleg hneyksl-
unaryrði Framsóknarmanna yf-
ir því, að vegna verðstöðvunar-
útgjalda hafa menn jafnhliða
lækkun á fjárfestingarútgjöld-
um ríkissjóðs neyðst til að skerða
í þetta sinn umframtekjur jöfn-
unarsjóðs á sl. ári. Þá hafa hin
nýju vegalög létt mjög undir
með sveitarfélögunum bæði i
sambandi við sýsluvegasjóðina
og gatnagerð í kaupstöðum og
kauptúnum, en á þvi sviði var
ekki áður um neina aðstoð að
ræða. Þá hefur verið lögð mikil
rækt við að koma í fast horf
greiðslum ríkissjóðs vegna sam-
Framh. á bls. 19