Morgunblaðið - 26.04.1967, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1967.
Skoraö á V-landabúa að koma
fram við hana sem einstakiing
— en ekki sem dóttur föður ssns
• Tilkynnt hefur verið í
New York, að Svetlana
Stalína muni á morgun
eiga fund með blaða-
mönnum og er hans beðið
með mikilli eftirvænt-
inju.
• Svetlana dvelst nú á
leyndum stað, einhvers
staðar skammt frá New
York og er haft eftir goS-
um heimildum, að banda
rískir örygg-isverðir fylg-
Ist með dvalarstað henn-
ar. Fregnir hafa flogið
fyrir þess efnis, að so-
vézka leyniþjónustan hafi
á sínum snærum menn í
Bandaríkjunum til þess
að kanna afstöðu banda-
rísku þjóðarinnar til
styrjaldarinnar í Viet-
nam- og hefur þótt rétt
að gæta allrar varúðar
þess vegna.
Ekki hetfur verið upplýst,
hvað bókaútgáfutfyrirtækið
Harper & Row greiddi Svet-
lönu fyrir endurminningar
hennar, en talið víst, að það
hafi verið álitleg upphæð og
þurfi hún engu að kvíða í
framtíðinni í fjárhagslegum
efnum. I>á er sagt, að viku-
ritið „LIFE“ muni greiða
250.000 $ fyrir réttinn til að
birta bókina sem framhalds-
sögu. Hatft er eftir George F.
Kennan, fyrrum sendiherra
Bandarikjanna í Moskvu, sem
ábti mikinn þátt í samning-
unum um útgáfu bókarinnar,
að Svetlana hafi ekki gert
miklar krötfur. Hún hafi ein-
ungis óskað eftir því að fá
svo mikið fé fyrir bókina að
hún hefði í sig og á og gæti
átt bíl og lítinn hund — af
sígaunakyni, „vegna þess að
ég á sjáltf eftir að lifa sígauna
lífi". Hún hafði lagt til, að
verulegum hluta fjárins yrði
varið til góðgerðarstarfsemi í
Indlandi, Sviss og Bandaríkj-
unum, — þar sem hún hefði
notið gestrisni, aðstoðar og
vinsemdar- og einnig hafði
hún látið í Ijós áhuga á því,
að stofnaður yrði sjóður til
minningar um mann sinn, ind
verska kommúnistann Brijesh
Singh.
Kennan, sem kynntist Svet
lönu í Moskvu, er hann vaT
þar sendiherra, hetfur mælzt
til þess við blaðamenn og
aðra vesturlandamenn að þeir
sýni Svetlönu fyllstu kurteisi
og vinsemd Þannig að hún
finni, að í Bandaríkjunum sé
litið á hana sem einstakling
og sjálfstæða persónu en ekki
aðeins sem dóttur föður síns.
Hún hafi — eins og hún sjálf
tók fram við komuna til New
York — svo oft verið höndluð
sem ríkiseign í Sovétríkjun-
um, vegna natfnsins, og hafi
þótt það mjög miður. „Hún
hefur aldrei getað verið hún
sjáltf í Sovétrikjunum", sagði
Kennan, „aldrei fengið að
vera aðeins manneskja".
f samningaviðræðunum um
útgáfu bókar Svetlönu tók
einnig þátt Edward S. Green-
baum, fyrrum hershöfðingi,
sem undanfarið hefur starfað
sem lögfræðingur og sérfræð-
inguT í málum, er varð« bóka
útgáfu. Hann átti einnig ríkan
þátt í málinu, er varð út af
bók Manchesters „Dauði for-
seta“. Hann hitti Svetlönu
fyrst í Sviss og varð þess fljótt
var, að hún hetfði ekki mikla
hugmynd um fjármál og gerði
sér engan veginn grein fyrir
þeim útgjöldum, er hennar
biðu, er hún settist að á Vest-
urlöndum. Var það því hans
fyrsta verk að sýna henmi
fram á nauðsynjar hennar í
framtíðinni til þess, meðal
annars, að forða henni frá þvi
að semja af sér við bókafor-
lög. Eftir ýtarlegar viðræður
þeirra Svetlönu, Kennans og
Greenbaums var ákveðið að
hinn síðasttaldi yrði ráðunaut
ur hennar bæði í lögfræði-
legum og persónulegum efn-
um.
★ ★ ★
Smám saman hafa verið að
koma í ljós ýmis smáatriði
varðandi ferðalög Svetlönu,
frá því hún fór frá Sovétríkj-
unum með ösku manns sins
skömmu fyrir síðustu jól. Hún
dvaldist um hríð hjá fjöl-
skyldu hans í Kalakankar,
fögrum stað, sem gagntók
huig hennar og hjarta svo, að
hún segist muni grípa fyrsta
tækifæri til að komast þang-
að til lengri dvalar.
f janúar ráðfærði hún sig
við Dinesh Singh, verzlunar-
málaráðherra Indlands,
frænda Brijesh Singhs, um
það hvort hugsanlegt væri
fyrir hana að setjast að í
Indlandi. Hann dró heldur úr
því og olli það Svetlönu von-
brigðum, þótt hún færi nærri
um og skildi, að fyrir honum
vekti að forðast hugsanlega
misklíð við Sovétstjórnina.
Hún dvaldist í Kalakankar
út febrúar, — ferðaðist þó
nokkrum sinnum um ná-
grannasveitirnar, — og hvað
eftir annað sendi sovézka
sendiráðið í Nýju Delhi henni
orð um, að senn yrði hún að
binda enda á dvöl sína í Ind-
landi .Fór svo, að hún lofaði
að fara 1. marz. — en frestaði
brotttförinni aftur um viku.
Fyrst eftir bomuna til Nýju
Delhi gisti hún á heimili
Dinesh Singhs og þegar
einkabifreið sovézka sendi-
ráðsins kom að sækja hana
5. marz, hafði hún, að eigin
sögn, ekki enn gert það upp
við sig, hvað gera skyldi.
Fyrsta ráð hennar var að
ráðfæra sig við sendiherrann,
Ivan A. Benediktov, — en
hann brást hinn versti við
og taldi fjarstætt fyrir hana
að setjast að í Indlandi. Hugs
anlega hefur þessi ákveðna,
neikvæða atfstaða hans hjálp-
að Svetlönu að taka ákvörð-
un. Hvað, sem því leið, gerði
hún það endanlega upp við
sig, eftir mikið sálarstríð, —
einkum vegna umhugsunar-
innar um bömin tvö, sem
yrðu eftir heima, — að leita
ásjár Bandaríkjamann frem-
ur en halda heim á ný.
Þess má geta, að fregnir
hafa borizt um að Benediktov
hatfi verið fluttur úr sendi-
herrastöðuni í Nýju-Delhi til
sendiráðsins í Belgrad í Júgó-
slavíu — meðal annars vegna
óánægju sovézkra stjórnar-
valdanna með afskipti hans atf
máli Svetlönu.
Áður hetfur verið skýrt frá
því, hvernig hún notaði tæki-
færið meðan háttsettir gestir
sátu undir borðum í sendi-
ráðinu, að skjótast út úr hús-
inu, ná sér í leigubíl og aka
tn bandaríska sendiráðsins.
Hún tók aðeins nauðsynleg-
ustu plögg með sér í hand-
tözku, þar á meðal handritið
að bókinni, sem hún hafði
lokið við að s'krifa þremur
árum áður.
★ ★ ★
Fimm klukkustundum eftir
að hún kom í bandaríska
sendiráðið var hún komin um
borð í flugvél á leið til Róm-
ar. Með henni fór rússnesku-
mælandi starfsmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar og
kom hann henni fyrir í banda
ríska sendiráðinu í Róm með-
an skipulagður var næsti á-
fangi ferðarinnar. Framan af
vissu Bandaríkjamenn ekki
um handritið, — en þegar
hún skýrði frá því, var á-
kveðið að láta sérfræðing um
sovézk málefni fjalla um mál
Svetlönu og meta sagnfræði-
legt gildi handritsins. Keenan
varð fyrir valinu og fékk hánn
handritið í hendur 16. marz.
Mat hans var, að það væri
ekki stjórnmálalegs eðlis, bók
in væri mjög vel skritfuð og
lýsti mannlegum viðbrögðum
dóttur við föður og móður
— og ungrar skynsamrar og
tilfinnmgarikrar manneskju
til lífsins á Stalínstímanum.
Er Kennan hafði ráðfært sig
við Greenbaum, hélt hann til
Sviss og hitti Svetlönu —
fyrst einslega. Þau höfðu
þekkzt áður og fór vel á með
þeim frá upphafi. Síðan kom
Greenbaum og tók að sér
mál hennar.
Aðeins einu sinni á leið-
inni frá Nýju Delhi hafði
Svetlana verið hikandi við
þetta flókna ferðalag. Það var
við brottförina frá Róm, sem
var ráðin í mikilli skyndingu,
vegna þess, að blaðamenn
höfðu komizt á snoðir um, að
hún væri í bandaríska sendi-
ráðinu. f öngþveitinu, sem þá
varð á flugvellinum fór hún
einhvernveginn á mis við
leynjþjónustumanninn og
leizt þá ekki á blikuna. Úr
því máli rættist þó fljótlega
og hún komst af stað frá
Rómaborg með ítalsri leigu-
flugvél.
Greenbaum hefur sagt, að
hann og Kennan muni gera
allt sem í þeirra valdi stend-
ur til þess að gæta hagsmuna
Svetlönu og hjálpa henni til
að byrja nýtt líf við nýjar
aðstæður. Hann hefúr eins og
Kennan skorað á Bandaríkja-
menn og aðra vestræna menn
að koma fram við Svetlönu,
eins og manneskju og sjálf-
stæðan einstakling og gleyma
því, að hún sé dóttir Jósefs
Stalíns.
Konstantín, Kollias forsætisrá ðherra og Gregory Spandidakis
varnarmálaráðherra.
- GRIKKLAND
Framhald af bls. 1.
hann mundi reyna að nota
áhrif sín til að endurreisa
þingræði og lýðræði í land-
inu.
í grein „New York Times" seg
ir ennfremur, að það sé álitið
skipta meginmáli, að gríska
þjóðin viti um andúð konungs
*íns á herveldinu, hennar hefur
ekki verið getið af útvarpsstöðv-
um hersins né dagblöðum, sem
öll eru ritskoðuð. Hins vegar gat
bandaríska útvarpsstöðin „Rödd
Ameríku" hennar í hálftíma
fréttaþætti, sem útvarpað var til
Grikklands á stuttbylgjum.
Nokkrir stjórnmálamenn voru
handteknir í Aþennu og nálæg-
um héruðum í dag, til viðbótar
við þann fjölda pólitískra fanga,
sem nú sitja í grískum fangels-
um. Munu stjórnmálamennirnir
hafa stutt vinstri flokkana. —
Kollias forsætisráðherra sagði í
dag, að fangamir væru við
ágæta heilsu og aðbúnaður
þeirra væri til sóma. í útvarps-
ræðu, sem varnarmálaráðherr-
ann, Spandidakis, hélt í dag,
sagði hann, að sérhver tilraun
til að steypa herveldinu í Grikk-
landi yrði miskunnarlaust bæld
niður.
Herforingjaráðið hefur að
einhverju leyti losað um tökin
í Aþenu. Þar voru í dag opnuð
veitingahús, verzlanir og bank-
ar. Auk þess mun dagblöðunum
hafa verið veitt rýmra frelsi til
að skýra frá atburðum undan-
farinna daga. Enn sem áður
standa herflokkar vörð í Aþenu
og skriðdrekar og brynvarðar
bifreiðar aka um strætin.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar
upplýsti í gærkvöldi, að brátt
yrði gefin út opinber yfirlýsing
um hvernig fyrirhugum kosning
um mundi háttað. Þær áttu að
fara fram 28. maí n.k., en óvíst
er hvort svo muni verða eða
hvert form verður á þeim haft.
í Aþenu er álitið, að byltingin
hafi beinlínis verið gerð með
það fyrir augum að hindra kosn-
ingasigur Georgs Papandreous
og áhangenda hans, sem talinn
var vís.
Papandreou er sagður liggja í
sjúkrahúsi um þessar mundir,
en líðan hans mun vera góð eft-
ir atvikum.
- SPARISKÍRTEINI
Framhald af bls. 1
50 millj. króna. Heiti lánsins er:
„Innlent lán Ríkissjóðs íslands
1967, 1. fl.“. Skuldabréf þessi
verða í formi spariskírteina með
sama sniði og spariskírteini ríkis-
sjóðs, sem gefin voru út sl. ár.
Er hér um að ræða sjöttu út-
gáfu spariskírteina ríkissjóðs frá
1964. Geta eigendur skírteina úr
ft>rri útgáfum fengið upplýsing-
ar um verðvísitölu þeirra í bönk-
um og hjá verðbréfasölum.
Sala hinna nýju skírteina hefst
nk. föstudag, 28. þ. m. Verða þau
fáanleg sem fyrr hjá bönkum,
sparisjóðum og hjá nokkrum
verðbréfasölum í Reykjavík.
Skilmálar hinna nýju skírteina
eru þeir sömu og spariskírteina,
sem gefin voru út á sl. ári.
Eru skiímálar í aðalatriðum
þessir:
Verðtrygging
Þegar skírteinin eru innleyst
endurgreiðist höfuðstóll þeirra og
vextir með fullri vísitöluuppbót,
sem miðast við hækkun bygg-
ingarvísitölu frá útgáfudegi til
innlausnargjalddaga. Þetta gefur
skírteinum sama öryggi gegn
hugsanlegum verðhækkunum og
um fasteign væri að ræða.
Skírteini eru innleysanleg
eftir þrjú ár
Hvenær sem er eftir þrjú ár,
getur eigandi skírteinanna fengið
þau innleyst með áföllnum vöxt-
um og verðuppbót. Það sparifé
sem í skirteinin er lagt, verður
því aðeins bundið til skamms
tíma, ef eigandinn skyldi þurfa
á því að halda. Auk þess er hægt
að skipta stærri bréfastærðum í
minni bréf við Seðlabankann.
Getur það verið hentugt, þegar
eigandi vill selja eða fá innleyst-
an hluta af skírteinaeign sinni.
Hins vegar getur eigandinn hald-
ið bréfunum allan lánstímann,
sem er 12 ár, og nýtur hann þá
fullra vaxta og verðtryggingar
allt það tímabil.
Verðmætl skírteinanna
tvöfaldast á tólf árum
Vextir og vaxtavextir af skír-
teinunum leggjast við höfuðstól,
þar til innlausn fer fram. Sé
skírteinunum haldið í 12 ár tvö-
faldast höfuðstóll þeirra, en það
þýðir 6% meðalvexti allt láns-
tímabilið. Ofan á innlausnarupp-
hæðina bætast síðan, eins og áð-
ur segir, fullar .verðbætur sam-
kvæmt vísitölu byggingarkostn-
aðar.
Skattfrelsi
Skírteinin njóta alveg sömu
fríðinda og sparifé við banka og
sparisjóði, og eru þannig undan-
þegin öllum tekju- og eignar-
sköttum, svo og framtalsskyldu.
Hapstæðar bréfastærðir
Lögð er áherzla á, að þessi
bréf verði að stærð hagstæð öll-
um almenningi. Verða bréfin í
tveimur stærðum 1.000 og 10.000
krónu bréf.
Athygli er vakin á þvi, að
bankar og stærri sparisjóðir taka
að sér geymslu verðbréfa fyr-
ir almenning gegn sanngjörnu
gjaldi.
Um nánari skilmála skírtein-
anna vísast til útboðsauglýsingar,
sem birtist í blöðunum í dag.
Spariskírteinin verða til sölu
í viðskiptabönkunum, bankaúti-
búum, stærri sparisjóðum og
hjá nokkrum verðbréfasölum i
viðskiptabönkunum, bankaútibú-
um, stærri sparisjóðum og hjá
nokkrum verðbréfasölum í Rvík.
Vakin er athygli á því, að spari-
skírteini eru einnig seld í af-
greiðslu Seðlabankans, Ingólfs-
hvoli, Hafnarstræti 14. Hefst
salan, eins og áður segir, föstu-
dagínn 28. apríL