Morgunblaðið - 26.04.1967, Page 32

Morgunblaðið - 26.04.1967, Page 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Sauðárkróki, 25. apríl. ÞAÐ bar við um ellefuleytið að kvöldi fyrra laugardags, þá er bóndinn að Daufá, Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, Valgeir Guðjónsson, var á leið til Sauðárkróks, að hann sá dráttarvél á hvolfi við veg inn skammt frá Borgará. Val- geir sá þegar að maður lá undir vélinni og reyndist sá vera Björn Ólafsson bóndi Krithóli. Svo lánlega vildi til, að Valgeir var á vöru- bíl með moksturstækjum og gat á svipstundu lyft vélinni ofan af manninum, sem þá virtist látinn. Valgeir komst í síma á næsta bæ og tilkynnti hér- aðslækninum á Sauðárkróki um atburðinn en hélt síðan áleiðis til Sauðárkróks með hinn slasaða mann. Þegar á sjúkrahúsið kom reyndist maðurinn á lífi, en komst ekki til fulirar meðvitundar fyrr en árla næsta dags. Björn hafði meiðzt nokkuð á handlegg, þó ekki brotn- að. Lá hann næstu daga á sjúkrahúsinu, en er nú far- inn heim til sín. Talið er að Valgeir hafi komið á s lysstaðinn aðeins örfáum mínútum eftir að dráttárvélinni hvolfdi. — jón. Góðar togarasölur TOGARINN Egill Skallagríms- son seldi í Hull í fyrradag, 3.401 kit fyrir 19288 pund. í gær seldi togarinn Harð- bakur 3.261 kit fyrir 17639 pund. Þessi mynd er tekin í fyrradag af rústum Fiskimjölsverksm iðjunnar í Vestmannaeyjum. Ljósm. Torfi Haraldsson. Tjónið í fiskimjölsverk- smiðjunni 20 milljónir? MATSMENN frá tryggingafé- lögunum sem Fiskmjölsverk- smiðjan í Vestmannaeyjum, sem brann aðfaranótt mánudags, er tryggð hjá, komu til Vestmanna eyja í fyrrakvöld. Vnnnu þeir að matsgerð í allan gærdag, en Engar horfnr á somkomnlagi KL. níu I gærkvöldi hófst sátta- fundur í deilu apótekara og lyfjafræðinga stóð hajnn enn yfir er blaðið fór í prentun. Voru þá engar horfur á að til samkomu- lags drægi. MATO-floti í heimsókn í D A G eru væntanleg til Reykjavíkur 4 herskip úr Atlantshafsflota NATO. — Tvö skipanna eru frá Bandaríkjunum, eitt frá Hollandi og eitt er frá Bret landi. Munu skipin hafa nokkurra daga viðdvöl í Reykjavík. . úrslita er ekki að vænta af rann- sókn þeirra fyrr en síðar. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Fiskimjölsverksimiðjunnar sagði í viðtali við Mbl. í gær, að mats mennirnir væru þrír, tveir frá Tryggingamiðstöðinni og einn kunnáttumaður véla, sem rann- saka mun skemmdir á tækjaút- búnaði. Taldi Þorsteinn, að dregizt gæti að lokaniðurstöður fengjust. Verksmiðjan er nú óstarfhæf, þar eð allar vogir og kvarnir voru staðsettar í mjöl- geymslunum. Þegar ný slík tæki hefðu fengizt, sagði Þorsteinn, að verksmiðjunni væri ekkert að vanbúnaði og mundi hún þá hefja starfsemi að nýju. Maður sem þekkir til reksturs mjölverksmiðja sagði Mbl. að 900 lestir af loðnumjöli, slíku sem brann í Vestmannaeyjum, væru metnar á um 5 milljónir króna. Taldi hann að með mjöli, húsum, vélum og áhöldum hefði orðið þarna um 20 milljón króna tjón. Frá brunanum í Vestmanna eyjum aðfaranótt mánudags. Vonast til að Finnar kaupi sama síldarmagn í GÆR var skýrt frá þvi bér f blaðinu samkvæmt fréttum frá NTB, að Finnar hefðu neitað að veita viðtöku 19 þúsund tunnum af sild vegna þess, að 20 til 30 þúsund tunnur af þeirri síld, sem þeir hafa fengið, væru af léleg- um gæðaflokki. Mbl. sneri sér í gær til aðalræðismanns fslands í Finnlandi, K. Juurantos, sem nú U tanríkisráðherrafundur N orð urlanda: Loftleiðamálið, Grikkland og Vietnam til umræðu á fundinum FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlanda hófst að Hótel Sögu í Reykjavík í gær og mun standa í tvo daga. Á fundinum í gær vakti Emil Jónsson utanríkisráðherra máls á Loftleiðamálinu og benti á ýmsar hugsanlegar leiðir til lausnar því máli. — Ráðherrarnir munu hins veg- ar hafa orðið sammála um að kunngera ekki á þessu stigi, í hverju tillögurnar eru fólgn ar. Fundinn sitja utanrikis- ráðherrar allra Norðurland- anna nema Danmerkur, en af hálfu Dana sækir fundinn Hans Splvhpj ráðherra. Auk ráðherranna sitja fundinn fimm fulltrúar frá Dan- mörku, Finnlandi og fslandi, hverju landi um sig, en sex frá Svíþjóð og Noregi. í viðtali við Morgunblaðið sagði Emil Jónsson utanríkisráð- herra m.a. við upphaf fundarins, að fundurinn nú væri einn hinna venjulegu funda utanríkisráð- herra Norðurlanda, sem haldnir væru tvisvar á ári. Á þessum fundum væri rætt um þau mál, sem efst væru á baugi á alþjóða- Framihald á bls. 31. er hér staddur og spurffi hann hvaff hæft væri í þessari frétt NTB. Juuranto sagði, að það væri rangt að Finnar hefðu neitað að 'veita viðtöku 19 þúsund tunnum af íslandssíld. Aðeins væri um 'að ræða 5.500 tunnur, sem ekki 'hefðu enn verið afhentar kaup- endum. Hann sagði ennfremur, að skemmdir hefðu ekki komið í ljós í síldinni fyrr en seint í haust, en í mörgum síldartunn- um hefði verið bæði skemmd og óskemmd síld. Juuranto sagði að lokum, að það væri von allra aðila, að þessi mál leystust farsællega. ’Hann væri nú að ræða um vænt- anlega síldarsölusamninga hér og vonaðist til að sama magn ís- ‘landssíldar jrrði keypt til Finn- lands á þessu ári og verið hefur. Hann kvað þó of snemmt að full- yrða um það fyrr en rætt hefði verið endanlega við síldarkaup- endur í Finnlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.