Morgunblaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1967. KaffisaEa til ágoða fyrir nýtt færeyskt sjó- mannaheimili EINS og skýrt heíur verið frá 1 fréttum blaðsins, eru nú uppi ráðagerðir um það, að færeyska íjómannatrúboðið kaupi lóð fyr- ir nýtt sjómannaheimili Færey- inga hér við höfnina. Þar sem heimilið stendur nú er aðeins um að ræða bráðabirgðalóð fyr- ir það og hafa borgaryfirvöldin gert færeyska sjómannatrúboð- inu aðvart um að húsið verði að víkja er fram líða stundir. Stjórn Sjómannatrúboðsins hef- ur nú á hendi lóð undir nýtt sjómannaheimili á lóð vestur við Nýlendugötu. Vonast Fær- eyingar til að þeir geti ráðist í að kaupa lóðina og reisa þar sem fyrst nýtt og stærra heim- ili — steinsteypt hús, þar sem hægt verður að veita hinum fjölmörgu Færeyingum er hing að koma til starfa aukna fyrir- greiðslu og aðstoð. Til ágóða fyr ir hið nýja sjómannaheimili verður á morgun, uppstigning- ardag, kaffisala daglangt í Sjó- mannaheimilinu við Skúlagötu. Kaffiveitingar hefjast kl. 2.30 og opið verður til klukkan 23. Voru færeyskar konur hér í Reykja- vík og nágrenni önnum kafnar í gær við kökubakstur. Vonast Færeyingar til þess að margir muni leggja leið sína í Sjó- mannaheimilið og fá sér hress- andi kaffibolla og stuðla á þann hátt að því að hið nýja fær- eyska sjómannaheimili rísi af grunni í Reykjavík. 5. þing Æ.S.Í. 5. ÞING Æskulýðssamibands fs- lands var haldið í Þjóðleikhús- kjallaranum um helgina. __ Fráfarandi formaður Örlygur Geirsson setti þingið* og drap á nokkur þau mál sem fyrir því lágu. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason heiðraði þingið með nærveru sinni. í ávarpi sem hann flutti, veik hann að nauðsyn þess að í landinu væri atyrk æskulýðsforysta, og minnti í því sambandi á það hlut verk sem ÆSÍ gegnir og þá starf_ möguleika sem sambandinu eru fyrir hendi, Að lokinni setningu vo”u atarfsmenn þingsins _ kjörnir: forsetar þeir Ingi B. Árælsson og Einar Hannesson og ritarar þeir Pétur Sveinbjarnarson og Hrafn Magnússon. Því næst voru fluttar skýrslur stjórnar og reikningar sam- bandsins útskýrðir. Sérstaka skýrslu flutti Ólafur Egilsson lögfræðingur um Æskulýðslög- gjöfina, en hann átti sæti, sem fulltrúi ÆSÍ, í nefnd þeirri er samdi lagafrumvarpið. Skýrsl- anna verður getið nánar síðar. Umræður um skýrslux urðu nokkrar en þingfundi frestað kl. 17.45, og störfu þá fastanefndir þingsins svo og á sunnudags- morguninn. Kl. 13.30 á sunnudag var þing- fundi svo framhaldið. Haldið var áfram umræðum um skýrslur og voru því næst lögð fram nefndar álit. Framsögumen nefnda voru þessir: Félagsmálanefnd: Ragn- ar Kjartansson, Laganefnd: Svavar Gestsson, Allsherjar- og fjárhagsnefnd: Örlygur Geirsson og nefnd Alþjóðlegra samskipta: Ingi B. Ársælsson. Sam- þykkt var sérstakt ávarp til íslenzku þjóðarinnar um endur- skipulagningu þjóðhátíðarhaids og breyttan þjóðbúning. Er það birt á öðrum stað í blaðinu. Síðasti liður þingsins var ávarp hins nýkjörna formanns, Ragnars Kjartanssonar. Þakkaði hann mönnum góða þingsetu og vonaði að 'hinni nýkjörnu stjórn mætti auðnast að koma í fram- kvæmd öllum þeim mörgu mál- um, sem þingið hefði gert álykt- un um. Fulltrúar brezkra skipa smíðast. í heimsókn SEX FULLTRÚAR brezkra akipasmíðastöðva eru í heimsókn hér á landi til að kanna grund- völl fyrir frekari viðskiptum milli íslands og Bretlands. Á fundi með fréttamönnum sagði forystumaður hópsins J. G. BeU að undanfarin ár hefði þeim skipum fækkíjð tsöðugt, sem Bretar smiðuðu fyrir okkur, flest okkar skip væru fengin frá Noregi eða Vestur-Þýzkalandi. Hann sagði að þeir byggjust okki við að fara héðan með neina oamninga upp á vasann, slikt teki lengri tíma, en erindi þeirra væri fyrst og fremst að kynna oér þarfir íslendinga og sjá hvað þeir gætu gert til að bæta úr þeim. í þeim tilgangi myndu þeir m.a. ræða við viðskiptamálaráð- herra, GyLfa Þ. Gíslason, sjávar- útvegsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson, og svo stjórnendur helztu skipafélaga og útgerðar- fyrirtækja. AðaHega myndu þeir þó kanna grundvöll fyrir sölu fiskiskipa hingað t.d. skuttogara, en gætu þó lagt á ráðin um kaup hverskonar skipa, enda væru þeir hér á vegum 42 brezkra skipasmíðastöðva. Hvað greiðslu skilmála snerti hefðu þeir gert samanburð á sínum og greiðslu- skHmálum ýmissa annarra landa og gætu bóðið alveg jafn hag- stæð kjör. Fulltrúarnir munu halda utan aftur á föstudag. Sýning Norræna listbandalags- ins opnuð í Stokkhólmi Olíumynd eftir Kristján Davíðsson á sýningunni í StokkhólmL S. L. FIMMTUDAG var opnuð f Stokkhólmi Norræn listsýning, sem Norræna listbandalagið (Nordisk Kunstforbund) stendur fyrir. Á sýningunni verða 14 ís- lenzkir Ustamenn, 11 listmálarar og 3 myndhöggvarar, samtals um 60 listaverk. Með sýningunni í Stokkhólmi heldur Norræna listbandalagið upp á 20 ára starfsafmæli sitt, en það var stofnað 1945 af Sví- um, en tók hinsvegar ekki til starfa fyrr en 1947. Hefur banda lagið á þessum 20 árum gengisl fyrir Norrænum samsýningum á tveggja ára fresti á Norðurlönd- unum til skiptis. Auk sýninga á Norðurlöndum hefur það geng izt fvrir Norrænum samsýning- um í Þýzkalandi og á Ítalíu. Sýningin í Stokkhólmi var opnuð við hátíðlega athöfn á fimmtudag og flutti Valtýr Pét- ursson aðalræðuna. Fórust Valtý m.a. orð á þessa leið: Annað hvert ár heldúr Norr- æna Hstbandalagið sýningu í einu hinna Norrænu landa. Á þennan hátt reynir það, að safna saman og sýna það sem er að ger ast í list hvers lands fyrir sig, og gefa þannig listamönnum og almenningi tækifæri til að kynn ast því. Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir Ibúa Norður- Vaitýr Pétursson listmálarí. landa, og ekki síður mikla þýð- ingu fyrir sjálfa listamennina. Menn dæma gjarnan þjóðir út frá menningu þeirra, og svo lengi sem menn þekkja ekki tH menningarlífs þjóðar, þekkja þeir ekki hin eiginlegu kjör hennar. Listin er án efa stór þátt ur í menningarlífi hverrar þjóð- ar. Þess vegna er mikið atriði að almenningur fái tækifæri til þess að kynnast því sem unnið hefur verið í norrænni list, bæði fyrr og nú. Siikt getur skapað skilning, vináttu og virðingu milli manna, bæði innan og utan við norræna samvinnu. Það er vel hægt að segja það, að Norr- æna listbandalagið hafi unnið að þeirfi hugmynd að skapa lista heild á Norðurlöndunum, þar sem minnsta þjóðin hefux sama rétt og sú stærsta, og þar sem listagildið væri í öndvegi, óháð stjórnmálum og veldi peninga. Þeir íslenzku listamenn er sýna á sýningunni eru listmál- ararnir: Svavar Guðnason, Kristján Davíðsson, Jón Engil- berts, Jóhannes Jóhannesson, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pét- ursson, Steinþór Sigurðsson, Elríkur Smith, Benedikt Gunn- arsson, Hjörleifur Sigurðsson og Hafsteinn Austmann og mynd- höggvararnir Jón Gunnar Árna- son, Jón Benediktsson og Gunn- fríður Jónsdóttir. Karlakór Selfoss Karlakór Selfoss heldur söngskemmtanir Selfossi, 2. maí. KARLAKÓR Selfoss heldur samsöng í Selfossbíói n.k. fimmtudagskvöld, uppstigningar dag kl. 21.00. Stjórnandi kórs- ins er nú Einar Sigurðsson. Á söngskrá eru 20 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Einar Sturluson óperusöngvari og Hjalti Þórðarson skrifstofu- stjóri syngja einsöng með kórn- um. Einar Sturluson og sðngstjór- inn hafa þjálfað kórinn í vet- ur, en söngmennirnir eru 29 að tölu. Þetta er annað árið í röð, sem Karlakór Selfoss heldur sjálfstæða samsöngva, en hann er ungur að árum, aðeins rúm- lega tveggja ára. Fyrirhugað er aS endurtaka samsönginn í félagsheimilinu á Flúðum á föstudagskvöld 5. maí og í Aratungu á sunnudagskvöld ið 7. maí, og munu samsöngv- amir hefjast á báðum stöðun- um kl. 21.30. I ráði er að kór- inn syngi víðar á Suðurlandi á næstunni. Undirleik á þessum samsöngv um kórsins annast Jakobína Axeisdóttir úr Reykjavík. T. 3. Veizlukoffi í Skátoheimilinu SUNNUDAGINN 7. maí n.k. gengst nemendasamband Hús- mæðraskólans að Löngumýrt, fyrir kaffisölu í Skátaheimilina til ágóða fyrir starfsemi sína. 1964 voru liðin 20 ár frá stofnun húsmæðraskólans og var þá öll- um fyrrverandi nemendum b< feið til veizlufagnaðar þar á staðn- um. Voru þá gerð drög að stofn um sambandsins. Stofnfundur var svo haldinn 17. maí 1965. Markmið félagsina er að efla kunningsskap og vin- áttu meðal aUra þeirra er stund- að hafa nám við Húsmæðraskól- ann að Löngumýri í Skagafirði, og vinna eftir megni að hagsimun- um skólans. Stjórn félagisin* skipa: Arndfe Magnúsdóttir, for maðuir, Guðlaug Hraunifjöra, gjaldkeri, Sigríður Steingríms- dóttir, ritari og meðstjórnendur eru Lovísa Hannesdóttir og Sig- ríður Jóhannesdóttir. Fiugskýli brennur Kaupmannahöfn, 28 apríl (NTB). ÞRJÁR flugvélar eyðilögðust 1 gær þegar flugskýli .Scanavia- tion A/S“ á Kaupmannahafmar- flugvelli brann til kaldra kola. Flugskýlið var úr timbri og var# aielda á svipstundu. Byggðu Þjóðverjar skýii þetta á heima- styrjaldarárunum síðari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.