Morgunblaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1967.
L
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
í lausasölu kr.
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
.Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
MENNINGARRÍKI
L 17. Landsfundi Sjálfstæð-
isflökikisins var samþykkt
að vísa til miðstjórnar flokks-
ins sérstakri ályktun um
menningarmál, sem Mbl.
birti í heild sl. fimmtudag,
en þar eru sett fram í 11 lið-
um aitriði, sem Landsfundur-
inn telur úrbóta þörf á.
Það er grundvallaratriði í
þeirri stefnuyfirlýsingu
Landsfundarins um menning-
armál, sem í þessari ályktun
fellst, að hvers kionar stuðn-
ingur við bókmenntir og list-
ir verði enn aukinn frá þvá
sem nú er og þess sé gætt að
sá srtuðningur verði til þess
fallinn að efla frjálsa list-
sköpun og listtúlkun í land-
inu. Er þetta þáttur í megin-
stefnu Sjálfstæðisflokksins
og markmiðum.
Veigamikið atriði í menn-
ingarmálaályktuninni er á-
bending um nauðsyn bættrar
aðstöðu til íslenzkrar bóka-
gerðar, en bókaútgáfa hér á
landi á í ýmsum efnum í
vök að verjast. í því sam-
bandi er bent á afnám tolla
á efni og vélum til bókagerð-
ar og bókum með íslenzkum
texta. Ennfremur er bent á
þá leið til eflingar innlendri
bókaútgáfu, að almennings-
bókasöfn í landinu kaupi hið
minnsta eitt eintak af hverri
nýútkominni bók íslenzks
höfundar.
Á sviði leiklistar er bent á
nauðsyn þess að lögum um
Þjóðleilkhús verði breytt á
þann veg, að Þjóðleikhúsráð
verði kosið til ákveðins tíma,
t.d. fjögurra ára í senn, og
valdsvið þess tekið til endur-
skoðunar. Ennfremur er sett
fram sú hugmynd, að komið
verði á fót leiiklistanskóla á
vegum ríkisins og er til þess
setlast að hann verði fram-
haldsskóli, sem taki við nem-
endum leikskóla Þjóðleik-
hússins og Leilkfélags Reykja
víkur.
Á tónlistarsviðinu er í
fyrsta lagi lagt ti'l að Sinfóníu
hljómsveit íslands verði gerð
að sjálfstæðri stofnun með
eigin stjóm, og í öðru lagi að
kannaðir verði möguleikar á
aðild íslands að kynningar-
miðstöðvum, sem starfa víða
um lönd til útbreiðslu er-
lendra tónverka.
í ályktun þessari er lögð
áherzla á að reist verði svo
fljótt sem unnt er veglegt hús
fyrir Listasafn ríkisins og
jafnframt verði stutt að efl-
ingu listasafna úti um land
með því m.a. að Listasafn rík-
isins leggi þeim til að láni
eða gjöf ýmis myndilistar-
verk í samráði við Listráð og
að tiilhlutun þess.
Lagt er til að gangskör
verði gerð að því að helztu
sögustaðir landsins verði frið
aðir og auðkenndir þannig,
að almenningur geti fræðst
um sögu þeirra og áhrif á ör-
lög og menningu þjóðarinn-
ar.
Stefnt er að því að lög um
Menningarsjóð og Mennta-
málaráð verði tekin til end-
urskoðunar með það fyrir
augum að auka megi stuðn-
ing við vísindi, bókmenntir
og listir. Sérstök áherzla er
lögð á athugun á því hvernig
efla megi kynningu íslenzkra
lista, innanlands og utan og
einnig sérstaMega um styrki
til að þýða íslenzkar bók-
menntir á erlend mál og
kynna þær erlendis. Jafn-
framt beri að auka ferða- og
vinnustyrki til listamanna
og fræðimanna.
Loks er lagt til að ráðstaf-
anir verði gerðar til þess að
búa í 'haginn fyrir íslenzka
kvikmyndagerð.
Með ályktun þessari hefur
Sjálfstæðisflökburinn sýnt
að hann hefur lifandi áhuga
á eflingu og útbreiðslu ís-
lenzkra lista og menningar.
Nauðsynlegt er að stórauha
fjárframlög ríkis til menn-
ingarmála á næstu árum. Sú
fjárfesting skilar góðum arði
og stuðlar að því að halda
hér uppi fyrirmyndar menn
ingarríki.
ASHKENAZY
CJovézki píanóleikarinn
^ Vladimir Ashkenazy er
íslendingum að góðu kunnur.
Hann er kvæntur ágætri
ungri islenzkri listakonu og
hefur margoft komið hingað
til lands, m.a. til hljómleika-
halds. Hann er nú staddur
hér á landi í slíkri heimsókn.
Það er mikið efamál, hvort
fslendingar hafa fyllilega
gert sér grein fyrir þeirri vin
áttu og hlýhug, sem þessi
mikiihæfi listamaður sýnir
landi. Vladimir Ashkenazy er
ar með tíðum heimsóknum
og hljómleikahaldi hér á
landi. Vladimir Ashknazy er
nú talinn einn fremsti, ef
ekki fremsti, píanóleikari
yngri kynslóðarinnar í heim-
inum í dag. Hann er í hópi
örtfárra beztu píanóleikara
veraldar. Fyrir slíkum mönn
um standa allar dyr opnar.
Þeir eru eftirsóttir meðal stór
þjóða um heim allan.
Það sýnir mi'kla hógværð
og sérstakan vinarhug í garð
íslenzku þjóðarinnar, að
Slíkur listamaður í fremstu
röð skuli ítrekað koma til
smáþjóðar á borð við íslend-
inga til h'ljómleikahalds og
ferðast í sama skyni til fá-
UTAN ÚR HEIMI
Vladimir Komarov með konu sinui og dóttur. Myndin var tekin skömmu fyrir dauða
geimfarans.
Sovézka geimferðaslysið seink-
ar geimferðaáætlunum Rússa
EINHVER mestu tíðindi sl.
viku utan úr heimi voru vafa
laust hið hörmulega slys, er
sovézki geimfarinn Vladimir
Komarov fórst með geimfari
sínu, Soyuz I. Slysið kom
sem reiðarslag, því áður
hafði verið tilkynnt, að allt
hefði gengið að óskum með
för geimfarans. Afleiðingar
þessa slyss eru að sjálfsögðu
ófyrirsjáanlegar, en liklegt
má telja, að slysið verði til
þess að seinka öllum frekari
áætlunum sovézkra visinda-
manna á svið geimferða.
Vladimir Komarov var
þekktur sem þögull og stutt-
orður maður, sem hafði að
baki sér afar mikla reynslu
varðandi flugferðir, en hann
var aðeins 15 ára gamall, er
hann fynst sat við stýrisvöl-
inn á flugi. Hann var fyrsti
sovézki geimfarinn til þess
að fara tvisvar sinnum í
geimferð. Smávægilegur
hjartasjúkdómur hafði hins
vegar næstum komið í veg
fyrir það, að hann færi
nokkru sinni 1 geimferð.
Varð það 18 mánuðum áður
en hann lagði upp í fyrri
geimferð sína, sem farin var
í október 1964. Læknar töldu
þá, að hjartsláttur hans væri
oi óreglulegur og skipuðu
honum að taka sér algera
hvíld í sex mánuðL
Yfirmönnum hans á sviði
geimferða þótti þetta of lang
ur tímL sem myndi falla nið-
ur, en Komarov taldi þá á
að gefa sér annað tækifæri.
Vladimir Komarov var
fæddur 16. marz 1927 í
Moskvu. Hann innritaðist í
sérstakan skóla flughersins
vorið 1942, þá 15 ára gamall,
en þá var styrjöldin við Þjóð
verja 1 algleymingi. Eftir
styrjöldina varði hann fimm
árum við nám í Shukovsky-
háskólann, sem er tæknihá-
skóli, er sovézki flugherinn
starfrækir.
Komarov var kvæntur og
átti tvö börn, 15 ára gamlan
son og 9 ára gamla dóttur
með konu sinni Valentinu.
Hann var mjög áhugasamur
um sínum í það að lesa bæk-
um allt varðandi geimferðir
og varði miklu af frístund-
ur um það efni. Hann mat
hins vegar fjölskyldu sína
mjög mikils og kunni ekki
hvað sízt bezt við sig í nær-
veru konu og barna.
Dauða Komarovs ber að í
fyrstu geimferð, sem Sovét-
ríkin framkvæma á rúmlega
tveimur árum og almennt er
talið, að slysið muni verða
til þess að seinka geimferða-
áætlunum Sovétríkjanna um
nokkurn tíma, að minnsta
kosti fleiri mánuði.
Geimfar Komarovs, Soyuz
I., er talið vera þyngsta geim
farið, sem sovézkir vísinda-
menn hafa nokkru sinni skot
ið á loft með manni innan-
borðs. Gert er ráð fyrir, að
geimferðin nú hafi verið
framkvæmd í reynsluskyni
fyrir enn umfangsmeiri til-
raun og að margir aðrir geim
farar myndu fara á loft á
eftir Komarov. Var jafnvel
tailið, að níu sovézkum geim-
förum yrði skotið upp hverju
á eftir öðrum og yrði maður
í þeim öllum.
En eftir það, sem gerzt hef
ur, er vafasamt, jafnvel þó
að fleiri geimskot hafi verið
ráðgerð, að þau verði fram-
kvæmd, fyrr en vísinda-
menn hafi komizt fullkom-
lega til botns í hvað það var,
sem slysinu olli. Þetta kann
að koma í veg fyrir, að sov-
ézkir vísindamenn hætti á
fleiri geimskot á þessu ári.
Apollo-slysið í Bandaríkj-
unum í janúar sl., er þrír
geimfarar biðu bana, hefur
orðið til þess að seinka áætl-
unum Bandaríkjamanna um
að senda mannað geimfar til
tunglsins og ekki er ólíklegt,
að slyisið nú, hafi sömu af-
ieiðingar í för með sér í Sov-
étríkjunum.
Þetta er í annað sinn, sem
mannað geimfar Sovét-
manna verður fyrir óhappi í
lendingu. Síðast er mönnuðu
sovézku geimfari var skotið
á loft, sem átti sér stað fyrir
tveimur árum, biluðu lend-
ingartæki geimfarsins, Vosk-
hod-2, en í því voru tveir
geimfarar.
Annar þeirra, Pavel Bel-
ayev tók þá sjálfur að sér
stjórn geimfarsins og lenti
því með lagni í furuskógi
nærri 1250 mílur frá hinum
upprunalega fyrirhugaða
lendingarstað.
mennra staða úti úm Tandið.
íslendingar þakka yiadimir
Ashikenazy þann sérstaka vin
áttuvott, sem hanin sýnir
þeim með þessu. Með komum
sínum hingað hefur hann
auðgað menningarlíf þessar-
ar fámennu og að mörgu leyti
einangruðu þjóðar. Hann hef
ur gefið þegnum smáþjóðar
kost á að kynnast þvá bezta
í heiminium á þessu sviðL.
Hann mun jafnan velkommn
til íelands.