Morgunblaðið - 03.05.1967, Blaðsíða 31
MUKUUNBL.Atílö, MIÖVTKUDAGUR 3. MAI 1967.
31
' Myndin sýnir glöggt þá miklu ös, sem var í afgreiðslu Sparisjóðs alþýðu fyrsta daginn, sem
bann starfaðL (Ljósm. Sv. Þorm.)
Tæpar 5 millj. lagðar inn fyrsta daginn
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu tók Sparisjóð-
ur alþýðu til starfa sl. laugar-
dag, en sparisjóðurinn er til
húsa að Skólavörðustíg 16. Var
gífurleg ös í afgreiðslu spari-
sjóðsins frá því hann var opn-
aður á laugardagsmorgun og all
an tímann, sem opið var á iaug
ardag.
Á fyrsta starfsdegi Sparisjóðs
alþýðu voru stofnaðir við sjóð-
inn urn þrjú hundruð reikning-
ar. Innlegg í sjóðinn á þessum
degi námu alls tæpum
milljónum króna.
fimm
Frá réffarhöldunum í máli skipsfjórans:
Lofaði áfengi ef
Minni ös var í afgreiðslu
Sparisjóðs alþýðu í gær, er
blaðið hafði samband við spari-
sjóðsstjórann, Jón Hallsson.
Utgerðin telur seinni
töku Brands ólögmæta
Skiptar skoðanir um málið
EIGENDUR brezka togarans
Brandurs GY 11, Deepsea Fish-
eries Ltd, segjast munu fara
fram á við brezku ríkisstjórnina
að hún „mótmæli harðlega" eins
og það er orðað. Mótmælin fel-
ast í þvi að togarinn hafi verið
tekinn á úthafinu.
Talsmaður útgerðarinnar
sagði að íslendingar hefðu eng
an rétt á að skipta sér af brezku
skipi utan landhelgi, jafnvel
ekki þótt tveir lögregluþjónar
væru um borð í togaranum.
„Við munum fara fram á
hörðustu aðgerðir, sem unnt er
að hafa í framrni" sagði tals-
maðurinn. Fréttirnar af stroki
Brands hafa verið forsíðufrétt-
ir brezka blaða m.a. í London
Evening Standad.
Um svipað leyti og togarinn
Brandur var tekinn annað sinni
var rússneskur togari staðinn að
mentum ólöglegum veiðum við
Hjaltlandseyjar. Var hann flutt
ur til hafnar í Lerwick.
Reginald Paget, þingmaður
fyrir brezka verkamannaflokk-
inn reyndi á mánudag að vekja
máls á Brandsmálinu og að fá
dagskrá neðri málstofunnar
breytt vegna þessa máls.
Forseti deildarinnar, Horace
King sagði að þessi viðburður
þyrfti ekki slíkrar meðferðar
við, að breyta þyrfti dagskrá
málstofunnar.
Mbl. hafði í gær tal af Páli
Aðalsteinssyni í Grimsby og
sagði hann að brezkir útgerðar-
menn í Grimsby væru leiðir yf-
ir þessu máli, og teldu, að ef
málinu hefði verið lokið á föstu
dag, hefði þetta aldrei komið
fyrir. Hann sagði, að hægt hefði
verið að kveða upp dóm, því
að alltaf hefði verið unnt að
áfrýja honum, og þannig hægt
að komast hjá þessu leiðinda-
máli. Slík mál hefðu vanalega
fengið afgreiðslu á tveimur dög
um.
— Útgerðin hefur ekki mót-
mælt þessari handtöku, eins og
komið hefur fram á nokkrum
stöðum, en á hinn bóginn hef-
ur hún mótmælt því að skipið
skyldi ekki losað, þar eð hún
hafði boðizt til að setja trygg-
ingu til þess að skipið losnaði.
Hægt hefði verið að dæma í
málinu á eftir.
Vegna mótmæla útgerðar
Brands GY-11 í Grimsby, að ísl.
varðskipi hafi verið óheimilt að
taka togarann fyrir utan ís-
lenzka lögsögu, sneri Mbl. sér
til hæstaréttarlögmanns eins hér
í bæ, og spurði hann álits á
þessu atriði.
— Eftir að hafa velt málinu
fyrir mér í skjótheitum, sagði
hann, finnst mér þetta nokk-
uð hæpin fullyrðing. Togarinn
var staðinn- að ólöglegum veið-
um hér í íslenzkri lögsögu, og
hann strýkur á brott áður en
rannsókn málsins er lokið.
— Togarinn er hér í .Reykja-
vík settur undir gæzlu löggildra
gæzlumanna, sem gat ekki farið
fram hjá skipstjóranum. Þeim
var haldið nauðugum í læstum
klefa til að þeir geti ekki gegnt
skyldu sinni. Og á meðan fyr-
irskipar skipstjórinn, að siglt
skuli út úr íslenzkri höfn, með
falsað nafn og númer, og án
siglingarljósa, sem hvort tveggja
er brot á alþjóðalögum og gert
til þess að blekkja íslenzka
strandgæzlu. Við verðum þvi að
ætla að íslenzkt varðskip hafi
fulla heimild til að sækja lög-
gæzlumennina um borð í togar-
ann, hvar sem hann er staddur
út á reginhafi, og færa togar-
ann aftur til hafnar, þaðan sem
hann hafði strokið ólöglega, til
að ljúka rannsókn á máli skip-
stjórans.
RÉTTARHÖLD út af stroki
brezka togarans Brands hófust
klukkan 13 í gærdag. Fyrstur
kom fyrir réttinn Bjarki Elías-
son yfirlögregluþjónn, sem
lagði fram skýrslur þeirra Þor-
kels Pálssonar og Hilmars Þor-
bjömssonar, lögregluþjónanna
tveggja sem voru um borð í
togaranum. Gunnar H. Ólafsson,
skipherra á Sif skýrði í stuttu
máli frá tilraunum til að stöðva
togarann.
Þá voru þéir Þorkell og Hilm-
ar yfirheyrðir og eru viðtöl við
þá annars staðar í blaðinu. Þess
má geta hér að þegar lögreglu-
þjónarnir brutustu út úr klefa
skipstjórans og skipuðu honum
að snúa við, hélt hann því fram
að eldur væri í lestum skipsins
og yrði hann því að fara með
það út á sjó. Hann neitaði að
þiggja hjálp slökkviliðs úr landi
og kvaðst heldur ekki geta stopp
að á ytri höfninni því þá myndi
hann stofna fjórum herskipum
NATO sem lágu þar í hættu
Þorkell spurði Ármann Krist-
insson, sakadómara, hvort sér
væri heimilt að leggja fram
skaðabótakröfu vegna áverka
sem hann kvaðst hafa hlotið um
borð. Þórarinn Björnsson, skip-
herra á Óðni gerði grein fyrir
töku togarans og Jón Wium,
stýrimaður, sem fór um borð
ásamt fleiri varðskipsmönnum,
greindi frá því að hann hefði
þá verið vopnaður tveimur og
hefði látið lögregluþjónana fá
aðra þeirra. Loftskeytamaður
togarans var kallaður fyrir og
kvaðst hann hafa verið sofandi
og ekkert vitað um þá ákvörð-
un skipstjórans, að strjúka.
Hann kveðst ekki hafa vakn-
að þegar Hilmar og Þorkell
brutust út úr klefa skipstjórans,
og aðeins einu sinni haft sam-
band við skip áður en Óðinn
náði þeim. Það var að beiðni
Newtons, en bróðir hans var
skipstjóri á því skipi. Bátsmað-
ur togarans kvaðst hafa verið
klefanum með lögregluþjónun-
um, og fylgt þeim eftir þegar
þeir brutust út. Hann heyrði
eitthvað minnst á eld í vélar-
rúmi, sagði hann. Hann kvaðst
hafa vitað um flóttatilraunina
frá upphafi og heyrt að skip-
stjórinn hefði lofað viðbótar
brennivínsskammti ef allt gengi
vel. Hann gat þess að þeir
hefðu fengið ströng fyrirmæli
um að leggja ekki hendur á lög-
regluþjónana. Tveir hásetar
voru næst kallaðir fyrir. Ann-
ar þeirra kvaðst ekkert hafa vit
að um flóttann, en hinn kvaðst
hafa fylgst með öllu saman og
verið lengst af í brúnni. Hann
hafði heyrt talað um eld í vél-
arrúmi. Fleiri voru ekki teknir
til yfirhejrrzlu. Ármann Krist-
insson, sakadómari, sagði við
Morgunblaðið að réttarhöldun-
um yrði ekki haldið áfram fyrr
en eftir hádegi í dag. Saksókn-
ari hefði fengið málsskjölin frá
því í gær til meðferðar, Þegar
liggur fyrir kæra á hendur skip
stjóranum fyrir ólöglegar veiðar
innan landhelgi en í dag verð-
ur honum líklega birt framhald3
ákæra vegna flóttatilraunarinn-
ar og hann síðan yfirheyrður.
Prentaraverkfall
í Fserey|una
— og ókennilegur undirgangur í sjó
PRENTARAR í Færeyjum hafa
lagt niður vinnu og mörg dag-
blöð munu ekki koma út með-
an á verkfallinu stendur. Þó má
vera að út komi „14. septem-
ber“ og „Dimmalætting" sem
hafa í sinni þjónustu nokkra ó-
félagsbunda prentara. Krefjast
prentarar 17% launahækkunar,
en vinnuveitendur vilja ekki
gangast inn á meiri hækkun en
sem nemur 9.3%. Vikulaun fær
eyskra prentara eru nú 420 krón
ur (ísl. kr. 2.600.00).
íbúar í V&g á Suðurey hafa
ekki haft svefnfrið undanfarnar
þrjár vikur vegna ókennilegs
hávaða og undirgangs í sjó út
af eyjunni, sunnudágskvöld og
fram á mánudagsmorgun gekk
svo mikið á að rúður titruðu og
dyr hrukku opnar. Sérfræðing-
ar telja að hér geti tæpast ver-
að um jarðhræringar að ræða,
því Færeyjar séu utan þess
svæðis á hafsbotninum sem
vanda á til slíks og þar er ekki
talið að séu líkur á grjóthruni
eða sigli á hafsbotninum. Ekki
er þarna heldur að sjá reyk eða
hraunrennsli og því tæpast von
á að þarna rísi færeysk Surts-
ey, en V&g-búum er hætt að
standa á sama um ósköpin.
Bankarán í Svíþjóð
Ránsfengur 8,3 millónir ísl. króna
Stokkhólmi, 2. maí (NTB) Skrif-
stofa útibús „Skandinaviska
Banken“ í Tumba, skammt frá
Stokkhólmi, var rænd um helg-
ina og höfðu ránsmenn á brott
Hulltogari rakst á ísjaka
— Tveir nýir
Framhald af bls. 32.
fallskosningu af Alþingi: Sveinn
Benediktsson, formaður, Jóhann
G. Möller, varaformaður, Sig-
urður Ágústsson, ritari, Eysteinn
Jónsson og Þóroddur Guðmunds-
son.
Stjórn Síldarverksmiðja rik-
isins er kjörin til þriggja ára í
senn og rennur kjörtímabil nú-
verandi stjórnar út við lok þessa
árs.
Akureyri, 1. mai: — Hulltog-
arinn Loch Doon OONH 101
rakst á ísjaka á Skagagrunni
seint í gærkvöld með þeim af-
leiðingum, að 20 hnoð á bak-
borðskinnungi neðan sjólínu
slitnuðu og plötur beygluðust.
Þegar í stað kom svo mikill leki
að skipinu, að dælur þess höfðu
ekki undan svo að það hélt taf-
arlaust til Akureyrar og kom
hingað kl. 9 í morgun. Var neta-
lestin þá full af sjó.
Brunaverðir fóru strax um
borð í togarann með þrjár dælur,
sem samtals dældu rúmlega 1000
lítrum á mínútu, en þær gerðu
ekki betur en að hafa við lekan-
um. Voru þá fengnir til frosk-
menn, er strengdu nautshúð utan
á skipshliðina yfir skemmdinni
og fór þá sjórinn smálækkandi
í skipinu.
Ætlunin er að gera við togar-
ann hér til bráðabirgða.
Sv. P.
Akureyri, 2. maí: — 1 kvöld
var togaranum Loch Doon siglt
upp í fjöru og hann látinn stinga
stefni við land til að auðvelda
viðgerð.
Sv. P.
með sér í reiðufé og öðru verð
mæti sem næst einni milljón
sænskra króna, eða jafnvirði 8,3
milljóna íslenzkra.
Þjófarnir brutu sér leið inn
bankann úr aðliggjandi íbúð úti
bússtjórans, en hann var ekki
bænum yfir helgina. Höfðu þeir
haka að vopni og eggjárn ýmis
og virðist hafa gengið sæmilega
greiðlega að brjóta upp dyrnar
að bankanum. Inn komnir tóku
þeir fyrst úr peningakassanum
120 krónur sænskar en síðan
jafnvirði þrjátíu þúsund sænskra
króna í erlendum gjaldeyri. Að
svo búnu gripu þeir haka sína
og brutu upp um 500 af geymslu-
hólfum bankans, þar sem geym
voru ýmis verðmæti bæjarbúa,
bæði reiðufé, hlutabréf, skulda
bréf, skartgripir, silfur — og
bréf, skuldabréf, silfur- og gull-
munir og annað eftir þvl.
Er leið að kvöldi þriðjudags
var lögreglan enn jafnnær um
ránið.
— Frumprent
Framhald af blaðsíðu 10.
blaðsins frá árinu 1925, en þá
byrjaði hún að koma út, til árs-
ins 1962 seld. Er lesbókin bund-
in í samstætt skinnband og er
vel með farin og hrein. Þá verð-
ur boðin upp Árbók Ferðafélags
fslands, verkið allt frumprentað
og í skinnbandi. Ennfremur
verður seld öll árbók Fornleifa-
félagsins og Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Er hér um að ræða frumprent
þeirrar bókar, en það er fáséð.
Alls verða 115 númer á bóka-
uppboðinu í dag, og auk áður-
talinna bóka má nefna frumút-
gáfu af Barni náttúrunnar eftir
Halldór Kiljan Laxness, en sú
bók kom út 1919, í verum eftir
Theódór Friðriksson I-II, Hand-
bók fyrir hvörn mann, eftir
Magnús Stephensen, — bókin er
gefin út í Leirárgörðum 1812,
íslendingasögur 1-38 gefnar út
af Sigurði Kristjánssyni, Um
Garðyrkjunnar Nauðsyn og Nyt-
semi, eftir Bjarna Arngrímsson
og er sú bók gefin út í Kaup-
mannahöfn 1820, Almanak Þjóð-
vinafélagsins 1875-1966, bundið
og með flestum kápum, Óður
einyrkjans eftir Stefán frá Hvita
dal, tölusett og áritað eintak, Úr
landssuðri eftir Jón Helgaso, pró-
fessor, fyrsta útgáfa, gefin út
1939. Einnig verða seldir nokkrir
fágætir pésar og rit, og má nefna
sem dæmi um slíkt blað er nefn-
ist Láki. Voru það tvö fræg ís-
lenzk skáld er hófu útgáfu þessa
blaðs, á skólaárum sínum 1919.
Af því komu út aðeins tvö tölu-
blöð. Eru þau eintök er seld
verða á uppboðinu hrein og vel
með farin. -
- BADMINTON
Framhald af bls. 36
Tvíliðaleikur: Þeir sörau gegn
Guðm. Guðjónssyni og Heiðari
Ragnarssyni 15:1 og 18:14.
Hin mikla þátttaka í yngri
flokkum gai mótinu sérstakan
svip og nú virðisf badminiton-
íþróttin fyrst að vera að grípa
verulega um sig og mótin me3
skemmtilegum svip.