Morgunblaðið - 03.06.1967, Qupperneq 32
DREGIÐ EFTIR
3 DAGA
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1967
Síldin mjög stygg
SÍLDVEIÐARNAR ganga heldur
treglega hjá þeim bátum, sem
komnir eru á miðin því að síld-
in er mjög stygg. E>ó er einn bát-
ur á leið til lands með ein 270
tonn. Það er Harpa frá Sand-
gerði, skipstjóri hennar er Árni
Gíslason. Það er aðallega á nótt-
inni sem bátarnir komast í kast-
færi. Ekki eru mjög margir bát-
ar á miðunum ennþá, hafa verið
að tínast út síðustu dagana, en
nokkuð margir lögðu af stað í
gær. Sigling á síldarmiðin tek-
ur 30 til 35 klukkustundir.
Veðrið hefur verið gott.
Ráðizt á bílstjóra
LEIGUBIFREIÐASTJÓRI v a r »
fyrir fólskulegri árás sl. mið-
Vikudagskvöld inn við Laugar-
nestanga.
Var það með þeim hætti, að
bifreiðastjórinn var að koma úr
ökuferð með farþega sem hann
hafði ekið um borgina. Bað far-
þeginn þá bifreiðastjórann að
aka sér út á Laugarnestanga, svo
að hann gæti hitt þar kunningja
sinn, sem væri þar á hraðbát.
Sitja þeir svo í bifreiðinni, og
veij; bifreiðastjórinn ekki fyrr
en farþeginn ræðst á hann, og
Klúbbfundur
í dug
f DAG kl. 12,30 efnir Heim-
dallur til klúbbfundar í
Tjarnarbúð. Gestur fundar-
ins verður dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra. —
Þess er að vænta, að Ileim-
dallarfélagar fjölmenni og
taki með sér gesti.
slær hann höfuðhögg. Hafði
■farþeginn stormjárn úr glugga
að vopni, og lamdi bifreiðastjór-
ann hvað eftir annað. Bifreiða-
stjórinn kveðst ekki hafa misst
meðvitund, en hann lét sig falla
fram á stýrið til að verjast högg-
unum. Hleypur farþeginn þá á
brott. Rétt í því kom fólk á
vettvang, og sá manninn á hlaup
um. Taldi það sig þekkja hann,
«g gaf bifreiðastjóranum upp
■nafn hans. Kærði maðurinn at-
burðinn til rannsóknarlögregl-
unnar, en ekki hefur tekizt að
hafa upp á manninum.
Ekkert sam-
komulag
EKKI hefur enn miffað í sam-
komulagsátt í farmannaverk-
fallinu. Sáttafundur stóð yfir til
klukkan 4,30 aðfarnótt föstu-
dagsins án nokkurs árangurs.
Nýr fundur hefur ekki verið boð
aður.
Agnar Kofoed Hansen og Kristinn Jónsson við TF-ÖRN, fyrstu vél Flugfélags íslands.
Flugfélag íslands 30 ára
Flugfélag Islands á 30 ára af- vildi leggja út í það ævintýra-
mæli í dag. fyrirtæki að stofna flugfélag.
Nú fljúga vélar þess daglega
um landið þvert og endilangt,
auk þess sem það flytur stóra
hópa til framandi landa. Þetta
þykir allt sjálfsagður hlutur í
dag, en fyrir þrjátíu árum var
viðhorfið annað. Því kynntist
Agnar Kofoed Hansen rækilega
þegar hann kom heim að loknu
flugnámi árið 1936. Hann fann
engan mann í Reykjavík, sem
Á Akureyri var máli hans bet-
ur tekið og þar var félagið stofn-
að af fimmtán hluthöfum árið
1937. Hlutafé var 20 þúsund
krónu.r. Fyrstu stjórnina skip-
uðu Vilhjálmur Þór, þáv. kaup-
félagsistjóri, sem var formaður,
Guðmundur Karl Pétursson,
læknir og Kristján Kristjánsson,
forstjóri B.S.A. Gert var ráð
fyrir að flug gæti hafizt seinni
Brœðslusíldarverðið fyrir
suður- og vesturland
Á FUNDI yfimefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins 1. júní var
ákveðið að lágmarksverð á síld
til bræðslu, veiddri við suður-
og vesturland tímabilið 1. til 15.
júní 1957, skuli vera kr. 0.60
hvert kíló komið á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips, auk 5
aura á flutningsgjald á kíló frá
skipshlið í verksmiðjuþró.
Verðákvörðun þessi var gerð
með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa síldarkaupenda gegn
atkvæðum síldarseljenda.
í yfirnefndinni áttu sæti:
Bjarni Bragi Jónsson, deildar-
„Þú verður nú að útskýra þetta
nánar fyrir mér, sko“!
stjóri f Efnahagsstofnuninni,
sem var oddamaður, Ingimar
Einarsson, fulltrúi og Jón Sig-
urðsson, formaður Sjómanna-
sambandsins, tilnefndir af síld-
arseljendum og Guðmundur Kr.
Jónsson, framkvæmdastjóri og
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri, tilnefndir af síldarkaup-
endum.
N.k. mánudag, þann 5. þ.m.
mun Verðlagsráðið hefja um-
ræður um ákvörðun lágmarks-
verðs á síld veiddri við suður-
og vesturland frá og með 16.
þ.m.
part sumars 1937, en það varð
ekki fynr en 4. maí 1938, sem
fynsta fairþegaflugið til Reykja-
víkur var farið, og fyrsti far-
þeginn var Ingólfur Kristjánis-
son, bóndi, að Jódísarstöðum 1
Ejafirði. Þetta sumar og til ára-
móta voru fluttir 770 farþegar
á einsbreyfils Waco sjóflugvél-
inni TF-ÖRN. Árið 1939 lét Agn-
ar af störfum og Örn Ó. Johnson
tók við sem forstjóri og eini
flugmaðurinn. Hefur hann gegnt
fyrrnefnda stanfinu æ síðan.
Snemma áns 1940 voru aðal-
stöðvar félagsins fluttar til
Reykjavíkur, starfsemin endur-
skipulögð og nafninu breytt 1
Flugíélag íslands hf.
Fyrstu reglulegu flugferðimar
innanlandis hófust 1941 og þá
varð einnig ör vöxtur á flugflota
Framhald á bls. 31
Sjálf-
boðaliðar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í
Reykjavík óskar eftir sjálfboða-
liðum til starfa kl. 14—18 í dag,
laugardag, í Sjálfstæðishúainu,
SL. þriðjudagskvöld birt-
ist Magnús Kjartansson,
ritstjóri kommúnistablaðs-
ins, á sjónvarpsskermin-
um og hafði brugðið sér í
nýtt gervi. Hann gaf
slíkar yfirlýsingar, að
spyrlinum ofbauð og
sagði: „Þú VERÐUR nú
að útskýra ÞETTA nánar
fyrir mér, SKO!“ Og það
furðaði engan á skilnings-
skorti stúlkunnar. Magnús
Kjartansson sagðist „auð-
vitað aðhyllast þann sósíal
isma, sem ég vildi kalla
ÍSLENZKAN sósíalisma í
þessari merkingu, og ég
held að hann sé okkur svo
mikilvægur að við hefðum
orðið að finna hann upp
EF AÐRIR HEFÐU EKKI
GERT ÞAГ. „íslenzki"
sósíalisminn var þá eftir
allt saman sá sósíalismi,
sem ríkir í kommúnista-
löndunum austan járn-
tjalds og í Kína, sósíal-
ismi, sem „aðrir“ fundu
upp. Sósíalisminn, sem
reisti Berl'narmúrinn, sósí
alisminn, sem barði niður
með vopnavaldi bylting-
una í Ungverjalandi, sósíal
ismi þeirra Stalíns og Ma-
ós, sem hefur framið mörg
hryllilegustu glæpaverk,
sem sagan kann frá að
greina og blað Magnúsar
Kjartanssonar HEFUR
ALLTAF HALDIÐ UPPI
VÖRNUM FYRIR. Magn-
ús Kjartansson ætlaði
greinilega að bregða yfir
sig sauðagæru hugljúfs og
rólynds, pípureykjandi
prúðmennis, sem ekkert
vildi hafa með að gera er-
lendar „fræðikenningar“.
EN HANN KOM UPP UM
SIG! HINAR RAUN-
VERULEGU SKOÐANIR
TRÓÐU SÉR FRAM. —
Hann gat ekki dulið þær.
Magnús sagði að „fram-
tak einstaklingsins væri
auðvitað undirstaða allra
athafna", en ENN fórst
honum Ieikaraskapurinn
illa úr hendi. „Það verður
að finna leiðir til þess að
einbeita kröftum okkar
eins og ég sagði áðan og
að framtak einstaklings-
ins NÝTIST INNAN ÞESS
Framhald á bls. 31
Þessi Hillman-bifreið er einn af glæsilegum vinningum í
. happdrættinu.
Gerið skii
NÚ eru aðeins þrír dagar þar til dregið verður í hinu
glæsilega landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins um 5
evrópskar bifreiðir. Mikið er nú í húfi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að stuðningsfólk hans, sem enn hefur
ekki gert skil á happdrættismiðum sínum, geri það
hið fyrsta. Hafið það hugfast, að jafnframt því að
styðja flokkinn í kosningabaráttunni öðlist þið mögu-
leika á að eignast glæsilega bifreið fyrir aðeins 100
krónur. —